Morgunblaðið - 10.09.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.09.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 fólk f fréttum Alan Freeman er hér á hjóli sínu, knúnu áfram af sólarorku. Bretland Nýtir sólarorkuna og áfram kemst hann Nágrannar Alans Freeman kalla hann „hr. Sólskin", enda er þessi sjötugi atorkumaður mikill áhuga- maður um nýtingu sólarorku. Bfll hans, hjól og bátur eru öll knúin áfram af sólarorkunni einni saman. Alan á fyrsta bfl í heimi sem ekur fyrir sólarorku, en fer ekkki hraðar en 15km/klst. Bátur hans fer á hvaða hraða sem er niður ána við heimili hans, og hjól hans er hægt að keyra á lOkm/klst. með vind í bakið. Eina vandamálið sem kemur stundum upp er jú stórt, það COSPER C Pl B I0Ö25 C03PER er þegar sólin hverfur bakvið ský, og rigning eða myrkur tekur við. En uppfinningamenn láta sjaldan deiga síga. Alan var orðinn þreyttur á að stöðva alla umferð á miðjum vegum þegar skyggja tók, og hefur nú gert sér annan og betri búnað. Hann fleygði því sem var úr tré og hannaði örþunnt trefjagler sem hentar mun betur til að taka við sólarljósinu og umbreyta sólarorku í rafmagn en þungt timbrið. Því getur hann nú kveikt á rafhlöðum þegar litla sól er að fá, nýtir þá betur það sem fæst og ekur farar- tækið þá áfram. Alan vakti mikla athygli fyrir tíu árum þegar hann kynnti uppfinn- ingu sína, en hann hefur í gegn um þau ár verið að bæta svo að eftir- tekt vekur hjá lærðum og leikum. Sjálfum fínnst honum þetta ekki vera neinn sérvitringsháttur, og þykir það illt þegar vegfarendur benda og flissa. Hann segir sjálfur: „Ég tek þessu mjög alvarlega. Mér þykir bara leitt að geta ekki verið hér á næstu öld, þegar allir verða famir að ferðast um á bílum og bátum eins og þeim sem ég hef hannað." Það er kannski að maður losni við fnykinn af drossíum nútímans, einn dag á elliárum. Þetta sagði Blaðskella mér. Heimsmeistarinn í hnefa- leikum, hann Mike Tyson, sem er tröllríkur, þénaði nú bara Iitl- ar 800 milljónir ísl. krónur þegar hann sigraði Michael Spinks. En hann sparar og sparar. Til dæm- is flýgur hann ókeypis, eða með góðum afslætti, milli landa. Ný- Iega flaug hann til Moskvu og þá þurftu fylgdarsveinar hans að borga fuUt verð, en ekki hann, og ekki bauð hann heldur neinum að borga farið af milljónunum sínum. Hann er semsagt sagður alveg ferlega nískur. Rokkstjarnan og milljónerinn Rod Stewart gæti suUað i sig kampavíni og borðað kavíar all- an daginn ef honum sýndist svo. En óekki. Hann er vitlaus i fisk og franskar og pantar það næst- um daglega. Hann upplýsir menn sjálfur um matseðil sinn i viðtali við enskt dömublað nýlega, fisk- ur-og franskar, hamborgarar og franskar, nautasteik og fran- skar... franskar kartöflur skal það að öllu jöfnu vera. Hvern mundi ekki sundla ef hann fyndi gullarmband að andvirði 300.000 ísl. kr. i póst- kassanum sinum. Jú, henni Farraw Fawcett brá heldur bet- ur við óvænta gjöfina, en hélt að ástkær sambýlismaður hennar Ryan O’Neal væri að koma henni á óvart. En nei, það var einhver annar. Svo nú veltir hún vöngum yfir gefandanum, og það gerir maðurinn hennar líka. Michael Landon elskar börn. Hann hafði ákveðið sig sem unglingur að eignast fullt hús barna. Og hann hefur ráð til þess, þökk sé meðal annars „Greiy'að á gresjunni" eins og gárungarnir kölluðu það hér áð- ur. Nú byggir Landon sér stórt hús með 10 barnaherbergjum, en hann á ennþá bara niu börn. Svo heimildarmenn sem hugsa rökrétt segja það tíunda á leið- inni. Ameríka Var blind í átta ár -kngela Walters, 25 ára, varð blind sautján ára gömul. Hún gifti sig fyrir tvítugt og eignaðist fjögur böm — en hafði aldrei séð þau. Elsta bamið er fímm ára og það yngsta aðeins eins árs. Útlit- ið var ekki bjart fyrir Angelu sem í ofaná- lag varð ekkja fyrir ári síðan. En það átti eftir að birta til í orðsins fyllstu merkingu. Hún gekkst undir upp- skurð nú fyrir stuttu þar sem grætt var í hana heilbrigt auga. Angela man vel eftir augnablikinu þegar hún sá bömin sín fyrst. Þegar umbúðimar voru teknar frá auganu kom hún auga á elsta son sinn, Jason sem er fímm ára. „Hann brosti til mín og var fallegri en ég hafði nokkum tímann ímyndað mér“ segir Angela með tárin í augunum. Læknar telja að uppskurðurinn hafi gengið mjög vel, þó enn sé nokkur hætta á að líkaminn hafni nýja auganu. „Þótt það versta geti gerst, hef ég að minnsta kosti fengið að sjá litlu bömin mln“ seg- ir Angela og geislar af gleði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.