Morgunblaðið - 21.12.1988, Page 64

Morgunblaðið - 21.12.1988, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR,21. DESEMBER 1988 félk í fréttum DANSSKÓLI HEIÐARS ÁSTVALDSSONAR Jóladansleikur á Hótel íslandi Dansskóli Heiðars Ástvaldsson- ar hélt jólaskemmtun sína í "^fyrsta sinn í 30 ár fyrir jólin, en ekki milli jóla og nýárs eins og ver- ið hefur siður hjá þeim. Margt var sér til skemmtunar gert á Hótel íslandi á sunnudag og dönsuðu saman ungir sem aldnir eins og myndimar bera með sér. Að sögn Heiðars Ástvaldssonar er markmið- ið að blanda aldurshópum saman eins og unnt er í danskennslu. Það væri og orðið algengt að foreldrar mæti með bömum sínum í danstíma. Morgunblaðið/Björn Blöndal Börkur Birgisson sigurvegarinn á Flughótel-mótinu í snóker ásamt Steinþóri Júlíussyni hótelstjóra á Flughóteli í Keflavík. SNOKER Börkur sigraði í Flughótel-mótinu Keflavík. Börkur Birgisson varð sigur- vegari í Flughótel-mótinu í snóker sem var nýlega haldið í Keflavík. En þetta er í fyrsta mótið af þessu tagi og hiaut Börk- ur að launum veglegan bikar. Hann sigraði alla andstæðinga sína af öryggi. Til úrslita lék Börkur við Suðumesjameistarann Tómas Marteinsson. Talsverður uppgangur er í þessari íþrótt á Suðumesjum, en þar hefur nú um eins árs skeið verið starfandi knattborðsstofa með átta 12 feta borðum af bestu tegund. - BB HÁR & FEGURÐ V erðlaunahafar í forsíðukeppni Anna Margrét Elíasdóttir, hár- greiðslustofunni Salon Ritz, hlaut fyrstu verðlaun í forsíðu- keppni tímaritsins Hárs & fegurðar. Verðlaunin voru listaverk eftir Nic- olai, mynd af skáldinu Edgar Allan Poe, og opinn flugmiði með Flug- leiðum. í öðm sæti varð Helena Hólm, Klassísku hárgreiðslustof- unni. Á myndinni má sjá, frá hægri, sigurvegarann, Önnu Margréti, ásamt Pétri Melsteð, rit- stjóra tímaritsins, og Helenu Hólm. Móðir Teresa í Armeníu Fáir núlifandi einstaklingar hafa áunnið sér meiri virð- ingu fyrir óeigingjamt starf og fómir í þágu annarra en móðir Teresa frá Kalkútta. Víða um lönd eru hópar starfandi sem rétta þeim sem minna mega sín hjáipar- hönd í hennar nafni. Slíkur hópur starfar meðal annars fyrir tilstilli kaþólskra hér á landi. Móðir Ter- esa fór til jarðskjálftasvæðanna í Armeníu á miðvikudag og er myndin tekin á flugvellinum í Jerevan höfuðborg landsins. Við komuna þangað sagði hún: „Mig langar að veita fólkinu ást og umhyggju.“ ÍSLENSKUNÁM Erfitt en gefst ekki upp Atján ára gömul stúlka, Donna Faith Frances frá einni af eyj- um Karabíahafsins, St. Lucia, stundar nám í vetur sem skiptinemi Hún sagðist ekki hafa eignast marga vini og þótti það slæmt, en taldi að málaerfíðleikar ættu þátt í því. Hún sagðist hafa mestan áhuga á að skynja mannlífið hér á landi. Margt væri mjög framandi miðað við það sem hún hefði áður kynnst og hún kvaðst hvergi hafa hitt fólk sem væri í raun líkt íslendingum. Hún kvað fólkið á hennar heima- slóðum mjög opið og tilbúið til þess Donna. að yiðurkenna annað fólk eips, og við Fjölbrautaskólann í Breið- holti.Ástæðan fyrir því að hún kom til íslands var sú að hún hitti tvo Islendinga í heimalandi sínu og þótti ísland forvitnilegt. Donna fékk áhuga á því að læra íslensku og mun ekki snúa heim aftur fyrr en í júníbyrjun. Donna sagði að námið reyndist sér mjög erfitt vegna þess að hún þyrfti mik- ið að þýða úr íslensku yfír á ensku og stundum úr dönsku yfir á íslensku, en hún kvaðst vona að þetta léttist. Oft sagðist hún þurfa að sitja við heilu nætumar við þýð- ingar. það væri og hún kvaðst ekki sjá að íslendingar væru öðruvísi þótt þeir hefðu sinn stíl. Donna kvaðst stunda hér eitt af áhugamálum sínum, afrísk- karabískan dans, en tvisvar í viku sækir hún danstíma og dansar þá tvo tíma í senn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.