Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
Nepölsk kona hvílir lúin bein.
undir viðeigandi blómabamatónlist
Cats Stevens renndum við í hlað
við Kathmandu Guesthouse.
í Kathmandu var Encounter-
ferðinni lokið og aðeins eftir nokkr-
ir dagar upp á eigin spýtur til að
skoða Kathmandudal og borgina.
Þessa daga notuðum við í sitt af
hverju, gengum um og skoðuðum
hin fjölmörgu hindúa- og búddista-
hof sem þar er að finna, hjóluðum
til nágrannabæjar Kathmandu, fór-
um í dýragarð til að sjá tígrisdýrin
og nashymingana sem við sáum
ekki í Chitwan-skógi og einn morg-
uninn fórum við á útsýnisstað í
dalnum til að sjá Everest-tind í
fjarska. Við vissum að visu aldrei
fýrir víst hver hinna fjölmörgu
tinda, sem báru hver við annan, var
sá rétti, en við vissum að einhver
þeirra var Everest og að við sáum
hann. Mannlíf og stemmning í
Kathmandu á engan sinn líka. Ekki
vegna þess að Nepalbúar, sem í
sjálfu sér em indælisfólk, séu svo
skrautlegir, heldur er það hræri-
grautur afdankaðra hippa og amer-
ískra túrista en þó fyrst og fremst
margvíslegustu heimshomaflakk-
ara sem setur mark sitt á borgina.
Kathmandu er áningarstaður eða
endastöð allflestra bakpokaflakk-
ara í Asíu, hvort sem þeir koma frá
Suðaustur-Asíu, Vestur-Asíu, Kína,
Tíbet eða Indlandi. Þess vegna
myndast þar mjög sérstök stemmn-
ing þegar allt þetta lífsreynda fólk,
sem sumt er ekki eins og fólk er
flest, hittist og skiptist á ferða- og
reynslusögum og hagnýtum upplýs-
ingum.
Á kvöldin voru langar og trega-
fullar kveðjustundir í hópnum, flest-
ir hinna ætluðu að halda áfram að
ferðast, flestir til Thailands og það-
an til Indónesíu og Ástralíu, aðrir
til Burma og tvö ætluðu að ferðast
um Indland í hálft ár í viðbót. En
okkar Hrólfs biðu skuldir til að
borga svo við urðum að gera svo
vel að fara heim. Að morgni 7. jan-
Götumynd frá Delhí.
eftir fórum við af stað með rútu til
baka til Sauraha, þar sem hópurinn
og trukkurinn biðu. Rútan, sem var
ævagamall Benz-kálfur, skrölti á
10—15 kílómetra hraða eftir holótt-
um vegum, um hvert smáþorpið af
öðru og bráðlega troðfylltist hún
af prúðbúnu fólki á leið í kaupstað.
Á miðri leið var stoppað í tæpan
hálftíma því að bflstjórinn vildi sitt
Dhal Bhat á matartíma og engar
reíjar, en eftir rúmlega tveggja
tíma ferð komum við loks til bæjar-
ins Bharatpur. Þar tókum við aðra
rútu sem við fórum með nokkurra
kílómetra leið til Tadi Bazar, þaðan
sem við vorum búin að verða okkur
úti um far með uxakerru síðustu
kflómetrana til Sauraha þegar
trukkurinn okkar átti þar leið hjá
fyrir tilviljun. Þetta kvöld héldum
við áramótafagnað yið varðeldinn
en að morgni nýársdags var lagt
af stað í lokaáfanga ferðarinnar og
úar flugum við frá Kathmandu og
35 tímum síðar, eftir viðdvöl í
Delhí, Dubai og Kuwait, lentum við
á Heathrow-flugvelli í London.
Þessari fyrstu, en væntanlega ékki
síðustu, ferð minni utan alfaraleiða
íslenskra ferðamanna var lokið og
við tók hversdagsgráminn og dag-'
draumar um næstu ferð. Hvað það
verður þá, eyjahopp í lndónesiu, á
puttanum um Suður-Ameríku, með
Síberíuhraðlestinni til Peking, hver
veit? En sannið til, ég fer aftur af
stað.
Höfundur er hankamaður á
Blönduósi.
Tveir listamenn sýna
á Kjarvalsstöðum
Myndlistarfólkið Guðlaugur
Þór Ásgeirsson og Rut Rebekka
Sigurjónsdóttir opna sýningar í
vestursal Kjarvalsstaða í dag,
laugardag, kl. 14.00.
Guðlaugur Þór lauk námi frá
grafíkdeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands vorið 1981. Hann
hefur áður haldið tvær einkasýning-
ar, þá fyrri í Nýja Galleríinu á
Laugavegi 12 árið 1982 og hina
síðari í Gallerí Djúpi 1983. Guðlaug-
ur Þór hefur einnig tekið þátt í
nokkrum samsýningum, t.d. sýn-
ingunni Ungir myndlistarmenn sem
haldin var á Kjarvalsstöðum 1983.
Flestar myndimar á sýningu
Guðlaugs Þórs eru olíu- og pastel-
myndir, sem hann hefur unnið. á
árunum 1986—87.
Rut Rebekka stundaði nám í
Myndlistaskólanum í Reykjavík og
útskrifaðist síðan frá málaradeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1982. Hún hefur einnig dvalið í
norrænni gistivinnustofu í Dan-
mörku á vegum Nordisk Kunst-
center. Rut Rebekka hefur áður
haldið þrjár einkasýningar, síðast á
Kjarvalsstöðum 1985. Hún hefur
einnig tekið þátt í ýmsum samsýn-
ingum hérlendis, í Danmörku,
Bandaríkjunum og í Kanada.
Rut Rebekka sýnir bæði olíumál-
verk og grafík á sýningu sinni.
Sýningar Guðlaugs Þórs og Rut-
ar Rebekku standa frá 6. til 21.
ágúst og eru opnar daglega frá kl.
14-22.
(Fréttatilkynning)
Ahrif kjarnorku-
styrjalda á veðurfar
FUNDUR um áhrif kjarnorku-
styijalda á veðurfar verður hald-
inn sunnudaginn 7. ágúst í Odda
og hefst kl. 15. Fundurinn er
öllum opinn svo lengi sem hús-
rúm leyfir.
Á fundinum munu tveir fyrirles-
arar flytja erindi um efnið, þeir
Alan Robock frá Maryland-háskóla
og G.L. Stenchikov frá reiknimið-
stöð sovésku vísindaakademíunnar
í Moskvu. Að fyrirlestranum lokn-
um verða pallborðsumræður þar
sem Robock og Stenchikov munu
ræða efnið við þá Henning Rodhe
frá veðurfræðideild háskólans í
Stokkhólmi, Arnt Eliassen prófess-
or í Osló, Tómas Jóhannesson frá
samtökum eðlisfræðinga gegn
kjaniorkuvá og Pál Bergþórsson
veðurfræðing. Allir munu þeir og
svara fyrirspurnum áheyrenda eftir
því sem tími vinnst til. Fyrirlestrar
og umræður munu fara fram á
ensku og er stýrt af Henning Rodhe
sem mun einnig kynna efni og fyrir-
lesara.
Fundurinn er haldinn í tengslum
við norrænt mót veðurfræðinga sem
stendur dagana 6. til 9. ágúst nk.
(Fréttatilkynning frá
undirbúningsnefnd)
Ríkey Ingimundardóttir í hinni nýju vinnustofu sinni, sem einnig
er sýningarsalur.
Ríkey opnar sýningarsal
RÍKEY Ingimundardóttir opnaði
vinnustofu og sýningarsal á
Hverfisgötu 59 í Reykjavík föstu-
daginn 4. ágúst.
I sýningarsalnum verða eingöngu
til sölu hennar eigin verk. Það eru
málverk, postulínslágmyndir, stytt-
ur og minni hlutir úr leir og postu-
líni.
Ríkey mun einnig mála eða móta
verk eftir óskum hvers og eins.
Vinnustofan verður opin á venju-
legum verslunartíma.
(F réttatilky nning)
N-ísafjarðarsýsla:
Kjörmannafundur vill
hækkun fullvirðisréttar
Á kjörmannafundi Stéttarsam-
bands bænda sem haldinn var í
N-ísafjarðarsýslu 16. júlí síðast-
liðinn var samþykkt tillaga um
að þau héruð sem alfarið byggja
á sauðfjárrækt fái hækkun á
fullvirðisrétti og að settar verði
reglur um hámarksbústærð.
Á fundinum var einnig samþykkt
tillaga þar sem mótmælt var allri
skattlagningu á matvæli úr íslensk-
um framleiðsluvörum, og virðis-
aukaskatti var mótmælt þar sem
hann stóreykur skriffinnsku bænda
og annarra smáframleiðenda.
Flutningsmaður beggja tillagn-
anna var Halldór Þórðarson.
<o“
GS3£®=D=,[iöíi]0[o)©U®[l)0[RÍ]