Morgunblaðið - 16.02.1989, Page 51

Morgunblaðið - 16.02.1989, Page 51
51 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN í FRAKKLANDI Frábær vöm og markvarsla Gríðarleg taugaspenna en öruggur sigur a Búlgaríu ííyrsta leik. Sóknar- leikinn þarf að stórbæta fyrir seinni leikina MorgunblaímWincenl Mouchel Þorgils Óttar Mathiesen sést hér meta aðstæður og síðan skoraði hann sitt 500. mark. Sigurður Gunnarsson er í baksýn. „Mikil pressa á liðinti" - sagði hetja íslenska liðsins, Einar Þorvarðarson GÍFURLEG taugaspenna ein- kenndi fyrsta leik íslands í B- keppninni í handknattleik hér í Cherbourg í gœrkvöldi. Örugg- ur sigur vannst þó á Búlgaríu — en það tók langan tíma að ná stigunum tveimur í höfn. Sóknarleikur íslands var langt frá því að vera nógu góður, en það ánægjulega við ieikinn var frábær varnarleikur íslands og stórgóð markvarsia Einars Þorvarðarsonar, í síðari hálf- leik. Hann hélt íslenska iiðinu á floti er það skoraði ekki mark í rúmar þrettán mínútur! Tvö stig eru í höfn og það er mikil- vægt. En mikið þarf að laga fyrir baráttuna gegn Rúmenum á laugardaginn, og engir gera sér betur grein fyrir því en ísiensku leikmennirnir sjálfir. Menn verða að gera sér grein fyrir því að í stórmótum sem þessu ná lið yfirleitt ekki að sýna sínar bestu hliðar — og það kom einmitt vel í ljós í Skapti gærkvöldi. Það má Hallgrímsson því ekki örvænta skrífarfrá þótt íslenska liðið Frakkland hafl ekki leikið eing og það getur best. Þá á ég við sókn- ina — en vömin var nánast eins og hún verður best. Ekki má gleyma þeirri staðreynd að stigin tvö era komin í pokahomið og það skiptir mestu. Taugaóstyrfdr Strax í byrjun kom í ljós hve taugaóstyrkir leikmenn ísiands vora. Alfreð fékk fyrsta færið er hann komst einn fram í hraðaupp- hlaup en varið var frá honum. Ein- ar lét hins vegar ekki sitt eftir liggja hinum megin og varði víti í næstu sókn. Fyrsta markið skoraðu Búlg- arir eftir þijár og hálfa mínútu en fyrsta mark íslendinga kom ekki fyrr en eftir 6,03 mínútur er Kristj- án skoraði úr vítakasti. Vamir beggja liða voru góðar í fyrri hálfleik, en það var ekki eina ástæðan fyrir fáum mörkum, því leikmönnum beggja liða vora á köfl- um mjög mislagðar hendur í sókn- inni. Forysta Alfreð kom íslandi yfir í fyrsta skipti strax í byijun seinni hálf- leiks, er hann þramaði boltanum í netið eftir uppstökk, 9:8, og eftir það hafði maður á tilfinningunni að ekki yrði aftur snúið. Það kom á daginn því ísland hafði ætíð for- ystu það sem eftir lifði leiks. En sóknin vai- hins vegar ekki upp á marga fiska lengi vel —ísland skor- aði ekki í 13,11 mínútur eftir að BsBand-Búlgarfa 20 : 12 B-keppnin í handknattleik, Chanter- eyne-íþróttahöllin í Cherbourg, mið- vikudaginn 15. febrúar 1988. Gangur leiksins: 0:2, 1:2, 2:3, 3:3, 3:4, 4:4, 4:5, 5:5, 5:6, 6:8, 8:8, 9:8, 9:9, 11:9, 13:10, 15:11, 16:12, 20:12. ísland: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Héðinn Gilsson 5, Kristján Arason 4/1, Bjarki Sigurðsson 3, Alfreð Gísiason 2, Jakob Sigurðsson 1, Sigurður Gunn- arsson, Guðmundur Guðmundsson, Geir Sveinsson, Sigurður Sveinsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 19/2, Guðmundur Hrafnkelsson. Utan vallar: 10 mínútur. Búlgaría: Dimitur Nikolov 6, Milen Atanassov 2/1, Nasko Apostolov 1/1, Valentin Marinov 1, Vassil Vassilev 1, Kiril Barovski 1. Varin skot: Nikola Machkov 12/1, II- ian Vassilev 1/1. lltan vallar: 8 mínútur. Áliorfendur: 2.500. Dómarar: Rauchfuss og Buchda frá Austur-Þý8kalandi og dæmdu þeir frá- bærlega eins og þeirra var von og vísa. liðið komst yfir 13:10. Búlgarir skoraðu þá reyndar ekki í rúmar 11 mínútur þannig að það kom ekki að sök. Einar Þorvarðarson var frábær á þessum kafla — varði oft snilldarlega og var maðurinn sem lagði granninn að sigrinum. Þegar tæpar sjö mínútur vora eftir skoraði Héðinn, 15:11, eftir gegnumbrot. Búlgarir svöraðu strax og skoraðu síðan ekki meira. íslendingar hins vegar fimm sinnum á lokakaflanum og þá komu yfir- burðir liðsins vel í ljós. Einar markvörður var maðurinn á bak við sigur ísiands. Varði frá- bærlega þegar mest á reið. Héðinn stóð sig mjög vel í sókn, fann sig vel strax er hann kom inn á og var í raun sá eini sem sýndi virkilega hvers hann er megnugur í sókn- inni. Vamarmúrinn var mjög sterk- ur með Geir, Alfreð, Kristján og Héðinn sem bestu menn. Bjarki lék einnig ágætlega en Jakob var í miklum vandræðum með hinn 32 ára gamla Dimitur Nikolov. Til gamans má geta þess að hann er leikreyndur sá — lék sinn 258. landsleik í gær. etta gekk ótrúlega illa, það virðist vera mikil pressa á liðinu þannig að við skoram ekki úr dauðafæram. Við höfðum yfir- burði í færam, en klúðruðum allt of mörgum. En ég vona að tauga- veiklunin verði aðeins í fyrsta leiknum. Vamarlega var þetta mjög gott, að fá ekki á sig nema 12 mörk, og ég fann mig vel. Umfjöllun um liðið var ekki góð eftir Ólympíuleikana og pressan því mikil á mönnum. Þeir vita að þeir verða að standa sig.“ Hvað sögðu þeir? Þorgils Óttar Mathlesan „Það er ekki önnur skýring á þessu en að taugaveiklunin í liðinu var gífurleg — bæði hjá okkur og þeim. Það er sóknarleikurinn sem bregst í þessum leik, en vömin var mjög góð og markvarslan frábær í seinni hálfleik. En við gerðum rétt, keyrðum hraðaupphlaupin áfram í seinni hálfleik og skoraðum mörg mörk þannig. Ég held að við verðum að vera ánægðir með hvem sigur, en við þurfum að laga þetta með taugaspennuna — taugaspenna var ekki á dagskrá hér!“ J6n Hjaltalín Magnússon „Nei, ég var ekkert slappur á taugum. Eg er ýmsu vanur! Það var ljóst allan tímann að við erum með betra lið en Búlgaría, en heppn- in var ekki með okkur. Við fengum fjölda dauðafæra og glötuðum bolt- anum allt of oft. En er á leið kom reynsla okkar vel í ljós og það sást vel að okkar lið er í betri úthaldsæf- ingu. Þegar Þorgils Óttar skoraði 16:12 fann ég á mér að sigurinn var í höfn. Einar varði einstaklega vel — þetta var langbesti leikur hans í langan tíma. Og það er gott að vinna leik í heimsmeistarakeppni 20:12 og fá aðeins 4 mörk á sig í síðari hálfleik. Heimsmeistara- keppni er alltaf mikið taugastríð og allt getur gerst.“ Hóðinn Gllsson „ Við voram lengi að ná úr okkur stressinu. En mér gekk vel — mér fannst ég fljótt verða þreyttur, en það var bara stress. Það mikilvæg- asta er að við fengum tvö stig — það er fyrir mestu." Kristján Arason „Ég er ánægður með stigin tvö. Þetta einkenndist af taugaveiklun, en við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekki gefast upp. Að við yrðum að koma ákveðnir til leiks eftir hlé. En vömin var góð og Einar stórkostlegur. Er staðan var 13:10 og við skoraðum ekki í langan tíma — ekkert gekk upp sama hvað við reyndum — getum við þakkað Einari fyrir að við kom- umst yfir þann erfiða hjalla." Guðmundur úr leik? Það getur farið svo að Guðmundur Guðmundsson, homamaðurinn knái úr Víkingi, leiki ekki með landsliðinu hér í B-keppninni. Guð- mundur meiddist á baki í upphitun fyrir leikinn gegn Búlgaríu og urðu íslendingar því að leika með ellefu menn. Guðmundur var að rúlla sér á gólfinu - þegar hann fékk tak í bakið. Gunnar Þór Jónsson, læknir og formaður landsliðsnefndar HSÍ, sagði að annað hvort hafi Guðmundur fengið djúpvöðvatognun í bakið, eða snert- ingu af bijósklosi. Guðmundur var mjög kvalinn og verður reynt að fínna „kýrópraktor" - hnykkjara, til að kanna hvað hægt er að gera fyrir Guðmu.nd. Ástæðan fyrir þessum meiðslum getur verið, að Guðmundur hafi ekki verið of heitur þegar hann velti sér, eða þá að rúmdýnan sem Guðmund- ur hefur hvílst á, sé of mjúk. Það kemur í ljós í dag hvort að Guðmundur sé úr leik. Jákvætt svar komið frá sovéska handknattleikssambandinu: Þrír þjátfarar og tveirleikmenn tilbúnir aö koma til íslands SOVÉTMENN eru tilbúnirtil að senda þrjó snjalla þjálfara og tvœr örvhentar skyttur til íslands nœsta vetur — þjðlf- ara og leikmann bœði til Breiðabliks í Kópavogi, og Þórs á Akureyri, en þessi fé- lög höfðu farið þess á leit við forráðamenn sovéska hand- knattleikssambandsins. Þriðji þjálfarinn kemurtil ís- lands ef eitthvert lið til við- bótar sýnir áhuga á að fá hanntil starfa. Þeir þrír þjálfarar sem hér um ræðir hafa allir þjálfað lið í 1. deild í Sovétríkjunum að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar, formanns HSÍ. Það era Boris Ak- baschev fyrrum þjálfari Vals- manna sem sfðast þjálfaði Kunzevo frá Moskvu, Bjacheslav Kozlov sem þjálfar Baky og Albert Gassiev frá Tblisi Burevestnik. Leikmennirnir tveir era báðir um tveir metrar á hæð: Skaptí Hallgrímsson skrifarfrá Frakklandi Alexandr Burachok frá „Stroitel“ Brovara og Domoschenk frá SKIF Krasnodar. Framkvæmdastjóri sovóska sambandsins i Cherbourg Framkvæmdastjóri sovéska handknattleikssambandsins er staddur hér f Cherbourg, til að fylgjast með keppni f C-riðlinum. Hann er meðlimur tækninefndar alþjóðasambandsins, IHF, og er eftirlitsmaður hér á hennar veg- um. Upphaf þessa máls var að rætt var við Sovétmenn er þeir komu tii íslands sl. haust til að taka þátt í Flugleiðamótinu. Eftir mót- ið sendi HSÍ formlegt bréf til sovéska sendiráðsins í Reykjavík, vegna beiðni Breiðabliks og Þórs, og Sovétmaðurinn hér staðfesti í gær að búið væri að veita heimild fyrir þessu, sem fyrr segir. Sovéb- mennimir fimm era tilbúnir að koma til íslands í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.