Morgunblaðið - 02.12.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.12.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 9 JÓLABASAR Jafnframt sölusýningu okkar höldum við jólabasar, nú um helgina, á glerblástursverkstœðinu. Þar verða seldir lítið útlitsgallaðir glermunir (II. sortering) á niðursettu verði. Verkstœðið eropiðfrákl. 10—18, laugardag og sunnudag. Verið velkomin Sigrún & Sören IBERGVÍK Bergvík 2, Kjalarnesi 210 Vartná, símar 666038 og 667067. Schiesser<$’ (-JfáámstÆtsná/dfe/át/, áfa/ír op ótdir (-féómaÆisriœ/ýé/ á&e/rfs' 33-5J? 4= lympi Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibae, s. 31300 Enn um geng- isfellingn Á flokksþingi fram- sóknarmanna hafði Val- ur Amþórsson, formaður SÍS, þann boðskap helst fram að færa, að nauð- synlegt væri að fella gengið. Atvinnufyrirtæki gætu ekki haldið út við núverandi aðstæður. Engu er likara en þessi ræða stjómarformanns- ins hafi hreinlega farið fram hjá mörgum fram- sóknarmanninum. Af lestri Timans i gær má að minnsta kosti ráða, að þar á bæ hafi menn ekki tekið sérstaklega eftir þeim; nema forsíðan sé ein allsheijarárás á formanninn og boðskap hans. Þá birtir Timinn viðtal við Guðmund J. Guðmundsson, verka- lýðsforingja, um það, að Sölumiðstöð hraðfrystí- húsanna vilji „pina geng- islækkun upp á Steingrím" eins og það er orðað i fyrirsögn. Skyldi vera átt við Val undir rós?! Vandræði rikisstjóm- arinnar vegna alls þessa umtals um gengismálin benda ekki til þess að þar sé starfhð undir mark- vissri verkstjóm, þar sem tekið sé á hveiju máli fyrir sig og það afgreitt. Þvert á mótí em megin- mál eins og þetta þvæld fram og til baka án þess að nokkur þori að taka af skarið. Þjóðviljinn boðaði það í fyrradag, að „tæknimenn" myndu hafa úrslitaáhrif á niður- stöðu í umræðum um gengi krónunnar án þess að skilgreina nokkuð frekar, hverjir þar væm á ferðinni. Ráðlausir stjórnarherrar velja oft þann kost að skjóta sér á bak við „tæknimenn". Slikar ráðagerðir sýnast nú vera á döfinni hjá ríkisstjóminni. Kannski vill forsætísráðherra vera í útíöndum þegar ákvarðanir um gengis- skráninguna em teknar. Að sjálfeögðu er úr Guðmundur J. Guðmundsson telur að lokun trystihúsanna sé I aðsigi: „SH vill pína gengis lækkun upp á Steingrím" Aðgerðarleysi stjórnarinnar Þrátt fyrir langa fundinn í ríkisstjórninni fyrir viku verða menn ekki varir við neinar aðgerðir af hennar hálfu. Hvað sem því líður er forsætisráðherra á förum til útlanda og ætlar að vera þar alla næstu viku. Segist hann meðal annars ætla að hitta Marga- ret Thatcher, forsætisráðherra Breta, þótt hún hafi ekki átt upp á pallborðið hjá þeim framsóknarmönnum. Ef til vill er það þraut- aráðið að fara í smiðju til hennar til að læra hvernig taka eigi á vandamálum? Auk þess er hún forystumaður markaðshyggj- unnar í Evrópu og því nógu mikill frjálshyggjumaður til að fram- sóknarmenn geti sitthvað af henni lært í þeim þrengingum sem við blasa. í Staksteinum er einnig vikið að sögunni, menntamála- ráðherra og fjármálaráðherra. vöndu að ráða. En það fer ekki á milli mála hveijir hafa tekið að sér að leysa efhahagsvand- ann. Og það verður ekki gert með úreltum að- ferðum einhvers konar sósialisma. Sporin frá fiórða áratugnum hræða. Sagan og ráð- herrann Sverrir Hermannsson, fyn-verandi mennta- málaráðherra, hefúr birt opinberlega fyrirspurnir tíl Ammundar Backmans lögmanna, sem var trún- aðarmaður Svavars Gestssonar menntamál- ráðherra við gerð sam- komulags vegna svo- nefrids Sturlumáls, þar sem meðal annars var frá þvi gengið að fiármálráð- herra félli frá áfrýjun á dómi bæjarþings Reykja- víkur vegna málsins. Er svara trúnaðarmannsins við þeim fyrirspumum nú beðið en Sverrir Her- mannsson segir meðal annars: „Mér er alveg sérstak- lega mikið niðri fyrir að fa útlistun yðar á loka- dómi yðar, þar sem Svav- ar Gestsson, mennta- málaráðherra, gefúr eft- irfarandi yfirlýsingar í Morgunblaðinu sl. laug- ardag: „Ráðuneytíð hefir strikað yfir þennan kafla í sögu sinni með þessari niðurstöðu," þ.e. niður- stöðu yðar, herra hæsta- réttarlögmaður, sem vafalaust er, byggð á grunnmótaðri lögspeki yðar og réttdæmi. Það vill nefiiilega svo til að undirritaður var aðalhöfúndur að þessum kafla í sögu meiuitamála- ráðuneytísins. í honum er að finna eitthvað af starfsæru hans og þvi miður ýmissa helztu starfsmanna mennta- málaráðuneytisins. Ein- hver myndi nú segja að mín vegna sæi ekki á svörtu. En Svavar Gests- son er raunar af þvi húsi, þar sem alsiða er að færa sögulegar staðreyndir út og inn úr mannkynssög- unni eftir „smag og be- hag“. (Að ég sletti dönsku er tíl virðingar- og álierzluauka.) Þegar Sovét-tsland, óskalandið, kemur, er aldrei að vita hvemig íslandssagan muni lita út. Ef armur Ó. Grímssonar i Alþýðu- bandalaginu verður ofan á er hætt við áð lítið muni fara fyrir sögu Svavars. Nema maðurinn verði strikaður út með öUu.“ Orðagjálfiir fjármálaráð- herra Magnús Óskarsson, borgarlögmaður, víkur að þessu sama máli í Morgunblaðsgrein í gær og gagnrýnir þar (jár- málaráðherra fyrir að hafii tekið fram fyrir hendur á dómstólunum. Bendir Magnús á veilum- ar i röksemdafærslu Ólafs Ragnars Grimsson- ar og kennir málflutning hans við orðagjálfúr sem sé alkunnugt eins og sjá megi af þessu: „Makalaust er t.d. að sjá þegar Ólafur Ragnar Grímsson tekur viðmæl- endur sina í málæðis- þyrluflug i stað þess að ræða efiii máls. Eftir lendingu standa þeir svo í svima og moldroki og byrja grátfegnir að tala um allt annað. Dæmi um þetta er viðtalið sem tveir ágætir fréttamenn áttu nýlega við Ólaf Ragnar um ólympíumet spiUing- arinnar i kringum Stefán Valgeirsson. Öðrum fréttamanninum varð á að kalla Stefán nefiida- tröU (gott islenzkt orð og réttnefiii), og þá lyftist þyrlan. Er hún lenti var umræðuefiiið orðið spiU- ing fréttamannsins, sem svo ógætílega hafði talað um engilinn hvita yfir sjóðum landsmanna." , 1 ummmmiL Áhættulaus og aróbær ávöxtun Kominn er út nýr flokkur verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Hægt er að velja um: 3ja og 5 ára bréf með ársávöxtun 7,3% og 8 ára bréf með ársávöxtun 7,0%. Spariskírteini eru í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Þau eru ríkistryggð og fyrir einstaklinga utan atvinnurekstrar eru þau tekju- og eignarskattsfrjáls og því bæði örugg og arðbær fjárfesting. Spariskírteini ríkissjóðs fást á afgreiðslustöðum Landsbanka íslands og þar er jafnframt séð um innlausn eldri spariskírteina. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.