Morgunblaðið - 22.11.1990, Page 9

Morgunblaðið - 22.11.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 9 I^HVERF ÍHFGIl Innhverf íhugun er huglæg þroskaaðferð sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Almenn kynning í kvöld, fimmtudag, á Lauga- vegi 24, kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. ■ 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga kl. 12.00-17.00. KeilusalurSvm Öskjuhlíð. 3LÁBANI ÍM^ÉÍHS? Dómsmálaráðherrar Norðurlanda á fundi: Ottast fjöldaflótta frá Austur-Evrópu Hafa miklar áhyggjur af versnandi ásiandi í Sovétríkjunum Mengun íausturvegi Þeirri skoðun sést sumstaðar haldið á loft, að undir miðstýringu kommúnista hafi um- hverfisvernd verið betur gætt heldur en í þeim löndum, þar sem markaðsbúskapur er við lýði. Eftir að stjórnkerfi kommúnista hrundi blasti annað við en hrein og óspillt náttúra. Komið hefur í Ijós, að mengun er hvergi eins mikil í Evrópu og í kommúnistaríkjunum þar. Er hún og yfirvofandi hungursneyð helstu ástæðurn- ar fyrir óttanum um mikinn flóttamannastraum að austan til Vesturlanda. Hræðsla í Noreg-i Johan Jörgen Holst, sem er nýorðinn varnar- málaráðherra Noregs, skýrði nýlega frá því, að norsk stjórnvölð liefðu gefið fyrirmæli um gerð sérstakrar neyðaráætl- unar vegna undirbúnings undir flóttamanna- straum frá Kóla-skagan- um til Noregs. Mengun er gífurleg á Kóla-skag- anum. Má mcðal anuars rekja hana til nikkel- námu skammt fyrir aust- an norsku landamærin og síðan til kjamorku- herafla og kjamorku- vera sem Sovétmenn liafa á skaganum. Þá hafa íbúamir á þessum slóðum miklar áhyggjur af geislavirkni vegna þess að Sovétmenn hafa hafið tilraunir með kjarnorkusprengjur að nýju á eyjunum Novaja Zemlja. Mengunin er ekki hið eina sem gei-ir lífið illbærilegt í Múr- mansk og annars staðar á Kóla-skaga, skortur á matvælum er mikill þar eins og annars staðar i Sovétríkjunum. Er líklegt að hann verði kveikjan að því að fólk hugsi sér til hreyfings vestur á bóginn strax i vetur, ef sovéskir ráða- nienn grípa ekki til sér- stakra ráðstafana til að bæta úr honum. Ottast Norðmeim að liermenn á Kóla-skaga verði í hópi hinna fyrstu sem fari yfir Iandamærin við bæinn Kirkenes. Hér er þessi lýsing af ástandinu á Kóla-skaga aðeins tekin sem dæmi, svo að lesendur geti áttað sig á þeim þáttum, sem koma til álita, þegar líktuv á fjöldaflótta frá Sov- étrikjunum em metnar. Ógnvænleg mengnn Bandaríska stofnunin Worldwatch Institute hefur nýlega sent frá sér skýrslu um umhverfsmál og mengunarvanda í Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum. Þar segir, að álirif mengunar á heilsu manna, landbúnað, skóg- rækt og mannvirki kosti Pólverja 10-20% af þjóð- arframleiðslu þeirra á hverju ári. Talið er að kostnaður við heilsu- gæslu vegna mengunar- áhrifa nemi um 11% af þjóðarframleiðslu Sov- étríkjanna. í óhreinustu hémðum Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskalands er talið að fólk Iifi að meðal- tali fimm ámm skemur en í hreinni hlutum land- anna. í skýrslunni segii- meðal annars: • Ein brúnkolaverk- smiðja í bænum Boxberg í austurhluta Þyskalands framleiðir meiri brenni- steinstvísýring á ári en gert er samtals í Noregi og Danmörku. • Efnaverksmiðja í borginni Halle í austur- hluta Þýskalands gefur af sér 20 kg af kvika- silfri á dag sem er 10 sinnuin meira en sam- bærileg verksiniðja í vesturhluta Þyskalands á einu ári. • 1 700 byggðarlögum í Ungveijalandi, þar sem um 300.000 mamis búa, nota menn vatn úr öðmm byggðarlögum vegna þess að vatnslindir byggðaima em mengað- ar af eitri frá áburði. • Hehningur af dryklq- arvatni í Tékkóslóvakíu og 18% af drykkjarvatns- birgðum Sovétrílqanna standast ekki heilbrigð- iskröfur. • 65% af vatnsföllum í Póllandi em meira að segja ónothæf til iðnað- arframleiðslu. • Þegar böm í leikskól- um í Sillamac í Eistlandi tóku að missa hár voru íbúamir hræddir og furðu lostnir, þar til for- stjóri fyrir verksniiðju í nágremiinu sagði að frá fyrirtæki hans hefði ver- ið losaður geislavirkur úrgangur, þar sem leik- skólinn var siðar reistur. Frelsi og um- hverfisvemd Þeir vestrænu sér- fræðingar sem hafa kymit sér baráttuna fyrir umhverfisvemd í austur- hluta Evrópu og Sov- étrílqunum em sammála um að aukið frelsi í þess- um löndum og sú stað- reynd að kommúnistum hefur annað hvort verið vikið til hliðai' eða þeir hafa létt einræðistökin valdi því, að almenningur er tekimi að sporna við fæti. Í skýrslu World- watch Institute kemur fram að á fáeinum ámm hafi baráttan fyrir bættu umhverfi orðið að pólitískum þætti í þessum löndum. í Sovétríkjunum hafi hundruð ef ekki þús- undir hópa umhverfis; sinna veriö stofnaðir. í hverju austantjaldsríki sé nú sjálfstæð umhverfis- hreyfing og flokkur græningja. Þá er einnig talið að breytt efnahags- stefna, þar sem markaðs- öflin taki við af miðstýr- ingu ríkisins, leiði til þess að betur verði farið með orkugjafa og náttúru- auðlindir almennt. Það liafi til dæmis gerst í Sovétríkjunum, að notk- un á tilbúnum áburði hafi minnkað um 10% frá 1987 til 1990, eftir að farið var að verðleggja hann i samræmi við markaðsverð. Segir i skýrsluimi að dugi efnahagsumbæt- umar ekki til þess i Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum að spoma við menguninni sé framtíðin síður en svo björt í þess- um lönduni, fleiri muni deyja úr krabbameini, fleiri börn muni veilq’ast og fieiri skógar verða eituráhrifunum að bráð. Samkvæmt þessum kenningum mun ekki aðeins liagvöxtur aukast vegna afnáms sósíalism- ans í þessum löndum heldur einnig umhverfis- vemd. Gengur sú skoðun þvert á kenningar vinstrisinna hér á landi, sem síðast var lialdið fram í forystugrein Þjóð- viljans í gær, að mark- aðsbúskapur og hagvöxt- ur stangist á við um- hyggju fyrir umhverfinu. Hörmungamar í komm- únistaríkjunum hafa leitt hið gagnstæða í ljós. Einingabréf 2 eru eignarskattsfrjáls Helstu sölustaðir Einingabréfa 2: Kaupþing hf., Kringlunni 5, Reykjavík, Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1, Akureyri, Sparisjóður Bolungarvtkur, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður Vestmannaeyja, Sparisjóður Vélstjóra, Búnaðarbanka Islands. Einingabréf 2 eru ávöxtuð í sjóði sem saman stendur af ríkis- skuldabréfum og húsbréfum og eru þess vegna undanþegin eignarskatti. Einingabréf 2 bera ekkert innlausnargjald sé tilkynnt um innlausn með 60 daga fyrirvara. Eigendur húsbréfa geta skipt á þeim og Einingabréfum 2 og losnað þannig við að fylgjast með útdrætti húsbréfa fjórum sinnum á ári. Þeir sem kaupa Einingabréf 2 fyrir áramót - búa við öryggi, - fá mjög góða ávöxtun, - njóta eignarskattsfrelsis í Sölugengi verðbréfa 22. nóvember 1990 í I Einingabréf I 5,174 | y Einingabréf 2 2,806 y Einingabréf 3 3,403 I Skammtímabréf 1,740 | | Auðlindarbréf 1,004 KAUPÞING HF Kringlunm 5, sítni 689080 I I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.