Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
Það var álit viðstaddra við formlega opnun laugarinnar i gær að
nýja sundlaugin að IHugastöðum væri snyrtilegt mannvirki og um-
hverfi hennar einnig.
Ný sundlaug tekin í
notkun á Olugastöðum
NÝ sundlaug var formlega tek-
in i notkun hjá orlofshúsunum
á Illugastöðum i gær. Sundlaug-
in er tæplega 17 metra löng og
átta metra breið og hjá lauginni
var jafnframt tveimur „heitum“
pottum komið fyrir.
Heitt vatn er á bænum Reykj-
um, sem er í um 6 km fjarlægð
frá Illugastöðum. Þó var ekki ráð-
ist í hitaveituframkvæmdir vegna
of hás kostnaðar. Hinsvegar var
ákveðið að taka tilboði Rarik sem
bauð svokallaðan sumarbústaða-
taxta til hitunar á sundlauginni.
Að sögn sundlaugarvarða er nýt-
ingin á sundlauginni mjög góð það
sem af er og eru gestir allt upp í
150 á dag. A öllu svæðinu eru
hátt í 200 manns í einu og eru
orlofshúsin fullnýtt yfir sumartí-
mann. Við orlofshúsin er húsvörð-
ur, Jón Óskarsson, í fullu starfí
og auk hans sér kona hans, Hlíf
Guðmundsdóttir, um reksturinn á
sumrin. Þá skipta tvær konur á
milli sín sundlaugargæslunni yfír
sumartímann og tveir unglingar
eru ráðnir í snatt.
Verktaki við framkvæmdina var
Stefán Óskarsson á Rein í Reykja-
hverfí. Raforka á Akureyri sá um
raflögn og Miðstöð sf. sá um pípu-
lagnir. Verktakar frá bænum Nesi
sáu um jarðvinnslu, Verkfræði-
stofa Norðurlands sá um hönnun
laugarinnar, en framkvæmdir hóf-
ust 29. maí. Fyrstu gestimir böð-
uðu sig í lauginni 29. júlí svo fram-
kvæmdimar tóku aðeins 69 daga.
Opið er í sundlauginni á Illuga-
stöðum frá kl. 11.00 til 18.00 alla
daga nema laugardaga.
Arið 1968 hófust fyrst fram-
kvæmdir á Ulugastöðum með
byggingu sjö orlofshúsa. Nú er
risinn þar 31 bústaður auk félag-
smiðstöðvar, verslunar og sund-
laugar sem 20 verkalýðsfélög eiga
aðild að. Gróðursettar hafa verið
á svæðinu um 30.000 plöntur frá
upphafí. Frá því að landið var girt
og friðað, hefur gróður tekið mikl-
um stakkaskiptum og meiningin
er að halda áfram öflugu gróður-
setningastarfí. Eitt orlofshúsið er
sérhannað fyrir fatlaða og félag-
smiðstöðin og sundlaugin hafa
jafnframt verið hönnuð með þarfír
fatlaðra í huga. Nýtingin er sem
áður segir góð yfír sumartímann,
en stjóm orlofshúsabyggðar á 111-
ugastöðum hefur hug á að nýta
húsin enn frekar yfír vetrartímann
og býður bæði einstaklingum og
félagasamtökum afnot af húsun-
um fyrir ráðstefnur, fundi, nám-
skeið og hvað annað sem nöfnum
tjáir að nefna.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Síjóm orlofshúsabyggðar Illugastaða, frá vinstri: Jón Óskarsson húsvörður, Hlíf Guðmundsdóttir, Ása
Helgadóttir, Kristín Hjálmarsdóttir, Hákon Hákonarson, Björa Snæbjörasson, Kristján Grant bilstjóri
og Sigurður Hallvarðsson.
Minni eftirspurn eftir út-
gerðarvörum fyrirsjáanleg
Tveir „heitir“ pottar voru settir niður hjá sundlauginni.
SAMDRATTUR hjá sjávarút-
vegsfyrirtælgum virðist ekki
Dalvíkingar telja hafnar-
aðstöðuna ófullnægjandi
ÚTGEÐARFÉLAG Dalvíkinga
fékk fyrir skömmu afhentan nýj-
an togara, Björgvin. Skipið er
stærra en þau sem fyrir voru í
bænum, og virðist sú hætta fyrir
hendi, að skipið taki niður í höfn-
inni, sökum þess hve djúpt það
ristir.
Að sögn Júlíusar Snorrasonar,
formanns Hafnamefndar Dalvíkur
er ljóst að dýpka verður höfnina.
„Þegar grafið var fyrir henni, var
ekki gert ráð fyrir skipum af þeirri
stærð, sem við gerum nú út. Gömlu
skipin okkar voru farin að kenna
grunns og þar sem hér er um
stærra skip að ræða erum við mjög
uggandi. Það sætir nú sjávarföllum
til að sigla inn í höfnina og ljóst
er að til verulegra vandræða getur
komið í slæmum veðrum í vetur.“
Júlíus sagði Dalvíkinga hafa
áhuga á því að fá bætt úr þessu
ástandi með haustinu. „Umferð um
höfnina hefur aukist mikið á síðustu
árum en aðstaðan er engan veginn
fullnægjandi. Það er eins og við
séum ekki inn á fjárlögum, því ein-
ungis er gert ráð fyrir að við fáum
500.000 kr. til hafnargerðar á þessu
ári. Hins vegar þurfum við að fá
bætt úr þessu á fjárlögum fyrir
næsta ár,“ sagði Júlíus að lokum.
enn hafa komið niður á þeim
iðnfyrirtækjum við Eyjafjörð,
sem framleiða vörur fyrir út-
gerðina. Forráðamenn þessara
iðnfyrirtækja segjast hins vegar
verða varir við að aðlilar í út-
gerð og fiskvinnslu séu að draga
saman seglin, og minna sé pant-
að fyrir næsta ár heldur en
þetta.
Að sögn Kristjáns Eldjáms Jó-
hannessonar hjá DNG á Akureyri
hefur gegnið vel hjá fyrirtækinu
það sem af er þessu ári. „Við gerð-
um ráð fyrir samdrætti hjá útgerð-
inni enda benti allt til þess í fyrra
að svo færi. Við þetta miðuðum
við áætlanir okkar. Salan hjá okk-
ur er svipuð og á síðasta ári en
við fínnum hins vegar að það er
minna fjármagn í umferð en þá.
Margir sýna áhuga á framleiðslu-
vörum okkar, en hafa ekki peninga
til að kaupa þær. Ef markaðurinn
innanlands bregst munum við ein-
beita okkur að því að finna nýja
markaði erlendis, en áætlanir okk-
ar miðast við að hefja útflutning
eftir ár.“
Pétur Reimarsson hjá Sæplasti
á Dalvík telur að samdráttur í út-
gerðinni 'nafí ekki enn komið niður
á fyrirtækinu. „Söluaukninginn hjá
okkur frá því í fyrra er 60 af hundr-
aði,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið. „Við getum auðvit-
að ekki verið annað en ánægðir
með það. Hins vegar lítur út fyrir
að salan verði treg í haust. Við
verðum nú þegar varir við sam-
drátt í pöntunum hér innanlands.
Fyrir nokkrum árum tókum við
hins vegar þá ákvörðun að veðja
á útflutninginn og þar hefur orðið
mikil aukning hjá okkur að undanf-
ömu.“