Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 42

Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 Minning: GuðnýA. Pétursdóttir Jensen frá Eskifirði Fædd 8. mars 1911 Dáin 30. júlí 1988 Hún horfði sátt við heiminn á ið hinsta sólarlag og hún á marga hylli og þökk sem hér er kvödd í dag. Og hún á tón sem ómar enn frá innsta hjartans streng. Þannig kvað skáldið í Nesi og þessi orð þutu um huga minn við andlátsfregn þessarar sérstæðu og tryggu vinkonu minnar. Við sáumst á æskumorgni á Eskifírði. Hún var öðruvísi en aðrar. í brosinu var svo fnikill ljómi og traust sem ósjálfrátt fékk mann til að líta við og þetta bros var svo nátengt blessuðu sólar- ljósinu að það hlaut að vekja eftir- tekt. Hún hafði leikið sér glöð í stórum hópi systkina, átt styrka og góða foreldra sem beindu henni að ljósinu — ljósi lífsins, sem veitir styrk í hverri mótbáru. Veitt henni svo mikið stutta stund sem hún naut þess. Hún hafði misst föður sinn ung og ekki var unnt fyrir móður að sjá um allt sitt lið. Guðný fór til nöfnu sinnar og föðursystur. Það var henni mikil blessun. Og öll þau góðu áhrif sem frá ættliði streymdi tileinkaði hún sér og það hélst til æviloka. Skin og skúrir skiptast á í lífí hvers manns. Sumir kunna að veita gleðinni viðtöku, láta skúrana létta við skin lífssólar. Þetta kunni hún. Það sá ég svo vel þegar ég heimsótti hana að sjúkra- beði, en þau voru mörg hin sein- ustu árin sem hún mátti sjúkdóm líða, en hvað um það. Þetta var eins og aukaatriði þegar ég komst í nálægð við hana og alltaf var hið góða lífsnesti frá æsku geymt og varið í góðri sál. Hún bognaði því ekki og ótrúlegt hversu þrek hennar og þolinmæði voru mikil. Þetta vitn- aði hennar sjúkdómsganga 10 sein- ustu árin. I mínum huga er svo mörg heiðríkjan í sambandi við þessa góðu vinkonu mína og þegar minningamar hafa leitað þeirra hjóna hefír birt. Þannig er lífíð þeg- ar með það er farið að vilja guðs. Um tvítugt giftist hún Amþóri Jensen sem um fjölda ára var mik- ill athafnamaður á Eskifírði og þar stóð þeirra heimili, traust og virðu- Iegt. merki þess bera bömin þeirra fjögur sem hvert á sínum vettvangi bera foreldrum sterkast vitni góðs uppeldis og heilbrigðra ábendinga og nú uppskera ríkulega. Eftir að ég flutti fi-á Eskifírði héldu kynni og vinabönd okkar traust áfram eins og þau voru knýtt fyrir aust- an. Það er mitt þakkarefni í dag. Þau ljósblik sem þau hjón og böm þeirra hafa kveikt í mínum huga duga vel og varða áfram gæfu- brautina. Guðný hlúði að heimilnu. Þar komu margir og nutu þess að eiga hjá þeim góðan reit og skipta orðum við fjölskylduna. Þær stund- ir man ég margar. Nú veit ég að vinur minn Amþór Jensen býr yfír söknuði. En ég veit að böndin hafa ef til vill aldrei verið eins sterk þeirra í milli og meðan á stríðinu stóð. Ég hugsa því til hans. í sorg- inni sér hann og ástvinir þá miklu hamingju sem guð gaf þeim og ég veit að þau kunna það vel að meta. Þau geta svo heils hugar tekið und- ir erindi skáldsins sem ég vitnaði til í upphafí, Steingríms í Nesi, þar sem hann segir: Vaknaðu jarðarbam og taktu undir sumarsönginn sól yfír tindum rís mildur er blærinn - moldin angar - morgun I Paradís. Uppskeran er mikil segir í hinni helgu bók, og til hennar var vel sáð. Því er nú mitt í sorginni bjart um vegferðina sem endar hér í fall- völtum heimi og víkur inn á hin eilífu lífsins svið sem Kristur bend- ir bömum sínum á. Það er mikil huggun og gleði og sú mynd sem þeir sem fengu þá gæfu að deila með henni verðmætum lífsins er skýr, sönn og dýrmæt. Og nú þegar ég er að koma á blað þessum fátæklegu þakkar- og minningarorðum, sé ég svo skýrt fyrir mig þetta sérstaka bros sem ég mætti í æsku og hún fékk að varðveita að lífslokum hér. Það er mikils virði. Og nú þegar líkamsleif- amar verða lagðar í mold á Eski- fírði þar sem hún varði lífí sínu verður það eitt tákn lífsins, tákn um þá tryggð sem aldrei fölnar. Sönn blessun fylgi henni alla tíma og góður guð styrki ástvini hennar og vaki yfír komandi tímum. Já, og þökk fyrir allt og allt. Ámi Helgason Fögru lífi er lokið. Amma okkár, Guðný Anna Pét- ursdóttir Jensen, er látirí. Langri og strangri sjúkdómslegu síðustu ára tók hún af því æðru- leysi sem einkennandi var fyrir allt hennar líf. Vonina um að hún fengi að njóta örlítils af því sem við flest fáum að njóta, eins og að hreyfa sig og anda að sér sumri og sól, missti hún aldrei. Von hennar var þó ekki eigingjöm, því umhyggja fyrir öðrum og að gera ekki öðrum óþarfa ónæði eða fyrirhöfn var sem rauður þráður í gegnum allt hennar líf. Amma ólst upp á mannmörgu heimili austur að Eydölum í Breið- dal. Foreldrar hennar, Hlíf og séra Pétur, voru elskuð og dáð af sam- sveitungum -sínum, enda heita margir þar í sveit eftir þeim. Þegar amma var 7 ára, missti hún foður sinn og heimilið leystist upp. Hún var send, litla stúlkan, burt frá ást- vinum sínum til NorðQarðar. Þar ólst hún upp hjá Guðnýju Þorsteins- dóttur föðursystur sinni og séra Jóni Guðmundssyni í Nesi, við mik- ið ástríki og góða siðu. Amma hafði miklar og góðar eðlisgáfur. Fósturforeldrar hennar kostuðu hana til náms í Gagnfræða- skóla Akureyrar, er var venjulega þriggja ára nám. Náminu lauk hún á tveimur árum með glæsibrag. Hún hafði einnig mikla tónlistar- hæfíleika, þó þeir fengju ekki að njóta sín sem skyldi. Einnig skrif- aði amma fágætlega fallega hönd. Veturinn eftir að hún lauk námi, var hún heimiliskennari hjá Sigfúsi Sveinssyni kaupmanni á Norðfírði. Um 1930 hóf hún störf hjá togara- útgerðarfélaginu Andra á Eskifirði. Þar kynntist hún afa okkar, Am- þóri Jensen, og þau giftu sig 1931 og stofnuðu myndarheimili á Eski- fírði þar sem þau áttu lögheimili eftir það. Við bamabömin kynntumst ömmu ekki sem ungri stúlku og konu. Guðný Anna, sem við þekkt- um, var amma okkar á Eskifirði, vinurinn okkar sem bjó í ævintýra- lega húsinu við sjóinn. Við kynntumst ömmu sem kon- unni sem gaf mávunum á bryggj- unni að borða á vetuma, á baktröppunum sínum og gekk um á meðal þeirra án þess að þeir hræddust. Kettimir í síldartunnu- stöflunum, kassadótinu og kjöllur- um húsanna á bryggjunni fóru held~ ur ekki varhluta af umhyggju henn- ar. Á Norðfírði sem og hjá foreldrum sínum lærði amma góða siðu, er síðan blönduðust saman við trúar- sannfæringu hennar. Siðir hennar og venjur voru órjúfanlegur hluti hennar sjálfrar. Hún var fínleg kona til orðs og æðis og heilsteypt í sann- færingu sinni og því er hún tók sér fyrir hendur. Sem dæmi má nefna að hún lét sér aldrei gróf orð um munn fara. Það þarf þó nokkum viljastyrk og sannfæringu til að blóta aldrei og jafnframt að trúa að lífíð sé betra án þess. Reyndar átti amma sín sérstöku orð, sem grípa mátti til þegar mikið lá við. „Ankollans" var það alliótasta sem hún lét eftir sér hafa, en var sagt svo blíðlega að ókunnugir hefðu lítið skilið, hvað hér var alvarlegt mál á ferðinni. Þetta þótti okkur krökkun- um ákaflega fyndið, en svona var amma bara. Aldrei hallmælti amma nokkrum manni, hún hafði engan áhuga á því hvað nágranninn gerði heima hjá sér. Amma var þó ekki fáskiptin. Hún kunni og gat glaðst, hvort sem atvikið eða tilefnið var stórt eða lítið. Kímnigáfu hafði hún mikla og góða og gat hlegið hjart- anlega. Amma var vel að sér og vel lesin og auk þess stálminnug. Við bama- bömin ræddum oft við hana um lífið og tilveruna. Einstakt næmi hennar og greind hjálpaði okkur til að sjá hlutina í nýju ljósi. Heildarsvipur ömmu var: fínleg, blíð en samt svo sterk. Við bamabömin þökkum elsku ömmu það veganesti sem líf hennar var og sendum afa Amþóri, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Barnabörn í dag verður borin til grafar á Eskifírði frú Guðný Anna Péturg- dóttir Jensen, en hún lést á Land- spítalanum 30. júlí sl. Guðný fædd- ist að Heydölum í Breiðdal 8. mars 1911. Foreldrar hennar voru prests- hjónin þar, frú Hlíf Bogadóttir Smith bónda í Amarbæli á Fells- strönd og sr. Pétur Þorsteinsson, sonur sr. Þorsteins Þórarinssonar Heydölum og konu hans, Þórunnar Sigríðar Pétursdóttur. Guðný Ólst upp í foreldrahúsum til átta ára aldurs. Þann 11. mars 1919 dó sr. Pétur og frú Hlíf stóð ein uppi með 10 böm. Það yngsta fæddist daginn eftir lát föðurins. Foreldra sinna minntist Guðný, eða Gauja eins og hún var kölluð, með miklum kærleika og hlýju. Sérstaklega mun hún hafa verið hænd að föður sínum og dánar- dægri hans sagðist hún aldrei gleyma. Frú Hlíf og sr. Pétur voru orðlögð heiðurshjón sem miðluðu öðrum öllu sem þau gátu. Sr. Pétur Þorsteinsson var af mörgum nefnd- ur Pétur góði og hefur undirritaða aldrei furðað á því eftir að hafa kynnst Gauju, systrum hennar og afkomendum. Átta ára gömul fór hún í fóstur til föðursystur sinnar að Nesi í Norðfirði, frú Guðnýjar Þorsteins- dóttur, og.manns hennar, sr. Jóns Guðmundssonar prófasts. Þar ólst hún upp til fullorðinsára við ástríki og gott atlæti. Fóstru sinnar minnt- ist Gauja ávallt sem þeirrar bestu konu sem hún hefði nokkru sinni kynnst. Ef orð var gert á hennar eigin hjartagæsku, sem var mikil, var viðkvæðið: „Oh, þá hefðirðu átt að þekkja hana fóstru mína.“ Gott upplag, fóstur og atlæti báru ríku- legan ávöxt í þeirri konu sem nú er minnst. Gauja var mikil námsmanneskja og var send í Gagnfræðaskólann á Akureyri en það var fremur fátítt þá um stúlkur austan af landi. Það- an lauk hún gagnfræðaprófí með ffábærum árangri árið 1928. Hún sagði mér eitt sinn frá því hvað sig hefði langað mikið til að verða læknir en það fannst henni ekki koma til greina að láta kosta sig í svo langt nám. Þann 21. nóv. 1931 giftist Gaujá Amþóri Jensen framkvæmdastjóra á Eskifirði, miklum dugnaðarmanni og höfðinglunduðum. Á Eskifírði reistu ungu hjónin bú og bjuggu þar allt til ársins 1983 að þau fluttu til Akureyrar. Frá því snemma á þessu ári áttu þau heimili á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Gauja og Amþór eignuðust fjög- ur mannvænleg börn. Þau eru: Gauti Amþórsson, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fyrrverandi eiginmaður undirritaðr- ar, kvæntur Sólrúriu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðingi. Valur Amþórs- son, kaupfélagsstjóri KEA á Ákur- eyri, kvæntur Sigríði Ólafsdóttur húsfreyju. Hlíf Amþórsdóttir, lög- giltur skjalaþýðandi, búsett í Dan- mörku og gift Bent Christensen menntaskólakennara. Guðný Anna Amþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við HI, maður hennar er Hjálmar Kjartansson fjármálastjóri. Ég var ung að árum er ég fyrst kom á heimili þeirra Gauju og Ám- þórs. Við fyrsta handtak hennar skynjaði ég að við yrðum nánir vin- ir. Handtakið var hlýtt og augun, öll persónan stafaði ástúð og vel- vild. Ég var boðin velkomin á heim- ilið og það voru meira en orðin tóm. Þar var ljúft að dvelja. Um það bil tíu ámm síðar lést móðir mín skyndilega og óvænt. Ég var búsett erlendis og söknuður- inn var sár. Þrátt fyrir fjarlægðina var ég látin finna að til var kona sem vildi reynast mér sem móðir. Það var Gauja. Þá og ætíð síðan vildi hún græða öll sár. Heimili Gauju og Arnþórs var' mikið rausnar- og menningarheim- ili. Með menningarheimili er hér ekki eingöngu átt við það að hafa í hávegum bókmenntir, tónlist og vandað málfar. Ekki er heldur ein- ungis átt við það að á heimilinu var framin lifandi tónlist. Húsfreyjan lék vel á píanó og eiginmanni og sonum voru góðar söngraddir gefn- ar. En einnig er átt við það að störf hversdagsins voru gerð að list. Gestrisni var með afbrigðum á heimilinu og aldrei kastað höndum til nokkurs verks. Allt, smátt og stórt, var unnið af alúð og ná- kvæmni. Slíkt skapar menningu hversdagslífsins. Þar lærði ég margt. Allir skilja að erfitt er að lýsa með orðum andrúmslofti heim- ilis og ilmi. Ég get bara sagt að það er ógleymanlegt. Gauja var glæsileg kona, há og grönn, andlitið fremur skarpleitt, svipurinn hreinn, mildur og fagur. Hún var stórgreind, kát og skemmtileg á góðri stund og kunni vel að meta góðlátlega kímni. Hún fann sárt til með öllum sem áttu erfitt, söknuðu vinar í stað eða voru minni máttar. Slíkir áttu samúð hennar vísa og hún vildi vera þeim skjól. Hún var vel klædd kona og einstaklega snyrtileg. Allt umhverf- is hana var heilt og gegnhreint. Hún var dama. í sínum löngu og ströngu veik- indum var hún hetja. Hún var trúuð kona, bjartsýn og æðrulaus. Hún var þeirrar gerðar að hugsa meira um vellíðan sinna nánustu en sína eigin. Slík kona átti umbun ástvina sinna vísa og hlaut hana í ríkum mæli. Eiginmaður hennar hefur hugsað um hana í mörg ár svo að til fyrirmyndar er og yngsta dóttir- in, eina bamið sem búsett er á Suðurlandi, stundaði móður sína af ástúð og nærgætni frá því að hún fluttist suður og þar til yfír lauk. Um leið og ég kveð merka konu og þakka fyrir mig og syni mína, vil ég votta eftirlifandi eiginmanni hennar og afkomendum þeirra öll- um mína dýpstu samúð. Vertu sæl fagra sál. Björg Bjarnadóttir Þegar mér barst til eyma lát þessarar merkiskonu, þá komst ég ekki hjá því að minnast æskuáranna á Eskifírði. Sem drengur á Eski- fírði hafði ég það hlutverk að vera kúasmali, en á þeim tíma reyndu flestir að eiga kú. Þessum 11 til 15 kúm var smalað saman á leið- inni út út bænum. Einn þeirra sem ég rak kú fyrir var Amþór Jensen. Það féll í hlutverk eiginkonunnar að afhenda mér kúna á hverjum morgni. Og þó liðinn sé langur tími eru mér enn ljóslifandi kynni mín af húsmóðurinni sem ávallt var við- búin komu minni, ávallt svo hlý og góð við fátæka strákinn sem var bara kúasmali. í hvert skipti sem ég kom afhenti hún mér kexköku, hún taldi það svo sjálfsagt og mér fannst að betra kex væri ekki til í heiminum. Enn í dag blessa ég minningu þessarar konu sem jafn- vel mundi eftir fátæka kúasmalan- um og þakkaði ávallt fyrir þegar kúnni var skilað að kvöldi. Og þeg- ar greiða skyldi mánaðargjaldið var hún alltaf fyrst til. Árin liðu, ég flutti til Akureyrar 1939 en árin á Eskifirði gleymdust ekki. Þessi höfðingskona hlaut líka mikla blessun af hálfu skaparans óg gáf hann þeim hjónum dætur og syni sem hafa orðið íslensku þjóðlífí ómetanleg blessun. En það er svo merkilegt að sú blessun sem ég varð fyrir af kynnum mínum við hana sem bam hélt áfram og nú naut ég þess á efri árum að þekkja báða synina, þá Val og Gauta, sem ávallt hafa verið reiðubúnir að hjálpa mér, í hvert sirin sem ég hef til þeirra leitað. Leiðir okkar lágu saman að lok- um hér á Akureyri en þegar ég heyrði að nú lægi leiðin suður á bóginn fór ég og átti góða kvöld- stund á heimilinu á Akureyri. Þetta var kveðjustund, ég tók þama í síðasta sinn í hönd þeirrar konu sem sýndi mér þá hlýju sem gleymdist ekki þó árin liðu. Ég votta öllum aðstandendum dýpstu samúð mína og bið Guð að styrkja ykkur og blessa. Bogi Pétursson , Kveðja frá börnum Yfir tindum öllum er ró, friður á pllum, fugl í tó hljóðnaður hver; það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (J.W. Goethe.) Elskuleg móðir okkar hefur lokið dagsverki sínu. Það verk var mikið og fallega unnið. Þar hjálpuðust að umhyggja, alúð, viska og kærleik- ur. Raustin kæra er þögnuð, en enginn getur máð út minninguna um mjúkar hendur, blíð orð og bros- andi augu. Æðmleysi hennar, lif- andi trú og sá mannkærleikur, er hún hafði til að bera, mun verða okkur að leiðarljósi. Við vitum, að hún á góða heimkomu á æðra til- vemstigi. Veri hjartkær móðir okkar guði falin með þökkum fyrir allt og allt. Guðný Anna, Hlíf, Valur og Gauti. Fáein kveðjuorð um mína, góðu vinkonu, Guðnýju Pétursdóttir Jen- sen frá Eskifírði. Guðný var fædd 8. mars 1911 og dó 30. júlí 1988. Guðný var gift Amþóri Jensen sem var forstjóri Pöntunarfélags Esk- fírðinga. Þau hjón vom gæfusöm í sínu-lífí; þau áttu 4 yndisleg böm sem öll era menntuð og stórvel gefín, með öðmm orðum góðir þjóð- félagsþegnar. Nú hefur þessi góða vinkona mín kvatt þennan synduga heim og komin til Guðs sem gaf okkur hana.' Þar veit ég að hún hefur átt góða heimkomu. Nú er hún umvafin englum Guðs. Guðný var mikil húsmóðir og ákaflega gestrisin og var ég einn af þeim sem naut þess. Böm þeirra hjóna em Gauti læknir, Valur kaupfélags- stjóri _KEA, Guðný lektor við Há- skóla Islands og Hlíf sem er fulltrúi á skrifstofu í Danmörku. Nú hefur Guðný lagt upp í síðustu ferð yfír móðuna miklu. Megi mín kæra vinkona fara í friði. Friður Guðs sé með henni. Hafí hún þökk fyrir allt og allt. Minningin um hana lifír í mínu hjarta. Ég votta manni hennar, bömum og öllum aðstandendum samúð mína. Menn fæðást til að lifa og lifa til að deyja. — Þetta er leiðin okkar allra. Jóhann Þórólfsson frá Reyðárfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.