Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 35
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990
35
-4-
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Skattpíningarstefna
ríkisstjórnar
Olafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, hefur
nú fylgt eftir þeim áformum
sínum og Steingríms Hermanns-
sonar, forsætisráðherra, að taka
upp baráttu fyrir því að hækka
skatta í landinu með tillögugerð
í ríkisstjórn um að taka upp tvö
skattþrep í staðgreiðslukerfi
skatta og leggja sérstakan skatt
á hátekjumenn. Jafnframt hefur
ráðherrann kynnt tillögur
nefndar um skattlagningu fyrir-
tækja, sem sumir forsvarsmenn
atvinnulífsins 'telja að feli í sér
skattahækkun á atvinnulífið,
sem numið geti milljörðum.
Þessar tillögur fjármálaráð-^
herra sýna, að honum og forsæt-'
isráðherra er full alvara með
þeim málflutningi, sem þeir hafa
stundað að undanförnu að
hvetja til skattahækkana. Eins
og kunnugt er mælti Steingrím-
ur Hermannsson með hækkun
skatta á flokksþingi Framsókn-
arflokksins fyrir skömmu.
Ráðherrar Alþýðuflokks og
Borgaraflokks hafa ekki tjáð sig
að ráði um þessi áform Fram-
sóknarmanna og Alþýðubanda-
lagsmanna. Ljóst er þó, að Borg-
araflokkurinn fékk ekki fylgi í
síðustu kosningum til þess að
hækka skatta enda benti mál-
flutningur talsmanna flokksins
þá ekki til þess, að skattahækk-
anir væru á stefnuskrá flokks-
ins. Staða Borgaraflokksins er
mjög veik um þessar mundir en
standi flokkurinn að þeim
skattahækkunum, sem ijár-
málaráðherra hefur lagt til í
ríkisstjórn er ljóst, að frambjóð-
endur Borgaraflokksins eiga
lítið erindi í næstu alþingiskosn-
ingar.
Málflutningur Alþýðuflokks-
ins fyrir síðustu kosningar gaf
heldur ekki vísbendingu um, að
flokkurinn stefndi að miklum
skattahækkunum. Komi það í
Ijós nú, að Alþýðuflokkurinn
samþykki í einu eða öðru formi
skattahækkunartillögur Ólafs
Ragnars Grímssonar er ljóst, að
kjósendur streyma frá flokknum
í næstu alþingiskosningum.
Þegar staðgreiðslukerfi
skatta var tekið upp var lögð
rík áherzla á það, að einungis
yrði um eitt skattþrep að ræða
og það mætti ekki vera of hátt.
Síðan hefur skattaprósentan,
sem tekin er í staðgreiðslukerf-
inu verið hækkuð um rúmlega
Qögur prósentustig. Afleiðingin
af því er sú, að þess verður
mjög vart, að fólk hefur minni
áhuga en áður á því að vinna
t.d. yfirvinnu, sem mjög víða er
þörf á vinnustöðum og ástæðan
er sú, að svo mikið af yfirvinnu-
kaupinu fer beint í skattahít
ríkisstjórnarinnar.
Fari svo að lagður verði sér-
stakur skattur á hátekjumenn,
eins og Ólafur Ragnar Grímsson
hefur lagt til er auðvitað ljóst,
að þeir, sem fyrir því verða
munu leita allra hugsanlegra
leiða til þess að komast hjá þeim
skattgreiðslum og þar með er
ríkisvaldið að ýta undir skatt-
svik. Á öðrum Norðurlöndum
hefur -skattaprósentan verið
mjög há og hefur leitt til þess,
að ijölmargir hálaunamenn hafa
flutt úr landi, ekki sízt frá
Svíþjóð, þar sem þeir telja skatt-
heimtuna svo óréttláta, að ekki
verði við hana búið. Nú er stefn-
an á Norðurlöndum, þ. á m. í
Svíþjóð, að lækka þessa skatta
á sama tíma og fjármálaspek-
ingar ríkisstjórnarinnar leita
allra leiða til þess að hækka
skatta.
Geri núverandi ríkisstjórn al-
vöru úr því að beita þingstyrk
sínum til stórfelldrar skatta-
hækkunar, hvort sem er á ein-
staklinga eða fyrirtæki er alveg
ljóst, að skattpíning verður eitt
helzta baráttumálið í þeim þing-
kosningum, sem framundan eru.
Þessi þjóð er búin að fá nóg af
skattpíningu. Þessi þjóð er búin
að fá nóg af duglausum stjórn-
málamönnum, sem hafa ekki
einu sinni haft uppi tilburði til
þess að taka á vanda ríkisút-
gjalda með því fyrst að stöðva
aukningu þeirra og síðan að
skera þau niður.
Skattgreiðendur í landinu
eiga að sýna samtakamátt sinn
og taka upp harða baráttu gegn
skattpíningarstefnu núverandi
ríkisstjórnar. Skattgreiðendur
eiga ekki að láta ríkisstjórnina
komast upp með að skipta skatt-
greiðendum í tvær fylkingar
hátekjumanna og millitekju-
fólks. Það sem snýr að hátekju-
mönnum í dag mun snúa að
fólki með meðaltekjur á morgun.
í ríkisgeiranum hefur sóun
og bruðl viðgengist árum og
áratugum saman og aldrei meira
en hin síðari ár. Þetta vita þeir
bezt, sem sitja við fjármálastjórn
ríkisins. Þá skortir hins vegar
bersýnilega kjark til þess að
takast á við þennan vanda. Þá
er það kjósenda að gefa öðrum
tækifæri til að sýna, hvort þeir
hafi meiri dug og meiri kjark.
Hugmyndir um skattahækkanir fjármálaráðherra á fyrirtæki;
Raungengishækkun og skatta-
álögur stefna þjóðfélaginu í hættu
- segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins
EINAR Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, segii
að með fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar í skattamálum á árinu 1991
ýg fyrirsjáanlegri raungengishækkun sem þrengja muni verulega.ai
íslenskri framleiðslu, sé verið að sníða framleiðslunni svo þröngan stakh
að það stefni ekki aðeins þjóðarsáttinni í hættu heldur þjóðfélaginu
heild. Hann segir að áform ríkisstjórnarinnar feli í sér rúmlega tveggji
milljarða króna raunhækkun á sköttum atvinnulífsins á árinu 1991.
„Við erum einmitt á þessum tíma-
punkti að fjalla um starfsumhverfi
framleiðslunnar og samkeppnisiðn-
aðarins, og í því sambandi höfum
við verið í viðræðum við stjórnvöld,
en það er tvennt sern skelfir okkur
í þessu sambandi. í fyrsta lagi er
gert ráð fyrir því í þjóðhagsáætlun
að verðbólga hér á landi verði mun
meiri en í OECD-ríkjunum, eða 7-8%
á meðan OECD reiknar með 5%. Þá
er reiknað með einhveijum hagvexti
í OECD-ríkjunum, en það er hins
vegar engin ástæða til að gera ráð
fyrir hagvexti á íslandi. Þetta eitt
mun á næsta ári orsaka raungengis-
hækkun, sem þrengir að íslenskri
framleiðslu. í öðru lagi getum við
ekki lesið annað út úr fyrirætlunum
ríkisstjómarinnar í skattamálum fyr-
ir 1991, hver svo sem markmiðin eru
hjá þessari ágætu fyrirtækjaskatta-
nefnd, en að stefnt sé að verulegri
raunhækkun á sköttum atvinnu-
rekstrarins. Þegar þetta bætist við
raungengishækkunina, þá teljum við
að það sé verið að sníða framleiðsl-
unni svo þröngan stakk að hrein vá
sé fyrir dyrum. Að okkar mati er
þarna gengið út frá því að settar
verði meiri byrðar á íslenska fram-
leiðslu og samkeppnisiðnað en þekk-
ist hjá nokkrum stjómvöldum í
Vestur-Evrópu," sagði Einar Oddur.
„Samkvæmt tillögum nefndarinn-
ar verður hækkun á launagjöldum
að minnsta kosti 1.300 milljónir,
hafnargjöld, sem er nýr skattur,
verða 560 milljónir, og miðað við
fyrirliggjandi tillögur varðandi tekju-
skattinn er fyrirsjáanleg vemleg
raunskattahækkun. Heimild til að
leggja 15% af hagnaði í fjárfestingar-
sjóði er lögð niður, og þó jaðarinn á
tekjuskatti sé lækkaður úr 50% í
45%, þá er lækkunin á verðbólgu á
milli ára svo mikil að þetta getur
ekki þýtt annað en raunskattahækk-
un. Þama erum við með rúmlega 2
milljarða í auknum álögum til viðbót-
ar þeirri staðreynd að við emm á
næsta ári með hærri verðbólgu en í
nágrannalöndunum, sem þýðir um
4%^ raungengishækkunn.
í tillögum nefndarinnar er gert ráð
fyrir að aðstöðugjald verði lagt nið-
ur, en sambærilegur skattur er
hvergi til í öðrum löndum. Við höfum
hins vegar enga trú á að það verði
gert, þrátt fyrir sífellda rauntekju-
hækkun sveitarfélaganna, en við
höfum reiknað það út að á þessum
áratug hefur raunhækkun tekna
sveitarfélaganna verið 19,7% meiri
en aukning á vergri þjóðarfram-
leiðslu, og það út af fyrir sig er al-
veg skelfilegt.
Launaskatturinn og þessar álögur
verða búin að orsaka að minnsta
kosti 0,6% vísitöluhækkun í maí á
næsta ári og annað eins fylgir í kjöl-
farið um haustið. Þetta setur ekki
aðeins þjóðarsáttina í hættu heldur
allt þjóðfélagið í heild, því það er
verið að ofgera atvinnulífinu með því
að leggja byrðar á framleiðsluna sem
hún getur ekki staðið undir,“ sagði
Einar Oddur Kristjánsson.
Sprengir rauða strikið í maí
„I þessum tillögum eru menn að
tala um einhver fögur framtíðarheit,
en hins vegar eru frumaðgerðirnar
stórfelld skattahækkun á íslenska
atvinnuvegi, og launaskattarnir sem
þarna eru boðaðir munu örugglega
sprengja rauða strikið í kjarasamn-
ingunum í maí á næsta ári. Þetta
er bara tilraun til að klóra eitthvað
upp í stjórnlausan vöxt ríkisút-
gjalda," segir Víglundur Þorsteins-
son, formaður Félags íslenskra iðn-
rekenda.
„Fljótt á litið sýnist mér að í þessu
séu fólgnir rúmlega tveggja milljarða
viðbótarskattar á íslenskt atvinnulíf
á árinu 1991, og ég sé ekki betur
en að menn séu að ná því að íslenskt
atvinnulíf verði með langhæstu
skatta í OECD-löndum. Skattaþyng-
ingin í iðnaði er nýr launaskattur
upp á 1,25%, sem er hrein tekjuöflun
í ríkissjóð, og breytingamar á tekjus-
köttunum era umtalsverðar skatta-
hækkanir. Núverandi tekjuskatts-
prósenta er 50% í eftirágreiddum
skatti, og vegna hjaðnandi verðbólgu
myndi ríkissjóður frá óbreyttar raun-
tekjúr af tekjusköttum fyrirtækja
með 45% tekjuskatti. Síðan ætlar
ríkissjóður að leggja niður fjárfest-
ingarsjóðsheimildina í atvinnulífinu,
og ef tekið væri tillit til þessa hvors
tveggja þá ætti tekjuskatturinn að
fara niður fyrir 40% á næsta ári, en
ríkissjóður ætlar að taka 45%. Mér
sýnist því að tekjuskattshækkunin í
atvinnulífinu á næsta ári verði að
raungildi um 10-12%,“ sagði
Víglundur.
„Þessar fyrirætlanir sýna það
skýrt og ákveðið að allt tal íslenskra
stjórnmálamanna um aðlögun
íslensks atvinnulífs að nýjum mark-
aði í Evrópu og þeirri þróun sem þar
á sér stað, er innantómt hjal. Það
er ekkert að marka það,“ sagði hann.
Fer beint út í verðlagið
„Við eram í sjálfu sér ekki á móti
því að þessi launatengdu gjöld séu
samræmd, enda er það stefna Versl-
unarráðsins að starfsskilyrði at-
vinnuveganna eigi að vera jöfn, en
við erum á móti því að það eigi að
nota þessar breytingar til að ná inn
800 milljónum króna í viðbót í ríkis-
sjóð, en þar til viðbótar á að leggja
sérstakt álag á iðgjaldsstofninn, sem
á að Sskila öðram 800 milljónum.
Þarna á því að hækka álögur á fyrir-
tæki um 1.600 milljónir ogþað finnst
manni afar óeðlilegt að gera,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs Islands.
„Þetta kemur fram í kostnaði fyr-
irtækjanna og mun þegar upp er
staðið fara beint út í verðlagið, en
þetta virkar eins og eitt prósent í
virðisaukaskatti. Þá er með því að
leggja niður heimild til að leggja 15%
af hréinum hagnaði í fjárfestingar-
sjóð verið að hækka skattbyrði fyrir-
tækja um 570 milljónir, og samtals
er því verið að þyngja skatta á at-
vinnulífið um tæpa 2,2 milljarða. Það
er ljóst að þetta kemur til með að
hafa mjög óheppileg áhrif á allar til-
raunir til að komast út úr þeim erfið-
leikum sem við erum í í dag,“ sagði
hann.
Tillögurnar útúrsnúningnr
„Þessi skattheimta sem þama er
verið að leggja til að tekin verði upp
finnst okkur vera með öllu tilefnis-
laus og hreinn útúrsnúningur á með-
an við erum nánast í vandræðum
með að koma skipum á sjó vegna
þess hve olía er orðin dýr,“ segir
Kristján Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, um tillögur fyrirtækja-
skattanefndar fjárrnálaráðhetra.
„Það nær engu tali að á sama tíma
og þessi ríkisstjóm hefur verið að
koma upp atvinnutiyggingarsjóði og
hlutaijársjóði til að bjarga fyrirtækj-
um í útflutningsgreinum, þá á að
fara að skattleggja þessa sömu aðila
þegar kemur að því að fara_að borga
eitthvað af þessum lánum. Árið 1973
var launaskattur af launum sjó-
manna afnuminn vegna þess að þá
þótti eðlilegt að hráefni fiskvinnsl-
unnar yrði undanþegið launaskatti,
og árið 1988 var launaskattur af
fiskvinnslu og samkeppnisiðnaði af-
numinn til að bæta hag útflutnings-
greina. Nú er hins vegar talað um
að taka aftur upp launaskatt á tekj-
ur sjómanna og fiskvinnslufólks til
einhverrar jöfnunar við verslun og
þjónustu, og finnst mér menn hafa
verið fljótir að gleyma því af hveiju
þetta var lagt niður á sínum tíma
og hver staðan í þessum greinum er
núna,“ sagði Kristján.
„Þá er einnig verið að tala um
hafnarskatt upp á 560 milljónir, sem
engin útfærsla fæst á. Sjávarútvegs-
ráðherra hefur marglýst því yfir að
sá skattur muni ekki leggjast á út-
gerðina eða útflutningsgreinar, en
ijármálaráðherra heldur því hins
vegar fram að þetta verði skattur
fyrir að nota þjónustu hafna. Það
greiðum við hins vegar fyrir í sjálfu
sér með aflagjaldi upp á 0,85% af
aflaverðmæti. Þá er verið að tala um
að lækka tekjuskattshlutfall, en á
móti á að leggja niður heimild til að
leggja 15% af hagnaði í fjárfestingar-
sjóð, sem er mjög æskilegt að geta
gert í útgerðinni vegna mjög breyti-
legs árferðis. Ég tel það því vera
mjög öndvert við þessa grein að
leggja þessa heimild niður.“
Leiðirtil hækkaðs
búvöruverðs
„Þessar tillögur hafa ekki verið
kynntar okkur, en mér sýnist þær
bæði hafa jákvæðar og neikvæðar
hliðar," sagði Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsambands bænda.
„Ég tel það mjög jákvætt skref
að ætla að fella niður aðstöðugjald
vegna þess að uppsöfnunaráhrif þess
hafa verið mjög slæm í landbúnaði,
og það ætti að byrja á því að losa
okkur við það. Við höfum oft bent á
það að aðstöðugjaldið leggst á að-
föng og framleiðsluferilinn á mörg-
um stöðum, þannig að miðað við inn-
flutta vöru vegur það allt að 6% í
verðinu. Það er hins vegar spurning
hvort rétt sé að leggja á ákveðið
grunngjald sem leiða muni til veru-
legrar hækkunar á búvöraverði á
sama tíma og við eram með miklu
hærri matarskatt en í nágrannalönd-
unum, og reyndar tel ég það alveg
fráleitt. Þá mun þessi skattlagning
íþyngja einstaklingsrekstri og skapa
fríðindi fyrir stórrekstur, en það tel
ég ekki rétta stefnu þar sem landbún-
aðurinn er allur saman rekinn sem
lítill atvinnurekstur einstaklinga.“
Morgunblaðið/Rúnar Þór
VETRARSÓL Á AKUREYRI
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HELGI BJARNASON
600-700 milljónir króna
færðar á milli fjölskyldna
Á BILINU 9-10 þúsund fram-
teljendur gætu þurft að greiða
hátekjuskatt sem Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra
leggur til að tekinn verði upp á
næsta ári, miðað við þær upplýs-
ingar hans að 5% framteljenda
hafi 300 þúsund kr. í Iaun á
mánuði. Hugmynd hans er að
hátekjuskatturinn verði 8% af
launum umfram 300 þús. Ein-
staklingur sem er með 350 þús.
á mánuði greiði þannig 4 þús.
kr. meira á mánuði en nú er, eða
alls 48 þúsund kr. á ári.
Ráðherra reiknar með að inn-
heimtar verði 400 milljónir í há-
tekjuskatt og að skatturinn verði
notaður til að greiða húsaleigubæt-
ur. Samkvæmt því er skattstofn-
inn, þ.e. laun umfram 300 þúsund
á mánuði, samtals 5 milljarðar.
Ráðherra leggur einnig til að
200-300 milljónir verði færðar frá
hátekjufólki til lágtekjufólks með
breytingum á bamabótum. í tillög-
unum er því gert ráð fyrir að í
heild verði 600-700 milljónir kr.
færðar á milli fjölskyjdna með
skattkerfisbreytingum. ítrekað er
að þetta eru aðeins tillögur, sem
fjármálaráðherra hefur lagt fyrir
ríkisstjóm. Fyrstu viðbrögð sam-
ráðherra hans og fleiri benda til
að tillögurnar verði að breytast ef
þær eiga að ná lengra en á borð
ríkisstjórnarinnar.
Erfitt að beita
staðgreiðslukerfinu
Fjármálaráðherra hefur aðeins
kynnt lauslegar hugmyndir um
hátekjuskattinn og tæknileg út-
færsla hans er óljós. Það liggur
t.d. ekki fyrir hvernig hjón og sam-
býlisfólk verður skattlagt. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins er ekki hugmyndin að hjón
geti haft samtals 600 þús. á mán-
uði án þess að greiða hátekjuskatt,
heldur mun lægri flárhæð, t.d. 450
þús. kr. Þá eru ýmis framkvæmda-
atriði óljós, til dæmis innheimta
staðgreiðslu hjá hjónum og þegar
launþegi þiggur laun frá fleiri en
einum launagreiðanda. í fljótu
bragði er ekki hægt að sjá að stað-
greiðslukerfið nýtist við innheimtu
nema hlúta hátekjuskattsins.
Ef tekið verður upp hátekju-
mark, eins og Ólafur Ragnar legg-
ur nú til, er það grundvallarbreyt-
ing á þeirri hugsun sem lá til
grandvallar staðgreiðslunni; að
hafa aðeins eitt skattþrep og fram-
kvæmdina eins einfalda og mögu-
legt er. Þó má segja að í raun séu
nú tvö skattþrep sem skiptast við
frítekjumark persónuafsláttarins.
Nú eru um það bil fyrstu 55 þús.
kr. mánaðartekjur einstaklinga
skattlausar en síðan eru tekin tæp
40% af því sem umfram er, sama
hvað tekjurnar eru háar. Sam-
kvæmt tillögu ijármálaráðherra
myndu laun yfir 300 þúsund fara
í sérstakt hátekjuþrep, um 48%.
Hátekjuskatturinn leggst þó aðeins
á þann hluta launanna sem fer
yfir 300 þúsund.
Einstaklingur með 350 þúsund
kr. mánaðarlaun þarf að greiða
4.000 kr. hátekjuskatt á mánuði
og samtals 48 þúsund á ári, nái
tillögur fjármálaráðherra fram að
ganga. Maður með 400 þúsund kr.
laun þarf að greiða 8 þúsund á
mánuði, samtals 96 þúsund á ári
og maður með 500 þúsund króna
mánaðarlaun þarf að greiða 16
þúsund kr. hátekjuskatt á mánuði,
samtals 192 þúsund kr. viðbótar-
skatt á ári.
Margir sjómenn fá
hátekjuskatt
Erfitt er að átta sig á hvaða
þjóðfélagshópar muni helst lenda í
hátekjuskattinum. Ekki er hægt
að notast við flokkun framteljenda
eftir starfstéttum, hún er. löngu
úrelt.
Sjómenn eru með tekjuhæstu
stéttum. í yfirliti Þjóðhagsstofnun-
ar um tekjuþróun og tekjudreifingu
á árinu 1989 kemurfram að meðal-
laun sjómanna (með 274 lögskrán-
ingardaga eða fleiri) voru rúmlega
2,4 milljónir árið 1989. Framreikn-
að til verðlags í dag eru laun þeirra
rúmlega 220 þúsund kr. á mánuði.
Alls voru 3.800 sjómenn í þessum
hópi og má búast við að eitthvað
á annað þúsund sjómenn þurfi að
greiða hátekjuskattinn.
Húsnæðisbætur að
hámarki 7.500 kr.
Fjármálaráðherra ætlar að nota
tekjurnar af hátekjuskattinum til
að greiða sérstakar húsaleigubætur
til lágtekjufólks. Raunar boðaði
ríkisstjórnin húsaleigubæturnar í
fjárlagafrumvarpi næsta árs sem
nú er til meðferðar á Alþingi. Sam-
kvæmt því sem Morgunblaðið
kemst næst er hugmynd ijánnála-
ráðherra að bætumar verði mis-
munandi eftir fjölskyldugerð, þær
verði reiknaðar út frá húsaleigu-
gjöldum með ákveðnu þaki, en
verði tekju- og eignatengdar og
með hámarki. Ekki hefur tekist að
afla upplýsinga um það við hvaða
tekju- eða eignamark bæturnar
byrja að skerðast. Talið er að rúm-
lega tíu þúsund fjölskyldur geti
notið húsaleigubótanna, liðlega
helmingur þeirra ijölskyldna sem
búa í leiguhúsnæði. Er miðað við
að þeir sem greiða minnstu leiguna
eða hafa hæstu launin eða eigi
miklar eignir, verði ekki í þeim
hópi. Rætt er um að formið á húsa-
leigubótum verði svipað vaxtabót-
unum sem greiddar eru í gegn um
skattakerfið vegna vaxtagjalda
íbúðakaupenda. Húsaleigubæturn-
ar mætti þó greiða út tvisvar á
ári, og hefur verið rætt um 1. maí
og 1. september í því sambandi.
Einhleypingar era stærsti hluti
leigjenda og gæti um það bil helm-
ingur bótanna gengið til þeirra.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er rætt um að meðalbætur
einhleypinga verði 2.250 krónur á
mánuði (27 þúsund á ári), ein-
stæðra foreldra 6.250 kr. (75 þús-
und á ári), barnlausra hjóna 1.500
kr. (18 þúsund á ári) og hjóna með
börn 3.000 krónur á mánuði (36
þúsund á ári). Hámarksbætur á
mánuði gætu verið 7.500 hjá
bamafólki, bæði einstæðum foreld-
rum og hjónum, 6.000 hjá barn-
lausum hjónum og 4.000 hjá ein-
staklingum. Rætt er um að lág-
marksleiga verði 20% af tekjum en
hámarksleiga til útreiknings hús-
næðisbóta 30 til 40 þúsund á mán-
uði eftir ijölskyldugerð.
Almennar barnabætur
lækkaðar?
Þriðja atriðið í tillögum fjármála-
ráðherra um breytingar á skatta-
kerfinu lýtur að barnabótum. Vill
hann auka jöfnuð, eins og hann
orðar það, í barnabótakerfinu með
því að minnka barnabætur sem
greiddar era hátekjufólki og auka
þær hjá láglaunafólki. Rætt er um
að færa 200-300 milljónir á milli
fjölskyldna með þessum hætti.
Ráðherra gerir ekki beinar tillög-
ur um framkvæmd þessara breyt-
inga en samkvæmt upplýsingum
blaðsins bendir ráðuneyti hans á
tvær útfærslur. Það er talið koma
til greina að lækka almennar
barnabætur og nota peningana sem
við það sparast til að hækka barna-
bótaauka sem er tekju- og eigna-
tengdur. Hin leiðin er að fella niður
barnabætur þeirra sem eru með
yfir 300 þúsund krónur í tekjur á
mánuði og nota peningana til að
hækka barnabótaaukann.
Skýrsla um fjármál Hafnarfjarðar 1989:
663 millj. ráðstaf-
að umfram heimildir
MIKLAR umræður urðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þriðjudag
um skýrslu um ársreikninga bæjarins 1989, sem Páll V. Daníelsson
vann, annar kjörinna skoðunarmanna reikninga bæjarins. I skýrsl-
unni er hörð gagnrýni á fjármálastjórn bæjarins árið 1989 og með-
ferð reikninga bæjarsjóðs, Páll segir embættismenn bæjarins hafa
ráðstafað um 2/7 hlutum rekstrarútgjalda án heimilda. Hann segir:
„Umframeyðsla í rekstri og fjárfestingum samkvæmt ársreikningi
er 356 millj. króna og lántaka umfram heimildir 307 millj. króna
eða fjármunaráðstafanir umfram heimildir bæjarstjórnar 663 millj.
króna.“ Bæjarfulltríiar meirihluta Alþýðuflokksins gagnrýna Pál
harðlega fyrir skýrsluna og hún er sögð umbúnaður um persónuleg-
ar árásir á embættismenn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýstu fyllsta
trausti á Pál og störf hans.
í skýrslu Páls kemur fram að
tekjur bæjarsjóðs hafi verið áætl-
aðar 1006,2 milljónir króna 1989,
en hafi orðið 1.184,9 milljónir.
Tekjur umfram áætlun hafi því
orðið 178,7 milljónir króna, eða
17,8%. Rekstrargjöld voru áætluð
739.1 milljón króna, en urðu
1.033,1 milljón, mismunur 294
milljónir, eða 39,8%. Þetta segir
Páll benda til þess að aðhalds hafi
ekki verið gætt.
Páll segir fjármagnskostnað
hafa farið algerlega úr böndum
miðað við áætlun. Hann var áætl-
aður 51,6 milljón króna, en varð
210.2 milljónir. „Það er ljóst að
þessi mikli fjármagnskostnaður
orsakast al lántökum langt um-
fram það sem heimilað er í fjár-
hagsáætlun og mikið af lánum.eru
fengin á almennum verðbréfa-
markaði og skuldabréf bæði í eigu
bæjarsjóðs og þar sem bærinn hef-
ur tekið skuldabréfalán hafa verið
seld með afföllum og lánin eru því
dýr,“ segir Páll. Þá kemur fram
að færslufjöldi vanskilavaxta hafi
verið um 1.600, sem bendi til þess
að ekki hafi verið hægt að greiða
fjölda almennra reikninga á réttum
tíma.
„Ekki verður hjá því komist að
gera nánari grein fyrir tekjufærslu
upptöku- og gatnagerðargjalda, en
mjög háar upphæðir eru bókaðar
á tímabilinu 22-31. desember,“
segir Páll og gagnrýnir að 104,4
milljónir króna skuli þannig tekju-
færðar, þar sem lóðaúthlutanir að
baki þeirri upphæð hafi farið fram
í desember og lóðahafar hafi haft
frest fram í janúar að staðfesta
úthlutun. Því hafi skuldin við bæ-
inn ekki verið fyrir hendi. „Ég lít
svo á að hér sé um offærðar tekjur
að ræða því þær verði alls ekki til
fyrr en á árinu 1990,“ segir hann.
Nýjar lántökur bæjarins urðu
471.3 milljónir króna og fóru 307,4
milljónir umfram heimildir í áætl-
un. Páll gagnrýnir sérstaklega lán
vegna kaupleiguíbúða, 84 milíjónir,
tekið hjá Fjárfestingarfélaginu.
Hann segir féð ekki hafa verið
notað til kaupleiguíbúða, heldur
tekið inn í bæjarsjóð og nýtt af
honum, „samanber skuld bæjar-
sjóðs að upphæð 80,2 millj. kr. við
kaupleiguíbúðirnar. Ég tel að hér
sé um alvarlega misnotkun á fjár-
munum kaupleiguíbúðanna að
ræða.“
Páll gagnrýnir harðlega ýmsar
greiðslur til æðstu embættismanna
bæjarins. Þar á meðal yfirvinnu
umfram heimildir, 327 þúsund
krónur til bæjarstjóra, 217 þúsund
til bæjarritara og 426 þúsund til
ijármálastjóra. Páll segir bæjarráð
hafa samið við þessa yfirmenn um
launakjör, þar á meðal fastan
fjölda yfirvinnustunda. „Frekari
yfii’vinnugreiðslur lít ég á sem
óheimilar nema til komi sérstök
samþykkt bæjarráðs,“ segir hann.
Þá gagnrýnir hann að sömu mönn-
um hafi verið greitt orlof á bíla-
styrk, risnu og nefndarlaun, sem
ekki tíðkist með aðra starfsmenn.
„Ofreiknuð orlofslaun verður því
skilyrðislaust að endurgreiða,“
segir hann. Þá segir hann: „Mér
finnst það ámælisvert hvernig fyrr-
nefndir yfirmenn hafa, að því er
virðist, stutt hvern annan í því að
fá greiðslur umfram umsamin
laun.“
í lok skýrslunnar lýsir Páll
áhyggjum af versnandi stöðu bæj-
arsjóðs. 1986 hafi veltufjárhlutfall
verið 1,30, það hafi breyst mjög
til hins verra árið 1989 og orðið
1,06. „Sé tekið tillit til þess að
192,9 millj. kr. af skuld ríkissjóðs
eigi að teljast til langtímakrafna
þá er veltufjárhlutfallið komið nið-
ur í 0,76. Skýrir það vel greiðslu-
erfiðleika bæjarins og miklar drátt-
arvaxtagreiðslur af almennum
reikningum,“ segir hann.
Að lokum gagnrýnir Páll að
þrátt fyrir ítrekaðar skriflegar fyr-
irspurnir um ýmis atriði til emb-
ættismanna bæjarins, hafi svör
ekki borist „og hlýt ég að álykta
sem svo að bæjarstjóri leyfi sér
að hlíta ekki þeim fyrirmælum
bæjarráðs að framfylgja lögum um
upplýsingaskyldu til kjörins skoð-
unarmanns bæjarreikninga."
Skotgrafahernaður
Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokks sagði undarlegt að
þessi skýrsla kæmi fram nú, fjór-
um mánuðum eftir að reikningar
ársins 1989 hefðu verið samþykkt-
ir og hefðu þeir þá fengið ítarlega
umræðu. Hann las samþykkt bæj-
arráðsfundar 15. nóvember og
sagði síðan bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokks ekki mundu taka frekari
þátt í umræðum.
í samþykkt meirihluta bæjar-
ráðs segir að „stóryrtar ásakanir
og alvarlegar aðdróttanir Páls í
garð æðstu embættismanna bæjar-
ins eigi ekki við rök að styðjast.
Bæjarráð lýsir yfir að þessu gefna
tilefni fyllsta trausti á embættis-
menn bæjarins og verkum þeirra.“
Þá er undirstrikað að bæjarstjórn
hafi samþykkt og afgreitt árs-
reikninga bæjarsjóðs fyrir árið
1989 og bæjarendurskoðandi einn-
ig afgreitt þá af sinni hálfu. Engar
nýjar upplýsingar eru sagðar koma
fram í skýrslu Páls, „skýrslan er
því aðeins umbúnaður um persónu-
legar árásir á embættismenn."
Þá segir: „Bæjarráð vill að þessu
gefna tilefni leggja þunga áherslu
á að hlutverk skoðunarmanna sem
bæjarstjórn kýs árlega, er ekki að
leggjast í lágkúrulegar pólitískar
árásir gegn einstaklingum né held-
ur almennt pólitískan skotgrafa-.
hernað gegn ríkjandi meirihluta
bæjarstjórnar eins og skýrsla Páls
ber með sér. Slíkt hlýtur að rýra
umtalsvert vægi viðkomandi sko I-
unarmanns við hans mikilvægu og
lögbundnu verkefni.“
í umræðunum röktu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins efni hennar lið
fyrir lið og sagði Jóhann G. Berg-
þórsson að hún sýndi, að meðferð
fjármála bæjarins væri með þeim
hætti, að ekki yrði hjá því komist
að kæra til félagsmálaráðuneytis-
ins. Þorgils Óttar Mathiesen bar
fram tillögu um að framangreindir
embættismenn skyldu endurgreiða
greiðslurnar, sem fjallað er um í
skýrslu Páls og hann bar einnig
fram fyrirspurn, þar sem hann
óskaði eftir afriti af starfssamning-
um þeirra. Tillögunum var vísað
frá með atkvæðum meirihlutans.
Tillaga meirihlutans, þar sem
efni skýrslunnar er hafnað, var
samþykkt í lok umfæðnanna.