Morgunblaðið - 06.08.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 06.08.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 31 Norræna kvennaþingið í Osló: Frá ráðherrayfirheyrslunni í gær þar sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra svarar fyrir- spurn frá fundargesti. Til hliðar við hana á vinstri hönd sitja jafnréttisráðherrar hinna Norðurland- anna og Sigrún Stefánsdóttir sem var fundarstjóri yfirheyrslunnar. Hægra megin við Jóhönnu situr túlkur hennar sem túlkaði allt sem Jóhanna sagði af íslensku yfir á norsku. Jóhanna Sigurðardóttir á kvennaþingi í Osló: Norðurlönd stuðli að jafnréttisstofnun SÞ Osló, frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni „ÉG ER dauðþreytt á rannsókn- um, nú þarf athafnir,“ sagði dönsk kona úr hópi gesta á nor- rænni jafnréttisráðstefnu, sem haldin var í tengslum við kvenna- þingið í Osló og lauk i gær. Þessi orð hlutu miklar undirtektir og eru kjarni þeirra boða sem konur vildu öðru fremur koma til stjórn- málamanna. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra lagði einmitt megináherslu á í ræðu sinni að Norðurlöndin þyrftu að standa að sameiginlegum aðgerð- um i þágu kvenna fremur en at- hugunum. Jafnframt varpaði hún fram þeirri hugmynd að Norðurl- öndin hefðu frumkvæði að því að komið yrði á sérstakri jafnréttis- stofnun innan Sameinuðu þjóð- anna. Launamisrétti karla og kvenna og lausnir á því bar annars einna hæst í umræðu gærdagsins, sem ráðherrar jafnréttismála á Norður- löndum tóku þátt í. Jafnréttisráðstefnu Norðurlanda- ráðs og norrænu ráðherranefndar- innar lauk undir hádegi í gær eftir að jafnréttisráðherrar höfðu flutt ræður og nokkrir ráðstefnugestir fengið tóm til að taka til máls. Ráð- herramir svöruðu á síðdegisfundi spumingum sem settar höfðu verið í þar tii gerðan kassa á kvennaþing- inu. Fundarstjóri fyrir hádegi var Eiður Guðnason en Sigrún Stefáns- dóttir stýrði yfirheyrslum ráðher- ranna. Á jafnréttisráðstefnunni var fjall- að um norræna framkvæmdaáætlun um jafnrétti kynjanna og var Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra beðin að segja lesendum frá henni. „f áætluninni eru aðallega tvö viðfangsefni," segir Jóhanna. „Ann- ars vegar hlutverk kvenna í efna- hagsþróun; atvinnutækifæri, launa- mái, vinnuumhverfi og staða í at- vinnulífinu. Hins vegar tengsl fjöl- skyldulífs og atvinnu; réttur foreldra sem launþega, vinnutími þeirra, umönnun bama, karlar og jafnrétti auk Qárhagslegra afleiðinga af skiptingu launaðrar vinnu og ólau- naðrar. Jafnréttisáætlunin Qallar að miklu leyti um að gerðar veiúi rannsóknir á málefnum kvenna. Ég tel hana á ýmsan hátt áhugaverða og trúi að hún geti verið gagnlegt skref í rétta átt ef vel tekst til. Hins vegar þykir mér áætlunin ekki nógu markviss, í hana vantar tillögur um beinar að- gerðir. Til dæmis eru ákvæði í jafn- réttislögum allra Norðurlandanna um jákvæða mismunun, sem heimil- ar sérstakar aðgerðir í þágu kvenna á vinnumarkaði. Þessi ákvæði hefði mátt athuga í framkvæmdaáætlun- inni. Lág laun fyrir hefðbundin kvennastörf tengjast ólaunuðum störfum á heimilum og við ættum að beita ákvæðum jafnréttislöggjaf- arinnar til að endurmeta kvenna- störfin. Ef konur vilja í raun bijóta múrana og vinna störf sem karlar hafa sinnt að mestu þarf einnig að fá karla í störf sem konur hafa yfír- leitt unnið. Við það ættu líka launin innan svokallaðra kvennastétta að hækka." Endanlega verður gengið frá framkvæmdaáætlun um jafnréttis- mál á ráðherrafundi í nóvember og hún lögð fyrir næsta þing Norður- landaráðs í mars. Nokkrar kvenn- anna sem tóku til máls í gærmorgun lýstu ánægju með að gert væri ráð fyrir rannsóknum á málefnum kvenna. Fleiri báðu um ákveðnari áætlun, undirbúningur aðgerða gæti ekki varað endalaust. Athuganir væru góðra gjalda verðar en þær breyttu ekki hlutunum einar sér. Þá kom fram á fundinum spuming um hvemig tryggja mætti að áætlunin gengi fram, hvort markmiðin þyrftu ekki að vera ljósari til að peningar fengjust. Ein fundarkvenna benti á að í áætluninni þyrfti að athuga hvemig koma mætti konum mark- visst í áhrifastöður. Það skipti gey- simiklu máli að þeir sem völdin hefðu ynnu að jafnrétti kynjanna, einmitt þessvegna væri þessi ráðstefna og fundur með jafnréttisráðherrum mikilvæg á kvennaþinginu. Þá lýstu ýmsir yfír vilja til að halda annað kvennaþing eftir fimm ár og meta hvað áunnist hefði. Einn karlkyns ráðherra sat loka- fund jafnréttisráðstefnunnar í gær- morgun og var málflutningur hans dálítið frábrugðinn kvennanna. Henning Dyremose, vinnumálaráð- herra Dana, kvaðst skilja mætavel að beðið væri um athafnir. Hins vegar mættum við ekki vera óraunsæ. Hann spurði hvort ætti að setja ártal á lausn aðalvandans, segja að á ákveðnu ári yrðu laun karla og kvenna jöfn. Salurinn hróp- aði já, það var klappað fyrir ráð- herranum í það skipti. Dyremose sagðist vilja sjá bæði konur og karla á jafnréttisþingi eftir fímm ár, til umræðu væru mál sem skiptu bæði kynin miklu. Kvennabylting hækki ekki launin í ræðu sinni í gærmorgun spurði Jóhanna Sigurðardóttir hvort ekki mætti koma á fót sérstakri jafnrétt- isstofnun innan Sameinuðu þjóð- anna, sem hafa myndi umsjón með að jafnréttismálum yrði fylgt fram í anda Nairobi-ráðstefnunnar 1985 og þau rædd á alþjóðlegum vett- vangi. Slík stofnun gæti gert sjálf- stæðar áætlanir og verkefni og stuðlað að því að jafnrétti í raun kæmist á eins fljótt og unnt væri. Þá sagði hún í ræðu sinni frá hugmynd sinni um kvennabyltingu ef ekki hefði náðst launajöfnuður karla og kvenna á íslandi innan fimm ára. Konur ættu að boða til byltingarinnar með tveggja ára fyr- irvara og nota þann tíma til að safna í gildan verkfallssjóð. Spumingu um kvennabyltingu var beint til Jóhönnu á síðdegisfundinum í gær og vísað til að á íslandi sé munur á launum karla og kvenna meiri en á öðrum Norðurlöndum. Sagði Jóhanna að sett hefðu verið lög árið 1961 um að bæði kynin skyldu fá sömu laun fyrir sömu vinnu og ákveðið að tak- markinu skyldi náð á fimm árum. „Síðan eru liðin hátt í 30 ár og launa- jafnrétti hefur ekki náðst," sagði Jóhannav „Eftir að þetta var viður- kennt á íslandi voru gerðar leiðrétt- ingar á launatöxtunum sjálfum en þá fundu menn aðra leið til að við- halda launamisrétti; yfirborganir karla og friðindi. Nú hafa konur fengið nóg og þess vegna getur kvennabylting orðið nauðsynleg. Við gerum tvær kröfur, að störf kvenna verði endurmetin og konur fái jafna hlutdeild á við karla í yfirborgunum. Áður en til kvennabyltingar kæmi ætlum við á íslandi að reyna hvem- ig gengur að framfylgja jafnréttisá- ætlunum sem nú eru gerðar í fyrir- tækjum og stofnunum ríkisins. Þær taka til launa og stöðuveitinga og eiga að vera tilbúnar í lok ársins en ganga i gildi eftir áramót." Til að sýna fram á sérstöðu íslend- inga meðal hinna Norðurlandaþjóð- anna talaði Jóhanna á íslensku og hafði túlk sér við hlið sem þýddi jafnóðum það sem hún sagði yfir á norsku. Finnski jafnréttisráðherrann talaði einnig á móðurmáli sínu, finnsku. Deilt um friðarmál Ósló, frá Þórunní Þórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. Friðarumræður hafa verið áberandi á norrænu kvennaráð- stefnunni. Samtök kvenna um öryggis- og varnarmál hafa einnig annast dagskrá á hverj- um degi. Formaður norsku kvennasamtakanna um varnir landsins, Grethe Værnö, segir að sér hafi þótt friðarumræðan á kvennaþingum hingað til held- ur einhæf og óraunsæ. Nokkur spenna hefur ríkt milli kvenna í varnarmálaumræðu á kvenna- þinginu og þeirra sem staðið hafa að dagskrá friðarhúss. Norskar áhugakonur um vam- armál héldu fund í gærmorgun um leiðir til friðar og flutt voru flögur framsöguerindi. Esther Kostöl, ritari hjá norsku launþega- hreyfingunni, sagði meðal annars: „Við viljum allar frið, það er ekki tímabært að koma á vamarskyldu fyrir konur í Noregi en til allrar hamingju fer þeim konum fjölg- andi sem vilja taka þátt í vömum landsins sem sjálfboðaliðar. Ég tel störf að vömum vera störf að friði.“ Connie Hedegárd þingmaður frá Danmörku sagði meðal ann- ars: „Hvenær ætli friðarkonur hætti að gefa barnalegar yfirlýs- ingar um að karlmenn vilji stríð og konur vilji frið? Sjónarmiðin fara eftir .einstaklingum, ekki kynjum. Konur verða að taka auk- inn þátt í umræðum um vamar- mál, einungis þriðjungur ungra kvenna í Danmörku tekur þátt í þeim umræðum og það er allt of lítið.“ Kerstin Ekman þingmaður í Svíþjóð sagði hvem einstakling, konu og karl, ábyrgan fyrir því að öryggismálastefna, sem fylgt er í landi hans, stuðli að friði. Helvi Sipelá frá Finnlandi talaði síðust og sagðist telja að þátttaka kvenna í vömum landa stuðlaði j að því að tryggja böm þeirra gegn hörmungum stríðs en fyrst og fremst hefði hún unnið að friði á vettvangi alþjóðlegra samtaka og hún héldi að þjóðir heimsins virtu afstöðu Finnlands um hlutleysi. Á fundinum kom fram sú hugmynd að haldin yrði norræn ráðstefna kvenna um öryggis- og varnarmál. Nokkur spenna hefur ríkt á þinginu milli kvenna sem tekið hafa þátt í dagskrá friðarhússins og þeirra sem tekið hafa þátt í fundaröð um vamarmál. Harðar umræður hafa oft orðið eftir fundi um vamarmál en konur úr friðar- húsinu hafa komið á þá. Ákveðið var á fundi í friðarhúsinu á mið- - vikudag að safna undirskriftum undir mótmæli gegn sterkum hemaðarlegum áhrifum á ráð- stefnunni. Undirksriftalisti gekk á milli kvenna í gærdag og í bréfi með honum sagði meðal annars að starf kvenna í vamarmálaum- ræðunni ætti ekkert skylt við kvennahreyfingu og hlyti stuðning íjársterkra aðila, ólíkt öðrum sam- tökum kvenna á þinginu. Morgunblaðið/ól.K.Mag. Helga Thorberg í hlutverki Henríettu Heineken á góðri stund með Steingrimi Hermannssyni utanríkisráðherra og Níels P. Sigurðssyni sendiherra íslands í Noregi. 800 íslenskar konur í móttöku Osló, frá Þórunni Þóradóttur, bl&ðamanni Morgnnblaðsins. Steingrímur Hermannsson ut- anrikisráðherra og sendiherra- hjónin í Osló buðu 800 fslenskum konum á norrænu kvennaþingi til móttöku á veitingahúsi i út- hverfi Oslóborgar siðdegis á mið- vikudag. Utanríkisráðherra bauð konur velkomnar og sagði í ræðu sinni að sjálfur ætti hann engri konu eins mikið að þakka og móður sinni, sem tekið hefði á móti sér sem strák- lingi eftir langa skóladaga. Þá sagði hann gagnlegt fyrir alla starfsemi þjóðfélagsins að konur tækju sem víðtækastan þátt í henni. Hann vék svo að málefnum Evrópu og horfum á nánari tengslum milli Evrópu- ríkja. íslendingar þyrftu að átta sig vel á þróuninni þótt sér virtust sum- ir hafa heldur mikla glýgju í augum er þeir hugsuðu til „Evrópugulls- ins“. íslendingar yrðu að halda sér- stöðu sinni innan Evrópu. Að loknu ávarpi Steingríms kom Helga Thorberg fram í gervi Hen- ríettu Heineken og kvaðst hafa undir höndum skeyti undirritað af 799 íslenskum eiginmönnum. í skeytinu kæmi fram að útifundur eiginmannanna í Reykjavík hefði samþykkt að ekki væri ástæða fyr- ir konumar að koma aftur heim. Þetta hefur orðið til þess að kon- ur hugsuðu heim og sungu um táp og ijör og fríska menn og sendu eiginmönnum sínum kveðju. Mót- tökunni lauk á sjöunda tímanum og skemmtu konur sér í smærri hópum fram eftir kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.