Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 17

Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 17 ^ WERBLOÐ Á FÖSTUDÖGUM IWínrgmmííIaíSi - blaé allra landsmanna Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Unnið er að byggingn dagheimilis á Kirkjubœjarklaustri. Dagheimili á Kirkjubæjarklaustri Kirkjubækjarklaustri. HAFIN er bygging dagheimilis á Kirkjubæjarklaustri. Um er að ræða 130 fermetra timburhús, arkitekt hússins er Ásmundur Harðarson, teiknistofunni Stik- unni sf., en um byggingarfram- kvæmdir sér fyrirtækið Hagur hf. á Kirkjubæjarklaustri. Það er sannarlega þörf á hús- næðinu því rekstur dagheimilis hef- ur verið í leiguhúsnæði frá byijun eða sl. 17 ár og oft ekki á sama stað nema eitt ár í senn, því mikill skortur er á leiguhúsnæði á staðn- um. Fjöldi bama í dagvistun hefur verið á bilinu 10—20 á hveijum tíma og má geta þess í allri umræðu um skort á plássi fyrir böm á dag- heimilum að hér hefur aldrei þurft að neita neinum um pláss. Stjóm dagheimilisins er á hverj- um tíma í höndum foreldra, fóstm og fulltrúa sveitarstjómar. Ef til vill má segja að rekstur heimilisins á þessum litla stað hafi einmitt verið mögulegur vegna þessarar samvinnu, fólk hefur ekki talið eft- ir sér að leggja ýmislegt af mörkum til málefnisins. Teikning hússins var valin. með það fyrir augum að góður mögu- leiki væri á stækkun á ýmsan hátt og m.a. hefur verið rætt um að fljót- lega verði byggð viðbót sem yrði skóladagheimili því sl. vetur var gerð tilraun með að reka slikt hluta úr degi og gekk það ágætlega og meiningin í framtíðinni að geta boðið öllum slika þjónustu. Gert er ráð fyrri að taka húsið í notkun í september en bygginga- framkvæmdir hófust í júli í sumar. - HSH Sala veiðileyfa yrði nýr skattur á lands- byggðina að mestu leyti e/tír Guðlaug Gíslason Hinn mæti maður, prófessor Gylfí Þ. Gíslason, fyrrverandi ráð- herra, hefur að undanfömu ritað allmargar greinar í Morgunblaðið um auðlindaskatt eða sölu veiði- leyfa í sambandi við fískveiðar landsmanna og nú síðast í Mbl. sl. þriðjudag 8. þ.m. Gallinn við hugmynd dr. Gylfa, sem hann hefur sett fram í þessum skrifum sínu, er sá að hann reiknar dæmið alls ekki til enda og hlýtur, þar af leiðandi að fá alranga niður- stöðu. Þegar Verðlagsráð sjávarútvegs- ins ákveður fískverð hveiju sinni er grundvöllurinn fyrir niðurstöðum ráðsins rekstrarútgjöld fískiskipa- flotans annars vegar og tekjumögu- leikar fískvinnslunnar hins vegar miðað við gengi íslensku krónunnar og markaðsaðstæður hveiju sinni. Þetta eru þau sjónarmið, sem ávallt hljóta að verða mest ráðandi um niðurstöðu Verðlagsráðsins, og er vandi þess hveiju sinni fólginn í því að samræma þessi sjónarmið, sem oft hefur eðli málsins samkvæmt reynst mjög erfítt, þar sem hags- munir þessara aðila stangast þama á. Öll aukin útgjöld fískiskipaflot- ans kalla óhjákvæmilega á hærra fískverð og ef nú ætti að bæta við þau auðlindaskatti eða kostnaði vegna kaupa á veiðileyfum hlyti fískverð að hækka sem því nemur, sem auðvitað þýddi aukin útgjöld fyrir fískvinnsluna, sem ekki gæti velt þessum aukna kostnaði af sér, þar sem hún er á hveijum tíma háð verðlagi á erlendum mörkuðum, eins og allir vita. Þetta yrði því í raun nýr skattur á fískvinnsluna, nema í þeim tilfellum, þar sem físk- ur er seldur beint úr skipum á er- lendum mörkuðum, eða fluttur út í gámum til sölu þar. í þeim tilfell- um myndi auðlindaskatturinn lenda beint á útgerðinni. Verðlag á inn- lendum mörkuðum mun alltaf taka nokkurt mið af lágmarksverði Verð- lagsráðs og færast þarafleiðandi einnig yfír á fískvinnsluna. Ef athugaðar eru skýrslur Fiski- félags íslands kemur í ljós að 93% af heildarafla landsmanna er landað á landsbyggðinni, en aðeins 7% á Guðlaugur Gíslason „Hér yrði því um nýjan skatt á landsbyggðar- fólkið að ræða að mestu leyti, ekki einasta á f iskvinnslu og útgerð, heldur einnig á það verkafólk, sem að verk- un aflans vinnur.“ Reykjavíkursvæðinu og eru þá Hafnarfjörður og Kópavogur með- taldir. Hér yrði því um nýjan skatt á landsbyggðarfólkið að ræða að mestu leyti, ekki einasta á fisk- vinnslu og útgerð, heldur einnig á það verkafólk, sem að verkun afl- ans vinnur, því það liggur í hlutar- ins eðli, að öll aukin útgjöld físk- vinnslustöðvanna gera þeim erfíð- ara fyrir að greiða hærri laun, sem allir eru þó sammála um að full nauðsyn sé á, enda vart sæmandi að það fólk, sem vinnur að verkun sjávaraflans, sem er undirstaðan að því velferðarþjóðfélagi, sem við lifum í, sé fjölmennasti láglauna- hópurinn í landinu. Og hér er um engan smáskatt að ræða, sem ætlað er að renna í ríkissjóð. Heyrst hafa í þessu sam- bandi nefndar tölur eins og 3 til 5 milljarðar króna, eða 10 til 20 krón- ur á hvert kíló af hinum verðmæt- ari físktegundum. Fyrir . auðlindaskattinum . hafa verið færð þau rök, af talsmönnum hans, að fískimiðin kringum landið séu sameign allrar íslensku þjóðar- innar, og því beri þeim sem þau nýta að greiða sérstakan skatt fyr- ir afnot þeirra. Vissulega viður- kenna allir að fiskimiðin hafa alltaf verið, eru og mun ávallt verða sam- eign þjóðarinnar. En það er vissu- lega margt fleira, sem er sameign þjóðarinnar og sem aðeins hluti þegnanna hefur aðgang að eða nýtir án þess að vera krafínn um gjald fyrir. Má þar t.d. nefnda Há- skóla íslands. Það fólk, sem þangað sækir, aflar sér svo sannarlega verðmæta með námi sínu, sem svo síðar gefur því aðstöðu til hærri launa en almennt gerist. Aldrei hefur þó heyrst að nokkrum hafi dottið í hug að leggja sérstakan auðlindaskatt í háskólaborgara, enda væri það jafn fjarstæðukennt og hugmyndin um auðlindaskatt á þá þegna landsins sem standa að öflun þess gjaldeyris, sem gerir ís- land byggilegt og íslendingum fært að lifa eðlilegu menningarlífí í landi sínu. Ég held að öllu athuguðu ættu þeir, sem gagnteknir hafa orðið af hugmyndinni um auðlindaskatt eða sölu veiðileyfa, að hugsa ráð sitt betur og gera sér fulla grein fyrir, að landsbyggðarfólkið mun aldrei sætta sig við að verða á þann veg skattlagt sérstaklega umfram aðra þegna landsins. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins. mSOf.t BETRILIÐANIBETRISKOM Ertu þreytt í vinnunni? Betri skór gætu hjálpað. Við höfum fengið nýja sendingu af amerískum hjúkrunarskóm sem eru sérstaklega lagaðir fyrir pær sem þurfa mikið að ganga eða standa í vinnunni. Skórnir eru níðsterkir, handsaumdðir úr mjúku leðri og fást í mörgum litum. Sendum í póstkröfu Remedía hf. BORGARTÚNI 20, SÍMI 27511. Útsala-Útsala 20-50% afsláttur Glugginn, Laugavegi40, Kúnsthúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.