Morgunblaðið - 16.02.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.02.1989, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 Stjörjru- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hanna og systurnar Eins og alkunna er hefur bandaríski leikstjórinn Woody Allen leikstýrt fjölda kvik- mynda. Meðal mynda hans er Hanna og systumar sem m.a. Qallar um þijár systur og sam- skipti þeirra við eiginmenn sína. Ein systirin er leikin af Miu Farrow, hinni Ijósu, grannvöxnu og fíngerðu vin- konu Allens. Mia Farrow í myndinni er Mia Farrow að því er virðist hamingjusamlega gift. í hlutverki eiginmannsins er breski leikarinn Michael Caine. í myndinni gerist það að Michael fer að halda fram- þjá Miu með systur hennar sem þó er góður vinur Miu. Það sem er athyglisvert við hlutverk Miu er að þó öllum persónum myndarinnar finnist vænt um hana, þá vorkennir henni eng- inn. Það er að sjá að það sé í lagi þó farið sé á bak við hana eða hún beitt órétti. Hjálpsöm ogyfirveguö Þetta vekur þá spumingu: Hvernig persónuleika leikur Mia Farrow? í fyrsta lagi virð- ist hún yfirveguð og yfir henni hvílir ákveðin heiðríkja og ró- semd. Hún ræðir málin við fólk en missir aldrei stjóm á tilfinningum sínum. Við sjáum fá svipbrigði á andliti hennar og aldrei öskrar hún eða æpir á vini og vandamenn. Hún er einhvers konar klettur í ólgu- sjó lífsins, en jafnframt er hún ijarlæg og eilítið óraunveraleg. Hún er hin skynsama sem hjálpar öðrum í fjölskyldunni en lætur lítið með sjálfa sig. Erhún Vatnsberi? Þegar ég var að horfa á þessa mynd og þá persónu sem Mia Farrow leikur þá vöknuðu hjá mér nokkrar spumingar. Mia Farrow hlýtur að vera Vatns- beri, hugsaði ég. (Ég hef tekið eftir því að amerískir leikarar era oft fyrst og fremst að leika sgálfa sig, á meðan t.d. þeir bresku nota tækni til að skapa persónuleika sem er fjarlægur þeirra eigin.) I öðru lagi var ,-^nér hugsað til þess hvort hún hefði (og þá um leið Vatns- berinn) sterkar tilfinningar þó hún sýndi þær ekki. Er þetta yfirvegað fólk tilfinninga- lausara en aðrir? Hœttulegur sjálfsagi Að sumu leyti svaraði myndin þessu sjálf. Mia Farrow segir i einu atriðanna: „Af hveriu halda allir að ég sé tilfinninga- laus?“ Svarið við því er auðvit- að það að hún sýnir ekki til- finningar sínar. Spuming hennar gefur hins vegar í skyn að hún hafi sterkar tilfmning- ar. Ég held að við þurfum að draga þann lærdóm af þessu að varasamt er að láta of mik- ið á þá „sterku“. Þeir sem búa yfír sjálfsaga þurfa einnig að slá eitthvað af, til þess einfald- lega að lenda ekki í því að aðrir álíti þá tilfinningalausa og fari að bjóða þeim hvað sem er. Já, hún er Vatnsberi Og að lokum. Er Mia Farrow Vatnsberi? Svarið við því er já. Hún er fædd 9. febrúar 1945, með Sól og Merkúr í Vatns- bera, Tungl og Mars í Stein- geit og Venus í Hrút. Það er því Steingeitin sem hjálpar upp á og gerir hana sannfærandi i hlutverki hinnar öguðu og ábyrgu mannesku. Bæði merk- in, Vatnsberi og Steingeit, lúta stjóm Satúmusar, sem setur okkur skorður eða gerir kröfu um ábyrgð, aga ogyfirvegun. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR UÓSKA I HA/HJNGV.AU GÓE>A! H\/AE> FERDINAND SMÁFÓLK Á hvað ertu að hlusta? „Síðdegi Það er mjög fallegt. Ég get hugsað „Siðdegi hvolpsins" skógarpúkans" eftir Debussy. mér annað fallegra ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bridsklúbbur stúdenta í Kaupmannahöfn fagnaði sex- tugasta starfsári sínu með al- þjóðlegri tvímenningskeppni í lok síðasta árs. Meðal þátttak- enda voru landsliðsmennirnir sænsku, sem spiluðu á NM í Reykjavík sl. sumar. Anders Morath og Svend-Áke Bjerrgárd. Bjerrgárd vann til verðlauna fyrir spilamennsku sína í eftirfarandi slemmu úr mótinu. Sænski félagi þeirra, Svend-Olof Flodquist, taldi reyndar líka, að sérstök verðlaun hefði átt að veita fyrir sagnir þeirra í spilinu: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D64 V9 ♦ G1074 ♦ D10843 Austur jlml + 752 II ^03 ♦ A82 *KG6 Suður ♦ ÁKG108 ¥Á872 ♦ - ♦ Á752 Vestur Norður Austur Suður — Pass 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 lauf 3 tíglar 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass 6 lauf Pass Pass Pass Útspil: hjartafjarki. Eftir hægfara þreifingar kem- ur smám saman í ljós að spilin falla mjög vel saman. Bjerregárd drap fyrsta slag- inn á hjartaás og spilaði strax litlu laufí á tíu blinds. Hann þóttist viss um að austur ætti laufkónginn og vildi halda þeim möguleika opnum að ráða við hann þriðja. Áustur fékk slaginn á gosa og lagði niður tígulás, sem var trompaður. Nú þurfti að tímasetja spila- mennskuna vel. Bjerregárd stakk hjarta í blindum og svínaði svo laufsjöunni. Nú hafði hann samgang í spaða til að stinga tvö hjörtu í viðbót og taka trompásinn. Fallegur öfugur blindur. SKÁK Vestur ♦ 93 ♦ 10654 ♦ KD9653 ♦ 9 Umsjón Margeir Pótursson Á alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar kom þessi staða upp í skák hins unga hol- lenska alþjóðameistara Jeroen Piket, sem hafði hvítt og átti leik, og ungverska stórmeistarana Gy- ula Sax. 24. Hxc5! og svartur gafst upp, því bæði 24. — Rxc5 og 24. — Hxc5 getur hvítur svarað með 25. Dc3 og það kostar svart mikið lið að loka löngu skálínunni. Úrslitin í Wijk aan Zee urðu sem hér seg- ir: 1.-4. Ribli og Sax (báðir Ung- verjalandi), Anad (Indlandi) og Nikolic (Hollandi), 7'/2 v. af 11 mögulegum. 5.-6. Georgiev (Búlg- aríu) og Piket (Hollandi), 7 v. 7.-8. Van der Wiel (Hollandi) og Miles (Englandi), 6*/2 v. 9.-11. Vaganj- an og Tseshkovskíj (báðir Sov- étríkjunum) og Benjamin (Banda- ríkjunum), 6 v. 12.-13.1. Sokolov (Júgóslavíu) og Granda Zuniga (Perú), 5Ú2 v. 14. Douven (Hol- landi), 5 v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.