Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 38

Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. SéraÁrni BergurSigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Organ- isti Sigríður Jónsdóttir. Séra Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Prestur sóra Ólafur Jens Sigurðsson. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJAIM: Guðsþjónusta kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Sóra Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Séra Sighvatur Karlsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Nína Margrét Grímsdóttir. Sóra Guð- mundur Karl Ágústsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta og altarisganga kl. 11. And- ers Josephsson syngur einsöng. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- Guðspjall dagsins: Lúk. 19.: Jesús grætur yfir Jerúsalem. usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Guðsþjónusta kl. 10. Séra Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir mið- vikudag kl. 18.00. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Séra Þorbergur Kristj- ánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta fellur niður. Sóknarnefndin. LAUGARN ESSÓKN: Guðsþjón- usta í Áskirkju kl. 11. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sóra Ólafur Jóhannsson. Miðvikudag. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 18.20. Séra Olafur Jó- hannsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa ki. 8.30. Þessi messa er lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA Brelðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16 ef veð- ur leyfir. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Flokksforingjarnir stjórna og tala. KFUM & KFUK: Samkoma á Amtmannsstíg kl. 20.30. Upp- hafsorð: Vatnaskógur. Ræða Guðmundur Guðmundsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Arnfríður Guð- mundsdóttir. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Einar Eyjólfs- son. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Sunnudaga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Arnf- ríður Guðmundsdóttir. Sóknar- prestur. YTRI NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 9.30. Ath. breyttan messutíma. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Sr. Olafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Örn Falkn- er. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Síöasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi sóknarprests. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Aðalsafnaöarfundur fyrir árið 1987 verður haldinn að lok- inni athöfninni, sem er hin síðasta fyrir sumarleyfi sóknarprests. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organleikari EinarSig- urðsson. Sóknarprestur. Minning: Ingi Ardal stórkaupmaður Fæddur 3. ágúst 1907 Dáinn 29. júlí 1988 Ingi Árdal stórkaupmaður Loka- stíg 7, Reykjavík, var jarðsunginn í gær frá Dómkirkjunni. Baldvin Ingi Starkaður Sigurðs- son Árdal, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Stakkahlíð í Loð- mundarfirði hinn 3. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Theódóra Páls- dóttir Árdal skólastjóra og skálds og Sigurður Baldvinsson síðar póst- meistari. Þeim var skapað að skilja, en daginn sem sveinninn leit ljós dagsins, stigu í land á Loðmundar- fírði ung brúðhjón, Guðný Vil- hjálmsdóttir og Einar Sveinn Ein- arsson, en hann var hálfbróðir Sig- urðar. Þau voru gefin saman daginn eftir, og tóku Inga í fóstur. Það fór enda svo að hjónunum ungu varð ekki eigin bama auðið en Ingi varð þó ekki eina fóstur- bamið, því þeim bættust þtjú við andlát Vilborga!1 systur Guðnýjar og ekki allmörgum árum síðar svip- legt fráfall Theódórs Bjarnar foður þeirra. Þannig urðu bömin í þessu bamlausa hjónabandi fjögur og skorti hvorki móður- eða foðurást. Síðar, þegar Einar Sveinn féll frá, varð það hlutskipti Inga að vera stoð og stytta fósturmóður sinnar, sem með dugnaði og hagsýni tókst að halda hópnum saman og koma öllum til mennta, þrátt fyrir þröng- an fjárhag. Báðir foreldrar Inga giftust síðar og eignaðist hann þannig 6 hálf- systkini sammæðra og eina hálf- systur samfeðra. Gott samband hafði Ingi jafnan við hálfsystkini sín, einkum böm Theódóra og við hana sjálfa. Ingi hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík en hugur hans stóð ekki til langskólanáms. Árið 1928 sigldi hann til Bandaríkjanna og dvaldi þar í tvö ár við verslunar- störf og nám og að því loknu starf- aði hann við skrifstofu- og verslun- arstörf, m.a. á Pósthúsinu í Reykjavík og H.Ben. og c/o uns hann stofnaði heildversluniná Alfa, sem flutti inn vélar, aðallega til landbúnaðar, og síðar snyrtivöra- verslunina Hygiea, sem hann rak til dauðadags. Ingi var frábær starfsmaður, ið- inn og reglusamur og mátti ekki vamm sitt vita í hvívetna, gætti þessa í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki sóttist hann eftir veg- tillum, en var þó liðtækur í þeim félögum sem hann tók þátt í, s.s. Oddfellow-reglunni, Fegrunarfélagi Reykjavíkur o.fl. Árið 1934 giftist Ingi Helgu Bjömsdóttur, glæsilegri bóndadótt- ur frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Þau eignuðust tvö böm, Guðnýju, sem nú er gift Gísla Álfreðssyni þjóðleikhússtjóra, en var áður gift Þórði Úlfarssyni flugmanni, en hann fórst í flugslysi árið 1963, og Bjöm lækni, sem er giftur Kolbrúnu Sæmundsdóttur píanóleikara. Bamabömin era níu. Eftir lát Ein- ars Sveins fluttu ungu hjónin á GARÐASTAL Á þök og veggi = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 Lokastíg 7 og bjuggu þar uns þau fyrir nokkram vikum fluttu til Bjöms og Kolbrúnar. Lengst af bjó Sigríður systir Helgu á heimili þeirra eða þar til hún lést fyrir einu ári. Eftir fæðingu sonarins tók Ingi á leigu land undir sumarbústað í landi Vatnsenda við Elliðavatn og byggði þar bústað. Þessi bústaður, sem hefur frá byijun tekið miklum stakkaskiptum, varð annað heimili Qölskyldunnar. Þar dvöldu þau hjón flestöll sumur og oft á vetram, og var þar gestkvæmt og glatt á hjalla, því fjölskyldur beggja vora stórar og vinir margir. Ingi var óþreytandi að gera bústaðinn og umhverfí hans að þeim unaðsreit, sem hann nú er. Lokastígur 7 var úölskylduheim- ili. Þar hafa búið, lengur eða skem- ur, böm Inga, tengdaböm og bama- böm. Fósturböm Guðnýjar, tengda- böm og bamaböm, og fyrst þegar ég man eftir, gestir um lengri eða skemmri tíma. Húsið er ekki sérlega stórt en þó man ég eiginlega aldrei eftir þrengslum, enda aldrei amast við neinum, hvort sem hann var gestkomandi um stundarsakir, eða að fæðast í þennan heim til að vera. Margs er að minnast þegar ég rifja upp kynnin við Inga. Fyrst þess hve fljótur hann var að hlaupa undir bagga, þegar þess var þörf. Svo að bömin okkar og síðar bama- böm áttu jafnan athvarf á heimili Helgu og Inga, þegar þau áttu heima á Lokastígnum og ávallt síðan. Allra gleðistundanna fyrr og síðar, en þó sérlega gamlárskvöld- anna; sem vora fjölskylduhátíðir en þangað komu allir fjölskyldumeð- limur, sem vettlingi gátu valdið og dvöldu lengur eða skemur við flug- eldaskot, söng og góðar veitingar. Síðasta gamlárskvöld mátti sjá að húsbóndinn var nokkuð ellimóð- ur en gat samt notið þess enn að hafa hópinn kringum sig. Hann er nú horfinn okkur og meðlimir stór- fjölskyldunnar á Lokastíg 7 þakka honum samverana og það að hafa mátt njóta mannkosta hans svo lengi, um leið og við vottum Helgu, bömunum þeirra og bamabömum okkar innilegustu samúð. Minning: Guðjón A. Kristins- son skólastióri Þegar fréttin barst um andlát og jarðarför Guðjóns Á. Kristinssonar fv. kennara og skólastjóra í júlímán- uði síðastliðnum, gerðist áleitin minning um ljúfar samverastundir á Laugarvatni veturinn 1945—1946 og fær undirritaður ekki stillt sig um að setja á blað nokkur orð — að vísu síðbúin — um eftirminnileg- an heiðursmann og frábæran kenn- ara. Árið 1945 var mikið tfmamótaár í skólamálum, en þá var um land allt hafist handa um að framkvæma nýsett lög um nám og próf í gagn- fræða- og héraðsskólum landsins. Prófíð sem hér um ræðir var að sjálfsögðu Iandspróf miðskóla, sem í fulla þijá áratugi setti mikinn svip á skólastarf í Iandinu, síðustu 8 árin raunar ásamt með svokölluðu samræmdu gagnfræðaprófí. Það lá strax fyrir, að með tilkomu landsprófs miðskóla skyldi tryggja öllum landsins bömum jafnan rétt til inngöngu í framhaldsskóla, sem á þeim áram þýddi í flestum tilfell- um menntaskóla, og um leið lá fyr- ir að breyta menntaskólunum í 4ra ára skóla, sem og gerðist innan tíðar. Engir aðrir en þeir sem upplifðu þessi afdrifaríku tímamót geta ímyndað sér hvílík hrifningaralda fór um landið, ekki síst dreifbýlið, þegar loksins var að því komið, að allir skyldu sitja við sama borð í námi. Þetta þýddi stutt og laggott, að framvegis skyldi námsgeta og atorka en ekki búseta og efnahagur skera úr um það, hveijum gæfist kostur á að stunda framhaldsnám. í Héraðsskólanum í Laugarvatni hafði fram að þessum tímamótum eins og í öðram héraðsskólum landsins aðeins verið 2ja vetra nám, en vorið 1945 var þegar hafist handa um að stofna 3ja bekkinn, svokallaða gagnfræðadeild, og í hana settist haustið 1945 21 nem- andi, þar af nokkrir nemendur frá öðrum skólum en Laugarvatni. Vegna tilkomu gagnfræðadeildar var fenginn að skólanum nýr kenn- ari til liðs við einstaklega hæft og árangursríkt kennaralið sem fyrir var. Sá kennari var Guðjón Á. Krist- insson. Honum var sannarlega tekið opnum örmum á Laugarvatni, enda bauð hann góðan þokka, bjartur yfírlitum, drengilegur og aðlaðandi. Með hinni nýju deild var haldið á leið sem ekki var vörðuð. Starfs- byijun var óhjákvæmilega sam- bland af kvíða og tilhlökkun, mest þó gleði yfir nýjum tækifæram, enda lífíð allt framundan. Kennarar og nemendur unnu saman sem jafn- ingjar og með þeim gagnkvæma trúnaði sem ýmsir ættu í dag erfítt með að ímynda sér. Nýi kennarinn, Guðjón Á. Krist- insson, kenndi í gagnfræðadeild helminginn af bóklegu fögunum, og áttum við því mikið í húfl, hvern- ig til tækist. Ekki var langt að bíða þar til ljóst var, að þama var réttur maður á réttum stað. Guðjón var frábærlega kappsfullur og atorku- samur, áhugi hans á starfínu var eftirminnilegur og kennsla hans skipuleg svo sem best mátti vera, en sá þátturinn reyndist sérstaklega mikilvægur, eins og í ljós kom á prófdögum vorsins. Guéjón var ókvæntur er hann hóf kennslu á Laugarvatni. Hann bjó fyrsta veturinn þar í heimavist skól- ans með okkur piltum í gagnfræða- deild. Hann reyndist ógleymanlegur sambýlismaður, vinsamlegur, ræð- inn og skemmtilegur, ólatur að ræða við okkur um allt milli himins og jarðar. Við umgengumst hann sem jafningja, ekkert virtist sjálf- sagðara, og síst hafði þetta félags- lega ástand neikvæð áhrif á kennslu Guðjóns — frekar hið gagnstæða. Það má fylgja sögunni, að á þessum áram var ekki byijað að tala um kynslóðabil. Guðjón Á. Kristinsson fluttist frá Laugarvatni eftir 4ra vetra heilla- ríka kennslu þar. Á þessu tímabili var á Laugarvatni hafín mennta- skólakennsla. Stefnt var að stofnun menntaskóla á Laugarvatni og var um hríð á brattan að sækja í því máli. Það vannst þó um það er lauk, ekki síst vegna þess að um þessar mundir sótti skólann mikill fjöldi gáfaðra og dugmikilla nemenda. Þeir nutu forystu eldhugans Bjarna Bjamasonar þáv. skólastjóra og kennslu hæfra og ötulla kennara. Saman unnu þessir aðilar tiltrú stjómvalda, og menntaskólinn var stofnaður. Guðjón Á. Kristinsson skildi djúp spor eftir sig á Laugarvatni. Hann kenndi m.a. í menntaskóladeildum skólans á frambýlingsáram þeirra og átti sinn umtalsverða þátt í að þoka menntaskólamálinu áleiðis. Nemendur Guðjóns minnast hans með virðingu og þakklæti. Bömum hans og öðram skyldmennum votta ég samúð við fráfall góðs drengs. Benedikt Sigvaldason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.