Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fr íkirkj usöf nuðurinn- má ekki við klofningi Til Velvakanda. Ég er orðinn sár og leiður út af þessum ósköpum sem á ganga inn- an Fríkirkjusafnaðarins. Síðast skrifaði Einar Finnbogason alls konar óhróður um sr. Gunnar Bjömsson. Það er sama hvað þetta blessaða fólk heitir sem þetta skrif- ar. En ef þið fylgist með þessum greinum þá em þetta eins og berg- mál einnar greinar af annarri, eins og sami maðurinn skrifi þær allar. Skyldi það vera aðalstarf safnaðar- stjómarinnar að heilaþvo safnaðar- meðlimi? Ég er búinn að hafa kynni af þessum söfnuði um 48 ára skeið og fylgst vel með gangi mála. Sr. Ámi Sigurðsson fermdi mig og síðan hafa þama verið margir ágætir klerkar. Sr. Kristján Ró- bertsson þjónaði þama í fjögur ár en sagði þa'embætti sínu lausu. Þá kvisaðist út, og ég hafði það eftir góðum heimildum, að hann þoldi ekki lengur við, en lofaði safn- aðarstjórn að greina ekki frá ástæð- um fyrir uppsögninni. En sr. Kristj- án hefur varla gefið eilífðarheit og sé þetta rétt trúi ég ekki að sá ágæti prestur segi nú ekki sannleik- ann. Það er hans skylda. Fleiri góðir hafa gegnt þessu brauði. Meðal annarra sr. Þorsteinn Bjömsson, en því miður varð hann heilsulaus allt of fljótt. Sr. Emil Bjömsson er maður glöggur, enda tók hann sína fylgismenn út úr söfnuðinum beint á gaddinn, því enga kirkjubyggingu áttu þeir þá, en eignuðust svo friðsælt guðshús. Slíkt vona ég að hendi ekki Fríkirkjusöfnuðinn oftar, hann má ekki við slíku. Um galla sr. Gunnars ætla ég ekki að fjölyrða, það era nógu margir um það. En starfsvettvang- ur hans innan safnaðarins hlýtur að vera mjög erfíður. Lög, sém safnaðarstjómin birti, hljóða eitt- hvað á þá leið, að „æski safnaðar- stjóm að prestur mæti á fund er honum það skylt. Hann má náðsam- lega bera fram tillögur, en rétt hefur hann ekki til þess að fylgja þeim fram með kosningu," (hefur ekki kjörgengi innan safnaðarins). Nú vil ég fá svar frá sr. Sigurði Sigurðssyni, formanni Prestafé- lagsins, hvort þetta tíðkist í öðram kirkjum landsins. Fá svar frá hon- um, eða biskupi ef sr. Sigurður þorir ekki að svara því. Það er þeirra skylda því ég veit að biskup hefur fengið að fylgjast með emb- ættisverkum sr. Gunnars. Ef Prestafélagið þorir ekki að lagfæra lög Fríkirkjusafnaðarins þá undrast maður ekki að Kristur hafi látið miskunnsama Samvetjann bjarga manninum við vegarbrúnina, en ekki prestinn, sem ekki mátti vera að því. Vonandi era prestar hærra skrifaðir hjá honum nú á 20. öldinni. Þessar eijur milli sr. Gunnars og organista skal ég ekki mikið segja um. En ekki vora eijurnar milli Sigurðar ísólfssonar, sem gegndi organistastörfum um margra ára skeið, og sr. Gunnars, sem sýnir sig í því að eftir að hann hætti störf- um var hann tíður gestur við mess- ur hjá sr. Gunnari. Um samkomulag núverandi organista og sr. Gunnars veit ég ekki, en væri þó ekki hissa þó öðram eins músíkmanni og sr. Gunnari mislíkaði frammistaða org- anistans. Ég hef aldrei heyrt óburð- ugri kórsöng eftir að núverandi tók við og kenhi það alls ekki kórnum sjálfum, því þama era margar góð- Kæri Velvakandi. Ég drep niður penna til að segja álit mitt á þeirri umfjöllun, sem afreksfólk okkar íslendinga í íþrótt- um fær á íþróttasíðum blaðanna og í öðram fjölmiðlum yfirleitt. Eram við sjálf að reyna að vega og meta þetta fólk og bera það saman hvað getu snertir? Mér persónulega fyndist það eina rétta vera það, að leyfa þessu fólki að vera í friði. Það er í erfiðum og stífum æfingum um þessar mundir. ar raddir. En organistinn hefur ekki vald á því, sem hann hefur tekið að sér. Fyrir nokkram áram varð mikill listamaður að fara frá Dómkirkj- unni, Ragnar Björnsson, og mun það hafa verið í einhverri ósátt við kórfélaga, því hann var nákvæmur og strangur. En engum datt í hug við það tækifæri að segja upp prest- inum í stað organistans. Og karla- kórinn Fóstbræður naut góðs af og stóð uppi með perluna. Já, þetta er orðinn alvarlegur hlutur og safnaðarstjórnin verður að fara að snúa sér að kristilegu hugarþeli í mannlegum samskipt- um. Megi Guð gefa að söfnuðurinn öðlist hans ljós. Ásgeir H.P. Hraundal. Og þó þetta fólk geri ekki í dag það sem það kemur til með að gera á Ólympíuleikunum þá er það eðli- legt - en það virðast ekki allir skilja það. Sumir eiga og verða alltaf að standa upp úr og era upphafðir of hátt, oft á tíðum á kostnað annarra íþróttamanna. Mér finnst mjög svo óæskilegt að taka einhvern einn út úr hópnum .og einblína á hann og ætla honum að gera þetta og hitt. Það er ósanngjarnt gagnvart þeirri manneskju og ekki síður hinum, sem einnig hafa unnið sér þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum ’88. Það kostar heilmikið álag og erfiði að ná því takmarki í hvaða grein sem er. Það er ljótt að draga fólk í dilka og dæma löngu áður en úrslit era kunn. Við vitum að allir gera sitt besta þegar stundin rennur upp, hinkram því þar til þá. Enginn getur ætlast til einhvers ákveðins árangurs 17. september og mótsdagana þar á eftir. Og við höfum nú reynslu af því er við send- um fríðan hóp íþróttafólks á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984, sællar minningar. Einar Vilhjálms- son átti að standa sig manna best, ekki rétt hjá mér? En viti menn, hvernig fór? Það var annar íþrótta- maður góður sem kom heim með bronsið. Geram ekki of háar kröfur og spyijum að leikslokum. Kærar kveðjur, 3250-6054-759. Þessir hrlngdu . . . Embættistakan ekki sýnd beint María hringdi: „Hvers vegna var embætti- stöku forsetans ekki sjónvarpað beint? Nú eru íþróttir og hljóm- leikar sýndir beint, en ekki emb- áettistakan að nýafstöðnum kosn- ingum. Þetta er ekki beint lítils- virðing, en það er eins og fólki komi þetta ekki við.“ Reiðhjóli stolið Fyrir um það bil þrem vikum síðan var Kalkoff drengjareiðhjól tekið, þar sem það lá við göngustíg við Stekkjabakka. Hjól- ið er rautt að lit með BMX púðum á stöng og stýri, skreytt með límmyndum. Eigandinn, 7 ára gamall drengur, skildi hjólið þar eftir í stutta stund á meðan hann fór yfír í Mjóddina og það var horfíð þegar hann kom til baka. Þeir sem geta gefið upplýsingar um reiðhjólshvarfið eru vinsam- legast beðnir að hafa samband í síma 76923. Sólgleraugu í óskilum Vönduð sólgleraugu í brúnleitri umgjörð fundust fýrir utaif Do- mus medica 3. ágúst síðastliðinn. Upplýsingar í síma 686174. Ólympíuleikarnir: Spyrjum að leikslokum Til sölu þessi glæsilegi M-Benz, ekinn 79.000 km, sóllúga, sentrallæsing, sjálfskiptur, skoðaður á 10.000 km. fresti frá upphafi. Verð 1.490.000. Möguleiki á skuldabréfi. Upplýsingar í síma 666560 utan vinnutíma. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Oðinsgata Samtún Hverfisgata 63-115 Skúlagata Laugavegur101-171 Sólheimar Austurgerði Stigahlíð 49-97 Skólavörðustígur Birkihlíð Armúli Garðsendi Laugavegur1-33 Drekavogur Álftamýri, raðhús K0PAV0GUR Þinghólsbraut VESTURBÆR Vesturgata 1-45 fWnrgitittíifetliilí i | V Metsölublað á hveijum degi! |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.