Morgunblaðið - 02.12.1988, Side 54

Morgunblaðið - 02.12.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 ©1988 Univerul Piett Syndicate // aidrei heyrt ur^tcikiá /, takfcu þér SöetL'', fyrr?" Ég hringi til þín aftur seinna... HÖGNI HREKKVtSI Islenskar landbún- aðarvörur bestar Kæri Velvakandi. Fyrir skömmu birtist grein í Vel- vakanda þar sem farið var hörðum orðum um íslenskan matvælaiðnað en hliðstæðri framleiðslu erlendri hrósað á hvert reipi. Þar var t.d. fundið að íslenska smjörinu og sagt að víða erlends væri smjör mikið betra. Þessu er ég mjög ósammála. Ég hef farið nokkuð víða en hvergi fengið eins gott smjör og hér. Það má með réttu halda því fram að íslenskar landbúnaðarafurðir séu dýrar en gæði þeirra verða ekki dregin í efa. Ég er viss um að ef neytendur erlendis vissu hversu fer- skar og ágætar íslenskar land- búnaðarafurðir eru værum við ekki í vandræðum með að selja alla okk- ar landbúnaðarframleiðslu með góðum hagnaði. Erlendis eru alls kyns lyf og eitur notuð í stórum stíl á búum og geta hinar ódyru afurðir verið stórlega heilsuspill- andi. Þá var fjallað um ofsöltun. Nokk- uð er til í því að sum matvæli eru of mikið söltuð en það finnst mér ekki eiga við um smjörið. Það mun líka vera framleitt ósaltað smjör hér fyrir þá sem ekki kunna að meta saltið. En varðandi þessa salt- umræðu vil ég benda á að ekki er allt salt jafn óholt. Hér á íslandi er framleitt mikið gæðasalt hjá Saltverksmiðjunni á Reykjanesi sem allt of lítið hefur verið kynnt. Rannsóknir lækna benda til að svonefnt sjávarsalt sé heilsusamlegt en saltið sem við flytjum inn er því miður ekki af því tagi. Islenskur matvælaiðnaður ætti eingöngn að nota saltið frá Saltverksmiðjunni á Reykjanesi og þá myndi hollusta framleiðlunnar aukast til muna. Gamall bóndi Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Yíkverji skrifar Ung kona þurfti fyrir nokkru að kaupa bensín á lítinn Fíat Uno og ók því inn á OLÍS- bensínstöðina í Álfheimum til þess að láta fylla bílinn. Þetta er í raun ekki í frásögur færandi, ef bensínafgreiðslumaðurinn hefði ekki orðið svo óheppinn að bijóta lykil konunnar í bensínlok- inu um leið og hann ætlaði að opna tankinn. Nú voru góð ráð dýr og þurfti að þvinga upp lokið til þess að opna tankinn. Við það eyðilagðist lokið. En bensínafgreiðslumaður- inn dó ekki ráðalaus. Hann varð sér úti um nýtt lok hjá Fíatum- boðinu og þegar unga konan ætlaði að borga bensínið og allt var komið í lag, var henni sagt að þess þyrfti hún ekki — ben- sínið fengi hún ókeypis fyrir óþægindin og biðina. Unga konan var því alsæl og lofar nú í hástert þjónustuna hjá OLÍS við Álfheima. Víkveiji hefur margoft bent á þann leiða vana fjölmiðla, að tala alltaf um fylki í Bandaríkjun- um. Þetta fýlkjatal hefur tröllriðið öllum fréttum t.d. beggja sjón- varpsstöðvanna og um leið og for- setakosningamar í Bandaríkjunum fóru fram kastaði tólfunum í þessu efni. Þetta mikla ríki í vesturálfu heitir ekki Bandafylki Norður- Ameríku, heldur Bandaríki. Eins og kunnujgt er eru Banda- ríkin 50 að tölu. I Kanada eru hins vegar fylki, enda er þar við líði allt annars konar ríki. Enn eitt ríki, sem er samband margra ríkja eru og Sovétríkin. Nýlega heyrði Víkveiji á Stöð 2, að þar voru menn farnir að tala um fýlki líka. Armenía er ekki fylki í Sovétríkjunum, heldur eitt af 15 ríkjum, sem mynda Sov- étríkin. XXX Ur því að minnst er á sjónvarp er ekki úr vegi að minnast aðeins á þann leiða vana að slíta sundur kvikmyndir á síðkvöldum til þess að koma fréttum klukkan 23 að. Þetta er leiður ávani, að slíta sundur dagskrárþætti og hefur einkum verið tíðkaður í Banda- ríkjunum, þar sem auglýsingum er síknt og heilagt skotið inn í án nokkurrar viðvörunar. Þessi truflun í kannski annars spennandi mynd er óþolandi, sem ætti að sleppa. Því má ekki ljúka dagskránni með þessum fréttum? xxx Ifréttum á Stjömunni í fyrrakvöld var sagt frá árekstri tveggja misstórra skipa í Akranesshöfn þá um morguninn. Fréttaþulur Stjörn- unnar skýrði frá atburðinum og sagði, að trillukörlum um borð í minni bátnum, hefði tekizt „að sigla fleyi sínu upp í fjöru áður en það sökk“. Nú er bara spurning: Sökk trillan?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.