Morgunblaðið - 10.09.1988, Page 11

Morgunblaðið - 10.09.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 11 hb^D Umsjónarmaður Gísli Jónsson Að lokum Bijánsbardaga seg- ir frá Þorsteini Hallssyni af Síðu, að hann var kyrr, er flótti var brostinn í flokk þann sem hann hafði fyllt. Svo segir í Njálu (157): „Þorsteinn Hallsson nam staðar, þá er aðrir flýðu, og batt skóþveng sinn. Þá spurði Kerþjálfaður, hví hann rynni eigi. „Því,“ sagði Þorsteinn, „að eg tek eigi heim í kveld, þar sem eg á heima út á íslandi." Ker- þjálfaður gaf honum grið.“ Hannes Hafstein kvað (orti svolítið í eyðumar eins og skáld- um er títt): „„Flýr þú ei sem aðrir menn?“ æptu margir þá í senn. Sverðið höndum tók hann tveim, Tyrfing sneri mótí þeim. „Eg næ samt ei háttum heim, þvi ég á heima út’á ísalandi." Fleiri svör hann bauð af stæltum brandi." Að ná háttum er að komast á tiltekinn stað fyrir háttatíma eða háttutima, tímann þegar mál er að hætta störfum og vöku og ganga til hvflu. Háttum er þágu- fall af kvenkynsorðinu háttur í fyrrgreindri merkingu. Grímur Thomsen kvað og leggur í munn Skúla fógeta, er honum þóttu sjó- menn duglitlir: „Þið munuð fá að súpa á sjó, þótt sitjið og bælið fietíð, og háttunum ná í helviti, þó þið hjarið á meðan þið getíð.“ Sögnin að hátta stýrir stundum falli og stundum ekki. Maðurinn háttar merkir að hann gengur til hvílu eða að minnsta kosti afklæð- ist. Maðurinn getur lfka háttað sig og börnin sfn. Sögnin að hátta kemur fyrir þegar f fomum sögum. Svo segir í þætti af Hall- freði vandræðaskáldi í Flateyjar- bók: „Og er háttað var um kveldið, sagði Hallfreður að hann kveðst mundu hlutast til rekkna skipun- ar. Ætla eg mér að hvíla f nótt hjá Kolfinnu, en eg mun lofa fé- lögum mínum að breyta sem þeir vilja." í Sögu Guðmundar Arasonar biskups hins góða segir: „Sigmundur var einn karla á bænum og hafði háttað i dags- ljósi, því að föstudagur var. Helga frilla Sigmundar kvaðst ekki mundu gefa honum.“ Úr nöldurskjóðunni: 1) „Rannsóknir hafnar vegna hugsanlegra jarðgangaframkvæmda" var fyrir sögn í blaði ekki fyrir löngu, og þetta er rétt mál. Flestir fréttamenn virðast nú búnir að átta sig á þvf, að eignarfall af göng er ganga, ekki „gangna" eins og af kvenkynsorðinu göngur. Gerð jarðganga f gegnum Ólafsfjarðarmúla stendur fyrir dymm. En því miður eru undantekningar. í sjónvarpi mátti um daginn heyra fréttamann margstaglast á vitleysunni Jarðgangna“ f þessu sambandi. Hann hefur það eitt sér tl afsökunar að hafa verið sjálfum sér samkvæmur. En þeir fréttamenn, sem ekki geta, eða ekki vilja, fara rétt með svona einföld orð, ættu að fara í göngur í haust, og ekki bara fjárleitir, heldur leita sér að betra málfari. 2) í blöðum fyrir skömmu mátti sjá hvort tveggja: „Útsalan er hjá Jöfur h/f“ og „Hann vinnur hjá Höldur". Þetta er undarleg málhelti. Jöfur (=konungur) beygist eins og akur , og því er útsalan hjá Jöfri. Höldur beygist eins og hestur, og því vinnur 452. þáttur maðurinn hjá Höldi. Er hugsanlegt að nokkur íslendingur sé svo illa máli farinn, að hann segi að einhver væri „hjá hesturinn"!? Ja, ég veit ekki hvað segja skal. Rétt áður en ég skrifaði þennan þátt, heyrði ég fréttamann í útvarpi, sem ég hélt ekki málhaltan, segja að skipið hefði komið „til Sandgerði", ekki Sandgerðis. Og heyrt hef ég f vörpum fleirtöluna „Ingibjörgumar! fyrir Ingibjargiraar, og þolfallið af mannsnafninu Baldur haft „Bald“. Finnst ykkur ekki tilkomumikið: „Hún fór að hitta hann Bald sinn“!? 3) Enn er samruninn f fuilu flöri, ruglingur orðtaka. Sjónvarpsþulur sagði að eitthvað „réði baggamuninn". Hann blandaði saman orðtökunum að ráða úrslitum og ríða baggamuninn, f svipaðri merkingu. 4) „Bush er háttsettasti maðurinn____“, stóð í blaði fyrir nokkru. Hér er heldur báglega stigbreytt Bush hefur væntanlega verið hæst setti maðurinn sem um var rætt í þessu sambandi. 5) „Þeir ruku upp á milli handa og fóta," sagði annar sjónvarpsmaður. Ja, ná má hver skilja og skýra sem vill, mér er ekki fyUilega ljóst hvað þetta merkir (svona í „brunalegu tilliti", eins og maðurinn sagði). Úr bréfi frá Salómon sunnan: Það var kona í Kálfsmýrarskóla sem komst upp á milli hans óla og hennar Möngu — og stendur f ströngu frá öðrum f jólum tQ jóla. P.S. Nýtt heimilisfang umsjónarmanns er Skarðshlfð 26 G, 603 Akureyri. Kolaorkuver framtíðarínnar Raunvísindl Egill Egilsson Orkuvandi framtíðarinnar kallar á margar lausnir, og ekki er útséð um hver kostur verður tekinn fram yfir hvem, jafnvel ekki innan næstu aldar. Helstu kostir sem um er að velja em olfa og skyld jarðefni, kjamorka og kol. Þótt hlutur ein- stakra af þessum þáttum sé óviss, má telja að f lengd standi valið á milli kolanna annarsvegar og kjamorkunnar hins vegar. Valið fer eftir tækniþróun almennt, og ekki sfst eftir hvers konar öryggiskröfur verða gerðar. í grófum dráttum má segja að valið standi um kolsýr- ingsmengun frá kolaverum annars- vegar og hinsvegar um kjamorku- ver sem em rekin með meiri áhættu en hið margfræga Tsémóbyl-ver. Kol Kol em þegar notuð í veralegum mæli til raforkuframleiðslu. Lang- mestur hluti þeirra kola sem em unnin fara til þessa þáttar. Eitt ósköp veryulegt orkuver getur framleitt meira en öll fslensk vatns- orkuver samanlagt. En sú vinnsla veldur... Mengun Mengun er I meginatriðum tvenns konar. Báðir þeir þættir em almenningi kunnir af umflöllun fjölmiðla. í fyrsta lagi er hið svo- nefnda súra regn, sem stafar af brennisteinsinnihaldi kolanna. Brennisteinninn berst út í and- rúmsloftið og ummyndast í brenni- steinssým, sem fellur til jarðar með margskonar skemmdum á um- hverfi. Þennan þátt má losna við að verulegu leyti (sjá síðar). Hins vegar er sá þáttur sem leið- ir til veðurfarsbreytinga. Brennslu kola fylgir óhjákvæmilega koltvf- sýringur, en hann stígur til lofts og veldur hinum svokölluðu gróður- húsaáhrifum með tilheyrandi hækkun hitastigs. Geislar sólar smjúga inn til jarðar, en innrauðir geislar sem myndast við það ájarð- aryfirborði komast ekki út. Orkan er föst f gildm, og hitinn hækkar. Þessi mengun er óhjákvæmileg afleiðing kolabrennslu. Framtíðarorkuverið Framtfðarorkuverið felur aðeins f sér þessa sfðasttöldu mengun (sjá mynd). Kalkblandan sem útblástur- inn fer f gegnum gengur f samband við brennisteininn og myndar t.d. gips, sem fellur til botns. í reynd er hreinsað f mörgum þrepum. Það er semsé í aðalatriðum einföld og ekki mjög dýr leið að losna við þessa hlið mengunarinnar. Eftir þessa hreinsun fer útblást- urinn um hverfil, þar sem hann losnar við orku, en lækkar þrýsting og kólnar. Enn má ná orku úr út- blæstrinum með að láta hann mynda gufu, sem sfðan snýr öðmm hverfli. Þessu orkuveri fylgir semsé góð nýting og tiltölulega lftil mengun. GaJlar Á hinn bóginn verður að vega. og meta kolsýmmengunina á móti ókostum hinnar leiðarinnar sem völin stendur um. Það er að hefja orkuframleiðslu úr úran 238, en af þeirri gerð sem notuð er sem stendur (úran 235) em til takmark- aðar birgðir. Með öðmm orðum: Fram til þess tfma að farið verður að framleiða mengunarlausa tak- markalausa orku með kjamasamr- una er ekki völ á neinum gallalitlum orkugjafa. Brids Amór Ragnarsson Starfsemi Bridge- félags Reykjavíkur veturinn 1988-1989 Spilamennskan hefst með tveim- ur eins kvölds Mitchell-tvímenning- um. í Mitchell-tvímenningi sitja N-S-spilarar fast, en A-V-spilarar færa sig. Síðan hefst 6 kvölda Barómeter- tvímenningur. í Barómeter- tvímenningi er staðan reiknuð út eftir hverja setu og spilarar fá út- skrift af skori hvers spils. Vikuna 17.—23. október verður spilaður Lands-tvímenningur. í Lands-tvímenningnum em sömu spilin spiluð hjá flestum bridsfélög- um á landinu og reiknað út sem um einn riðil sé að ræða. Þar við tekur 5 kvölda Butler- tvímenningur. í Butler-tvímenningi er reiknað út sem um sveitakeppni sé að ræða. Dagskránni fyrir áramót lýkur svo með eins-kvölds Jólasveina- keppni. Eftir áramót hefst spilamennsk- an með 7 kvölda Monrad-sveita- keppni þar sem spiluð verða 32 spil á milli sveita. í Monrad-sveita- keppni spila efstu sveitimar saman og svo framvegis. Dagskrá vetrarins lýkur með 6 kvölda Barómeter-tvímenningi. Áætluð dagskrá vetrarins lítur þannig út: 14. sept: Mitchell-tvímenningur, eitt kvöld. 21. sept.: Barómeter-tvímenningur, 1. kvöld af 6. 28. sept.: Barómeter-tvímenningur, 2. kvöld af 6. 5 okt.: Barómeter-tvímenningur, 3. kvöld af 6. 12. okt: Barómeter-tvfmenningur, 4. kvöld af 6. 19. okt: Lands-tvímenningur, eitt kvöld. 26. okt: Barómeter-tvímenningur, 5. kvöld af 6. 2. nóv.: Barómeter-tvímenningur, 6. kvöld af 6. 9. nóv.; Butler-tvfmenningur, 1. kvöld af 5. 16. nóv.: Butler-tvímenningur, 2. kvöld af 5. 23. nóv.: Butler-tvímenningur, 3. kvöld af 5. 30. nóv.: [Undankeppni Reykj avíkurmóts í tvlmenningi:] 7. des.: Butler-tvímenningur, 4. kvöld af 5. 14. des.: Butler-tvímenningur, 5. kvöld af 5. 21. des.: Jólasveinakeppni, eitt kvöld. [4. jan.: Reykj avíkurmót í sveitakeppni.] [11. jan.: Reykjavíkurmót í sveitakeppni.] [18. jan.: Reykjavíkurmót í sveitakeppni.] 25. jan.: Monrad-sveitakeppni, 1. kvöld af 7. 1. feb.: Monrad-sveitakeppni, 2. kvöld af 7. 8. feb.: Monrad-sveitakeppni, 3. kvöld af 7. 15. feb.: Monrad-sveitakeppni, 4. kvöld af 7. 22. feb.: Monrad-sveitakeppni, 5. kvöld af 7. 1. mars: Monrad-sveitakeppni, 6. kvöld af 7. [8. mars.: Undankeppni íslandsmóts í sveitakeppni.] 15. mars: Monrad-sveitakeppni, 7. kvöld af 7. [22. mars: íslandsmót í sveitakeppni.] 29. mars: Barómeter-tvímenningur, 1. kvöld af 6. 05. apríl: Barómeter-tvímenningur, 2. kvöld af 6. 12. apríl: Barómeter-tvímenningur, 3. kvöld af 6. 19. apríl: Barómeter-tvímenningur, 4. kvöld af 6. 26. apríl: Barómeter-tvímenningur, 5. kvöld af 6. 03 maí: Barómeter-tvimenningur, 6. kvöld af 6. Allir spilarar fá útskrift af spQ- iinntn í lok hvers spilakvölds fá allir útskrift af spilum kvöldsins. Þannig geta menn yfírfarið spilin eftirá og yfirfarið sagnir, vöm og sókn og hugsanlega lært eitthvað af því. Útreikningur verður tölvuvædd- ur. Til að flýta fyrir útreikningi verð- ur hann tölvuvæddur svo að úrslit kvöldsins liggi fyrir nokkmm mínútum eftir að spilamennsku lýk- ur. Allir eru velkomnir. Ekki þarf að vera félagi í BR til að skrá sig í keppni, en félagsmenn hafa forgang ef húsfyllir skyldi verða. Þeir sem spiluðu hjá BR síðasta vetur em allir félagsmenn. Þeir sem hafa litinn tíma geta líka verið með. Reglur um varamenn em mjög frjálslegar, t.d. geta 3 eða 4 ein- staklingar myndað eitt par. Spilarar hafa aðgang að helstu erlendu bridstímaritunum. BR hefur gerst áskrifandi að helstu eriendu bridstSmaritum fyrir félagsmenn sína. Þátttökugjöld verða i iágmarki. Gjöld fara eftir fjölda þátttak- enda. Þar sem búist er við mikilli þátttöku verða keppnisgjöld í lág- marki. (Fréttatflkyimwg) Brídsfélag Breiðholts Fyrsta spilakvöld haustsins hjá félaginu verður þriðjudaginn 13. sept. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur. Spilarar, mætum hressir til leiks eftir sumarfriið og sumarspilamennskuna. Keppni hefet kl. 19.30 í Gerðubergi. Keppn- isstjóri verður Hermann Lámsson. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON solustjóri LARUS BJARNASOM HDL. LOGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: í gamla góða Vesturbœnum 4ra herb. 1. hæö ( þríbhúsi um 100 fm nettó. Vel með farin. Skuld- laus. Þvottah. f kj. Gott varð. Einbýlishús - hagkvæm skipti Steinh. hæó og rish. Grunnfl. rúmir 100 fm. Á hæðinni or 4ra herb. ib. Risið er 4ra herb. Fallegur trjágarður ó 1150 fm leigulóð. Húsið stendur austast i Fossvoginum Kópvmegin. Nánari uppl. aðeins á skrtfst. Undir standsetningu 2ja-3ja herb. ib. f steinh. i gamla bænum ó 1. hæð. Sórhitaverta. Laus fljótl. Tvib. Nánar ó skrífst. Bjóðum ennfremur til sölu 2ja herb. suðuríb. ofarl. i lyftuh. við Austurbrún. Laus strax. 2ja herb. glæsil. suðuríb. í lyftuh. við Álftahóla. Fráb. útsýni. 3ja herb. þakíb. v/Barónstíg. Svaiir. Kvistir. Gott verð. 6 herb. sér efri hæð v/Bugðulæk. Eignask. mögul. Ib. og verslunarhúsn. ó úrvalsst. I Gbæ. 4ra herb. ib. í suðurenda v/Hvassaleiti. Góður bílsk. Raðhús stórt og gott v/Engjasel. Bflsk. fyigir. Hagkvæm skipti f Vesturborginni óskast ný og vönduö (b. 100-120 fm Skipti mðgui. ó sérh. ó úrvaisst. ð Högunum. Nánar á skrífst. Opið á morgun laugardag kl. 11-16. AIMENNA FASTEIGN ASAL AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.