Morgunblaðið - 02.12.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.12.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 „Brauð handa hungruðum heimi“: Veit að fólk bregst vel við - segir íramkvæmdastjóri Hjálparstofiiunar kirkjunnar HJÁLPARSTOFNUN kirkjunn- ar er nú í þann veginn að hefja sína árlegu jólasöfiiun undir kjörorðinu „Brauð handa hungr- uðum heimi“. Sigríður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Hjálparstofiiunarinnar, segist vera vongóð um að fólk bregðist vel við eins og endranær, þrátt fyrir samdrátt í þjóðfélaginu. Hjálparstofiiunin styrkir að þessu sinni verkefiii í Mósambík, Eþíópíu, Bangladesh og Indl- andi. Jólasöfnunin er helsta tekjulind Hjálparstofnunar kirkjunnar, en hún nýtur engra opinberra styrkja. Gíróseðlar og söfnunarbaukar verða sendir inn á hvert heimili, Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigríihir Guðmundsdóttir, fi-amkvæmdastjóri Hjálparstofiiunar kirkjunnar. en auk þess selur Hjálparstofnunin svokölluð friðarkerti, sem hægt verður að fá í flestum blómaversl- unum og í kirlqugörðum á að- fangadag. Sigríður Guðmundsdótt- ir sagði að Hjálparstofnunin hefði verið ánægð með viðtökumar við jólasöfnuninni í fyrra, þegar 17 milljónir króna söfnuðust, og rekst- ur stofnunarinnar gengi nú vel. Hjálparstofnun kirkjunnar mun halda áfram matvælagjöfum í norð- urhluta Mósambík í samvinnu við norrænar hjálparstofnanir, en nokkur ný verkefni verða styrkt að auki: vamaraðgerðir gegn út- breiðslu sjúkdóma í Bangladesh eftir flóðin þar sem gerðu 25 millj- ónir manna heimilislausar og bygg- ing skóla og heimili fyrir vangefin böm á Indlandi. Þá er að ijúka byggingu á heimili fyrir munaðar- laus böm í Eþíópíu, sem byijað var á eftir útgáfu plötunnar „Hjálpum þeirn" árið 1985. Söfnunin stendur formlega fram til jóla og verða kirkjur opnar á Þorláksmessu til að taka á móti framlögum. Mikið er þó um að fólk sendi inn fé á milli jóla og nýárs, að sögn Sigríðar, og Hjálparstofn- unin tekur að sjálfsögðu við fram- lögum allt árið. Petri Sakari aðalhljómsveitarstjóri á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Islands. Fjögur aldamótaverk á Sinfóníutónleikum FIMMTU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða á morg- un, laugardag, kl. 16.00 í Háskólabiói. Á efiiisskránni verða Qögur verk, sem eru samin um og eftir síðustu aldamót. Einleikari verður rúmenski fiðluleikarinn Silvia Marcovici og hljómsveitarstjóri Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Verkin sem verða flutt eru leikum sínum. Hún hefur hlotið verð- Passacaglia fyrir hljómsveit op. 1 laun í einleikarakeppnum í París og eftir Anton Webem, Fiðlukonsert nr. 1 í g-moll op. 26 eftir Max Bruch, Forleikurinn að Síðdegi skógarpúk- ans eftir Claude Debussy og að lok- um L’Ascnecion, Upprisan, eftir Olivier Messiaen. Silvia Marcovici er fædd og uppalin í Rúmeníu. í frétt frá Sinfóníuhljóm- sveitinni segir: „Hún stundaði nám í tónlistarskólunumí Bacau og Búk- aresst og var m.a. nemandi Stefáns Gheorghiu. Aðeins 15 ára að aldri hreif hún áheyrendur og gagnrýn- endur á fyrstu opinberu einsöngstón- Búkarest og í framhaldi af þeim lék hún með Si."íóníuhljómsveit Lund- úna. Leið hennar lá síðan um fjölmarga tónleikasali Evrópu þar sem hún hefur leikið undir stjóm Eugen Or- mandy, Rostropovitch, André Prévin, Placido Domingo o.fl. þekktra lista- manna. Nýlega lék hún fiðlukonsert eftir Síbelíus með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Gautaborg undir stjórn finnska hljómsveitarstjórans Neeme Jarvi.“ Hoffinann íær nýjan förunaut Reykjavík: Fyrra bindi af sögu hafrannsókna viö ísland, rakin frá önd- veröu til 1937. Þar er fyrst greint frá skrifum íslenskra og erlendra höfunda um fiska og aðra sjávarbúa og lífríki hafs- ins kringum landið í fornum ritum, síðan hefst hafrannsókna- þáttur útlendinga á 19. öld og smám saman verða rannsókn- ir þessar umfangsmeiri og vísindalegri og hlutur (slendinga í þeim vex, uns þeir gerast jafnokar erlendra vísindamanna í fiskifræði og hafrannsóknum. Höfundur Hafrannsókna við íslander dr. Jón Jónsson fiski- fræðingur, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hefur hann ráðist í stórvirki með riti þessu og lagt drög að því lengi. Bókin er prýdd fjölda mynda, m.a. litmynda úr handritum. Bókaútgáfa /MENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22 GÓÐ BÓK ER GERSEMI - segir fi*amkvæmdas1jóri samtakanna Gamli miðbærinn „VERSLUN hefur dreglst jafii mikið saman á öllum stöðum í Reykjavík að undanförnu. Hins vegar hafa þeir, sem eiga verslanir bæði í Kringlunni og gamla miðbænum, lagt meiri áherslu á Kringl- una og hafa til dæmis lengur opið þar en i gamla miðbænum,” sagði Ástbjörn Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna Gamli miðbærinn, í samtali við Morgunblaðið. Garðar Siggeirsson, kaupmaður, sem rekur verslanir bæði í Kringl- unni og Aðalstræti, segir að gera verði átak í umhverfis- og umferð- armálum gamla miðbæjarins. Sífellt fleiri geri innkaup sín í Kringlunni á meðan verslun í gamla miðbænum sé að dragast saman. Garðar telur orsakirnar fyrir því að æ færri leggi leið sína í gamla miðbæinn til að versla til dæmis þær að í borginni séu um 200 of margar verslanir, aðkoman að gamla miðbænum sé mjög slæm fyrir akandi fólk og menn hræðist bílastæðaleysi þar. „Ég get tekið undir það að versl- anir í Reykjavík séu of margar og afkoman sé slæm og á þetta höfum við margoft bent. Hins vegar voru verslanir í borginni of margar áður en Kringlan var byggð og þeir sem þar eiga verslanir ættu því síst að kvarta yfir of mörgum verslunum í borginni,” sagði Ástbjörn Egils- son. „Ég tek undir þá skoðun að átak sé nauðsynlegt í gamla mið- bænum og það er einmitt það sem samtökin Gamli miðbærinn hafa verið að vinna að. Ég vil hins vegar benda Garðari, og öðrum þeim kaupmönnum sem ekki eru félagar. í samtökunum, á að þau eru ein- mitt rétti vettvangurinn til að beij- ast á fyrir framfaramálum í gamla miðbænum. Aðkoman að gamla miðbænum er ekki nógu góð og hún hefur versnað vegna til dæmis fram- kvæmda við ráðhúsið. Við reynum hins vegar að koma á framfæri hugmyndum um að bæta aðkom- una. Það er hugsanlegt að tvístefna verði leyfð á Hverfisgötunni frá og með næsta sumri og það eru fleiri lagfæringar á döfinni. Reykjavíkurborg byijaði ekki nógu snemma á því að fjölga bíla- stæðum í gamla miðbænum en þeim hefur þó verið fjölgað mikið að undanfömu, til dæmis með ská- stæðum. Þannig sköpuðust þar 200 ný bílastæði. Bílageymsluhús verð- ur byggt á homi Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs og framkvæmd- ir við það eiga að hefjast í vetur. Einnig er áætlað að byggja bíla- geymsluhús við Tryggvagötu. Við höfum lagt til að Faxaskáli verði gerður að bílageymsluhúsi og hægt er að nýta svokallað Bakka- stæði við skálann betur. Bíla- geymsluhús væri einnig hægt að reisa gegnt Þjóðleikhúsinu og á lóð Landsbankáns á Laugavegi 77,“ sagði Ástbjörn Egilsson. INGIBJÖRG Marteinsdóttir hefur tekið við hlutverki Rann- veigar Fríðu Bragadóttur sem Nicklausse, forunautur Hoff- manns í óperunni Ævintýri Hoffmanns, sem sýnt er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Rannveig Bragadóttir heldur nú aftur til Vínarborgar, en þar er hún meðlimur í Studio der Wiener Staatsoper. Hún mun á næstunni taka þátt í þremur uppfærslum á aðalsviði Staatsoper. Ingibjörg Marteinsdóttir var um skeið í einkatímum í söng hjá Maríu Markan. Eftir nokkurra ára hlé, eða haustið 1983, hóf hún tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík, þar sem Þuríður Páls- dóttir er kennari hennar. Ingibjörg hefur sótt námskeið hjá Erik Werba, Ingeborg Hallstein í Weim- ar og gita Denice í London. Hún lauk einsöngvaraprófi frá Söng- skólanum árið 1987. í vetur stund- ar hún nám í kennaradeild skólans. Ingibjörg söng hlutverk Adinu í Ástardrykknum í uppfærslu Söngskólans 1987 og hlutverk Tebaldo í Don Carlos í konsertupp- færslu Sinfóníuhjómsveitar Is- lands í mars sl. Uppselt hefur verið á allar sýn- ingar á Ævintýrum Hoffmanns til þessa og er sala þegar hafin á aðgöngumiðum á sýningar eftir áramót. / Ingibjörg Marteinsdóttir HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND Jón Jónsson Verslun hefur dregist jafii mikið saman á öllum stöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.