Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 55 Morgunblaðið/Bjami Sigurbjöm Bárðarson sigraði í fimmgangi fjórða árið i röð eftir jafna keppni við Tómas Ragnarsson og Snúð, Hinrik Brakason og Vafa, Guðna Jónsson og Atlas og Egil Þórarinsson og Kolu. 2. Borghildur Kristinsd.....76.27 á Hlekk (Geysir) 3. Halldór Viktorsson .......80.00 á Herði (Gustur) 4. Edda SólveigGísladóttir....73.87 á Janúar 5. Gunnar Reynisson..........73.60 á Völvu (Faxi) Hlýðnikeppni A 1. Gunnar Reynisson...........9.75 á Ófeigi (Faxi) 2. Hjömý Snorradóttir.........9.50 á Létti (Fákur) 3. Edda Sólveig Gísladóttir..8.50 á Seif (Fákur) Fjórgangur Börn: 1. Edda Rún Ragnarsdóttir ...43.01 á Viðauka (Fákur) 2. Róbert Petersen........44.71 á Rúti (Fákur) 3. Gísli Geir Gylfason....44.54 á Prins (Fákur 4. ÞorvaldurÁ. Þorvaldsson..43.01 á Skúmi (Fákur) 5. Guðmar Þór Pétursson...43.18 á Limbó (Hörður) Töltkeppni 1. Sigurður V. Matthíasson ...70.13 á Bróður (Fákur) 2. Edda Rún Ragnarsdóttir ...68.80 á Viðauka (Fákur) 3. Gísli Geir Gylfason....70.40 á Prins (Fákur) 4. ÞorvaldurÁ. Þorvaldsson..71.47 á Skúmi (Fákur) 5. Guðmar Þór Pétursson...68.53 á Limbó (Hörður) Hlýðnikeppni 1. Theodóra Mathiesen......11.25 á Tobba (Hörður) 2. Sigurður V. Matthíasson.8.50 á Greiða (Fákur) 3. Guðmar Þór Pétursson.....8.25 á Vini (Hörður) 250 metra skeið 1. Börkur............22.01 sek. Eig/knapi Tómas Ragnarsson 2. Vani...................22.75 sek. Eig/knapi Erling Sigurðsson 3. Snarfari...............22.80 sek. Eig/knapi Sigurbj. Bárðars. J. „Mótssvæðið stóðst þær kröfur sem gerðar voru“ Morgunblaðið náði tali af Valdi- mar Kristinssyni mótstjóra og innti hann fregna af framkvæmd mótsms. „Mótið gekk mjög vel og þó við hefðum verið á síðustu stundu tókst það með samstilltu átaki félaga í hestamannafélaginu Herði og með stuðning frá ýmsum aðilum. Má þar nefna Mosfellsbæ sem ákvað á síðasta vetri að veita okkur 500.000 króna styrk og Loftorku h.f. og fleiri mætti sjálfsagt telja. Eg tel að mótssvæðið hafi fyllilega staðist þær kröfur sem gerðar voru til þess og virtust keppendur vera mjög án- ægðir með vellina. Þar er kannski athyglisvert hvemig skeiðbrautin reyndist því hún var notuð í fyrsta sinn en gengið var frá efsta lagi hennar tveimur dögum fyrir mótið. I fyrsta sinn sem keppt er á braut- inni skilar hún fimm bestu tímum ársins í 250 metra skeiði. - Hvernig gekk framkvæmd mótsins? „Við erum ágætlega ánægðir með útkomuna á mótshaldinu. Fram- kvæmd dagskrár var í þokkalega góðu lagi og veitingasala og að- göngumiðasala gekk með ágætum. Þegar við tókum mótið að okkur var helsta markmið okkar að lyfta ís- landsmótinu á hærra plan og er ég ekki frá því að það hafí gengið eft- ir. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu vel og skipulega félagar mínir í Herði unnu að þessu móti því eftir því sem ég best veit hefur enginn þeirra unnið við mót af þessari stærðargráðu áður. Vil ég nota tæki- færið og þakka þeim fyrir frábær störf,“ sagði Valdimar Kristinsson að lokum. Morgunblaðið/Bjami Valdimar Kristinsson mótsstjóri afhendir Sigurbirni Bárðarsyni bik- ar fyrir sigur í fimmgangi. Sogn í Ölfusi: Fólkið lærir að lifa á annan hátt Haldið upp á 10 ára starfsafmæli Selfossi. Á TÍU ára starfsferli meðferðar- heimilisins Sogns í Ölfusi hafa verið skráðar 4.116 innritanir til þeirrar 28 daga meðferðar sem áfengissjúklingnm er veitt þar að lokinni meðferð á sjúkrastöð- inni Vogi í Reykjavík. Aldur sjúklinganna er á bilinu 16-80 ára og um fjórðungur þeirra er kon- ur. Það er SAÁ sem rekur heimil- ið ásamt öðrum meðferðarstofn- unum en á vegum samtakanna er gert ráð fyrir að um sjö þús- und manns hafi farið i meðferð gegn áfengissýki. Á Vogi er sjúklingunum hjálpað til að vinna úr tilfinningaleguni málum og þeim kennt að greiða úr sínum vanda án þess að nota áfengi eða lyf í því sambandi. Þetta er gert með viðtölum og hópvinnu ýmiskonar. „Fólk er þjálfað í að mæta lífínu og skipuleggja sína nánustu framtíð. Það þarf í raun að kenna einstaklingunum að lifa upp á nýtt,“ sagði Sigurður Gunn- steinsson forstöðumaður á Sogni. „Fólk þarf að geta mætt þessum venjubundnu kringumstæðum sem verða á vegi þess. Það þarf að læra að lifa með þessum aðstæðum, sem það mætir í lífinu, á annan hátt en það hefur gert undanfarin, kannski 20 ár,“ sagði Óttar Guðmundsson yfirlæknir á Sogni. Um árangurinn sagði hann að slíkt væri alltaf erf- itt að meta. Um þriðjungur sjúkl- inganna héldi sig alveg frá áfengi, þriðjungur félli aftur en virfeaði betur í samfélaginu en áður og svo væri sennilega um þriðjungur sjúkl- inganna sem verr tækist með. Varð- ándi þann hóp sagði hann að unnið væri að því að bæta meðferðina með það að markmiði að hún virk- aði betur. Annars sagði hann að meginárangurinn væri sá og það ætti við um alla sjúklingana að þeim liði mun betur eftir meðferð en áður. Varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir sögðu þeir Óttar og Sigurður að þörf væri á auknum upplýsingum til almennings. Vinna þyrfti að því að breyta almenningsálitinu og gera það andvígt áfengi. Fólk þyrfti að gera sér grein fyrir því að áfengi væri gífurlega hættulegt efni og hefði slæmar afleiðingar í för með sér. Sigurður sagði það greinilegt að starfsemi SÁA hefði breytt mjög viðhorfum fólks til áfengissýkinnar og það væri mikilvægur árangur af starfinu. Það væri til dæmis áberandi að fólk byijaði fyrr að tala um að viðkomandi einstakling- ur færi í meðferð. Óttar sagði að meðferðarstofnan- irnar væru orðnar hluti af sam- félaginu og viðhorfin gagnvart vandamálinu væru breytt, það væri búið að létta skammarstimplinum af alkóhólistanum. Einstaklingar, sem hvergi mundu leita sér með- ferðar, kæmu í meðferð. Það væri greinilegt að hinir svokölluðu földu alkóhólistar kæmu nú í meðferð. Á sunnudag var fjölmenni á Sogni í tilefni 10 ára afmælisins. Þá var velunnurum boðið upp á afmæliskaffi og notalega samveru- stund á þessum friðsæla stað í Ölf- usinu. Sig. Jóns. Strandasýsla: Böm Stefáns frá Hvítadal í heimsókn Laugarhóli, Bjarnarfirði. ÞESS var minnst við hátíðlega athöfn i Hólmavíkurkirkju síðast- liðið haust, að skáldið Stefán frá Hvítadal hefði þá orðið hundrað árá. Við þá athöfn mættu meðal annarra sonur skáldsins, Jón Mar- ^ teinn Stefánsson og kona hans. Hann kom aftur nú í ágústmánuði ásamt systrum tveimur stystrum sínum sem ekki gátu verið við- staddar í haust. Heimsóttu þau meðal annars fæðingarstað hans í Hólmavík, en enn má merkja rústir hússins. Sigurður, faðir Stefáns frá Hvítad- al, varð fyrstur til að byggja sér hús á Hólmavík, sem áður hét Hólma- rifsvík. Var hann því frumbyggi stað- arins. Var hann þekktur smiður og byggði margar kirkjur á Ströndum um sína daga. Skoðuðu þessi bama- böm hans kirkjur þær sem enn standa, byggðar af áfanum. Þá fóru þau m.a. að Felli, skoðuðu tóftir húss þess sem Stefán er fæddur í. w Ein systirin, Elín, er búsett í Bandaríkjunum og notaði því tæki- færið er hún var hér í heimsókn, til að skoða þessar slóðir. Anna dóttir hans var nú einnig með í ferðinni, en hún er búsett í Reykjavík. - SHÞ Þingeyn: Viðræður um stofn- un nýs sláturfélags NÚ standa yfir viðræður milli stjórnar Kaupfélags Dýrfirðinga og aðila sem áhuga hafa á að stofna nýtt sláturfélag, sem þjón- að gæti báðum ísafjarðarsýslum og tæki að sér rekstur sláturhúss Kaupfélags Dýrfirðinga á Þing- eyri, en það slát.urhús er eina slát- urhúsið í ísafjarðarsýslum sem er löglegt. Magnús Guðjónsson, kaupfélags- stjóri á Þingeyri, sagði í samtali við Morgunblaðið að meginástæðan fyr- ir þessum viðræðum væri sú að bændur í N-ísafjarðarsýslu stæðu nú uppi sláturhusalausir. „Sláturhúsið hér á Þingeyri er eina sláturhúsið í Ísaíjarðasýslum sem uppfyllir öll sett skilyrði, og í því hefur verið slátrað fyrir bændur á félagssvæði Kaupfélags Dýrfirð- inga, sem nær yfír Dýrafjörð og norðurhluta Arnarfjarðar. Bændur í Önundarfirði, Súgándafirði og ísa- fjarðardjúpi standa hins vegar uppi sláturhúsalausir nú í haust, og við emm ekki tilbúnir til þess að taka þá beint inn í viðskipti á sömu kjör- um og okkar félagsmenn hafa notið, fyrst og fremst vegna þessað rekstr- argrundvöllur fyrir sláturhús hefur ekki verið til staðar undanfarin ár, og því er ekki hægt að standa undir því að bæta á sig taprekstri. Ef samningar nást aftur á móti í yfirstandandi viðræðum, þá þýðir það væntanlega að sláturhúsið verð- ur selt nýju félagi sem þeir aðilar sem nú standa í viðræðum við okkur yrðu hluthafar í, og þar með taldir eru bændur. Það félag kæmi til með að þjóna því svæði sem þetta slátur- hús hér á Þingeyri hefur þjónað, auk þeirra syæða sem sláturhúsin á Flat- eyri og ísafirði þjónuðu áður, en slát- urhúsið á ísafirði var lagt niður fyr- ir nokkrum árum og á Flateyri verð- ur ekki slátrað í haust,“ sagði Magn- ús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.