Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 37

Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 37 Félag íslenskra fræða: Rannsóknir Einars Pálssonar FÉLAG íslenskra fræða heldur opinn fund í Skólabæ á horni Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs í dag, fimmtudaginn 22. nóvemb- er, kl. 20.30. Einar Pálsson segir á þessum fundi frá upphafi rannókna sinna. Einar er vel þekktur fyrir bækur um rætur íslenskrar menningar og fjallar sú nýjasta um Egilssögu Skallagrímssonar. ■ DÚÓIÐ Possibillies heldur útgáfutónleika í Islensku Oper- unni í dag fimmtudaginn 22. nóv- ember í tilefni af nýútkominni plötu þeirra sem ber heitið Töframaður- inn frá Riga. Dúóið Possibillies skipa Jón Ólafsson, Stefán Hjör- leifsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem er þriðji maður. Þeim til halds og trausts verða hljómsveitin Ný Dönsk, Stefán Hilmarsson og stórhljómsveit skip- uð þekktum tónlistarmönnum. Tón- leikarnir hefjast stundvíslega kl. 21.00. Einar Pálsson ■ HELGINA 24. og 25. nóvem- ber verða haldin í Reykjavík tvö námskeið. Fyrra námskeiðið fjallar um Stjörnuspeki og heilun en það síðara um Leiðsögn — leið til sjálfs- hjálpar. Fyrirlesari og leiðbeinandi á námskeiðunum verður Marilyn Allen frá Englandi. Hún hefur unn- ið við stjörnuspeki og heilun í mörg ár og er um þessar mundir að setja fram nýjar kenningar og þróa sínar eigin aðferðir í stjörnuspeki. Gjald fyrir hvort hámskeiðið er kr. 1.850. Námskeiðin verða haldin í fundar- herbergi Rósakrossreglunnar í Bolholti 4, 4. hæð. Túlkur verður á námskeiðunum en þau fara fram á ensku. (Fréttatilkynning) FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 21. nóvember. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 121,00 77,00 103,68 50,398 5.225.422 Þorskur(ósL) 108,00 78,00 92,46 4,621 427.238 Ýsa 104,00 76,00 92,20 14,092 1.299.253 Ýsa (ósl.) 94,00 76,00 82,16 4,502 369.862 Karfi 50,00 43,00 46,22 14,383 664.734 Ufsi 56,00 20,00 43,20 12,650 546.533 Steinbítur 59,00 57,00 57,95 5,827 337.619 Blandað 30,00 27,00 27,20 0,457 12.429 Blandað 24,00 ?0,00 20,55 1,708 35.100 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,021 420 Keila 27,00 24,00 24,37 1,263 30.780 Langa 54,00 44,00 50,37 3,961 199.473 Lúða 455,00 140,00 342,07 0,711 243.215 Lýsa 36,00 30,00 32,01 0,718 22.980 Skata ' 105,00 105,00 105,00 0,037 3.885 Skarkoli 48,00 20,00 20,88 0,860 17.956' Skötuselur 260,00 100,00 225,71 0,105 23.700 Undirmál 80,00 29,00 62,36 1,295 80.761 Samtals 81,13 117,607 9.541.361 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 117,00 68,00 95,46 36,990 3.531.196 Ýsa 99,00 28,00 82,91 26,375 2.186.909 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,193 2.895 Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,005 500 Skata 50,00 50,00 50,00 0,014 700 Gellur 270,00 270,00 270,00 0,021 5.670 Lúða 420,00 300,00 350,59 0,606 212.281 Keila 39,00 6,00 25,21 8,352 210.574 Ufsi 79,00 15,00 42,02 26,011 1.093.080 Steinbítur 65,00 47,00 50,46 0,641 32.347 Lýsa 30,00 10,00 23,59 0,156 3.680 Langa 67,00 10,00 58,33 5,182 302.283 Karfi 49,00 44,00 46,38 0,315 14.610 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,010 50 Samtals 72,44 104,871 7.596.775 Selt var úr Hrungni GK, Hauk GK og dagróðrabátum. Á morgun verður selt úr dagróðrabátum. Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síðustu tíu vikur, 11. sept. - 20. nóv., dollarar hvert tonn Góður sigur vannst gegn Spánverjum 4. umferð Olympíuskákmótsins í Novi Sad ___________Skák_______________ Karl Þorsteins ÍSLENSKA skáksveitin vann góðan sigúr á Spánverjuni í fjórðu uinferð Ólympíumótsins í Novi Sad. Lokatölur viður- eignarinnar urðu 2 vinningur gegn 1 vinningi Spánverja. Eft- ir fjórar umferðir á mótinu er islenska sveitin í 27.-39. sæti á mótinu með 9 vinning. Sveitir Bandaríkjann'a og V-Þýska- lands eru efstar með 13 vinn- inga og sovéska sveitin er þriðja í röðinni ineð 12 vinn- inga. A mótinu verða tefldar 14 umferðir samkvæmt Monrad-kerfi þannig að staðan núna veitir vitaskuld takmark- að gildi um líklega þróun á mótinu. 4. umferð: Island — Spánn 2-1 Helgi Ólafsson — Illescsas 0-1 Margeir Pétursson — Fernandez 1 -0 -Héðinn Steingrímsson — Romero Björgvin Jónsson ~ Magem 1-0 Báðum varamönnum íslenska liðsins var stillt upp í viðureign- inni gegn Spánverjum. Sú ákvörð- un reyndist happadrjúg, því Héð- inn og Björgvin mættu báðir mjög ákveðnir til leiks. Spánverjar eru engir aukvisar á skáksviðinu með stórmeistara og sterka alþjóðlega meistara í sveitinnj. Samt máttu þeir prísa sig sæla að tapa aðeins með minnsta mun. Helgi Ólafsson tefldi á fyrsta borði gegn stórmeistaranum II- lescas með svörtu. Upp kom drottningarindversk vörn og stað- an var í jafnvægi þegar Helga urðu á slæm mistök sem leiddu til tapaðrar stöðu. Margeir Pétursson tefldi ensk- an leik af miklu öryggi gegn stór- meistaranum Fernandez á öðru borði og vann góðan sigur í 42 leikjum. A þriðja borði átti Héðinn Steingrímsson í höggi við Ro- mero. Romero þessi er sterkur alþjöðlegur meistari með 2475 ELO-skákstig. Skákstíll hans er mjög hvass en það hafði engin áhrif á Héðin sem náði undiitök- unum í miðtaflínu og síðan vinn- ingsstöðu. í tímahrakinu yfirsást honum snjall möguleiki andstæð- ingsins sem tryggði Romero þrá- skák. Björgvin Jonsson kom inn á í fyrsta skipti á mótinu og hafði hvítt á fjórða borði. Andstæðingur hans beitti Caro-Kann-vörn held- ur óhönduglega. Björgvin tefldi af mikilli grimmd, hann náði lield- ur þægilegri stöðu eftir bytjunina sem hann bætti hægt og sígandi eins og sjá má í skákinni hér á eftir. Styrkur varnarmannanna kom vel í ljós í þessari umferð. Hlut- verki sínu skiluðu þeir með mikl- um ágætum og af taflmennskunni gegn Spánveijuni að dæma er óhætt að treysta þeim gegn hvaða andstæðingum sem er. Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Magem Caro-Kann-vörn 1. e4 - cfi 2. d4 - d5 3. Rc3 - dxe4 4. Rxe4 — Gf5 5. Rg3 — Bg6 6. Rf3 - Rd7 7. h4 - hfi 8. h5 - Bh7 9. Bd3 - Bxd3 10. Dxd3 - Dc7 11. bd2 - Rgffi 12. 0-0-0 - 0-0-0 13. Re4 - e6 14. g3 — Rxe4 15. Dxe4 — Bd6 Byrjunarleikirnir véita ekki til- efni til skýringa enda velþekktir í byijunarfræðum skákmanna. Kasparov lék í sömu stöðu 15. — Be7 í skák gegn Geller fyrir rúm- lega tíu árum síðan og skákinni lyktaði með jafntefli. Endurbætur hafa fundist á taflmennsku Gell- ers í áðurnefndri skák. Magem velur því annan leik sem hefur notið meiri vinsælda á undanförn- urn árum. 16. c4 - Rf6 17. De2 - c5 18. Bc3 - Hhe8 19. Kbl - Dc6 20. Hh4! Góður leikur. Drottningarupp- skipti væru svörtum í hag og með hróksleiknum kemur Björgvin í veg fyrir De4 í eitt skipti fyrir öll. Hvíta staðan er liðlegri og í áframhaldinu styrkir Björgvin stöðu sína hægt og rólega. 20. - a6 21. Hcl - He7 22. Re5 - Bxe5 23. dxe5 - Re8 24. Hf4! Hvítúr hefur rýmri stöðu. Bisk- upinn er sterkari en skrefstuttur riddarinn í svona stöðum auk þess sem svörtu peðin á kóngsvæng eru veikleiki til frambúðar. 24. - b6 25. Df3 - Dxf3 26. Hxf3 - Kb7 27. Kc2 - Hed7 28. Hel - Kc6 29. He4 - Ha7 30. a3 - Had7 31. Hee3 - a5? Það er misráðið hjá Magem að hrófla við peðunum á drottningar- væng. Réttast var að sitja aðgerð- arlaus með öllu. Endataflið með biskup gegn riddara er nú unnið hjá hvítum. 32. Hd3! - a4 33. g4 - Hxd3 34. Hxd3 - Hd7 35. f4 - Rc7 36. Hxd7 Kxd7 37. Kd3 - Ke7 38. f5! Hvítur hótar nú að leika 38. f6+! og eftir uppskiptin öðlast hvítur frípeð á h-línunni sem ræð- ur úrslitum. Styrkleikamunurinn á biskup livíts og svarta riddaran- um kemur hér vel í ljós. Biskupinn beinir spjótum sínum að svörtu peðunum á kóngsvæng á meðan riddarinn er innilokaður innan eig- in varnarmúra. 38. - exfð 39. gxf5 - g6 40. hxg6 — fxg6 41. fxg6 — h5 42. Bel - Re6 43. Ke4 - Rg5+ 44. Kf4 - Re6+ 45. Kf5 - Rd4+ 46. Kg5 Nú gengur 46. — Rf3+ 47. Kh6 Rxel skammt sökum 48. g7 og peðið verður a-drottningu. Svart- ur gafst því upp. Stjórnarfrumvarp um starfsmannamál: Ríkisstofnanir fá aukin völd í stjórnarfruiíivarpi, sein fjár- málaráðherra hefur lagt fram, er gert ráð fyrir að stjórnendur stofnana, sem flyljast frá sveitar- félögum til ríkisins um áramótin, munu áfram annast ráðningar og launavinnslu starfsmanna sinna í héraði. Einnig er gert ráð fyrir, að fjármálaráðherra geti heimilað öðrum ríkisstofnunum að sjá um framkvæmd kjara- samninga og útreikning launa fyrir starfsmenn sína. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að opinberir starfsmenn í þeim stöðum, sem flytjast til ríkis- ins um áramótin, geti valið á milli aðildar að viðkomandi stéttarfélagi ríkisstarfsmanna og aðildar að starfsmaiinaíelagi byggðarlagsins. I frétt frá fjármálaráðuneytinu Ráðhúsið: * Agreining'- ur um auka- fjárveitingu ÁGREINlNGUR varð á fundi borgarráðs á þriðjudag, vegna tillögu um 105 milljón króna auk- afjárveitingu til framkvæmda við Ráðhúsið. Lagðar voru fram bókanir á fundinum vegna málsins og því vísað til borgarstjórnar. segir, að um síðustu áramót hafi orðið verulegar breytingar á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þær höfðu í för með sér, að um 800 starfsmenn sveitarfélaga urðu ríkisstarfsmenn. Launavinnsla fyrir þessa starfsmenn var þá færð til launaskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins í Reykjavík í samrænii við stefnu sem verið hefur síðustu áratugi, að launavinnsla fyrir ríkisstarfsmenn um allt land fari fram þar. Um áramótin munu 3000 starfs- menn í heilbrigðisþjónustu skipta um atvinnurekanda og gerast ríkis- starfsmenn. Fjármálaráðuneytið segir, að nú þyki rétt að hverfa frá fyrri stefnu og nota þetta tækifæri til að stíga fyrstu skref í átt til valddreifingar, aukinnar stjórnar starfsmannamála í héraði og auk- innar ábyrgðar einstakra stjórn- enda í tengslum við þessar breyt- ingar. ^ Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Árekstur við Álfabakka Harður árekstur tveggja bifreiða varð á mótum Álfabakka og Stekkj- arbakka skömmu fyrir klukkan 22 á þriðjudagskvöld. Tveir voru flutt- ir á slysadeild, þar sem gert var að sárum þeirra, Bílarnir skemmd- ust mikið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.