Morgunblaðið - 16.08.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
25
hleðslur.
s vandamál á auðveldan hátt.
mikla
við hinar
Forsetakosningar í Líbanon á fimmtudag:
Aoun talinn líklegur
eftirmaður Gemayels
D /itt
Beirút. Reuter.
MICHEL Aoun, hershöfðingi, yfir-
maður líbanska hersins, er af
Fiskveiðistefna EB:
Milljarð-
ur í niður-
greiðslur
Brussel. Frá Kristófer M. Kristins3yni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMKVÆMT tveimur nýjum
reglugerðum, sem samþykktar
hafa verið í Brussel, verður unnið
markvisst að því að styrkja sjó-
menn til veiða á vannýttum stofn-
um og fiskiðnaðinn til úrvinnslu
og markaðssetningar á afurðum
úr þeim. Sömuleiðis verða veittir
styrkir til samstarfsverkefna við
aðila utan EB, helst í þróunarlönd-
unum, um fiskveiðar.
Reglugerðunum er ætlað að
hnykkja á áætlun sem samþykkt var
árið 1986 og fjallaði um uppbygg-
ingu og endumýjun í fiskveiðum og
vinnslu innan EB. Annars vegar er
stefnt að því að auka nýtingu og
neyslu á vannýttum fiskstofnum,
m.a. er talað um framleiðslu á súrimi
(eins konar fískmauki) úr kolmunna.
Jafnframt beinist átakið að aukinni
og bættri nýtingu þeirra fisktegunda
sem offramboð er á. Styrkir verða
veittir til markaðsrannsókna, neyt-
erdakannana og tilraunaframleiðslu.
Jafnframt mun framkvæmdastjórnin
styrkja þátttöku fyrirtækja innan EB
í sjávarútvegssýningum og sömuleið-
is uppsetningu slíkra sýninga í
ríkjum bandalagsins. Þá er og gert
ráð fyrir því að aðrar þær tillögur
sem líklegar þykja til árangurs á
þessu sviði verði teknar til greina.
Framkvæmdastjórnin áætlar að um
260 milljónum íslenskra króna verði
varið til þessa verkefnis næstu þrjú
árin.
Hin reglugerðin íjallar um sam-
starfsverkefni fyrirtækja innan EB
með aðilum utan bandalagsins. Ætl-
unin er að beina þessu samstarfi sem
mest að þróunarríkjunum. Til þessa
verkefnis er áætlað að veija rúmlega
einum milljarði íslenskra króna á
næstu þremur árum. Styrkirnir verða
miðaðir við að fiskiskip stundi veiðar
á miðum utan bandalagsins í a.m.k.
þijá mánuði í senn. Styrkurinn verð-
ur miðaður við-stærð fiskiskipanna,
þ.e. föst upphæð verður greidd á
hvert tonn. Fyrir styrkveitingunum
er sett það skilyrði að aðildarríkin
leggi á móti sömu upphæð hvert með
sínum skipum.
mörgum talinn líklegur eftirmað-
ur Amins Gemayel, sem forseti
Líbanons. Þingið kemur saman til
að kjósa nýjan forseta næstkom-
andi fimmtudag og er Aoun sagð-
ur njóta stuðnings bæði Sýrlend-
inga og Bandaríkjamanna, sem
talið er að muni vega þungt þegar
þingmenn gera upp hug sinn.
Aoun skipaði hemum í viðbragðs-
stöðu um helgina vegna hótana
kristilegra falangista um að þeir
muni reyna að hindra eða trufla
kosningamar ef erlend ríki reyni að
hafa afskipti af þeim. Hermt 'er að
falangistar og öfgasveitir hægri-
manna séu andvígar því að Aoun
verði kjörinn forseti þar sem hann
njóti ekki stuðnings allra vopnuðu
sveitanna, sem takast á í landinu.
Mikil spenna ríkti í Líbanon í gær
eftir að hemum var skipað í við-
bragðsstöðu og var óttast að átök
kynnu að bijótast út. Herinn hefur
girt af götur í nágrenni þinghússins
til þess að tryggja að þingmenn kom-
ist til atkvæðagreiðslunnar.
Samkvæmt stjórnarskránni verður
næsti forseti Líbanons að vera krist-
innar trúar. Hann verður kosinn af
76 þingmönnum af 99, sem hlutu
kosningu í þingkosningunum árið
1972. Af kjörnum mönnum eru 22
látnir, en auk þess getur fráfarandi
forseti, sem var kosinn á þing 1972,
ekki kosið. Kosið verður leynilegri
kosningu en enginn er formlega í
kjöri.
Reuter
Líbanskir stjórnarhermenn á verði fyrir framan Mansour-húsið á
græna beltinu í Beirút. Þingmenn hafa komið þar saman til funda
frá því borgarastríðið braust út í Libanon árið 1974.
Mandela
ekkií
lífshættu
Höfðaborg. Rcuter.
4ELSON Mandela, suður-afríski
ilökkumannaleiðtoginn, sem lagð-
ír var inn á sjúkrahús fyrir nokkr-
im dögum vegna sjúkdóms í lung-
ím, er ekki sagður vera i
ífshættu.
Að sögn talsmanns Tygerberg-
ijúkrahússins í Höfðaborg í gær hef-
ir átt sér stað vökvamyndun við
rinstra lunga, svokölluð bijósthimnu-
íthelling. Tekið var sýni af lunganu
Dg fundust engin merki um krabba-
mein. Er líðan Mandela sögð eftir
itvikum. Hann er nýorðinn sjötugur
og hefur setið í fangelsi frá árinu
1964 fyrir meint áform um samsæri
gegn minnihlutastjórn hvítra manna.
Hleðslur sem gefa görðum, svo og umhverfi fyrirtækja og
stofnana glæsilegt yfirbragð.
Hæðarmismunur leysist auðveldlega með Stoðveggjaeiningum.
Stoðve
B.M. Vallá kynnir nýtt
kerfi steinsteyptra ein-
inga sem gefa garðinum
þínum stílhreint og
glæsilegt yfirbragð
Með Stoðveggjaeiningum færð þú
stílhreinan og fallegan garðvegg og
leysir hæðarmismun auðveldlega.
Einnig er hægt að útbúa stærri
blómaker nteð Stoðveggjaeiningum
svo og ýmsar aðrar skemmtilegar
hleðslur.
Stoðveggjaeiningarnar eru framleiddar
úr járnbentri, veðrunarþolinni
steinsteypu. Uþpsetning er einföld og
festingar fylgja með.
jakerfið
* Óteliandi
Óteljandi
möguleikar á útfærslum
Stoðveggjakerfíð býður upp á ótæmandi
möguleika við lausn margvíslegra
vandamála við skipulagningu garða og
svæða í kringum einbýlishús, fjölbýlis-
hús, fyrirtæki, stofnanir o.s.frv.
Pantanasími er (91) 68 50 06.
Hafðu samband við okkur.við munum
með ánægju veita þér allar frekari
upplýsingar.
BM. VALLAÍ
| Steinaverksmiöja
_ Söluskrifstofa Breiöhöfða 3
Sími (91) 68 50 06
Aðalskrifstofa Korngörðum 1
104 Reykjavík
Sími (91) 680 600