Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
Öskadraumur forstjór-
anna - Martröð fólksins
eftirÁsmund
Stefánsson
Það kann vel að vera að margir
forstjórar vakni á morgnana af
þeim draumi, að þeir hafi gengið
inn í fyrirtæki sitt og lækkaði alla
starfsmenn í kaupi. Draumar gera
varla tilka.ll til almennrar umræðu
í þjóðfélaginu, nema því aðeins að
svo ólíklega vilji til, að ábyrgir aðil-
ar í þjóðfélaginu geri sig líklega til
að gera þá að veruleika. Þó svo að
framkvæmdastjóri ríkisstjórnarinn-
ar sé fyrrverandi framkvæmdastjóri
VSÍ, hefði ég ekki að óreyndu trúað
því að ríkisstjóm hans tæki þessa
forstjóradrauma til alvarlegrar um-
ræðu. Svo virðist hins vegar vera
og þess vegna er óhjákvæmilegt að
taka málið alvarlega.
Að lækka laun
í niðurfærsluleið er lækkun launa
almennt talinn sá þáttur sem auð-
veldastur er í framkvæmd. Það
blasir hins vegar við að launalækk-
un með valdboði yrði aðeins sums
staðar að raunveruleika. Það fólk
sem býr við taxtakaup mundi lækka
í kaupi. Óljóst er hvort kaup ann-
arra myndi lækka og launaskrið
mundi víða bæta lækkunina upp á
stuttum tíma.
Valdboðin launalækkun er því
aðferð til aukinnar misskiptingar
og aukins óréttlætis.
Að lækka vexti
Daginn eftir að Alþýðublaðið
kynnti lesendum sínum niður-
færsluhugmyndina fylgdi blaðið
málinu eftir með viðtali við við-
skiptaráðherrann sinn, Jón Sigurðs-
son, um aðgerðir á peningamark-
aði. Innihaldinu var lýst í fyrirsögn:
„Lögþvinguð vaxtalækkun nær
ekki tilgangi sínum.“ Sem sagt þar
er skýrt og skorinort sagt að ekki
þýði að beita valdboði á vextina.
Verðið á fjármagni á að ráðast á
markaði og fóik og fyrirtæki eiga
að trúa því að vextimir muni lækka
á næstunni. Ef spurt er af hve'iju
er svarið nánast: Af því bara.
Reyndar er rétt að minna á að
undanfarið hefur frést að hugmynd-
ir séu uppi um að hækka vexti
húsnæðislána upp í markaðsvexti
sem þýddi nærri þreföldun þeirra
að raunvirði.
Að lækka vöruverð
í vor flutti ég í Verðlagsráði til-
lögu um að verslunin fengi ekki að
leggja á nema sem svaraði hluta
þess sem vörur hækkuðu vegna
gengisfellingarinnar. Á ámm áður
var slíkri aðferð oft beitt samhliða
gengisfellingu. í vor var tillagan
felld með atkvæði fulltrúa ríkis-
stjómarinnar.
Það er eðlilegt að spyija: Trúir
því einhver, að ríkisstjóm, sem ekki
einu sinni treysti sér til slíkra að-
gerða þá, sé nú reiðubúin til þess
að jækka vömverð með valdboði?
Ég trúi því ekki að ríkisstjómin
gsti fengið nokkum mann til að
trúa því að hún sé reiðubúin til að
beita beinum aðgerðum til að lækka
verðlag.
í Morgunblaðinu á sunnudag er
reyndar viðtal við formann for-
stjóranefndarinnar þar sem hann
segir að verslunin „yrði að lækka
verð á vömm í samræmi við minnk-
aða kaupgetu almonnings" ef niður-
færsluleiðin er farin. í stuttu máli,
ef launalækkunin skilar þeim
árangri að fólk hafi ekki efni á því
að kaupa vömrnar er líklegt að þær
lækki í verði. Einhver kann að
spyija hvort þessi röksemdafærsla
geti flokkast undir bjartsýni.
Hvað felur niðurfærslu-
leiðin í sér?
1. Kauplækkun hjá þeim sem
búa við taxtakaup og ekki
hafa tök á að ná launaskriði,
þ.e. kauplækkun hjá láglauna-
fólki.
2. Ekkert yrði gert með vextina,
grái markaðurinn dansar
áfram og hugsanlega yrðu
vextir húsnæðislána færðir
upp í markaðsvexti.
3. Verðlag yrði áfram fijálst
og réðist á markaði.
Forstjórana dreymir ekki um að
lækka neitt nema kaupið. Allt ann-
að á að koma af sjálfu sér í drauma-
heimi markaðarins.
HAGSTÆÐASTA VERÐIÐ
Chevroiet Monza SL/E 1,8 lllra vél beinskiptur/sjálfskiptur
"Bm Chevrolet Monza SL/E 2,0 lílra vél sjálfskiptur________________________________________
Chevrolet Monza Classic 2,0 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur
Öll hugsanleg greiðslukjör t.d.: __
25% út - algangur á 30 mán. 50% út - afgangur á 24 mán. 75% úT- afgangur i 6-8 rrón.
Sumarkjör okkar á Chevrolet Monza þýða - þrátt fyrir gylliboð annarra -
hagstæöasta veröið á markaðnum í dag
[þíjfr'' muiuri
BiLVANGUR sf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Ásmundur Stefánsson
„Lækkun launa lág-
íaunafólks leiðir til
aukinnar misskipting-
ar. Vandi efnahagslífs-
ins stendur hins vegar
allur óleystur. Allt
mundi loga á vinnu-
markaði, því útilokað
er að launafólk taki
svona aðför með friði
og spekt.“
Hver yrði árangur niður-
færsluleiðar?
Lækkun launa láglaunafólks leið-
ir til aukinnar misskiptingar. Vandi
efnahagslífsins stendur hins vegar
allur óleystur. Allt mundi loga á
vinnumarkaði, því útilokað er að
launafólk taki svona aðför með friði
og spekt.
Óskadraumur forstjóranna yrði
martröð fyrir fólkið.
Er engin lausn á vandanum?
Því fer fjarri að vandinn sé óleys-
anlegur. Hann verður hins vegar
ekki leystur með einföldum aðgerð-
um. Hann verður ekki leystur með
óskadraumi forstjóranna og hann
verður ekki leystur með gengisfell-
ingu.
Varanleg lausn kallar á jafnvægi
í efnahagsmálum.
Til þess að ná því jafnvægi verð-
ur að ná tökum á fjármálum hins
opinbera. Með réttum skattaað-
gerðum má t.d. taka af kaupmætti
þeirra sem best mega við því, þ.e.
frirtækja sem hafa burði, hátekju-
fólks og þeirra sem græða á vaxta-
okrinu.
Það verður einnig að ná tökum
á peningamálunum. Það verður að
stemma stigu við vaxtaokrinu. Setja
hömlur á gráa markaðinn.
Það verður að stokka upp í at-
vinnulífinu, þannig að reksturinn
verði öflugur og hagkvæmur.
Þetta er ekki einfalt verkefni.
En þetta er það verkefni sem við
er að fást. Vandinn mun áfram
standa óleystur svo lengi sem ráða-
menn flýja af hólmi á vit hinna ein-
földu lausna hvort sem er gengis-
fellinga eða óskadrauma forstjór-
anna.
Höfundur er forseti Alþýðusam-
bands ísiands.
DRÁTTARVÉLIN