Morgunblaðið - 02.12.1988, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 11 Bók um steina Bókaútg'áfan Bjallan hefúr sent frá sér bókina Islenskir steinar. I kynningu Bjöllunnar segir m.a.: „Bókin íslenskir steinar er ætluð leikmönnum og er fyrsta bókin um íslenska steinaríkið. Þar segja frá í myndum og máli ljósmyndari, steinasafnari og tveir jarðfræðing- ar. Bókina prýða yfir 90 fallegar myndir sem sýna fjölbreytni íslenska steinaríkisins. Einum eru þær augnayndi, öðrum hjálp til að þekkja fjölmargar tegundir og af- brigði. Myndir og texti munu gera al- menningi kleift að fást við grein- ingu steina og þar er að finna leið- beiningar um steinasöfnun og hvar helst sé að leita fanga.“ Saga af Suðurnesj- um á ensku Bókaútgáfa Máls og menning- ar hefúr sent frá sér enska þýð- ingu á bókinni Saga af Suður- nesjum, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, sem gefíð var út á sl. ári myndskreytt af Ragnheiði Gestsdóttur. Enska þýðingin ber nafnið The Fishermans’s Boy and the Seal og ritaði Vigdís Fnnbogadóttir forseti formála um uppruna ljóðsins og íslenska menningu. Saga af Suðurnesjum er byggð á íslenskri þjóðsögu og segir frá dreng sem rær til fiskjar en steyp- ist útbyrðis. Á hafsbotni hittir hann selinn Kobba, sem reyndar er sonur Faraós. Hann tekur drenginn með sér í höll sína á hafsbotni þar sem verða óvæntir fagnaðarfundir en sagan endar á því að selurinn skilar honum heim á jólakvöldi. í bókinni eru litmyndir á hverri síðu og er hún unnin og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Eðvald Hinriksson Bók eftir Þorstein Matthíasson Skjaldborg hf. hefúr gefið út bókina I annríki fábreyttra daga eftir Þorstein Matthíasson. I fréttatilkynningu útgefanda segir: „Þetta er þriðja bókin í þess- um bókaflokki. Þetta er saga fólks- ins sem lætur lítið yfir sér frá degi til dags. En í frásögu þess birtist saga lands og þjóðar. Þau eru hetj- ur sem ekki er hampað, þau unnu störf sín í æðruleysi og lögðu grunn- inn að velferðarríki nútímans. Þess- ir segja frá: Jón á Stapa, Sigríður B. Olafsdóttir, Helgi Gestsson, Margrét Þórarinsdóttir, Friðrik Rósmundsson, Þórlindur Magnús- Endurminningar Eð- valds Hinrikssonar HJÁ Almenna bókafélaginu er komin út bókin Úr eldinum til Islands, endurminningar Eðvalds Hinrikssonar skráðar af eistn- eskum rithöfundi, Einari Sand- en, sem er búsettur á Englandi. í fréttatilkynningu AB segir m.a.: „Eðvald Hinriksson, fyrrum knattspyrnuhetja og faðir þeirra Jóhannesar og Atla Eðvaldssonar, er einn þeirra flóttamanna sem komu hingað til íslands upp úr síðari heimsstyrjöld. Saga hans er sennilega fjölskrúðugasta og magn- aðasta saga flóttamanns á Islandi. Þorsteinn Matthíasson son, Þórey Jóhannesdóttir, Steinn Þórðarson, Bjarni M. Jónsson og Eiríkur Guðmundsson. Hann var foringi í PolPol, verndar- lögreglu lands síns, en varð að flýja er Rússar hernámu landið. Hann tók aftur upp þráðinn hjá PolPol er Þjóðveijar hernámu Eistland. Þjóðveijar ákváðu síðar að skjóta hann en hann slapp við það og sat þess í stað í einangrun í fangelsi á annað ár. Frá Eistlandi flúði hann til Svíþjóðar í bát ásamt öðrum flótta- mönnum. Sænsk yfirvöld framseldu eins og kunnugt er marga eistneska flóttamenn til Sovétríkjanna árið 1945. Eðvald Hinriksson átti að verða einn þeirra, Rússar sóttu svo fast að fá hann. En hann slapp fyrir liðsinni vinsamlegra Svía sem komu honum á skip í siglingum. Þaðan lá leiðin í skjólið á íslandi. Hér gátu Rússar ekkert aðhafst annað en haldið uppi árásum sem engin áhrif höfðu. En hvers vegna sóttu Rússar svo fast að ná Eðvald Hinrikssyni? Það var af því að hann vissi of mikið sem foringi í verndar- lögreglu lands síns. Eðvald Hinriksson er löngu orð- inn íslendingur og rekur hér nudd- stofu. Hér hefur hann lifað rólegu lífi eftir svo storma- og viðburðaríka ævi ; að slíks munu ekki mörg dæmi.“ Úr eldinum til íslands er 252 blaðsíður að stærð. Setningu, um- brot og filmuvinnu annaðist Metri hf. Prentun fór fram í Prentstofu G. Benediktssonar, bókband í Fé- lagsbókbandinu Bókfelli og Steingrímur Eyfjörð hannaði kápu. Endurminningar Kristins Olsen FRJÁLST framtak hefúr sent firá sér bókina „Kristinn Olsen — svipmyndir frá litríkum flug- mannsferli“ eftir Sæmund Guð- vinsson, fyrrverandi blaðafúll- trúa Flugleiða. í bókinni segir Kristinn Olsen frá mörgum eftir- minnilegum atvikum á löngum flugmannsferli sínum en Krist- inn er einn af brautryðjendum flugsins á íslandi og handhafi flugskírteinis númer 7. I fréttatilkynningu útgefanda segir: „Kristinn segir í bókinni frá því hvemig hann heillaðist af flug- inu þegar hann var unglingur, frá flugnámi sínu í Kanada og síðan frá baráttunni sem hófst þegar komið var heim frá námi. Aðstaðan var bágborin og oft flogið við hin erfiðustu skilyrði. Kristinn segir frá mörgu eftirminnilegu er gerðist á þessum ámm, m.a. frá síldarleitar- fluginu, frá björgun skíðaflugvélar- innar af Vatnajökli og ævintýra- flugi til Suður-Ameríku, Grænlands og fleiri staða. Hann segir einnig frá eftirminnilegum samferða- mönnum, eins og Múra flugstjóra, sem bjó til ævintýrin ef þau urðu ekki á vegi hans á annan hátt.“ Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina sem er 150 blaðsíður. Bókin er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin hjá Arn- arfelli. Kápu hannaði Friðrik Erl- ingsson. Bók um Sigur- björn biskup Bókaútgáfán Setberg hefúr sent frá sér bókina Sigurbjörn biskup — ævi og starf eftir Sig- urð A. Magnússon rithöfúnd. í kynningu Setbergs segir m.a: „Trúarkraftur og orðsnilld séra Sigurbjöms Einarssonar biskups hefur látið fáa Islendinga ósnortna. Að baki þessa meistará orðsins liggur sviptivindasamur og fjöl- þættur æviferill sem er vel lagaður fyrir fróðlega og tilþrifamikla ævi- lýsingu. Þessi bók bregður upp ijölda eftirminnilegra mynda úr langri og litríkri lífssögu, allt frá kröppum kjömm bemskuáranna í Meðal- landi, til erfiðra námsára í Reykjavík og Uppsölum, prestskap- aráranna á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluára við Háskóla íslands og langs embættisferils í biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvamar- baráttunni og baráttunni fýrir end- urreisn Skálholts á sjötta áratugn- um. Eins og gefur að skilja er einn- ig komið inn á guðfræðileg viðhorf Sigurbjörns og kynni hans við ýmsa helstu guðfræðinga aldarinn- ar.“ Bókin er 380 blaðsíður og auk þess prýða hana yfir 100 ljósmynd- ir. ÞRiÁR FALLEGAR SÖGUBÆKUR FYRIR BÖRNIN BRÁÐUM KOIHIA BLESSUÐ JÓLIN Einstaklega falleg og vönduð bók með sögum um jólaundirbúning, tilhlökkun, jólahald og fleira sem tengist jólunum. í bókinni eru ennfremur fjölmargar jólavísur, leikir og skemmtanir. Bók sem iðar af sannkallaðri jólagleði. Stefán Júlíusson þýddi, valdi og endursagði efnið. TVÆR HEIÐU-BÆKUR Bækurnar um Heiðu eru líklega með þekktustu barnasögum, sem komið hafa út. Bækurnar tvær sem hér um ræðir heita HEIÐA FER AÐ HEIMAN og HEIÐA HEIMSÆKIR AFA og eru þær endursagðar á góðu máli með skýru letri. Fallegar, litprentaðar bækur í þýðingu Óskars Ingimarssonar. SETBERG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.