Morgunblaðið - 06.08.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
41
Afmæliskveðja:
Guðný Björnsdóttir
Systir mín, Guðný Bjömsdóttir,
verður áttatúi ára í dag, 6. ágúst.
Mig langar því til þess að minn-
ast hennar og þakka henni alla
tryggð og ræktarsemi á liðnum
árum. Ég minnist samveru okkar í
Reykjavík er við vorum báðar ung-
ar stúlkur saman á heimili foreldra
okkar.
Guðný gekk á íslenskum búningi
spari.
Búningurinn fór henni mjög vel.
Hún var fallega vaxin, há og grönn,
bæði handsmá og fótnett, með ljós-
brúnt hár og dökk hreinblá augu.
Systir okkar sem var ári eldri en
Guðný, og þær léku sér alltaf sam-
an, sagði að hún hefði strax sem
bam verið ákaflega staðföst í vin-
áttu sinni og umhyggju.
Til dæmis sagðist systir mín hafa
legið einn eða tvo daga, þegar þær
voru þriggja, fjögurra ára böm, og
þá sat Guðný yfir henni allan dag-
inn. Þó að systir okkar segði henni
að fara út að leika sér, þá fékkst
hún ekki til þess.
Ég minnist þess veturinn sem við
Guðný vomm saman í Reykjavík
að hún var að sauma í búið, því
að hún var rúmlega tvítug og trúlof-
uð og löngu farin að vinna fyrir
kaupi.
Hún efnaði sér svo sængurfatnað
í búið og merkti hann allan, ýmist
heklaði milliverk í sængurver og
koddaver, eða saumaði í þau. Ég
man að mér þótti þetta mikil fyrir-
hyggja.
Ég hugsaði stundum um það
síðar, að þetta hefði komið sér vel,
þegar hún lá á sæng heima.
Unnusti hennar var Þorsteinh
Guðbjamason frá Jafnaskarði í
Borgarfírði, aðeins eldri en hún.
Hann var fríður, hár og ljós-
hærður, broshýr og bláeygur.
Hann var söngmaður og kirkju-
organisti.
Þennan vetur var hann á togara.
Hann færði unnustu sinni gyllt, loft-
skorið víravirkisstokkabelti og gull-
armbandsúr þegar hann kom af
sjónum og hvítt fallegt slifsi og
silkisvuntu.
Ég man hvað brúðurin var falleg
og virðuleg með hvíta slifsið og
stokkabeltið.
Þau voru sérlega efnileg brúð-
hjón. Við vomm tvær ungar stúlkur
svaramenn brúðhjónanna, hin
stúlkan var systir brúðgumans.
Séra Bjami Jónsson gifti þau. Frú
Áslaug spilaði og söng. Síðan fengu
brúðhjón og svaramenn kaffí og
með því. Þar næst varið haldið heim
til pabba og mömmu og Halldóm,
systur okkar, og Kristmundar Guð-
mundssonar, manns hennar. Fjöl-
skyldumar bjuggu saman og höfðu
tvær samliggjandi stofur. Þar var
haldin fjölmenn ættingja- og vina-
veisla, fluttar ræður og dansað.
Brúðhjónin settust síðan að í
Jafnaskarði og bjuggu þar fyrst í
sambýli við eldri hjónin.
Ungu hjónin eignuðust níu efni-
legar dætur, sem töldu árin að
mestu líka. Elst var Jóhanna Bima,
þá Halldóra, þá Guðrún, Jóna, Auð-
ur, Hjördís, Guðbjörg, Brynhildur
og Kristín yngst. Eftir að níu dætur
vora fæddar í Jafnaskarði, þá fluttu
þau hjónin að Bugalda, skammt frá
Borgamesi, Þorsteinn keypti jörð-
ina. Þau höfðu gott bú. Eg gjöri
ráð fyrir því, að ætlunin hafi verið
að hafa þar fyrst og fremst kúabú.
Þorsteinn var myndarbóndi, hag-
sýnn og duglegur. Á heimilinu var
mikil glaðværð og söngur. Organ-
istinn safnaði bömunum saman við
orgelið og lét þau syngja. Öll vom
þau söngvin.
En þungur sorgarskuggi féll yfir
bæinn þeirra, strax og þau vora
nýflutt. Ungi, hraustlegi bóndinn
varð að fara suður í rannsókn.
Hann var skorinn upp og dó skyndi-
lega á sjúkrahúsinu. Hafði verið
ólæknandi krabbamein. Þetta var
mikið áfall, mikil og sár lífsreynsla
fyrir systur mína og litlu stúlkum-
ar. Sú elsta var nýfermd, en sú
yngsta nýlega skírð, barn á fyrsta
ári. Það var ógleymanleg sorgar-
sjón, að sjá þessa ungu, rúmlega
þrítugu ekkju og litlu, fallegu telp-
umar hennar, stóra systrahópinn,
sorgbitna við þá jarðarför.
Þó að ungi bóndinn væri svo
skyndilega kallaður frá búi og böm-
um, nýbúinn að kaupa jörð, þá
skildi hann þær mæðgur ekki eftir
í skuldum. Má það í raun og vem
sérstakt heita. Ekki var þó á þeirri
tíð sængurkonustyrkur, né bama-
styrkur.
Eftir eitt ár seldi systir mín búið
og keypti góða íbúð í Borgamesi,
og hafði ýmsa vinnu. Systir mín
naut þes's að búa telpunum sínum
fallegt heimili, sem ævinlega bar
úrvals húsmóður vitni.
Fáum ámm síðar giftist Guðný
aftur. Seinni maður hennar er Hall-
dór Magnússon. Hann var á einni
tíð rútubflstjóri í Borgamesi. En
síðar bflstjóri hjá kaupfélaginu, við
mjólkurflutninga og síðast að flytja
grænmeti milli Borgamess og
Reykjavíkur. Hann varð áttræður í
fyrra og ekur enn sínum eigin bfl.
Þegar Halldór hætti fyrir aldurs
sakir vinnu hjá kaupfélaginu var
hann með fáeinum öðmm bflstjór-
um, sem ekið höfðu áratugi, sæmd-,
ur gullverðlaunum fyrir það að hafa
aldrei lent í árekstri á bfl, sína löngu
starfsævi.
Ekki áleit ég að það væri vanda-
laust verk, að taka að sér níu böm,
sem vom nýlega búin að missa föð-
ur sinn, og mundu hann öll nema
yngsta bamið.
Granur minn er sá, að elsta stúlk-
an sem var sérlega mikið pabba-
bam hafl ekki til að byija með ver-
ið alveg sátt við það að fá stjúp-
föður. Eg tel það sérstaklega mark-
vert í þessu sambandi, að hún lét
yngsta son sinn heita^Halldór í höf-
uðið á stjúpa sínum. Ég veit að það
var viðurkenning hennar á sam-
skiptum hans við þær mæðgur.
Systir mín hefur sagt mér það, að
hann hafi aldrei talað styggðaryrði,
hvorki við hana, eða stúlkumar
hennar. Það er mikilsverður vitnis-
burður um mann, sem hlaut svo
vandasamt verk, mörg böm til upp-
eldis, böm á ýmsum aldri, að hafa
hvorki rekist á við bfla né böm á
langri vegferð.
Þakka viljum við hjónin þessum
ágætu hjónum fyrir alveg sérlega
höfðinglegar móttökur, þegar við
gistum þar, sem oft hefur verið,
því að nokkuð langt var á milli.
Oft dáðist ég að því, að það var
eins og húsmóðirin hefði svo sem
ekkert að gera, þótt hún gæfí gest-
um morgunkafTí, legði á matarborð
í stofu og væri með steik í ofni, eða
annan veislumat. Og síðan allt fal-
Iega framreitt. Það var líka afar
skemmtilegt að vera gestur hús-
bóndans. Hann var svo kurteis, við-
ræðugóður og vitull. Þau hjón ferð-
uðust töluvert í sumarfríum. Hall-
dór var snillingur að taka myndir.
Hann sá svo vel hvar fallegt mynd-
efni var. Hann sýndi okkur margar
fallegar myndir í sýningarvél.
Þau hjón vom líka skemmtilegir
gestir. Mig langar að þakka systur
minni og mági eina ferð frá Mos-
felli, alveg sérstaklega. Halldór
spurði hvort hann ætti ekki að fara
eitthvað með okkur systumar. Ég
átti honum að þakka mína fyrstu
ferð að Stöng í Þjórsárdal. Þá var
aftaka regn. En þégar við komum
að ánni neðan við bæinn hans
Gauks, þá steinhætti að rigna. Þessi
ferð er mér alltaf sérlega minnis-
stæð, vegna þess, að sólin kom hvít
í gegnum skýjaþykknið, sendi ekki
langa, skæra geisla, en nóg til þess
að ljóma upp allt landslagið og fegra
liti þess. Veðrið hélst þurrt meðan
við gengum þar um. Aðra skemmti-
ferð fóram við með Guðnýju og
Halldóri sömu leið í góðu veðri.
Þá vom tvær litlar stúlkur með
okkur, ömmuböm okkar systra.
Mér er það minnisstætt þegar litlu
stúlkumar komu með sína brúðuna
hvor, dálítið stórar dúkkur, að syst-
ir mín sagði: Þið haflð ekkert að
gera með þetta stelpur, að bæta
þessu við. Þá sneri Halldór sér bros-
andi að telpunum og sagði ofur
rólega, jú-jú, þær verða nú að hafa
brúðumar sínar með sér. Stelpumar
fóm fagnandi inn f bílinn. Mér
fannst þetta lýsa skilningsríkum og
bamgóðum manni.
En lengsta ferðin sem þau hjónin
fóm með okkur var frá Selfossi,
þegar við áttum ekki lengur bfl.
Systir mín hafði sem vænta mátti
vitað að ég átti tugafmæli. Hún
hringdi í mig og spurði: „Hvemig
ætlarðu að hafa þetta?“
„Við emm nýflutt hingað aftur
frá Hólmavík," sagði ég. „Ef við
hefðum átt bfl myndi ég helst hafa
kosið að fá að sjá dauðadæmdan
foss.“
„Hengifoss í Fljótsdal er kominn
á dauðaskrá hjá Landsvirkjun. Lag-
arfoss var horfinn áður en ég fékk
að sjá hann, þessi er á sömu leið.
Ég sá mynd af honum þegar ég var
bam. Mig hefur alltaf síðan langað
til að sjá hann.“
Halldór hafði gripið fram í og
systir mín sagði: „Hann HaJldór
langar til að tala við þig.“ Halldór
sagði: „Á ég ekki að skreppa þetta
með ykkur. Við Guðný ætlum eitt-
hvað að ferðast." „Það er nú meira
en að skreppa," sagði ég. „Treyst-
irðu þér þetta, fullorðinn maður,
að aka alla þessa leið?“ „Ætli ég
hafí það ekki af,“ segir hann.
Nú svo var þetta klappað og
klárt. Við lögðum af stað einn laug-
ardagsmorgunn frá Selfossi í aus-
andi rigningu. En vomm ekki kom-
in lengra en í Fljótshlíð, þegar sól-
skin var komið og besta veður.
Þessi ferð varð fyrir marga hluta
sakir merkileg. En of langt að segja
það allt hér. En þegar við vomm
komin alla leið að Stafafelli í Lóni,
þá ók Halldór þar heim í hlað.
Hann þekkti eldri húsfreyjuna þar
frá því að hann var unglingur á
hennar heimili í Borgarfírði. Hún
var enn em, hún og þau sæmdar-
hjón, dóttir hennar og bóndinn, tóku
Halldóri sem langt að komnum vini
og svo okkur öllum. Vomm boðin
í miðdegiskaffíð, sem var mjög
rausnarlegt. Sonur þeirra sýndi
okkur kirkjuna og allan staðinn.
Þama fékk ég einnig langþráða ósk
uppfyllta að koma heim á bæinn
Stafafell í Lóni. Við hjónin höfðum
áður farið fyrir neðan tún. En ég
álít ekki að maður hafi séð neinn
bæ, fyrr en staðið er á hlaðinu og
skyggnst um frá bæjarstétt.
Nú var gamalt og virðulegt timb-
urhús orðið að farfuglaheimili, og
nýtt íbúðarhús komið í staðinn. Við
fómm glöð og endumærð frá þessu
foma frægðarsetri. Næst komum
við og gistum á Eskifírði hjá dóttur-
dóttur og nöfnu Guðnýjar. Sem
nærri má geta vomm við þar í bein-
um stað. Nú orðlengi ég ekki frek-
ar fyrr en við stóðum á fögm sum-
arkveldi hjá Bessastaðará.
„Við eigum brekku eftir, hún er
há.“
En okkar eigin fætur verða að
bera okkur þangað upp.
Það var bjart og fagurt að sjá
yfir Lagarfljót og Fljótsdal. En mér
sýndist regn gæti verið í aðsigi,
þorði ekki annað en að við fæmm
strax upp að fossinum. Við vomm
nærri því tvo tíma að komast á
þann pall í gljúfrínu á vinstra barmi
þess, ef staðið er fyrir framan foss-
inn. Þar sem hann sést allur í sínu
rauðlitaða hamrahvolfí og var enn
snjókragi neðst í kringum hann.
Hann fellur beint niður, ekki
breiður en hár. Gljúfrið er eitt hið
fegursta náttúmundur í viðbót við
fossinn, eina eldrauða gljúfrið sem
ég hef séð.
Það væri glæpur að virkja þenn-
an foss. Vonandi ná náttúmvemd-
arsamtök að stöðva það skemmdar-
verk. Ég stóð þama hugfangin og
sá hann loksins, fossinn fagra,
hvíta, háa, í gljúfrinu rauða, kvöld-
ið fyrir afmælið mitt.
Síðan komum við heim á prests-
setrið Valþjófsstað, sem hefur
breiða grasigróna bergstalla í fjall-
inu fyrir aftan bæinn. Eitt fegurstu
og einkennilegustu setmm fomrar
frægðar.
Þar var okkur tekið af mikilli ■
rausn, að ekki mátti hreyfa við rúm-
fötum, sem vora á bílþaki, heldur
bjó frú Aðalheiður um okkur f hin-
um bestu rúmum. Og eftir því var
matur og drykkur. Og skemmtilegt
kvöld í viðtali.
En mest varð ég hissa, þegar
séra Bjami og frú óskuðu mér til
hamingju með afmælið um morgun-
inn. Við vomm þar sett við veislu-
borð að morgunverði. Og átti ekki
að duga. Okkur var boðið í hádegis-
verð líka. En nú vildum við halda
til baka. Þá var mikil rigning. Ég
var fegin að við fómm kvöldið áður
að sjá fossinn. Engin leið hefði ver-
ið að ganga brekkuna hála af regni.
En þegar við komum að Hall-
ormsstað var komið sólskin og hélst
gott veður allan daginn.
Þá fengum við framúrskarandi
viðtökur hjá Guðnýju Bjömsdóttur
á Stöðvarfírði. Þau sýndu okkur
litlu, fallegu timburkirkjuna á Stöð
og komu með okkur í steinasafnið
fagra. Var eigi síður gaman að tala
við húsfreyjuna sem átti safnið og
blómsturgarðinn. Ungu hjónin vom
mjög skemmtileg heim að sækja.
Og áttu tvo efnilega drengi.
Við ætluðum að gista á Djúpa-
vogi. En þar var allt fullt. Þá mund-’
um við eftir farfuglaheimilinu á
Stafafelli í Lóni. Komum þar seint.
Þar vom borð og bekkir í stóm
eldhúsi og rafmagnsvél á gömlu
eldavélinni. Allt var til alls og afar
vel búið. Góðir bekkir að sofa á.
Langbesta farfuglagistiheimili sem
ég hafði komið á.
Mér þótti þar meira en lítið
skemmtilegt að eiga tugafmæli á
Stafafelli, sem mig hafði svo lengi
langað til að sjá. Borðuðum þar
kvöldmat um kl. 12 eða 1 að nóttu.
Þar er fallegur og stór ttjágarður .
fyrir utan gistiheimilið.
Það næsta sem ég minnist er
þegar við komum á veginn fyrir
neðan Svínafell. Þá sagði ég: Mig
hefur alltaf langað til að koma heim
að Svínafelli í öræfum. Þeim
Guðnýju og manni mínum leist nú
ekkert á það að fara þar heim, sem
við þekktum engan mann.
En Halldór sagði: „Hún má nú
til með að fá að standa á hlaðinu
á Svínafelli, fyrst hana hefur alltaf
langað til þess“. Hann renndi síðan
heim í hlað. Og rétt í því sama kom
bóndinn út úr steinhúsi sem næst
var heimreið, og var að fara út í
bflinn sinn. Ég gekk fyrir hann og
bað hann afsökunar á þessari
dirfsku, því að mig hefði alla tíð
langað til að koma á bæjarhlaðið
og sjá útsýnið frá bæ Flosa Þórðar-
sonar.
Sögubæjarbóndinn tók okkur
ljúfmannlega, hann var Njálufróður
maður og áttum við skemmtilegt
viðtal við hann góða stund. Við
fengum leyfí til að ganga þar um
og mynda, en bóndinn fór í sín er-
indi.
Mér þykir afar fagurt á Svína-
felli. í hamrahlíð mjög skammt upp
frá bænum er fallegt gljúfrahvolf,
þar rennur lækur mjór og vatnslít-
ill, eða sitra, vatnið mjmdar ekki
hvítan smáfoss, heldur liggur eins
og sléttur silkiborði niður beinan
gilbarminn og tekur ofurlítið græn-
leitan lit, af því hvað þunnur hann
er. Ég hef hvergi séð sams konar
náttúmundur annars staðar.
Nokkuð þungskýjað var, þegar
við komum í Skaftafell. Én eftir
að bensín var tekið og stansað um
stund þyrluðust skýin allt { einu í
allar áttir og dýrðin blasti við, allir
jöklar heiðir.
Ég hef ekki sagt nema brot af
þessari ferð, því síður af öllum þeim
stöðum, sem mágur minn og systir
mín uppfylltu ósk mína um að sjá.
Nú vil ég þakka þeim báðum alla
tryggð og öll skemmtiferðalög sam-
eiginleg, heimsóknir, móttökur og
rausn.
Dætmnum níu og þeirra ágætu
eiginmönnum óskum við til ham-
ingju með afmælisbamið, og hinum
mörgu afkomendum einnig.
Biðjum við hjónin elskulegri syst-
ur og mági blessunar um ókomin
ár, og þeim mörgu fjölskyldum, sem
gjöra sjötta ágúst að glöðum degi
fyrir þau.
Kveðja frá húsi mínu,
Rósa B. Blöndals.
Guðný ætlar að taka á móti gest-
um í dag í sal Rafíðnaðarsambands-
ins í Austurveri, Háaleitisbráut 68,
milli kl. 15 og 19.