Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
Islandsmót í hestaíþróttum á Varmárbökkum:
Eitt glæsilegasta
hestalþróttamótíd
Reykjum.
MENN voru sammála um að sjaldan eða aldrei hefði verið haldið
Islandsmót í hestaiþróttum með öðrum eins glæsibrag og það sem
Hörður í Kjósarsýslu hélt nú um helgina. þar hjálpaðist allt að, frá-
bær völlur og keppnisaðstaða, veðurblíða alla dagana frá föstudegi
til sunnudagskvölds. Mannval knapa í öllum greinum, toppgæðingar
sem gerðu keppnina æsispennandi og vel skipað í sæti dómara.
Völlurinn að Varmárbökkum er nýgerður eins og kunnugt er af
fréttum og unnu menn nótt og dag við að Ijúka öllum undirbúningi
og það tókst.
Þátttaka var óvenju góð en um
114 knapar voru skráðir til leiks
sem síðan dreifðust á hinar ýmsu
greinar og aldursflokka. Nokkur
þátttaka var utan af landi en flest-
ir komu úr Fáki í Reykjavík, og
_ flest verðlaunin fóru þangað.
Einstaka knapar sköruðu framúr
og má þar helst nefna Sigurbjöm
Bárðarson, en hann sigraði í þrem
greinum, þ.e. fimmgangi, hindrun-
arstökki og gæðingaskeiði. Þá var
hann kosinn íþróttaknapi ársins og
það ekki í fyrsta skipti og verð-
skuldað. Þá var árangur Sævars
Haraldssonar athyglisverður en
hann vann ijórgang fullorðinna og
tölt en Álfur Þráinsson vann tvær
greinar í unglingaflokki, fjórgang
og tölt, og komst vel á blað í öðrum
greinum. Þá var athyglisverður
árangur hjá ýmsum öðrum knöpum
s.s. Tómasi Ragnarssyni og Hinriki
Bragasyni. Þeir feðgar Reynir Aðal-
steinsson og Gunnar stóðu sig vel
og náðu t.d. báðir fyrsta sæti hvor
f sínum flokki í hlýðnikeppni. í
bamaflokki er ekki úr vegi að minn-
» ast á Sigurð Matthíasson sem sigr-
aði í tölti í sínum flokki en einnig
fímmgang í unglingaflokki og sýndi
athyglisverða fagmannstakta.
I bamaflokki vom þær dömurnar
Edda Rún í fjórgangi og Theodóra
Mathiesen í hlýðnikeppni sigurveg-
arar hvor í sínum flokki.
Ein aukagrein var tekin inní
þetta Isiandsmót en það var 250 m
skeið og var það vel til fallið til
þess að auka fjölbreytni og miklu
fremur til þess að gefa vekringum
mótsins tækifæri til þess að ná sér
í góða tíma á þessari vegalengd,
enda mun það hafa verið megintil-
gangurinn. Allur viðbúnaður var við
hafður ef svo færi að met yrði sett
+ svo sem vindmælir og nægilegur
ijöldi tímavarða á hvem hest en
ekki varð af því í þetta skiptið.
Einnig var aðstaða tímavarða og
kappreiðadómara tæpast nógu góð
til þess að hafa möguleika til að fá
met viðurkennd. Þessi völlur nægir
til kappreiða á 250 m vegalengd
en ekki til iengri vegalengda og
getur því ekki þjónað Harðarfélög-
um á venjulegum hefðbundnum
kappreiðum að svo komnu máli, en
til stendur að lengja brautina.
Áformað var að hafa aðeins tvo
spretti, fyrri sprett á föstudags-
kvöld og seinni sprett á sunnudag
og var það gert en þó með nokkrum
aukatilþrifum. Á föstudaginn voru
menn svo keppnisglaðir að móts-
nefnd þótti ekki annað fært en að
hafa aukasprett í 250 m skeiði sem
átti þó ekki að taka með í lokaúr-
slitin nema ef til vill í niðurröðun
■ í riðla seinni sprettinn.
Á sunnudaginn voru seinni
sprettir og þá gerðist það að þeir
hestar sem sátu eftir á ráslínu en
þeir voru tveir, Gæi í 1. riðli og
Börkur í 5. riðli, fengu sinn sprett
eigi að síður og vom ekki dæmdir
úr leik. Þetta féllst dómnefndin á
að tilmælum mótsnefndar. Þessi
250 m sprettur sem aukagrein var
heldur ekki tekinn svo hátíðlega því
hann var hvergi reiknaður með í
úrslitum mótsins og engin peninga-
verðlaun vom í boði. Þrátt fyrir
allt var tilganginum náð að gefa
þessum afburða knöpum og hestum
tækifæri til þess að ná góðum tíma
á þessum frábæra velli. Var það
mál manna að vökmstu hestamir
röðuðu sér í efstu sætin enda þótt
alltaf sé nokkur heppni með í spil-
inu. Röðin var þessi: Börkur 22,01,
Vani 22,75, Snarfari 22,80, Skelfír
23,30, Símon 23,41, Haukur 23,51
og Hmggnir 23,53. Aðrir hestar
náðu ekki að komast undir 24 sek.
en þessi árangur sýnir svo ekki er
um að villast að keppnin en hörð
og við eigum orðið marga snjalla
vekringa og frábæra knapa að sjö
hestar skuli ná slíkum árangri á
sama móti.
Að lokum má enn minnast á
mótstaðinn sem er hreint. frábær
og framkvæmd alveg til fyrirmynd-
ar undir ömggri stjórn Valdimars
Kristinssonar. Hinsvegar er rétt að
það komi fram að svona mannaverk
í toppklassa gerast ekki nema með
samstilltu átaki margra og það em
orð að sönnu. Formaður félagsins,
Bjami Matthiesen, og stjóm Harðar
ásamt öllum þeim sem að þessu
stóðu má færa þakkir og ekki verð-
ur auðvelt að halda næsta mót þeg-
ar kröfurnar miðast nú við það
besta sem gerist.
Úrslit mótsins
Úrslit urðu sem hér segir:
Fullorðnir:
Fjórgangur
1. Sævar Haraldsson ....54.40
á Kjarna (Fákur)
2. Vignir Siggeirsson ....50.49
á Blesa (Andvari)
3. Siguijón Gylfason ....52.36
á Hörpu (Gustur)
4. Sigurbjöm Bárðarson.... ....51.85
á Hjalta (Fákur)
5. Örn Karlsson ....50.49
á Golu (Andvari)
Fimmgangur
1. Sigurbjörn Bárðarson.... ....55.20
á Höldi (Fákur)
2. Tómas Ragnarsson ....57.00
á Snúði (Fákur)
3. Hinrik Bragason ....56.60
á Vafa (Fákur)
4. GuðniJónsson ....55.00
á Atlasi (Fákur)
Morgunblaðið/Bjami
Sigurður V. Matthíasson sigraði
í fimmgangi í flokki unglinga.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sævar og Kjarni komnir á toppinn með sigri í tölti og fjórgangi.
5.
...91.47
2.
3.
2.
3.
2.
3.
...47.3
...59.3
...42.0
..90.75
..86.00
.vantar
....41
....40
....37
Morgunblaðið/Bjami
Álfur Þráinsson átti góðu gengi að fagna er hann sigraði í tölti og
fjórgangi auk þess að vera stigahæstur í unglingaflokki.
2.
5. Egill Þórarinsson.......53.00
á Kolu (íþróttad. Skagf.)
Töltkeppni
1. Sævar Haraldsson........93.07
á Kjarna (Fákur)
2. Sigurbjöm Bárðarson....90.13
á Hjalta (Fákur)
3. Hinrik Bragason........89.33
á Skelmi (Fákur)
4. ÖmKarlsson.............88.30
á Golu (Andvari).
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Tómas Ragnarsson kemur hér áhyggjufullur í mark á Berki sem þarna fór á besta tíma sumarsins í
250 metra skeiði.
Siguijón Gylfason......
á Hörpu (Gustur)
Hindrunarstökk
1. Sigurbjöm Bárðarson....
á Hæringi (Fákur)
Barbara Meyer...........
á Sólon (Fákur)
Reynir Aðalsteinsson....
á Stjömublakki
Gæðingaskeið
1. Sigurbjörn Bárðarson...
á Snarfara (Fákur)
Reynir Aðalsteinsson....
á Randveri (Faxi)
Sigurður Marínusson....
á Glaumi (Fákur)
Hlýðnikeppni B
1. Reynir Aðalsteinsson...
á Stjömublakki
Maaike Burggrafer.......
á Fálka (Fákur)
Sigurbjöm Bárðarson.....
á Hæringi (Fákur)
Unglingar:
Fjórgangur
1. Álfur Þráinsson........
á Rökkva (Fákur)
Halldór Viktorsson......
á Herði (Gustur)
Edda SólveigGísladóttir..
á Janúar (Fákur)
Hjömý Snorradóttir......
á Létti (Fákur)
Ingibjörg Guðmundsd.....
á Stíganda (Fákur)
Fimmgangur
1. Sigurður V. Matthíasson .
á Dagfara (Fákur)
Hjömý Snorradóttir.........
á Heródes (Fákur)
Álfur Þráinsson.........
á Ingu (Fákur)
Gunnar Reynisson........
á Ófeigi (Faxi)
Edda Rún Ragnarsdóttir.
á Fjalari (Fákur)
Töltkeppni
1. Álfur Þráinsson........
á Rökkva (Fákur)
Annað mót
í deiglunni
AÐ sögn Valdimars Kristinsson-
ar mótsstjóra er hestamannafé-
lagið Hörður þegar farið að huga
að næsta móti á nýja skeiðvellin-
um í Mosfellsbæ.
Hestamannafélagið íhugar að
halda annað mót eftir um það bil
hálfan mánuð í Ijósi þess hve vel
brautin reyndist á íslandsmótinu.
Að sögn Valdimars létu þeir sem
kepptu í skeiðinu í Ijós mikinn
áhuga á að fá tækifæri til að keppa
á vellinum áður en hestunum verður
sleppt í haustgöngur. Sagði Valdi-
mar að væntanlega þyrfti að taka
ákvörðun um það fljótlega.
5.
2.
3.
4.
5.
.49.98
.49.64
.45.05
.44.37
.46.41
.47.20
.46.00
.36.80
.44.60
.30.40
.82.40