Morgunblaðið - 16.08.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.08.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Frumvarp um af- nám æviráðningar f fjármálaráðuneytinu er nú unnið að gerð fjölmargra lagafrum- varpa sem ætlunin er að leggja fram á Alþingi í haust. Meðai þeirra er frumvarp um afnám æviráðningar opinberra starfsmanna. Meðal annarra mála sem unnið er að má nefna undirbúning gildistöku laga um virðisaukaskatt og vinnu við að hreinsa burt úrelt lög. Að sögn Stefáns Friðfínnssonar, aðstoðarmanns íjármálaráðherra, eru Qölmörg frumvörp á vinnslustigi í ráðuneytinu. Sumarfrí starfsmanna og vinna við útreikninga vegna efna- hagsaðgerða hefðu þó tafið það starf töluvert. Meðal þeirra frumvarpa sem ætl- unin er að leggja fram í haust er frumvarp um afnám æviráðningar opinberra starfsmanna. Stefán sagði það frumvarp vera á málefnalista ráðuneytisins og ætlunin að leggja það fram strax og þing kæmi saman í haust. Töluverð vinna væri þó eftir við gerð frumvarpsins. Meðal annarrá mála sem stefnt væri að að leggja fram nefndi Stefán frumvörp um skattlagningu fyrir- tækja og skattlagningu íjármagns- og eignatekna auk frumvarps um lífeyristryggingar. Nefnd á vegum ríkisstjómarinnar hefði líka verið að skoða samruna fjárfestingarlána- sjóðanna og hugsanlegt væri að eitt- hvað yrði gert í þeim málum í vetur. „Við emm einnig að vinna að laga- hreinsun líkt og viðskiptaráðuneytið gerði á síðasta vetri og bókhaldslög- in hafa menn áhuga á að skoða," sagði Stefán. Ætlunin væri að endur- skipuleggja viðurlög við skattsvikum og þar kæmu bókhaldslögin mjög við sögu. Einnig væru þeir áhugamenn um afnám ríkisábyrgða. Loks sagði Stefán að mikil vinna væri framundan vegna virðisauka- skattsins. Búið væri að setja á lagg- imar sérstakan vinnuhóp og færi væntanlega allur veturinn hjá honum í að undirbúa framkvæmd virðis- aukaskattsins auk þess sem milli- þinganefnd væri að fjalla um endan- lega gerð laganna. „Við emm með mikið af málum sem fáir menn eiga að vinna á stutt- um tíma. Hér verða menn ekki verk- efnalausir alveg á næstunni," sagði Stefán. Hólmaborg landar 1.200 tonnum HÓLMABORG SU, skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf., kemur til Eskifjarðar fyrir hádegi i dag með um 1.200 tonn af loðnu sem skipið fékk norðvestur af Vest- fjörðum og verður byijað að bræða hana í dag, að sögn Aðal- steins Jónssonar forstjóra hrað- frystihússins. Hólmaborg tekur 1.430 til 1.440 tonn af loðnu en asdic-tæki skipsins bilaði á miðunum. Gert verður við tækið í dag og skipið fer aftur á veiðar í kvöld. Loðnan er hins vegar dreifð og stendur djúpt. Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar hf. á Nes- kaupstað, fer á loðnuveiðar á morg- un, miðvikudag og Jón Kjartansson SU, skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, fer einnig á loðnuveiðar fyrir næstu helgi. Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Thors borin tilgrafar ÚTFÖR Ingibjargar Thors, ekkju Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, var gerð frá Dómkirkjunni i gær. Ingi- björg var dóttir Indriða Einars- sonar, rithöfundar. Fjölmenni var við athöfnina, sem var bæði falleg og virðuleg, að sögn séra Hjalta Guðmundssonar, dóm- kirkjuprests, sem jarðsöng. Leikin var tónlist sem hin látna hafði valið; Fantasía í g-moll, Adagio, Air á G-streng og Jesu meine Freude eftir J.S. Bach og Brúðarmars úr Draumi á Jóns- messunótt, eftir Mendelssohn. Þá voru sungnir sálmamir Ó, syng þínum Drottni, Guðs safnar hjörð og Vakna, Síons verðir kalla. Órg- anisti var Hörður Áskelsson, Lov- ísa Fjeldsted lék einleik á selló og Mótettukórinn söng. Að at- höfninni lokinni, báru kistuna Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, Sigurður Bjamason, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti, Ragnhildur Helga- dóttir, alþingismaður, Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Davíð Ólafsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, og Jónas Rafnar, fyrrverandi alþingismaður. Ljóðasamkeppni í tilefni af 75 ára afmæli sínu 2. nóvember 1988, efnir Morgunblaðið til verðlaunasamkeppni um ljóð. Verðlaun verða veitt fyrir tvö kvæði, sem dómnefnd telur bezt að þeim komin, tvö hundruð þúsund krón- ur fyrir hvort kvæði. Þátttakendur sendi einungis eitt kvæði hver, áður óbirt. Skilafrestur er til 15. september 1988. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun til höf- unda, en Morgunblaðið áskilur sér birtingarrétt á ljóðunum gegn venjulegum ritlaunum. Dómnefnd mun velja ljóðin, og skipa hana Rannveig G. Ágústsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Kxistján Karlsson og Matthías Johannessen. Ganga skal frá handriti í lokuðu umslagi, merktu kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu, ógegnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Þegar úrslit hafa verið birt, má vitja handritanna á ritstjórn Morgunblaðsins. Þá verða jafnframt afhent óopnuð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og kjörorð á handriti segir til um. JWiiTgitmWnblb 20 þús. tonna fram- leiðsla eftir 20 ár Grindavík. í svæðisskipulagi Suðurnesja, meðaltali. Ef litið er fram til ársins sem nú liggur fyrir sveitarsljórn- um á Suðurnesjum, er áætlað að í lok skipulagstímabilsins, sem nær fram til ársins 2007, verði ársframleiðsla fiskeldisstöðva á svæðinu komin I 20 þús. tonn, en það nemur verðmæti alls sjávar- afla á Suðurnesjum á ári. Nú hafa 7—8 stöðvar byijað rekst- ur eða hafíð framkvæmdir a Suður- nesjum, og miðast áform þeirra laus- lega áætlað um 3.000 tonna árs- framleiðslu fram til 1990. Um 100 manns starfa við þessar stöðvar að Guðmundur Thorsteinsson 2007 er reiknað með að starfandi verði 10 stöðvar, því enn hafa ekki öll landsvæði, sem til greina koma verið numin, og verður ársframleiðsl- an komin í 20 þúsund tonn, sem mun skapa 3-400 störf. Ef af öllum áformum um fískeldið verður gæti framleiðsluverðmæti fiskeldisstöðvanna nálgast verðmæti allra sjávarafurða á svæðinu. Sjávar- afurðir eru hins vegar miklu meiri að magni, eða 45—60 þúsund tonn eftir því hve loðnubræðsla er mikil hveiju sinni, en laxinn er miklu verð- mætari afurð. - Kr. Ben John Roger DeGroot Létust á Reykjanesbraut MENNIRNIR tveir, sem létust í umferðarslysi á Strandarheiði á laugardagsmorguninn, hétu Guð- mundur Thorsteinsson, fertugur leigubifreiðarstjóri til heimilis að Dvergabakka 34 í Reykjavík og John Roger DeGroot, 29 ára Hol- lendingur, til heimilis að Sogavegi 126 í Reykjavík. Guðmundur Thorsteinsson lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. John Roger DeGroot var ókvæntur og bamlaus. Hann hafði verið búsettur hérlendis um skeið og starfað við garðyrkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.