Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 53

Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990- 53 Minning: SalbjörgL Jónatans- dóttir frá Hrísey Salbjörg Ingibjörg Jónatansdótt- ir fæddist 10. ágúst 1914 á Siglu- firði, dóttir hjónanna Jónatans Guð- mundssonar söðlasmiðs, sem var Skagfirðingur, og Vilhelmínu Norð- ijörð Sigurðardóttur frá Mjóafirði. Þegar Salbjörg var sex ára flutti Ijölskyldan til Hjalteyrar og fimm árum síðar til Hríseyjar. Systkinin urðu fjórtán. Þijú dóu barnung; Maríus, og tvíburarnir Gunnþórunn og Sigurður. Af þeim sem upp komust lifa nú sex; Sig- urlína, Guðrún, Valgerður, Lovísa, Halla og ísafold, en fimm eru látin; Sigurður, Tryggvi, Guðmundur og nú Salbjörg. Átján ára gömul giftist Salbjörg Oskari Siguivin Kristjánssyni frá Framnesi í Grýtubakkahreppi og bjuggu þau í Hrísey. Börn þeirrá eru fimm; Ósk Norðfjörð, Hjördís Sigríður, Kristján og Vilhelmína Norðfjörð. Óskar og Salbjörg fluttu 1956 til Akraness og bjuggu þar í tvö ár en þá skildu þau. Salbjörg flutti til Reykjavíkur með yngstu börnin. Hún hafði þá þegar fundið til veikinda en orsökin fannst ekki fyrr en hún veiktist alvarlega 1962. Þá gekkst hún undir hættulega höfuð- aðgerð í Danmörku og náði sæmi- legum bata. Tólf árum síðar fékk hún alvarlegt heilablóðfall. Hún barðist þó til nokkurrar heilsu á ný en þó mikið skertrar. Nokkur ár var hún á hjúkrunarheimilinu Grund og vann þar hlutastarf í þvottahúsi nokkurn tíma. Viljinn var alltaf óskertur. Hún fór svo af Grund rúmlega sjötug og bjó sjálf- stæð til dauðadags, síðustu árin á Mánagötu 6. Síðustu mánuðirnir voru henni mótdrægir vegna veik- inda. Snemma árs hafði greinst í henni illkynja sjúkdómur og hefur sá nú sigi'að. Meiripartinn var hún þó heima, núna síðast nær mánuð. Hún sofnaði svo burt 11. nóvember á Landakotsspítala, þá eftir stutta legu. Salbjörg var atorkudugleg kona. í Hrísey vann hún mikið við útgerð þeirra hjóna við mannahald, beitn- ingar og fisk ásamt með heimilis- haldinu. Eftir að suður kom vann hún verkakvennastörf og fjölda sumra sáltaði hún síld, var umtals- verð kappmanneskja. Börnin fóru ung að vinna og hjálpuðu mikið. Salbjörg vann sér og sínum svika- laust og hlífðist ekki. Einhverntíma hefur hún ofboðið sér því hún veikt- ist af asthma sem varð henni þung- ur og batnaði ekki. Salbjörg var rnikil mannperla. Þó ævin hafi verið misvindasöm þá mæddist hún ekki. Eignamissir og jafnvel heilsutap slævði ekki lífsbar- áttuviljann. Hún stríddi til rnikils og mikið hún fékk, var sú gæfu- manneskja að muna illa mótlætið, kannske mest fyirr það hve lífið er í raun gjöfult. Hennar mesti auður var barnalán. Börn hennar og mak- ar þeirra hafa verið mannkostafólk. Það voru björtustu sólargeislarnir hennar Salbjargar og þeim íjölgaði með barnabörnunum. Lífið er dýrt. Víst var stundum á brattan en ekki til lítils Iifað; mikil umbun fékkst fyrir mikið starf. Það er sárt að sjá af Boggu, þessari látlausu hetju hversdagslífs- ins. Tvisvar hafði hún fengið frest- un hjá sínúm mikla meistara, nú voru k'omin leiðarlok. Nú er mikið ljóst hvað maður hefur mikið að þakka. Hennar Ijós var hlýtt og bjart. Það yljar og lýsir okkui' leiðir fram. Fyrir mig og ástvini Salbjargar þakka ég starfsfólki Landakotsspít- ala góða umönnun. Þórður -------*-+-*-------- ■ NÆSTKOMANDl fimmtudag, 22. nóv., munu hljóðverk verða flutt úr Stað í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Hljóðverkin munu G.G.R.G.R.G.G.R.G.G. flytja og mun flutningur hefjast upp úr klukkan 20.30. Flutningur þessi er í tilefni af sýningu Kristínar Reyn- isdóttur sem hófst 16. nóvember síðastliðinn og stendur til 2. des- ember. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Yndislegu vinir, ættingjar og allir, sem gerðu mér 13. nóvember sl. ógleymanlegan meö gjöf- um, blómum og skeytum: Þakka ykkur af alhug. Hansina Einarsdóttir, Engjavegi 29, ísafiröi. BREIÐHOLT STEKKIR I: Skriðustekkur - Lambastekkur Hólastekkur - Urðarstekkur Hressandi morguntrimm, sem borgar sig. p|iírr0íiwilitóilji Sími 691253 MIKIÐ URVAL AF LEIKFONGUM JÓLASKRAUT Á SPRENGHLÆGILEGU VERÐI SÉRTILBOÐ HVÍT 6 MANHA MATARSTELL KR. 2.990 HVÍT 6 MANNA KAFFISTELL 1 R , ' ' I KR. 1.990 ÁÐUR Rð BARNAKRUMPU6ALLAR KR. 7.375 2.900 KRUMPU6ALLAR KR. 8.900 3.900 BARNASKÍOAGALLAR KR. S.990 2.900 SVARTAR GALLABUXUR KR. 3.990 1.990 S/ENGURVERASETT KR. 1.790 890 SNJÓBOMSUR KR. 2.870 1.100 - allar stæröir SÉRTItBOÐ BARNAÚLPUR ÁDUR KR. 4.990 NÚ KR. 1.990 OPIÐ VIRXA DA6A FRÁ KL. 12.00 TIL 18.00 LAUGARDA6A FRÁ KL. 10.00 TIL 10.00 SNORRABRAUT 56, 2. HÆÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.