Morgunblaðið - 16.02.1989, Page 31

Morgunblaðið - 16.02.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 31 Hvert stefimm við? eftír Vilborgn Eggertsdóttur Um hvað snýst allur þessi hraði nútímans, eftir hverju er verið að slægjast? Af hvetju hefur enginn tíma til neins? Og ef þú gefur þér tíma til einhvers, þá ert þú að svíkjast um, eða þér finnst það. Getur það verið að við setjum markið of hátt? Því í ósköpunum getum við aldrei ætlað okkur af? Nei, það er enginn tími til þess, ef við eignumst eitt, þá vantar okkur bara eitthvað ann- að. Og það er ætlast til þess af okk- ur í þessu neysluþjóðfélagi að við hugsum nákvæmlega svona. Auðvit- að, hvemig færi þá annars fyrir þeim sem hafa sitt lifibrauð af því að selja okkur alla þessa hluti? Nei, höldum ótrauð áfram. Ef við ætlum að höndla lífshamingjuna þá þýðir ekki annað. Lítum ekki til hægri né vinstri og alls ekki um öxl. Það er enginn tími til þess heldur. Áfram, áfram. Það er svo ótalmargt sem okkur van- hagar um, já, bráðvantar. Nýjan bíl — já, þá þarf að kaupa líka allt mögulegt í hann, þú getur ekki verið þekktur fyrir annað en toppgræjur, sportfelgur, sílsalista og helst bílasíma. í þessu eilífa tímahraki er hann jafn ómissandi og síminn í hús- inu. Uppþvottavél, þá þarf eðlilega meira leirtau, verst að það skuli ekki enn vera farið að framleiða færibönd í þær, en þau hljóta að koma og þá verður að kaupa þau. Það er verst hvað bömin tefja mann oft, þau eiga auðvitað alltaf að vera þæg, en þau skilja það ekki, og svo er það mjög bindandi að eign- ast bam, a.m.k. fyrstu árin. Þá getur konan ekki unnið úti nema hálfan daginn, því það er of dýrt að borga pössun allan daginn. En sem.betur fer kemur fljótlega að þvi að bamið getur séð um sig sjálft og þá er ekk- ert til fyrirstöðu lengur. Allir eiga að vinna úti, helst allan daginn. Enginn getur verið þekktur fyrir annað. Félagsmálin. Já, einhver verður að sinna þeim, en sem betur fer þá eru þau alveg að lognast út af, enda úr mörgu að velja og lítill tími. Það sem áður þótti eftirsóknarvert er nú orðið að hvimleiðri kvöð. Þetta er allt í áttina, en hvenær verður tak- markinu náð? Núna? Nei, það má ekki gerast, þá stoppar allt. Gamla fólkið. Það á að sjálfsögðu að vera á einhverri stofnun, enda hefur það ekkert tímaskyn. Veit jafnvel ekki hvað það á af sér að gera. Því er vorkunn, nú hefur það nógan tíma en er svo bara einmana. Að hugsa sér. En það hefur eðlilega enginn tíma til þess að tala við það. Það eru jú allir alltaf í tímahraki. Það skilur heldur ekki um hvað lífið snýst. Tímamir breytast og mennimir með (æ, þetta er nú bara gamalt rugl). Enda hver nennir að hlusta á hvemig allt var í gamla daga eða lífsreynslu þess? Enginn. Nei, höldum ótrauð áfram þar til takmarkinu er náð. Ekki efast um gildi lífsins, tilgang þess, né lífsham- ingju. Þetta hlýtur allt að vera falt, það er bara spuming um tíma. Eða hvað? Ekki halda að lífshamingjan sé fólgin í einhveiju öðru s.s. sál- arró, friði, svo ekki sé nú minnst á að gefa sér tíma til að huga að með- bræðrum okkar. Nei, hér verður hver að vera sjálfym sér nægur. Gæti hugsast að einhver hefði þörf fyrir okkur, væri einmana, sjúkur eða ætti við einhver vandamál að stríða, sem hann ætti fullt í fangi með að takast á við, væri að niðurlotum kominn? Jú, en við skiljum það ekki fyrr en það er um seinan. Það er svo auðvelt að skilja allt eftir á. Af hveiju skildum við það ekki, sáum það ekki, höfðum ekki tíma, kom það ekkert við þegar þess þurfti með? Af hveiju endar þetta stundum svona. „Á ég að gæta bróður rníns?" Hver er bróðir minn eða systir? Já hver skyldi það nú vera? Vonandi á hann þá heima nógu langt í burtu Vilborg Eggertsdóttir „Ætlum við aldrei að læra af mistökum okk- ar? Jú, en við ætlumst til þess að hinir geri það, við munum gera það en bara seinna. Höfum of mikið að gera við að reyna að eignast sem mest.“ svo við séum löglega afsökuð. Því miður gerist það of oft, að það fer að molna úr handarbökum okkar þegar einhver fellur frá, koma jafn- vel göt á þau, en þá er það of seint. Ætlum við aldrei að læra af mistök- um okkar? Jú, en við ætlumst til þess að hinir geri það, við munum gera það en bara seinna. Höfum of mikið að gera við að reyna að eign- ast sem mest: stærra, meira, betra. Dettur sjaldnast í hug að við tökum þetta ekki með okkur, ætlum ekki heldur að deyja strax. Og „hvetjum“ datt í hug að slá þvi fram, að það stoðaði manninn ekki neitt að eignast allan heiminn ef hann hefði fyrirgert sálu sinni? Höfundur á heima íBúðardal. * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 16. mars 1989, og hefst kl. 14.00. ----------DAGSKRÁ----------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 9. mars til hádegis 16. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1989 STJÓRNIN 7 Einstakttilboð! Seljum næstu daga útlitsgallaða skápa og húsgögn á stórlækkuðu verði. Komið á Smiðjuveg 9 í Kópa- vogi og gerið hagstæð kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.