Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 35

Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 35 Skoðanakannanir o.fl. eftir Guðmund Jóhannsson „Það hefur stundum heyrst hjá ráðherrum að menn verði að vera ábyrgir gjörða sinna í fjármálum og undir það skal tekið. En því miður hafa bæði ráðherrar og önn- ur lægra sett stjórnvöld litla ráð- deild sýnt oft og iðulega." Skoðanakannanir á vinsældum og fylgi stjórnmálaflokka og ein- stakra manna er seinnitíma fyrir- . bæri fjölmiðla, þetta er sjálfsagt kitlandi tómstundagaman, en til- gangurinn er nokkuð torráðinn nema ef vera kynni að ávöxtur könnunarinnar væri sæmileg sölu- vara og til þess eru sennilega refim- ir skornir. í nýafstaðinni slíkri könnun höfðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bætt við sig fylgi frá því í apríl í vor, þrátt fyr- ir að í sömu könnun kemur fram að traust á ríkisstjóminni hefur stórlega dalað, eða nær 70% þátt- takenda báru ekki traust til henn- ar, þriðji stjómarflokkurinn, Al- þýðuflokkur, stendur sVo til í stað samkvæmt skoðanakönnunum í apríl. Því mætti spyija, hvað hafa hinir tveir fyrmefndu flokkar unnið sér til ágætis umfram Alþýðuflokk- inn? Einnig er það spuming hvað Kvennalistinn hefur unnið sér til óheilla á þessum sama tíma, sem orsakar þeirra fylgistap? En það kúnstugasta af öllu kúnstugu er svo það að þeir hinir sömu menn, sem eru í forustu stjómarflokkanna, (stjórn sem öllu trausti er rúin) eru vinsælustu stjómmálamennimir. Eru til meiri öfugmæli og rökleysa en speglast í þessum niðurstöðum? Á framkvæmdin sjálf sem slík sinn þátt í þessu rugli. í raun er ekki hægt annað en líta svo á að svar- endur í skoðanakönnuninni séu svona miklir háðfuglar, þó blessaðir stjómmálamennimir taki þetta sem hól og gangi um með sigurbros á vör. Eg held að full þörf sé á því að þeir sem fyrir þessum skoðana- könnunum standa vandi vinnubrögð sín betur en hér virðist hafa orðið, svo hægt sé að taka hana sem vísbendingu um raunveruleikann, annars er hún skemmdarverk sem á ekki réct á sér. Ráðherrar í sandkassaleik Um leið og það er broslegt þá er það íhugunar- og alvöruefni, að hegðun ráðherra minnir meir á götustráka í sandkassaleik en ábyrga landsfeður. Það hefur löng- um verið talið að menn uppskæru eftir því hvemig og hveiju þeir sáðu og þetta á að sjálfsögðu við bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Sáðvörur ráðherranna eru skemmd- ar enda uppskeran illgresi. Ýmsar plágur ganga yfir þjóðir af náttúr- unnar völdum, sem enginn getur ráðið neitt við. Hitt er verra þegar plágur af mannavöldum tröllríða þjóðfélögum eins og nú gerist hjá íslensku þjóðinni, þar sem verð- bólgan æðir áfram og er hún sann- kallað illgresi í garð þjóðarinnar. Engu er líkara en ráðherramir hafi verið í kosningaham allt síðastliðið DRATTARVELAR Mest seldar íV-Evrópu Globusi V LÁGMÚLA 6. S. 681665. ár, eða frá því að þeir mynduðu þessa svokölluðu ríkisstjóm. Þeir bera brigsl hver á annan og kenna hver öðram allar ófarir en hvítþvo sjálfa sig af öllum ósóma. Fyrir nýafstaðið forsetakjör sagði forseti vor að hún þyrfti ekki að heyja kosningabaráttu fyrir sínu framboði þar sem þjóðin þekkti sig. Ráð- herramir geta víst sagt svipað hvað það snertir að þjóðin þekkir þá, en með öfugum formerkjum við forset- ann. Að löðrunga sjálfan sig Það er fróðlegt að lesa yfirlýsing- ar forsætisráðherra í blaðinu Vog- ar, blaði þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, þar sem hann segir: „Ríkisstjómin tók við þensluvanda í þjóðarbúskapnum." Hver skildi við þennan þensluvanda í lok síðasta kjörtímabils? Var það ekki hann sjálfur og hans fylgismenn, sem samþykktu og gáfu út þennan þensluvandavíxil fyrir síðustu kosn- ingar, þó ekki væri látið uppi í kosn- ingaslagnum annað en allt væri í besta lagi og á réttri leið í hjöðnun verðbólgunnar. Þá var háttvirtum kjósendum sagt það að verðbólgan væri 13—14% og yrði komin niður fyrir 10% fyrir árslok. Hver er svo staðreyndin í þessum efnum? Hún er kunnari en frá þurfi að segja eða með öðram orðum ein hörmung. Svona málflutningur heitir að löðr- unga sjálfan sig og tala eitt en framkvæma annað. Þriggja flokka stjórn Þá segir forsætisráðherrann í sama blaði Voga: „Það er ekki nýtt af nálinni að sundurlyndi hafi ein- kennt þriggja flokka stjómir. í raun og vera hefur það verið megin- einkenni á öllum þriggja flokka stjómum sem hér hafa setið. Og reyndar var það svo í þeirri tveggja flokka stjórn sem sat á undan þess- ari að átök milli einstakra ráðherra vora næsta daglegt brauð.“ Já, svo mörg vora þau orð, en lítum á þetta svolítið nánar. Það hefur verið haft sem afsökun hjá slæmum ríkis- stjómum, að erfitt sé að stjóma í þriggja flokka stjómum og þetta má rétt vera þegar þjóðarhagur er látinn víkja fýrir flokks- og valda- sjónarmiðum. Eina skýringin sem hægt er að gefa á þessu er sú að þeir sem til forastunnar hafa valist era félagslega vanþroska, en með doktorsgráðu í flokkssjónarmiðum. Eg sé engin skynsamleg rök fyrir því að allt þurfí úr böndum að fara í efnahagsmálum þjóðarinnar þó í stjóm sitji menn úr þremur flokk- um. Það hefur oft verið sagt að allt sem þurfi sé viljinn, en það fer ekki milli mála að hann vantar hjá ríkisstjórninni. Guð láti gott á vita að forsætisráðherrann hefur nú nýlega skipað ráðgefandi nefnd fyr- ir ríkisstjómina í efnahagsmálum þjóðarinnar, og er það vísir þess að ríkisstjómin telur sig vanmátt- uga til að leysa þann vanda sem hún hefur komið þjóðinni í ýmist með aðgerðarleysi eða röngum að- gerðum. Þjóðhagsstof nun Innan „kerfisins" er apparat sem nefnist Þjóðhagsstofnun, sem á sínum tíma var sett á stofn sem nokkurskonar leiðarstjarna og átta- viti fyrir ríkisstjómir til að hafa á hendi fræðilega útreikninga um gang þjóðarbúsins hveiju sinni. En því miður er ekki hægt að merkja að þessi stofnun sé sú kjölfesta í ráðgjöf sem til var ætlast er hún var sett á stofn. Öllu líkara er að hún sé afgreiðslustofnun fyrir ríkis- stjómir, þar sem horfur á þjóðarbú- inu era afgreiddar eftir pöntun og þá að sjálfsögðu með þær niðurstöð- ur eins og ráðherram finnst hentug- ast hveiju sinni. í raun er svona stofnun þörf svo fremi að hún sé starfi sínu vaxin, þ.e. sjálfstæð í störfum og trúverðug og að stjórn- málamenn og aðrir áhrifavaldar í þjóðfélaginu taki tillit til upplýsinga frá stofnuninni. Erfiðleikar Það ber að játa að nú upp á síðkastið hefur þyngst undir fæti varðandi verðlag á fiskafurðum okkar á Bandaríkjamarkaði, en hækkun á gengi dollarans hefur mildað það bakslag lítillega. En er hér um nokkuð annað og meira fyrirbæri að ræða en búast má við að geti gerst, því ýmislegt spilar þar inní. Ásamt fleira þá eigum við í harðri samkeppni og við lifum ekki lengur á þeim frægðarljóma að okkar vörar séu öðram betri að gæðum og hafi einhver séreinkenni sem sóst sé sérstaklega eftir. Manni verður á að ætla að ráðamenn okk- ar skorti eitt alveg sérstaklega, sem kallað er fyrirhyggja. Þess verður hvergi vart að neitt sé eftir frá feitu áranum til að mæta þeim mögra, heldur er bikarinn tæmdur í botn og vel það þegar vel gengur. Hér áður fyrr hefðu svona óráðsíur ver- ið kallaðir búskussar. Það má hins- vegar ljóst vera að það er engin ein orsök fyrir því að hallað hefur und- an fæti nú um alllangt skeið. Þau era mörg æfintýrin sem blása þarf að Verð til taka el tir: Bússur frá kr. 1.790,- I Vöðlur frá kr. 3.590,- Maðkakassar kr. 2.250,- | 0PII B LAUGARDAGA FRÁ KL. i SPORTI 10-14 JRINN VII 31290 inabíói) MARKAÐI SKIPHOLTI 50C, Sfl (Nýja húsið gegnt Tc í glæður. Þar má til nefna það nýj- asta svo og mörg önnur s.s. Landa- kotsæfintýrið, Leifsstöðvaræfintýr- ið, Listasafn Islands og fleiri og fleiri fyrir svo utan öll samvinnufé- lögin, hlutafélögin og einkaaðilana sem ýmist era komnir á hausinn eða gjaldþrotið blasir við. Öll þessi óráðsía fer út í þjóðarlíkamann og grefur þar um sig. Undanfari þess- ara döpra örlaga hinna ýmsu aðila er óeðlileg fjárfesting án eigin fjár- magns en yfirkeyrðir af skuldum. Það hefur stundum heyrst hjá ráðherram að menn verði að vera ábyrgir gjörða sinna í fjármálum og undir það skal tekið. En því miður hafa bæði ráðherrar og önn- ur lægra sett stjórnvöld litla ráð- deild sýnt oft og iðulega. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála, hvort ráðherrar standa undir nafni og láti hina óprúttnu vera ábyrga gjörða sinna, þannig að þeir sleppi ekki aðeins með skrekkinn, já, og kannski ridd- Guðmundur Jóhannsson arakross, að öðram kosti verður lit- ið á þá af öðram sem gætnari era sem fyrirmynd um það hvemig komast eigi yfir fjármagn. Höfundur er framkvæmdastjóri. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Fyrsta hraðlestramámskeið vetrarins hefst 30. ágúst nk. Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka lestrarhraða sinn, hvort heldur er við lestur fagurbókmennta eða námsbóka. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn í öllu lesefni. Skráning 511 kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRA ÐLESTRA RSKÓLINN DAGVIST BARIVA FORSTOÐUMENN Stöður forstöðumanna við eftirtalin heimili eru laus til umsóknar. Leikskólinn Árborg — Hlaðbæ 17 Skóladagheimilið Völvukot — Völvufelli 7 Skóladagheimilið Langholt — Dyngjuveg 18 Fóstrumenntun áskiiin! Upplýsingar veita umsjónarfóstrur og fram- kvœmdastjóri á skrifstofu Dagvistar barna, Hafiiarhúsinu við Tryggvagötu eða í síma 2 72 77.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.