Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Kerfisfræðingur
- forritarar
óskast í tölvudeild Búnaðarbanka íslands
vegna aukinna verkefna. Starfið felst í vinnu
við IBM S/36 og PC tölvur.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í
tölvunarfræðum og/eða góða reynslu í RPG
II.
Við bjóðum framtíðarstarf við nýja og góða
vinnuaðstöðu.
Laun samkv. kjarasamningi S.Í.B. og bank-
anna.
Umsóknarfrestur er til 1. september nk.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást hjá
starfsmannahaldi, Austurstræti 5.
HFbiínaðarbanki
ISLANDS
Dagheimilið
Vesturás
Óskum eftir starfskrafti í 80% starf strax.
Þetta er lítið dagheimili og starfsandinn er
góður.
Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við
Vilborgu í síma 688816.
Stýrimann
og vélavörð
vantar á bát, sem er að hefja línuveiðar. Fer
síðan á síld.
Upplýsingar í síma 92-12827.
Starfskraftur óskast
til afgreiðslu í ísbúð. Vinnutími frá kl.
10.00-18.00.
Áhugasamir hringi í síma 29622 milli kl.
19.00-20.00.
Atvinna óskast
- bifreiðastjóri
Maður vanur útkeyrslu og sendiferðum í toll
og banka óskar eftir starfi.
Er traustur og áreiðanlegur.
Upplýsingar í síma 681446.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða starfskraft til almennra
skrifstofustarfa. Góð vélritunarkunnátta,
íslensku- og enskukunnátta áskilin.
Vinnutími frá kl. 9.00 til 17.00.
Skriflegar umsóknir merktar: „BÍS - 0950“
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 12.00
18. ágúst nk.
Bandalag íslenskra skáta
Atvinnurekendur
úti á landi
Tvær fjölskyldur úr Reykjavík, iðnaðarmenn
og konur þeirra, vanar skrifstofustörfum og
sjálfstæðum atvinnurekstri, hafa áhuga á að
flytja út á land. Ef þú hefur vinnu fyrir okkur
(allt kemur til greina) og gott húsnæði, þá
vinsamlegast sendu nafn og símanúmer til
auglýsingadeildar Mbl. merkt: „AE - 14551“
fyrir 24. ágúst nk.
Portafgreiðslumenn
Fyrirtækið er ein stærsta byggingavöruverslun
landsins.
Starfið felst í timburafgreiðslu og öðru tilfall-
andi.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu traustir
og reglusamir.
Kostur er ef umsækjendur eru með lyftara-
réttindi.
Afgreiðslustörf
Sama fyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmenn
við kassaafgreiðslu.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með
reynslu af tölvuskráningu.
Áhersla er lögð á snyrtimennsku og þægilega
framkomu.
í boði fyrir ofangreind störf er þægileg vinnu-
aðstaða og góð laun fyrir hæfa starfsmenn.
Um heilsdagsstörf er að ræða og verða ráðn-
ingar sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá ki. 9-5.
Skólavördustig 1a - 101 Reyk/avik - Simi 621355
Reykjavík
Starfsfólk
vantar í 100% - 70% - 50% ræstingu nú
þegar.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma
689500 milli kl. 10.00-12.00 virka daga.
Starfsfólk óskast
Óskum eftir að ráða duglegt og áreiðanlegt
fólk til starfa við uppvask. Vaktavinna.
Upplýsingar í síma 36737 og á staðnum
milli kl. 13 og 16.
HAUARMUU SIMI 37737 Og 3S737
Múlakaffi,
Hallarmúla.
Kennarar
Það vantar tvo kennara að Vopnafjarðar-
skóla. Almenn kennarastaða og staða við
íþróttakennslu. Nýtt íþróttahús verður tekið
í notkun í haust. Húsnæði til staðar.
Hafið samband við skólastjóra í síma
97-31218.
Kennarar
Grunnskólann í Grindavík vantar kennara
fyrir starfsdeild svo og í almenna stuðnings-
kennslu. Staðaruppbót og gott leiguhúsnæði
í boði.
Nánari upplýsingar veita yfirkennari í síma
92-68481 og formaður skólanefndar í síma
92-68304.
Afgreiðslustarf
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í
söluskála í Reykjvík. Vinnutími 8.00-16.00
og 16.00-24.00 til skiptis daglega.
Upplýsingar í síma 83436.
Fóstrur - starfsfólk
Óskast ráðið á eftirfarandi dagvistarheimili
á Seltjarnarnesi:
Dagheimilið Sólbrekku og leikskólann Sel-
brekku við Suðurströnd í bæði heilsdags-
og hálfsdagsstörf.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
611961.
Leikskólann Fögrubrekku við Lambastaða-
braut í heilsdags- eða hálfsdagsstörf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
611375.
Nýtt skóladagheimili í Mýrarhúsaskóla eldri
tekur til starfa í september.
Upplýsingar veitir Edda Jensdóttir forstöðu-
maður í síma 611975.
Holtaskóli, Keflavík
Kennara vantar að Holtaskóla næsta skóla-
ár. Æskilegar kennslugreinar: Stærðfræði,
raungreinar, samfélagsfræði og enska.
Jafnframt er laus staða smíðakennara. Skól-
inn er einsetinn og öll aðstaða mjög góð.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597
og yfirkennari í síma 92-11602.
Skólastjóri.
Barnaspítali
Hringsins
Hjúkrunarfræöingar
- Gjörgæsla nýbura
í byrjun október er fyrirhugað að bjóða þeim
hjúkrunarfræðingum, sem áhuga hafa á ný-
burahjúkrun, upp á skipulagðan 8 vikna að-
lögunartíma með markvissri fræðslu í gjör-
gæslu nýbura.
Fyrirlestrar og verkleg leiðsögn verða á vöku-
deild allt tímabilið.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins, Hertha
W. Jónsdóttir, í síma 601033.
Ríkisspítalar-Barnaspítali Hringsins
Markaðssetning
á ensku
Enskumælandi maður óskar eftir verkefnum
á sviði markaðssetningar og þjónustu tengda
viðskiptum á ensku.
Nánari upplýsingar í síma 681888.
Innflutningsaðili
á Seiko úrum óskast á íslandi.
Grenaa Ur-importaps.,
0stergade 14 - 8500 Grenaa,
Danmark, sími 90456 322825.
Prentstofa
G. Benediktssonar
NYBÝLAVEGUR 30 KÓPAVOGUR ■ SÍMI641499
Prentarar
Við leitum að áhugasömum og vönum offset-
prentara.
Upplýsingar gefur verkstjóri, sími 641499.
(=X