Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRA MÁNUDEGl TIL FÖSTUDAGS Reykjanesskaginn: Sveitarsijórnarmenn bera ábyrgð á gróðureyðingunni Náttúruunnandi skrifar: Á ÞESSU sumri hafa orðið miklar umræður um gróðureyðinguna hér á landi og ekki að ófyrirsynju. Al- menningur er nú að átta sig á því, að við búum ekki í landi hinnar „óspilltu náttúru" eins og það heit- ir í auglýsingum ferðamálafröm- uða, heldur í einu niðumíddasta landi á allri jarðarkringlunni. Útlenda vísindamenn, meðal ann- ars bandaríska, sem hér hafa verið á ferð, rekur f rogastans yfír gróð- ureyðingunni og er það dómur þeirra, að ástandið hér sé áþekkt því versta í fátæktarríkjum Afríku. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvers vegna svona er komið. 1.100 ára búseta í landinu hefur tekið sinn toll og ekki er hægt að sakast við fyrri tíðar menn þótt þeir hafí reynt að bjarga sér. Nú er hins vegar öldin önnur og ofbeitin með öllu ástæðulaus. Samt virðist það stefna sumra manna og jafnvel heilla stjómmálaflokka að hætta ekki fyrr en síðustu gróður- leifamar eru foknar burt. Stundum er talað um náttúmperlur hér á landi og þá kemur mönnum jafnan Mývatnssveit og Þórsmörk í hug. Báðir þessir staðir eru nefnilega það viðundur í hinni „óspilltu náttúm“, að þar þrífst enn nokkur gróður þótt eyðimörkin sæki stöðugt á. Gróðurinn við Mývatn þykir raunar svo merkilegur, að það kostar 50 kall að skoða hann. íslenskir vísindamenn hafa sagt, að hvergi á láglendi sé landið jafn illa leikið og á Reykjanesskaga og það vissu þeir útnesjamenn, Njarðvíkingar, Keflvíkingar og aðr- ir fbúar Rosmhvalaness, þegar þeir girtu sitt land af fyrir allri beit. Á innnesjunum er annað uppi á ten- ingnum. Þar fá frístundabændur og mörg þúsund flár enn að leika lausum hala. Nauðsynjalaus gróð- ureyðing er glæpur og á honum bera sveitarstjómarmenn á þessu svæði fulia ábyrgð. Þeim er í lófa lagið að banna sauðfjárhaldið en þeir og ríkisvaldið hafa hingað til virt að vettugi margendurteknar áskoranir skógræktarfélaga, sam- takanna Lífs og lands og margra- félaga annarra. Ungir framsóknarmenn em um- hverfísvemdarsinnar að eigin sögn og hafa gert ítrekaða tilraun til að bjóða til sín vestur-þýska græningj- anum Petm Kelly; kvennalistakon- ur hafa miklar áhyggjur af meng- uninni og allir vitá hver afstaða alþýðubandalagsmanna er, í orði kveðnu a.m.k. Þá þykjast hinir flokkamir ekki vera eftirbátar ann- arra í þessum efnum. Samt sem áður virðist það ekki hvarfla að neinum fulltrúa þeirra í borgar- eða bæjarstjómum að snúa vöm í sókn gegn „mesta umhverfisvandamál- inu“ og beita sér fyrir friðun Reykjanesskagans. Ástæðan er einfold. ísienskir stjómmálamenn eiga sér þá hug- sjón helsta að hljóta endurkosningu. Frístundabændur, þótt fáir séu, hafa verið ötulir við að ota sfnum tota en þær mörgu þúsundir, sem vilja sjá landið gróa upp, hafa verið sundraðar og samtakalausar. Á því þarf að verða breyting. Við þurfum að snúa bökum saman og krefja þessa fulltrúa okkar skýrra svara svo ljóst sé hvar í flokki þeir standa, með uppgræðslu landsins eða eyð- ingu. Áð því búnu vitum við betur hvað við emm að kjósa í kosningum. 4* Auæg’ð með störf sr. Gunnars Bjömssonar Velvakandi góður. Ég hef undrandi fylgst með þeim ósköpum sem gengið hafa á í Fríkirkjunni. Ég er nú og allt mitt fólk fríkirkjumeðlimir í þijá ættliði. Við emm ofboðslega ánægð með störf sr. Gunnars Bjömssonar. Hann nær til bama og unglinga á alveg sérstakan hátt. Hann nær líka mjög vel til eldra fólks. Messur hans em meiriháttar, fjörugar 0g lfka alltaf eitthvað merkilegt sem hann er að segja. Ég spyr: Heldur þessi fámenna klíka í safnaðarstjóminni sig vera að vinna Fríkirkjunni eitthvert gagnt Er þetta sv ona vandað og heiðarlegt fólk að það hafi efni á óforskömmuðum árásum á prestinn okkar? Annað hefur heyrst og skyldi ekki koma að þvf að fólkið í safnað- arstjóminni þurfi að standa skil á gerðum sínum? Ég á ekki orð yfír þetta kvenfé- lag. Ekki er ég félagi í því, og dett- ur ekki f hug að ganga í það, með- an því er stjómað af þessu fólki. (Það em sömu konumar í stjóm þess og em f stjóm Fríkirkjusafnað- arins eða þá menn þeirra.) Hins vegar veit ég að sr. Gunnar reyndi árangurslaust að fá þær til þess að fjölga kaffídögum til þess að fólkið sem býr út um allt gæti hist oftar. Er kannski hættulegt að koma saman? Getur fólk þá farið að pæla? Það fréttist sko líka af ykkur, heiðursfólk f safnaðarstjóm og kvenfélagi. Þið hafið ekki passað ykkur í skítkastinu, heldur komið þið upp um ykkur, núna sfðast með ótrúlegu áróðursbragði sem þið kallið Fréttabréf. Ja, svei. Guðný Helgadóttir. í>essir hringdu . . Skyrtuhnappur fannst Handsmíðaður skyrtuhnappur úr silfri fannst á bílastæði við Flugstöð Leif Eiríkssonar. í hnappinum er grænn steinn. Upp- lýsingar í síma 16616. Drengur með frímerkjaáhuga Kona á áttræðisaldri hringdi: „Ég frétti af þremur vinahjón- um sem öll eiga vangefin böm. Eitt þessara hjóna á dreng sem hefur mikinn frímerkjaáhuga og vil ég gefa drengnum frímerlrja- safnið mitt því ég er að fara á sjúkrahús." Ef einhver kannast við þessi hjón og drenginn þeirra vinsamlegast hafíð þá samband í síma 96—71362. 2 úlpur fundust Við Suðurfell fundust tvær rauðar baraaúlpur með grænu fóðri s.l. mánudag. Upplýsingar í síma 71966 eða 75746. Ánægð með messu Oddný hringdi: „Ég vil láta í Ijós ánægju mína með messu í Hjallasókn þar sem Krislján Einar Þorvarðarson messaði. Það gladdi mig mikið við skímina að heyra nöfn bamanna svo greinilega framborin." Veski hvarf af Borginni Veskið var svart umslag með snyrtivörum. Þeir sem hafa orðið þess varir hringi í síma 31939 eða 16497. Max und Moritz—Stóri og Móri Meðlimur Smámyndavinafé- lagsins hringdi: „Ríkissjónvarpið hefur að und- anfömu sýnt teiknimyndir um Max og Mórits og hefur okkur félagsmönnum þótt sem íslensku- fræðingar sjónvarpsins hafí leitað langt yfir skammt að þýðingu á þessum ágæta teiknimyndaþætti. Svo er nefnilega mál með vexti að við félagsmenn lásum um þess- ar fígúmr í þýskutímum í MR og þýddum þá sögumar Stóri og Móri við hrifningu Halldórs Vil- hjálmssonar þýskukennara." Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabörn- um svo og öllum þeim, er glöddu mig meÖ heim- sóknum, gjöjum, skeytum, blómum og hlýjum handtökum vegna afmcelis míns þann 24. ágúst sl. og geröu mér daginn ógleymanlegan. Ég biÖ Drottinn aÖ launa ykkur kœrleika ykk- ar og fyrirhöfn. Jóhanna F. Karlsdóttir frá Valshamri. Nýr opnunartími Eftir 1. sept. verða verslanir HAGKAUPS opnar sem hér segir: Mánud. - fimmtud. 9.00-18.30 Föstud. 9.00-19.30 Laugard. 9.00-16.00 Kringlan sérvörudeild Mánud.-fimmtud. 1000-1900 Föstud. 1000-1900 Laugard. 1000-1600 , Kringlan matvörudeild Mánud. -fimmtud. 1000-1900 Föstud. 1000-1930 Laugard. 1000-1600 Kjörgarður Mánud. -fimmtud. 900-1800 Föstud. 900-1900 Laugard. 1000-1300 Seltjarnarnes Mánud. - fimmtud. Föstud. Laugard. 9.00-18.30 9.00-19.30 10.00-16.00 Njarðvík Mánud. -fimmtud. 1000-1830 Föstud. 10°°-2000 * Laugard. 1000-1400 Akureyri Mánud. -miðvikud. 900-1800 Fimmtud. -föstud. 9°°-1900 Laugard. 1000-1600 HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.