Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 55

Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990 55 \ Guðrún L. Sigfús- dóttir - Minning Fædd 25. janúar 1911 Dáin 13. nóvember 1990 Mig langar að kveðja Rúnu mág- konu mína, Guðrúnu Lilju Sigfús- dóttur, og minnast hennar með ör- fáum orðum. Ég fann alltaf hlýja strauma frá henni, þar af leiddi að ég hafði þá reglu að hringja reglulega til henn- ar eftir að hún varð ekkja þótt heim- sóknir væru sttjálar. Ég minnist hennar með trega því hún sýndi mér tryggð og var ávallt hlýleg í viðmóti við mig. Hún var föst fyrir, hafði ákveðn- ar skoðanir á hlutunum og sagði þær hispurslaust og af sanngirni, gat jafnvel verið höst ef því var að skipta. Ég kynntist henni 1938 árið sem hún giftist bróður mínum. Það hausf tóku þau mig í fóstur og var ég hjá þeim í 9 mánuði, síðasta vetur minn í barnaskóla, en móðir mín var þá flutt til Reykjavíkur frá ísaftrði. Ég var því fegin að þurfa ekki að breyta um skóla og þess vegna fannst mér alltaf ég standa í þakkarskuld við hana. Hún var kölluð Rúna af okkar fólki og vissum við ekki að hún var kölluð Gunna af sínu fólki og flest- um Hafnfirðingum, fyrr en mörgum árum síðar. Guðrún Lilja fæddist í Hafnar- firði 25. janúar 1911 og hefði orðið 80 ára næst í janúar. Foreldrar hennar voru Sigfús Þórðarson og k.h. Þórhildur Magnúsdóttir ættuð úr Rangárvallasýslu, af Víkings- lækjarætt. Hún giftist 31. maí 1938 Svanberg Magnússyni, f. 9. janúar 1909, d. 25 apríl 1974. Börn þeirra eru: Gunnbjörn, f. 13. mars 1942, á ísafirði, rafvirki að mennt, kvænt- ur Unni Helgadóttur, þau eiga tvo syni, Gunnar og Eyjólf Svanberg, og búa í Hafnarfirði. Þórhildur, f. 7. mars 1947 í Hafnarfirði, þroska- þjálfi að mennt, hún er gift Unnari Halldóri Ottesen, þau eru búsett á Akureyri. Rúna og Svanberg byijuðu bú- skap á ísafirði þar sem hann var skipstjóri á v/b Auðbirni en þau fluttu suður til Hafnarfjarðar 1942 og áttu heimili sitt upp frá því í Mjósundi 2 þar sem hún ólst upp. Ég minnist þess, þann vetur sem ég var hjá henni, að allt var í röð og reglu. Þau voru bæði vandvirk og handbragð þeirra framúrskar- andi. Mikið er til eftir hana af handavinnu og hún vann alveg til síðasta dags. Veturinn sem ég var hjá henni, þá 12 ára, man ég eftir einu atviki sem mér þótti miður og man alltaf eftir ,en það var að hún ávítaði mig fyrir að vera eins og strákur að hoppa yfir girðingar en það gerðum við í leik stelpurnar í mínum bekk. Hún var siðavönd og vildi leiðbeina mér og sagði að ég væri of stór til að vera í svona leik og ég tók það til greina. Hún var há vexti, grönn og tíguleg með ljóst mikið hár í tveim þykkum fléttum og gekk venjulega í íslenskum búningi er hún fór útí bæ. Það var ekki laust við að ég væri hreykin af mágkonu minni í þessari aðskornu síðu svörtu kápu, svona ung og settleg. Það var gott að vera hjá þessum ungu hamingjusömu hjónum. Þau kenndu mér að vinna vel 'þá handa- vinnu sem mér bar í skóla og svo lærði ég að búa til sérlega fallegt jólaskraut og fleira. Nú vil ég þakka henni fyrir samveruna í þessu lífi, fyrir þær stundir sem hún kenndi mér og fyrir góðmennsku hennar gagnvart mér. Ég bið henni Guðs blessunar. Gunnbirni og Þórhildi ásamt mökum þeirra og sonarsonum, Rúnu, Gunnari og Eyjólfi yotta ég innilega samúð. Pálína Magnúsdóttir Kveðjuorð: Njáll Þórðarson Fæddur 24. november 1908 Dáinn 2. nóvember 1990 í gær var elskulegur afi okkar, Njáll Þórðarson, borinn til hinstu hvílu. Nú þegar vetrarsólin varpar geislum sínum yfir minningar um afa okkar þá er margs að minnast úr æsku. Afi var sérstakur persónu- leiki og hvað sem á gekk haggaðist hann aldrei, kom það best í ljós þegar móðir okkar stóð ein uppi með okkur systkinin. Afi okkar var mjög farsæll skip- stjóri á bátum frá Akranesi og gerði þar út þar til hann fluttist árið 1960 til Reykjavíkur. En þá urðu breytingar á högum afa, því að hann fór að vinna hjá Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða. Starf- aði hann-þar sem deildarstjóri, þar til hann varð frá að hverfa vegna aldurs. Við systkinin eigum hlýjar og góðar minningar frá heimili afa og ömmu sem okkur var alltaf opið. Afi og amma voru mjög sam- hent og sýndi það sig best seinni árin hversu dugleg þau voru að ferðast, innanlands sem utan. Veitti það þeim mikla ánægju og hamingju og þökkuðu þau það góðri heilsu. Nú biðjum við góðan Guð að styrkja elsku ömmu okkar í sorg hennar. Helga, Kristín, Njáll og Sigurður Tluta/ZCb Heílsuvörur nútímafólks AXIS AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500 GRANIT^mL ISLENSKT HUS GA GNAFYRIR TÆKI SEM STENDUR UPP ÚR 91-18880 . 91-29311 91-76650 91-687858 91-611700 AUSTURSTRÆTI - VIÐHLEMM - MJÓDD - KRINGLUNNI -ElÐISTORGl í verslanum Metsölulisti New York Times mEST SELDU KILJURnRR SKÁLDSÖGUR Vikur á listanum Dawn eftir V.C. Andrews. Skólastúlka í Virginíu verður fyrir skelfilegum ásóknum Daddy eftir Danielle Steel. The Dark Half eftir Stephen King. Reasonable Doubt eftir Philip Friedman. The Secret Diary of Laura Palmer eftir Jennifer Lynch. Sorceress of Darshiva eftir David Eddings. The Captive eftir Victoria Holt. The Minotaur eftir Stephen Coonts. Exiles, Strak Trek Next Generation eftir Howard Weinstein. Defcon One eftir Joe Weber. Presumed Innocent eftir Scott Turow. Postcards from the Edge eftir Carrie Fisher Oldest Living Confederate Widow Tells All eftir Alex Gurganus. California Gold eftir John Jakes. So Worthy My Love eftir Kathleen E. Woodiwiss. Eymnndsson WEBSTER’S DESK DICTIONARY Víðtæk, ýtarleg og afar handhæg 1100 blaðsíðna ensk-ensk orðabók á aðeins 550 krónur. H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.