Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 51

Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Nokkur orð um bjórinn ■ ■'/t Til Velvakanda. Fyrst að búið er að leyfa bjór- drykkju í þessu landi, þá eigum við að framleiða bjórinn sjálfír. íslend- ingar hafa sýnt fram á, að þeir geta bruggað bjór, sem er vel sam- bærilegur við þann erlenda. Spörum okkur gjaldeyri og látum íslendinga sjálfa hafa af þessu vinnu. Með þökk fyrir birtinguna, * B.G.I. Tökum friðartali Kreml- arherra með fyrirvara Til Velvakanda. Sá sem þetta ritar fagnar frið- vænlegri horfum í alþjóðamálum. Einkum ber að fagna því, hversu mjög utanríkisstefna Sovétmanna hefur mildast. Með einurð sinni hefur Ronald Reagan tekist að fá þá að samningaborðinu, með það fyrir augum, að semja um raun- verulega afvopnun. Eins er ánægju- legt, að sovéska innrásarliðið í Af- ganistan skuli vera á leið þaðan og kúbanskir skósveinar þeirra virðist ætla að draga her sinn brott frá Angólu. En samt sem áður er nauðsyn- legt að hafa í huga, hvaða ástæður liggja að baki þessum tilslökunum Kremlarherrana. Það er ekki mann- úð og miskunnsemi sem þessu veld- ur. Ekki heldur virðing fyrir óskum hins almenna rússneska borgara. Nei, ástæðan fyrir þessum breyt- ingum á utanríkisstefnunni er bág- ur fjárhagfur Sovétríkjanna. Gorba- tsjov og félagar hans hafa áttað sig á því, að efnahagslíf Sovétríkjanna getur hvorki staðið undir vopna- kapphlaupi við Bandaríkjamenn né landvinningastríði í Asíu. Af þessum sökum dregur Sovét- stjómin her sinn frá Afganistan og leitast við að ná afvopnunarsamn- ingum við Bandaríkin. Hún gerir það til þess að hafa frið til að koma á endurbótum í efnahagskerfinu og gera það samkeppnisfært við efna- hagskerfi hins fijálsa heims. Stað- reyndin er sú, að Sovétríkin em auðugt land, en áratuga miðstýring og óstjórn hefur komið í veg fyrir framfarir í efnahagslífínu. Þrátt fyrir þessa framfaravið- leitni Gorbatsjovs f efnahagsmálum ber okkur að hafa í huga, að stjóm- kerfið í Sovétríkjunum hefur ekki tekið neinum raunvemlegum breyt- ingum. Þar er enn við lýði sáma mannfjandsamlega alræðiskerfíð og ól af sér harðstjóm Stalíns. Gorbatsjov var alinn upp í þessu kerfi og komst þar til valda og áhrifa, yngri en nokkur fyrirrenn- ara hans. Það er ekki nokkur ástæða til að ætla, að hann sám- þykki einhveijar þær breytingar, sem hafa í för með sér skert völd hans. Af þeim sökum ber okkur Vestur- landabúum að taka öllu friðartali Sovétstjómarinnar með fyrirvara. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem nugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, em ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafiinúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafiileyndar. Auðvitað eigum við að semja um afvopnun, ef tryggt er, að hún sé gagnkvæm og vamarmáttur Vest- urlanda nægilega mikill til þess að fæla Kremlarherra frá árás. Við höfum engar forsendur til að treysta þeim, þótt þeir friðmælist nú við okkur og lofi öllu fögm. Sagan hlýtur að kenna okkur, að þeim er ekki treystandi, frekar en öðmm þeim, sem ekki byggja vald sitt á þjóðarviljanum heldur ógnar- stjóm. Með þökk fyrir birtinguna, Lýðræðissinni. Þessir hringdu .. . Löng bið hjá Gjaldheimt- unni Rúnar hringdi: »Ég var staddur í afgreiðslu Gjaldheimtunnar síðasta föstu- dagsmorgun um 9 leytið. Af- greiðslan með tölvunum gekk vel en annað var upp á teningnum þegar að gjaldkerastúkunni kom. Þar skapaðist mikil bið, því þar var aðeins einn við afgreiðslu. Hinn gjaldkerinn hafði sofíð yfir sig. Mér fínnst lágmarkskurteisi hjá fólki að sofa ekki út, þegar það veit að búast má við miklum önnum." Hvenær fáum við Þjóðar- bókhlöðuna? Vesturbæingur hringdi: „Mig langar til að fá svör við því hjá ráðamönnum þessa lands, hvenær sé áætlað, að Þjóðarbók- hlaðan verði tekin í notkun. Ef ég man rétt beitti Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi Mennta- málaráðherra sér fyrir þjóðarátaki til að ljúka byggingunni og lagði sérstakan skatt á okkur borgar- ana í þeim tilgangi. Vissulega hefur mikið verið unnið við húsið frá því þetta átti sér stað, en er ekki ætlunin að Ijúka þessum framkvæmdum á næstunni?" Skór hurfu i Laugardals- lauginni Kona hringdi: „Ég fór með barnabam mitt, 11 ára pilt, í sundlaugamar f Laugardal fyrir nokkru. Þegar við komum upp úr lauginni voru skómir hans horfnir. Þetta vom nýir skór af Nike-gerð, uppháir og reimaðir, hvítir á litinn. Ef ein- hverjir foreldrar hafa orðið varir við skóna í fómm bams síns vil ég hvetja þá til að skila þeim aft- ur í Laugardalslaugamar, þaðan sem þeir vóra teknir. Ekki loka Laugaveginum íbúi við Njálsgötu hringdi: „íbúamir við Njálsgötu, Grett- isgötu og Bergþóragötu munu aldrei fallast á sjónarmið um að loka Laugaveginum fyrir umferð, sem „Lesandi" kynnti í dálknum föstudaginn 12. ágúst. Slík lokun hefði í för með sér gífurlega aukn- ingu á umferð um þessar þijár götur, með öllu því ónæði sem henni fylgir. Ástandið hefur verið nógu slæmt hjá okkur þegar Laugaveginum hefur verið lokað tímabundið." Gleraugu týndust á Kot- móti Glæný kvenmannsgleraugu týndust á Kotmóti Hvítasunnu- manna að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um verslunarmanna- helgina. Gleraugun era tvískipt, með jámlitri málmumgjörð. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 91-79302. Afgreiðslutími ÁTVR Neytandi hringdi: „Mig langar til að koma á fram- færi spumingu, sem ég vona að forráðamenn Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins geti gefíð mér svör við. Hún er. Hvers vegha era útsölur verslunarinnar lokaðar í hádeginu? Fjöldi fólks lýkur ekki vinnu fyrr en eftir 6 á kvöldin og hefur ekki aðstöðu til að bregða sér frá í vinnutímanum. ÁTVR er þjónustustofnun, sem ætti að miða starfsemi sína við þarfir neytenda. Er ekki kominn tími til að hætta þeim feluleik sem menn hafa stundað { sambandi við áfengismál hér á landi? Þorri full- orðinna íslendinga neytir áfengis sér að skaðlausu og sá stóri hópur hlýtur að hafa rétt til að kaupa þessa neysluvöra í hádeginu, al- veg eins og annan vaming." KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verði SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Pið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur I stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 ÁTT ÞÚ HLUTABRÉF? Hlutafélag Kaup- gengi Sölu- gengi Alrúennar Tryggingar hf. 1,09 1.15 Eimskipafélag Islands hf. 2.66 2,80 Flugleiðir hf. 2,30 2,42 Hampiðjan hf. 1,10 1.16 Hlutabréfasjóðurinn hf. 1.18 1,24 Iðnaðarbankinn hf. 1,61 1,69 Verzlunarbankinn hf. 1,19 . 1,25 Útvegsbankinn hf. 1,19 1,25 Skagstrendingur hf. 1,50 1,58 Tollvörugeymslan hf. 0,95 1,00 Veistu hvers virði þau eru? T aflan að ofan birtist annan hvern fimmtudag í viðskiptablaði Morgunblaðsins. og sýnir gengi þeirra hlutabréfa sem HMARK. kaupir og selur gegn staðgreiðslu. Ef þú átt hlutabréf geturðu margfaldað nafnvirðið með kaupgengi þeirra í auglýsingu HMARKs og útkoman er það verð se'm HMARK greiðir þér fyrir bréfin. 0 IÐNAÐARBANKINN Ef þú átt hlutabréf í Iðnaðarbankanum að nalnvirði 10.000 kr.:Kaupgengiðer1,61 og HMARK greiðir þár því 16.100 kr. fyrir þau. FLUGLEIÐIR Ef þú átt hlutabréf í Flugleiðum að nafnvirði 100.000 kr.: Kaupgengið er 2,30 og HMARK greiðir þér því 230.000 kr. fyrir þau Verið velkomin í HMARK, Skólavörðustig 12, og VIB, Armúla 7, til að kaupa og selja hlutabréf. Hlutabréfamarkaburinn hl. Skolavordustig 12, 3.h. Reykjavík. Sími 21677 VIB VERDBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Armula 7. 108 Reykjavik. Simi68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.