Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 56
EIGNA MTOUMIV 27711 Swrrir Kmtinsson, sölustjóri - Porieiíur Guðmundsson, sofum PóróffurHaltóórsson, loQÍr.-Unnsteinn Beckhrt., símí 12320 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Skákmótid í Gausdal: Landakotsspítali: Von á sam- komulagi umrekstur GUÐMUNDUR Bjarnason heil- brigðisráðherra vonast til að samkomulag náist í byrjun næstu viku við stjórnendur Landakots- spítala um rekstur spítalans. Pulltrúar yfirstjórnar spítalans áttu fund með ráðherranum í gær, þar sem þeir gerðu grein fyrir athugasemdum sínum. Guðmundur sagði að hvorki hann né fjármálaráðherra væru tilbúnir til að breyta verulega því samkomu- lagi sem þeir hafa náð um rekstur spítalans. Það væri hins vegar sjálf- sagt að skoða þau atriði, sem menn teldu vera óframkvæmanleg eða brytu í bága við áður gerða samn- inga. „Ég hef rætt við fjármálaráð- herra um þau áhersluatriði, sem Landakotsmenn settu fram við mig, og við urðum ásáttir um að hug- Ieiða það yfir helgina hvort þar væri eitthvað, sem við gætum sætt okkur við án þess að um væri að ræða verulegar efnisbreytingar eða áherslubreytingar og vonumst jafn- framt til þess að samkomulag tak- ist á mánudag," sagði Guðmundur. Þrír Islend- ingar í 2. sæti ÞRÍR af íslendingunum fjórum sem nú tefla á skákmótinu í Gausdal í Noregi eru í öðru sæti með 3 vinninga hver. Nokkrir skákmenn eru í efsta sætinu með 3,5 vinninga. íslendingarnir eru þéir Margeir Pétursson, Jón Garðar Viðarsson og Tómas Björnsson. Fjórði íslendingur- inn, Þröstur Arnason, er með 2,5 vinninga. Alls tefla 80 skákmenn á mótinu í Gausdal, þar af 5 stórmeistarar og 12 alþjóðlegir meistarar. í fjórðu umferð mótsins sem tefld var í gærdag vann Margeir þýska al- þjóðlega meistarann Schmitt Diel, Jón Garðar gerði jafntefli við Dan- ann Kaj Bjerring, Þröstur tapaði fyrir Tékkanum Banes og Tómas var með unna biðskák við Tor Krist- iansen frá Noregi. Margeir er stigahæsti skákmað- • urinn á þessu móti. Hann hefur unnið þijár af skákum sínum en tapaði einni, gegn Norðmanninum Austerstad. Um þá skák segir Mar- geir að hann hafi fómað peði í byij- » un en Norðmaðurinn hafi varist vel og gert síðan út um taflið með öflugum leik. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Atlaga að verðmætameti Grindavík. Áhöfnin á frystitogaranum Haraldi Kristj- ánssyni HF 2 gerir nú tilraun til að slá 44 milljóna króna aflaverðmætamet Akureyrar- innar EA 10 sem sett var fyrir skömmu. Verðmæti aflans hjá Haraldi var í gær komið í 40 milljónir. í vikunni fékk togarinn 35 tonna hal af þorski í flottroll á Halamiðum. Trollið sprakk á dekkinu þegar hífingu lauk og flóði vænn þorskurinn spriklandi um allt dekk. Við slíkar aðstæður eru höfð snör handtök og frívaktin ræst út til starfa. Skipstjórinn Helgi Kristjánsson lá ekki heldur á liði sinu en hann sést hér til hægri á myndinni algallaður að blóðga með mönnum sínum aflann sem var á dekkinu og ekki fór niður í móttöku. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Fjárlög verði hallalaiis Búum við útgjaldavanda en ekki tekjuvanda ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að við næstu fjárlagagerð beri ein- dregið að stefna að því að fjár- lög verði hallalaus. Þá sé það höfuðatriði að ná jafnvægi á fjárlögunum með þvi að draga úr útgjöldum ríkisins í stað þess að auka tekjurnar. Gerð fjár- laga og lánsfjárlaga var til umræðu á þingflokksfundi sjálfstæðismanna á fimmtudag. „Við leggjum mikið upp úr því Örtröð í gjaldeyrisdeild- um bankanna síðustu daga MIKIL örtröð hefur verið í gjaldeyrisdeildum hankanna síðustu daga og er fólk einkum að taka út ferðagjaldeyri sinn þar. Sigurður Eiriksson yfir- maður gjaldeyrisdeildar Lands- bankans segir að þeir hafi haft mikið að gera í þessari viku og vikunni þar á undan. Aðspurður um skýringar á þess- ari miklu gjaldeyrisúttekt lands- manna síðustu daga segir Sigurð- ur að hann kunni ekki aðrar en þá að þetta er aðeins fjögurra daga vika og skömmu eftir mán- aðamót. „Við höfum heyrt aðrar skýringar en það er ekkert til að byggja á eða láta hafa eftir sér,“ segir hann. Sömu sögu er að segja frá gjald- eyrisdeild Utvegsbankans. Þar hefur verið óvenju mikið að gera í þessari viku og hófst örtröðin upp úr hádegi á fimmtudag. Þar á bæ eru menn helst á því að þess- ari örtröð valdi ótti um að gengis- felling sé á næsta leiti.- Hvorki í Landsbankanum né Útvegsbankanum var hægt að fá tölur um gjaldeyrissöluna í þessari viku. að fjárlögin verði afgreidd án halla. Við núverandi aðstæður hefur það verulega efnahagslega þýðingu,“ sagði Þorsteinn. „Ástæðan er sú að við erum að glíma við viðskiptahalla og hátt vaxtastig. Það er því mikilvægt til að ná jafnvægi í efnahagslífinu að ríkissjóður sé rekinn með jöfn- uði. Það má með nokkrum sanni segja að á síðasta ári hafi vandi ríkissjóðs verið tekjuvandi. Núna má miklu fremur skilgreina hann sem útgjaldavanda. Það er búið að auka verulega tekjurnar og þá verður ríkið að beita aðhaldi að því er varðar útgjöldin ef endar eiga að ná saman,“ sagði forsætis- ráðherra. Þorsteinn sagði að með samn- ingum þeim, sem fjármálaráðherra náði í gær við banka og verð- bréfafyrirtæki, hefði tekist að leysa innlenda lántöku ríkisins á þessu ári. „Þessir samningar eru mjög þýðingarmiklir að því er varðar almenna peningamála- stjóm í landinu og marka þátta- skil í samkiptum fjármálaráðu- neytis og peningastofnana. Með þessum samningum hafa fjár- málaráðherra og bankarnir farið inn á nýjar brautir og þeir em því merkur áfangi,“ sagði Þorsteinn. ísfisksölur í Bretlandi: Salaleyfðá 800 lestum LEYFT verður að selja 400 lestir af þorski og ýsu úr gámum í Bretlandi vikuna 14. til 20. ágúst nk., að sögn Kristjáns Skarphéð- inssonar deildarstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu. Þijú skip mega selja afla sinn í Bretlandi vikuna 14. til 20. ágúst, þannig að gera má ráð fyrir að þá verði seldar þar 700 til 800 lestir af þorski og ýsu en sótt var um leyfi til að flytja út mu magn, að sögn Kristjáns. mun meira

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.