Morgunblaðið - 10.09.1988, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
Minning:
Daníela Jónsdóttir,
Króktúni - Minning
Daníela Jónsdóttir var fædd 2.
september 1905 að Þinghóli í Hvol-
hreppi, Rangárvallasýslu. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðbjörg
Guðnadóttir og Jón Jónsson. Dalla
var ein af sex alsystkinum en íjög-
ur þeirra dóu í bemsku._ Hún átti
einnig tvö hálfsystkini. Á Þinghóli
bjó hún skamman tíma. Þaðan flutti
hún með foreldrum sínum að Mos-
hvoli í sömu sveit. Halldór bróðir
Döllu hóf búskap í Króktúni, Hvol-
hreppi 1931 og fluttist hún þangað
með honum. Eftir að Katrín, kona
Halldórs, lést 1954 var Dalla í for-
svari fyrir Króktúnsheimilið. Krók-
tún var henni mjög kært og þaðan
eiga margir góðar minningar. Einn
þeirra er mágur minn Daníel Gunn-
arsson. Hann ólst upp hjá Döllu og
afa sínum fram að fermingu eða
þar til Halldór lést 1966. Þá flutti
Dalla ásamt Daníel til foreldra
hans, Guðrúnar Halldórsdóttur og
Gunnars Þorgilssonar að Ægissíðu
í Djúpárhreppi. Dalla bjó síðan í
nokkur ár í Bræðraborg hjá Jórunni
Magnúsdóttur. Síðustu æviár sín
dvaldi hún á dvalarheimilinu Lundi,
Hellu. Dalla giftist ekki og eignað-
ist ekki böm, en laðaði að sér unga
sem aldna með hlýju viðmóti sínu.
Kynni okkar hófust fyrir sextán
árum og eru mér mjög minnisstæð-
ir fyrstu dagamir. Því var þannig
háttað að ungt fólk var að hefja
búskap hér í Reykjavík, Kristrún
systir mín og mágur minn Daníel
Gunnarsson. Þau höfðu eignast sitt
fyrsta bam. Þetta voru erfíð ár eins
og hjá flestu ungu fólki því bæði
þurfti að vinna fyrir sér og ljúka
námi. Þá kom Dalla til hjálpar og
gætti litlu vinkonu sinnar á meðan
að mamma og pabbi voru að heim-
an. Bömum Kristrúnar og Daníels
var hún alla tíð sem besta amma
og hygg ég að það eigi við um öll
böm sem hún kynntist. Ekki gerði
Dalla viðreist, en kom þó til
Reykjavíkur einu sinni til tvisvar á
ári og dvaldi þá í Stuðlaselinu hjá
Daníel og fjölskyldu. Þá hittumst
við alltaf þar og eins kom hún í
heimsókn til mín. Það var alltaf til-
hlökkun að fá þessa góðu gömlu
konu í heimsókn. Hún var svo hæg,
hlý og einlæg. í sumar veiktist hún
og var flutt á Landakotsspítala þar
sem hún lést 30. ágúst sfðastliðinn.
t
Eiginmaöur minn,
SIGTRYGGUR RUNÓLFSSON,
Helðargerði 11,
Reykjavfk,
lóst 7. september.
Guðbjörg Sigurpálsdóttir.
Móöir okkar, t ELLEN EINARSSON
frð Krosshúsum,
Grlndavfk,
lést í Landakotsspítala 9. september.
Edda Marfa Einarsdóttir, Asa Lóa Elnarsdóttlr, Emma Hanna Einarsdóttir.
t Ástkær eiginmaöur minn, faöir og sonur, SVERRIR SVERRISSON rennlsmiður, Kóngsbakka 6, Reykjavfk, lést af slysförum 7. september sl. Fyrir hönd aðstandenda,
Kristfn Ragnarsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
andaöist 31. ágúst sl. iaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö
ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna,
Axel Ketilsson,
Jón Ketllsson,
Ingvar Pálmason,
Sofffa Pálmadóttir.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar,
GUÐMUNDAR EINARSSONAR,
Eyjaholti 13,
Garðl,
verður gerð frá Keflavikurkirkju í dag, iaugardaginn 10. september,
kl. 14.00.
Fanney Jóhannsdóttir,
Guðmunda Ólöf Guðmundsdóttir,
Pétur Rúnar Guðmundsson,
Úlfar Guðmundsson,
Slgrfður Benediktsdóttir,
Einar Jóhannsson.
Við flytjum Döllu bestu þakkir fyr-
ir öll árin og vináttuna.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
í dag er til grafar borin elskuleg
frænka okkar, Daníela Jónsdóttir,
eða Dalla eins og hún var oftast
kölluð. Þrátt fyrir að skyldleiki
hennar og okkar systkinana hafí
ekki verið mjög mikill urðu kynni
okkar náin og litum við meira á
hana sem ömmu en frænku. alltaf
var hlýlega tekið á móti okkur þeg-
ar við heimsóttum hana á dvalar-
heimilið Lund, þar sem Dalla dvaldi
síðust æviár sín og undantekningar-
laust var dregin fram gömul kon-
fektdós með ýmiss konar góðgæti.
Annað sem við minnumst nú eru
jólagjafír frá Döllu. Ár eftir ár komu
mjúkir pakkar og altaf komu í ljós
ullarsokkar og vettlingar þegar
pakkamir voru opnaðir. Oft hafði
hún laumað einhveiju með, t.d.
konfekti eða leikfangi. Okkur þótti
ekki síður skemmtilegt að opna
gjafímar frá henni en aðrar gjafír
enda vissum við að ekkert var betra
en vera í ullarsokkunum og vettl-
ingunum hennar Döllu þegar snjór-
inn og kuldinn var mestur. Það em
einmitt svona atvik sem við komum
aldrei til með að gleyma. Um leið
og við þökkum Döllu fyrir allt sem
hún gerði fyrir okkur viljum við
biðja góðan Guð að vera með elsku
Döllu okkar.
Marta, Gummi og Dóra
Alexanderína K. Bene-
diktsdóttir
Fædd 18. febrúar 1902
Dáin 1. september 1988
Alexanderina fæddist í Reykjar-
fírði, Grunnavíkurhreppi. Foreldrar
hennar vom Svanfríður Daníels-
dóttir og Benedikt Hermannsson
bóndi, Reykjarfírði. Hún ólst upp
hjá föður sínum og konú hans,
Ketilríði Jóhannesdóttur, eins og
þeirra bam, en þau hjónin áttu fyr-
ir eina dóttúr, móður mína.
Alexanderina giftist Jónasi Guð-
jónssyni frá Þaralátursfírði, og
eignuðust þau flórar dætur, en þau
slitu samvistum eftir fárra ára
hjónaband. Dætumar em: Anna,
fædd 18. júní 1927, Svanfríður
Yigdís, fædd 29. nóvember 1928,
Ólína Ketilríður, fædd 21. nóvember
1930, og Jensína Rósa, fædd 9.
júní 1932.
Ung ég lærði glóð að geyma:
Það er eins með minninguna og
glóðina, hún er falin og geymd, en
stundum koma til atvik sem verða
þess valdandi að gleymskan er tek-
in ofan af, og það snarkar og brak-
ar í minningunni, eins og þegar
búið var að taka ofan af glóðinni
og hún var glædd á ný við næfur
eða sprek.
Svo fór með mig og minningam-
ar er ég frétti lát Alexanderinu
móðursystur minnar.
Hún fæddist svokallað framhjá-
tökubam, en það sagði Ketilríður
amma mér, að þegar maður hennar
kom orðum að því við hana að hann
ætti bam í vændum með annarri
konu, hefði hún svarað:
„Vitirðu þig eiga bamið, hafðu
þá manndóm til að gangast við því.“
Og þann manndóm átti hann.
Efalaust hefur Alexanderina eitt-
hvað af þeim manndómi erft. Hún
átti þrek og vilja til að sjá dætmm
sínum fjórum farborða í uppvexti
þeirra, eftir að þau hjónin skildu.
Jónas hafði þá byggt þeim bæ á
föðurarfleifð hennar í Reykjarfírði.
Hún tók þangað til sín móður sína
Svanfnði og mann hennar Þorberg
Samúelsson, sem unnu búi hennar
eftir mætti, og hlutu þar einnig
aðhlynningu og umönnun til ævi-
loka.
— Minning
Á öðm búi í Reykjarfirði bjó svo
Matthildur Benediktsdóttir hálf-
systir hennar með manni og böm-
um. Hún lifír systur sína.
Stutt var yfír bæjarhlaðið að
Öllu-bæ, þar um lá leið mín flesta
daga og mörgum stundum eyddi
ég þar í leik og félagsskap dætra
hennar.
Þær em mér sem systur, og við
minnumst þess hve gott var með
ömmum okkar, aldrei urðum við
varar við kala eða sundurlyndi
þeirra á milli, bara einlæga vináttu,
og Alla frænka var bam beggja,
og sýndi þeim báðum kærleika.
Ég minnist dugnaðar hennar og
þrautseigju og oma mér við glóð
bjartra minninga frá heimili hennar
í Reylgarfirði.
En hún átti einnig heimili á
Höfðaströnd og síðari ár hjá Ólínu
dóttur sinni og manni hennar á
ísafirði.
Blessuð sé minning hennar.
Dætmm hennar og öðmm aðstand-
endum sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðrún Jakobsdóttir
Guðbjörg Péturs-
dóttir Ólsen - Minning
Fædd 30. ágúst 1899
Dáin 31. ágúst 1988
í gær, föstudag, var til moldar
borin Guðbjörg Pétursdóttir ólsen.
Hún fæddist í Þrengslabúð að
Hellnum á Snæfellsnesi, dóttir hjón-
anna Péturs Péturssonar bónda og
sjómanns og Ingibjargar Vigfús-
dóttur. Guðbjörg missti föður sinn
þriggja ára, en þá leystist heimilið
Kransar, krossar
M) ogkistuskreytingar. W
upp og fluttist hún til frænku sinnar
í Borgarfírði. Ólst hún þar upp en
fór þó snemma að sjá fyrir sér
sjálf. Um 25 ára aldur fór hún til
Siglufjarðar og kynntist þar eigin-
manni sínum, Jakobi Valdimar Ól-
sen. Þau fluttust til Akureyrar og
stofnuðu þar heimili. Núlifandi böm
þeirra em Bára og Bjöm en þau
misstu eina dóttur nokkurra mán-
aða er Ingibjörg hét. Guðbjörg
missti eiginmann sinn árið 1978 en
hún hefur búið á Elliheimilinu Hlíð
síðustu árin og lést þar þann 31.
ágúst síðastliðinn.
Við þökkum elsku ömmu okkar
fyrir allt sem hún var okkur. -Hjá
henni áttum við ökkar annað heim-
ili, enda komum við oft á Fjólugötu
7. Amma gat alltaf vitað hvemig
okkur leið og ef illa lá á okkur
mættum við skilningi og hjartahlýju
sem gerði vandamál okkar að engu.
Frá henni fóram við léttari í lund.
Var það erfíð lífsbarátta sem gefið
hafði henni slíkt innsæi eða var það
hluti af hennar sterka persónuleika?
Þegar við komum til ömmu var hún
tilbúin að segja okkur sögur eða
syngja vísur og þulur. Hún kenndi
okkur ungum að spila á spil og var
það hennar mesta skemmtun að fá
kunningjana heim. Var þá oft spilað
bridge fram á nótt við glens og
gaman.
Þegar eitthvað bjátar á í lífi okk-
ar munum við minnast heilræða
ömmu okkar, hversu sterk og rétt-
sýn hún var og ávallt tilbúin að
gerast málsvari þeirra sem minna
máttu sín. Hún var ófeimin við að
rísa úr sæti og segja nokkur vel
valin orð. Engum datt í hug að
andmæla enda var réttsýni óaðskilj-
anlegur hluti af persónuleika henn-
ar.
Við fylgjum henni til grafar og
kveðjum hennar jarðneska líkama.
Við vitum að 89 ára gamall líkami
er þreyttur og hvfldinni feginn, þess
vegna kveðjum við hana með gleði
í hjarta en minning hennar lifír
innra með okkur. Enginn getur tek^
ið hana burtu. Hafí amma þökk
fyrir allt.
Barnabörn
t»n i r»»rri innwiirnTnTiir i ..... "***