Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
Sovétríkin:
Jeltsín krefst þjóðaratkvæða-
greiðslu um völd Gorbatsjovs
Harðlínumenn óþreyjufullir vegna aðgerðaleysis forsetans
Moskvu. Reuter.
Umbótasinninn Borís Jeltsín,
forseti stærsta lýðveldis Sov-
étríkjanna, Rússlands, krafðist
þess í gær að efnt yrði til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um hvort
veita ætti Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseta vald til að sljórna
með tilskipunum. Gorbatsjov
sætti einnig harðri gagnrýni
harðlínumanna, þar á meðal
Viktors Alksnís, leiðtoga
Sojúz-hreyfingarinnar, sem
kvaðst ætla að krefjast afsagn-
ar Sovétforsetans ef hann gripi
ekki til aðgerða til að binda
enda á þjóðaólguna í landinu.
Jeltsín sagðist vera orðinn
þreyttur á klisjum um vilja alþýð-
unnar og efna ætti til atkvæða-
Fyrsti biskup Færeyja vígður
fréttaritara Morgunblaðsins.
mannahöfn, sem vígir hinn nýja
biskup að viðstöddu ýmsu fyrir-
fólki, þ.ám. Margréti Danadrottn-
ingu. Hafnarkirkja verður um leið
gerð að dómkirkju Færeyja.
Þetta er í annað skipti sem
drottning heimsækir Færeyjar. Hún
kom þangað ásamt eiginmanni
sínum í sumar og hafði fjögurra
daga viðdvöl.
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
FÆREYJAR eru nú orðnar sjálf-
stætt biskupsdæmi en heyrðu
áður undir biskupsstól í Kaup-
mannahöfn. Hans Jacob Joensen,
fyrsti biskup Færeyja, verður
vígður á sunnudag.
Joensen, sem er 61 árs gamall,
hefur verið sóknarprestur í Hafnar-
kirkju í Þórshöfn síðan árið 1978.
Það er Ole Bertelsen, biskup í Kaup-
Indland:
Hlutabréfaverð féll
er Shekhar kynnti
ráðherralista sinn
Nýju Delhí. Reuter.
CHANDRA Shekhar, forsætis-
ráðherra Indlands, kynnti ráð-
herralista sinn í gær. Hlutabréf
féllu strax í vérði á helstu verð-
bréfamörkuðum landsins vegna
vantrúar verðbréfasala á hæfni
ráðherranna til að takast á við
efnahagsvanda landsins. Ashis
Nandy stjórnmálaskýrandi sagði
að lítið úrval hæfra manna hefði
valdið því að Shekhar hefði tekið
sér 11 daga til að mynda ríkis-
stjórn.
greiðslu um hvort hún vildi auka
völd Gorbatsjovs. Slík atkvæða-
greiðsla er talin jafngilda í raun
almennri atkvæðagreiðslu um
hvort Sovétforsetinn njóti trausts
á meðal almennings. Sovéska
þingið kaus Gorbatsjov sem for-
seta í mars en Jeltsín og fleiri
róttækir umbótasinnar kröfðust
þess þá að efnt yrði til almennra
forsetakosninga.
Sovéska þingið hefur þegar
samþykkt tillögur Gorbatsjovs,
sem kveða á um að ríkisstjórn
Sovétríkjanna heyri beint undir
hann. Búist er við að fullrúaþing-
ið samþykki einnig tillögumar 17.
desember.
Viktor Alksnis sagði að hann
myndi krefjast afsagnar Gor-
batsjovs í næsta mánuði ef hann
kæmi ekki í veg fyrir borgara-
styijöld í landinu. Hann sagði að
úr því ætti að fást skorið innan
mánaðar hvort Gorbatsjov ætlaði
að standa við loforð sín um að
gera einhveijar ráðstafanir til
binda enda á þjóðaólguna í
landinu.
fbúa landsins, sem eru um 850 millj-
ónir talsins, búa í dreifbýli. Þjóðin
hefur einnig veruiegan hluta gjald-
eyristekna sinna af ferðaþjónustu.
ERLENT
Reuter
Michael Milken mætir í dómshús í New York í gær ásamt konu
sinni, Lori.
Dæmdur í tíu ára
fangelsi fyrir fjársvik
New York. Reuter.
MICHAEL Milken, fyrrverandi verðbréfasali í New York, var í gær
dæmdur í 10. ára fangelsi fyrir falsanir og svik. Milken, sem var
háttsettur hjá Drexel Burnham Lambert verðbréfafyrirtækinu, sem
nú er gjaldþrota, játaði sekt sína fyrir dómstól í apríl á þessu ári.
Milken, sem þekktur var sem svikum í verðbréfaviðskiptum hefur
„konungur áhættu-verðbréfanna"
varð áhrifamesti maður Wall
Street-verðbréfamarkaðarins í New
York á áratugnum sem er að líða
og þótti persónugervingur „áratug-
ar græðgi" vegna ótrúlega skjóts
frama og jafnskjóts falls. Tekjur
hans á árunum 1984-1987 námu
1,1 milljarði Bandaríkjadala, eða
um 60 milljörðum ÍSK. Helming
þeirrar upphæðar fékk hann á árinu
1987 einu saman. Áhættu-verðbréf
geta fært fjárfestum mikinn og
skjótan hagnað en þeim fylgir meiri
áhætta en öðrum bréfum.
Fjögurra ára opinber rannsókn á
aðallega beinst að Milken. Hann var
dæmdur fyrir að svindla bæði á
kaupendum og seljendum verð-
bréfa. Hann samþykkti að greiða
um 600 milljónir Bandaríkjadala
(33 milljarða ISK) í sektir og endur-
greiðslur, sem er hæsta upphæð
sem einstaklingur hefur greitt í
fjársvikamáli í Bandaríkjunum.
Fyrirtæki Milkens, Drexel,
greiddi 650 milljónir Bandaríkjdala
(rúmlega 35 milljarða ÍSK) í sektir
og endurgreiðslur í desember 1988
og var tekið til gjaldþrotaskipta sl.
sumar.
Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins:
Margaret Thatcher hvött til
að draga sig í hlé með reisn
Lundúnum. Reuter.
NOKKUR áhrifamikil dagblöð í Bretlandi hvöttu í gær Margaret
Thatcher, forsætisráðherra landsins, til að draga sig í hlé með
reisn fremur en að hætta á að bíða ósigur fyrir keppinaut sínum
í leiðtogalqöri breska íhaldsflokksins, Michael Heseltine, fyrrver-
andi varnarmálaráðherra.
Shekhar gat valið milli 60 manna
af þeim 524 sem sitja í neðri deild
indverska þingsins. Stærsti flokkur-
inn á þingi, Kongressflokkurinn,
styður ríkisstjórn Shekhars en eng-
inn ráðherranna er úr fiokknum.
Meðal ráðherra í ríkisstjóminni
eru fyrrverandi embættismaður,
Yashwant Sinha, sem er nú fjár-
málaráðherra og Subramaniam
Swamy, fyrrverandi prófessor við
Harvard-háskóla, sem er nú við-
skiptaráðherra.
Efnahagur Indveija byggir aðal-
lega á landbúnaði en meira en 70%
Búlgaría:
Akæra á hend-
ur Zhívkov
Sófiu. Rcuter.
Ríkissaksóknari i Búlgaríu
segir að senn fari fram réttar-
höld í máli Todors Zhívkovs fyrr-
verandi leiðtoga landsins.
Zhívkov er ákærður fyrir að
hafa sölsað undir sig tugmilljónir
króna af opinberu fé og fyrir að
hafa misnotað vald sitt.
Zhívkov sem er 79 ára gamall
hefur ekki sést opinberlega síðan í
hallarbyltingunni á síðasta ári er
umbótasinnaðir kommúnistar
steyptu honum af stóli. Hann er nú
í stofufangelsi á heimili barnabarns
síns. Um síðustu helgi var það haft
eftir Zhívkov að hann teldi sig aldr-
ei hafa brotið nokkuð af sér og
ákæran á hendur sér væri óhróður
einn.
Breska blaðið
Daily Telegraph,
sem hefur fylgt
Thatcher að mál-
um, sagðist
styðja hana
áfram en viður-
kenndi þó að gild
rök væru fyrir
því að farsælast væri að „Járnfrúin“
drægi sig nú í hlé eftir ellefu ár í
embætti forsætisráðherra. Blaðið
sagði að hún væri „einn mesti for-
sætisráðherra í nútímasögu Bret-
Iands“ og ávítaði þingmenn íhalds-
flokksins harðlega fyrir að auð-
mýkja hana. „Það væri heimskulegt
að viðurkenna ekki að færa má rök
fyrir því að best væri að frú Thatch-
er drægi sig í hlé með reisn á þeirri
forsendu að slíkt væri líklegast til
að skapa einingu innan flokksins.“
Bresku dagblöðin, jafnt til hægri
sem vinstri í stjórnmálunum, voru
sammála um að það hefði verið
mikið áfall fyrir Thatcher að geta
ekki tryggt sér endurkjör í fyrri
umferðinni á þriðjudag. Daily Mirr-
or sagði í risafyrirsögn að tímabært
væri fyrir Thatcher að segja af sér.
í ritstjórnargrein blaðsins sagði að
hún hætti á að flekka minninguna
um fyrri afrek hennar með því að
beijast fyrir því að halda völdunum
án fulls stuðnings flokksmanna
sinna. Meira en þriðjungur þing-
manna íhaldsflokksins greiddi at-
kvæði gegn henni.
Báðir frambjóðendurnir
gagnrýndir
í blöðunum Sun og Daily Star
kom hins vegar fram eindreginn
stuðningur við Thatcher. Þau fóru
hörðum orðum um Michel Hesel-
tine, fyrrverandi varnarmálaráð-
herra sem hefur lengi stefnt að leið-
togaembættinu, og sögðu að frama-
draumar hans gætu haft alvarlegar
afleiðingar fyrir Breta. The Times
lagði áherslu á að Heseltine hefði
rétt með naumindum tekist að knýja
fram aðra umferð og honum bæri
að draga sig í hlé.
í The Independent komu hins
vegar fram efasemdir um dóm-
greind Thatcher vegna þeirrar
ákvörðunar hennar að berjast
áfram þótt valdabaráttan afhjúpaði
djúpstæðan ágreining innan fiokks-
ins um þær aðferðir sem hún beitir
sem leiðtogi og andstöðu hennar
við nánari samvinnu Evrópubanda-
lagsríkja. „Svo lengi sem Thatcher
verður við völd gleyma þingjnenn
íhaidsflokksins ekki þeim lærdómi
sem dreginn var af hinum nauma
sigri í fyrstu umferðinni. Goðsögnin
um að Thatcher sé ósigrandi heyrir
sögunni til,“ sagði Independent.
„Með því að segja af sér, fóma sér
fyrir flokkinn, gæti hún bætt þetta
upp og farið frá með sæmd. Hinn
valkosturinn er lokakafli í æ blóð-
ugri harmleik," bætir blaðið við.
Financial Times tók í sama
streng og sagði að Thatcher ætti
að víkja fyrir samstarfsmanni í
stjórninni, annaðhvort Douglas
Hurd utanríkisráðherra eða John
Major fjármálaráðherra. „Það væri
farsælla að fara frá núna með
sæmd,“ sagði í ritstjórnargrein
blaðsins.
Howe vill ekki í framboð gegn
Thatcher
Áhrifamenn innan íhaldsflokks-
ins beittu sér mjög fyrir því í gær
að annaðhvort Thatcher eða Hes-
eltine drægju sig í hlé. Margir þeirra
eru Heseltine reiðir fyrir að auð-
mýkja Thatcher. Aðrir hafa hætt
stuðningi við hana og segja að tíma-
bært sé að skipta um leiðtoga.
Flestir þeirra vilja að Thatcher víki
fyrir hugsanlegum þriðja frambjóð-
anda, sem minni styrr stæði um,
svo sem Douglas Hurd eða John
Major. Þeir lýstu því báðir yfir á
þriðjudagskvöld að þeir styddu
Thatcher áfram og vildu ekki heyja
baráttu við hana um leiðtogastöð-
una.
Heimildarmaður innan íhalds-
flokksins sagði að sir Geoffrey
Howe, sem sagði af sér embætti
aðstoðarforsætisráðherra nýlega,
kynni að bjóða sig fram gegn
Thatcher. Það leiddi að öllum líkind-
um til klofnings á meðal þeirra sem
greiddu Thatcher atkvæði í fyrstu
umferðinni og gæti orðið til þess
að Heseltine færi með sigur af
hólmi. Howe sagði hins vegar í gær
að hann gæfi ekki kost á sér í ann-
arri umferðinni. Einnig þykir koma
til álita að Thatcher víki fyrir Hurd
eða Major á næstu mánuðum beri
hún sigur úr býtum í leiðtogakjör-
inu.
Heseltine bjartsýnn
Forsætisráðherrann fékk 204
atkvæði í fyrri umferð leiðtoga-
kjörsins á þriðjudag og Heseltine
152. Samkvæmt reglum um kjörið
þurfti hún meirihluta atkvæða og
15% að auki umfram Heseltine til
að ná endurkjöri í fyrstu umferð-
inni. Henni hefði tekist það ef tveir
þeirra, sem greiddu Heseltine at-
kvæði, hefðu stutt hana á þriðjudag.
Heseltine kvaðst í gær búast við
því að margir þeirra, sem studdu
Thatcher í fyrstu umferðinni, legð-
ust á sveif með honum í annarri
umferð. Þá þurfa frambjóðendurnir
aðeins meirihluta til að ná kjöri.
Önnur umferð fer fram á þriðjudag
en tilkynna þarf um framboð fyrir
hádegi í dag.