Morgunblaðið - 16.02.1989, Side 7

Morgunblaðið - 16.02.1989, Side 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 Tanngarður heiti Hrafiiseyri. Læknadeild vill að Tanngarður heiti Hrafnseyri LÆKNADEILD Háskóla íslands hefiir lagt til að hús læknadeildar og tannlæknadeildar heiti Hrafiiseyri. Húsið hefur verið kallað Tann- garður og vill tannlæknadeildin að það nafii haldist áfram. Háskólar- áð lagði tU að heimspekideild Háskólans velti fyrir sér nafhgiftinni og er nú beðið eftir áliti hennar. Eftir að tannlæknadeild Háskól- ans flutti í húsið, sem stendur við Vatnsmýrarveg 16, var það manna á meðal kallað Tanngarður, með vísan til starfseminnar þar og nafna stúdentagarða Háskólans, Gamla Garðs, Nýja Garðs og Hjónagarða. „Þetta nafn er smellið, en ekki jafn virðulegt og nöfn annarra bygginga háskólans," sagði Þórður Harðar- son, forseti læknadeildar. „Þar sem læknadeildin er einnig til húsa þar vildi hún hafa eitthvað um nafnið að segja og efndi til samkeppni. Fjölmargar tillögur bárust og læknadeild samþykkti að mæla með nafninu Hrafnseyri." Hrafnseyramafnið vísar til Hrafns Sveinbjamarsonar, goðorðs- manns á Eyri við Amarfjörð. Hann var uppi á síðari hluta 12. aldar og fram á þá 13. og gat sér frægðar- orð fyrir að vera læknir góður. „Hrafn er án efa frægastur allra íslenskra lækna að fomu og nýju,“ sagði Þórður. „Félagar okkar í tannlæknadeildinni vom ekki vissir um að Hrafn hefði verið eins mikill tannlæknir og hann var almennur læknir, en við bentum þeim á að á þeim tímum var ekki um sérgrein- ingu að ræða. Þá vísuðum við einn- ig til frásagnar í Hrafns sögu Svein- bjamarsonar hinni sérstöku, þar sem segir frá því er Hrafn náði tönnum úr rostungi, sem rak á land. Tennumar, sem þóttu mikil ger- semi, fór hann með til Kantaraborg- ar í Englandi og gaf þær Tómasi Beckett, síðar dýrlingi. Það er varla hægt að sýna tönnum og tann- drætti öllu meiri virðingu en Hrafn Sveinbjamarson gerði með þessum hætti,“ sagði Þórður Harðarson. I I Væntanleg á allar úrvals myndbandaleigur RUN TILL YOU FALL Sannsöguleg mynd um baráttu fráskildra foreldra yfir bækluðum syni sínum. Mynd sem skilur mikið eftir sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.