Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 67

Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990 Úlfar Jónsson lék mjög vel og er í 31. sæti í einstaklingskeppninni. ÚRSLIT Handknattleikur 2. deild karla: ÍH-Ármann.................20:19 2. deild kvenna: Ármann-ÍBK................16:15 Haukar - Grindavík.......21-ilO Knattspyrna Evrópukeppni landsliða, 6. riðill Rotterdam: Ilolland - Grikkland........2:0 Dennis Bergkamp (7.) og Marco van Basten (18.). Áhorfendur: 25.000. Staðan: Portúgal.............,...2 1 1 0 1:0 3 Grikkland..................2 1 0 1 4:2 2 Holland.................. 2 1 0 1 2:1 2 Finnland...................1 0 1 0 0:0 1 Maita......................1 0 0 1 0:4 0 ■Næsti leikur: Malta - Finnland 25. nóv- ember. ítalska bikarkeppnin, 3. umferð, síðari leik- ir: Lecce — AC Mílan...................2:2 (AC Mílan vann samanlagt 5:2) Genoa — AS Roma....................1:1 (Roma vann samanlagt 3:1) Góð byijun en óheppni í lokin íslendingar í 29. sæti eftirlyrsta daginn. daginn. Frábærárangurhjá Úlfari ÚLFAR Jónsson og Sigurjón Arnarsson eru í 29. sæti eftir fyrsta daginn á Heimsmeist- aramótinu í golfi sem fram fer á Grand Cypress vellinum í Orlando. Þeir léku á 156 högg- um og eru 20 höggum á eftir Englandi sem er í efsta sæti. Úlfar lék mjög vel, var aðeins einu höggi yfir pari, en Sigurjón náði sér ekki á strik, var 11 högg yfir pari. Óheppni á síðustu holunum setti strik í reikninginn hjá þeim báðum en þá bættu þeir báðirtveimur höggum við. Þess má geta að ífyrradag, er leikmenn fengu að æfa á vellinum, lék Úlfar á 71 höggi, einu höggi pari, sem er frábært. Sigurjón lék á 76, sjö höggum betur en f gær. Ulfar lék af miklu öryggi í gær. Fyrri níu holur var hann einu höggi yfír pari og í síðari hlutanum átti hann mjög góðan kafla. Lék 14. og 15. holu undir pari en missti það aftur á tveimur síðustu holun- um. Hann er í 31. sæti sem er frá- bær árangur, er t.d. einu höggi á- undan Ronan Rafferty, sem er einn besti kylfingur í heimi og einu á eftir Ian Woosnam. „Ég er ekki alveg sáttur við dag- inn og veit að ég hefði getað gert betur. En það hefði líka getað verið verra," sagði Úlfar. Hann sagðist vera óánægður með síðustu holum- ar. Á 17. holu lentu þeir í glompu og á þeirri síðstu þrípúttuðu þeir Sigurjón Arnarsson lék vel fram- an af. báðir. „Ef allt gengur úpp ætti ég að geta leikið á 68 til 69 höggum. Ég átti nokkur slæm högg í dag og við stefnum að því að bæta okk- ur,“ sagði Úlfar. Sigutjón var fjögur högg yfir pari eftir fyrri níu en á þeim síðari bætti hann sjö höggum við. Hann lék tvær fyrstu holurnar á pari en eftir það gekk honum illa og síðustu sjö holurnar lék hann á sjö höggum yfir pari. Frábær árangur Síðustu tvær holurnar voru slæmar og þar töpuðust fjögur dýr- mæt högg. Árangur íslendinganna Heimsmeistarakeppnin í golfi Staðan eftir fyrsta dag. Par vallarins er 72. 136 England Richard Boxall 68, Mark James 68 137 Spánn Jose Rivero 68, Miguel Jimenez 69 138 Argentína Miguel Guzman 69, Luis Carbonetti 69 Skotland Gordan Brand Jr 69, Sam Torrance 69 Bandaríkin Jodie Mudd 69, Payne Stewart 69 139 Tailand Saneh Sanqsui 65, Taworn Wiratehant 74 140 Wales Mark Mouland 68, Ian Woosnam 72 141 Suður-Kórea Sang-Ho Choi 70, Nam-Sin Park 71 Svíþjóð Mats Lanner 67, Magnus Persson 74 Þýskaland Torsten Giedeon 70, Bernhard Langer 71 142 Kanada Dave Barr 69, Rick Gibson 73 Nýja-Sjáland Frank Nobilo 68, Greg Turner 74. írland Ronan Rafferty 72, David Feherty 70 143 Ástralía Peter Senior 68, Brian Jones 75 144 Danmörk Anders Sörensen 67, Steen Tinning 77 Frakkland Jean Van de Velde 70, Emmanuel Dussart 74 145 Mexíkó Carlos Pelaez 73, Carlos Espinoza 72 Sviss Paolo Quirici 72, Andre Bossert 73 Kína Ching-Chi Yuan 71, Liang-Hai Chen 74 148 Jamaíka Seymour Rose 72, Christian Bernard 76 Ítalía Constantino Rocca 74, Alberto Binaghi 74 150 Brasilía Rafael Navarro 72, Acacio Jorge Pedro 78 Holland Ruud Bos 75, Chris van der Velde 75 Bermúda Dwayne Pearman 73, Keith Smith 77 151 Kólumbía Ivan Renjifo 75, Juan Pinzon 76 153 Filipseyjar Robert Páctolerin 76, Francisco Minoza 77 Japan Tadami Ueno 75, Katsuyoshi Tomori 78 154 Singapore Samson Gimson 79, Bill Fung Hee Kwan 75 156 ísland Úlfar Jónsson 73, Siguijón Amarsson 83 160 Fiji-eyjar Manoa Rasigatale 79, Vilikesa Kalou 81 161 Puerto Rico Jesus Rodriguez 80, Julio Martinez 81 164 Tékkóslóvakía Jiri Zavazal 77, Miroslav Nemec 87 er þó frábær. Úlfar gefur þeim bestu lítið eftir og hefur leikið mjög vel. Sigutjón hefur ekkert getað æft síðustu vikur og leikur vel mið- að við það. Mótið stendur yfir í fjóra daga og er ekki hægt að segja annað en að byijunin lofi góðu. Islendingum var spáð í neðsta sæti fyrir mótið en þeir sýndu að þeir eiga mögu- leika á að gera betur. Árangur íslands Árangur íslenska liðsins. Fyrst par holunnar, svo ár- angur Úlfars og Siguijóns og loks hve mikið yfir.eða undir pari. 1. (4) 4 4 0 2. (5) 5 6 +1 3. (4) 4 4 0 4. (3) 3 3 0 5. (4) 5 5 +2 6. (5) 5 6 + 1 7. (4) 4 4 0 8. (3) 3 3 0 9. (4) 4 5 +1 Út (36) 37 40 +5 10. (4) 4 4 0 11. (5) 4 5 -1 12. (3) 4 4 ■ +2 13. (4) 4 5 +1 14. (4) 3 6 +1 15. (5) 4 6 0 16. (4) 4 4 0 17. (3) 4 4 +2 18. (4) 5 5 +2 Inn (36) 36 43 +7 St. (72) 73 83 +12 Ikvöld Körfuknattleikur Haukar og ÍR leika í 1. deild kvenna í fþróttahúsinu Strandgötu kl. 19.00. Handknattleikur Stjarnan og Grótta leika í 1. deild kvenna í Garðabæ kl. 18:30. Tveir leikir verða í 2. deild karla í kvöld. Þór og Völsungur eigast við á Akur- eyri kl. 20:30 og UMFN og Breiða- blik i Njarðvík kl. 20:00. GOLF / HM FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍÞýskalandi ÍÞRÓmR FOLK H ALFREDO Di Stefano var ráð- inn. þjálfari spænska liðsins Real Madrid í gær. Hann tekur við af John Toshack sem var rekinn frá félaginu á mánudag og mun stjóma liðinu út tímabilið. Di Stefnao, sem er 64 ára gamall Ai-gentínumaður, lék á sínum tíma með Real Madrid og var þjálfari þess 1982 til 1984. Aðstoðarmenn hans verða þeir Ramon Moreno Grosso og Jose Antonio Camacho, sem báðir hafa leikið með Real Madrid. BRESKA Ólympíunefndin hefur í hyggju að sækja um að halda Ólympíuleikana árið 2000, en endanleg ákvörðun um það verð- ur tekin í næsta mánuði og þá í hvaða borg. Manchester sótti um að halda leikana 1996, en fékk ekki þar sem ieikarnir verða haldn- ir í Atlanta í Bandaríkjunum það ár. Ástralir hafa þegar sótt um að halda leikana 2000 í Sydney og eins hefur Berlín og Beijing sótt um að halda sömu Ieika. ■ WERNER Fuchs, þjálfari Herta Berlín í vestur-þýsku úrvals- deildinni í knattspyrnu, var rekinn frá félaginu um helgina. Pal Zernai, sem var þjálfari Bayern Miinchen er Ásgeir Sigurvinsson var hjá félaginu 1982, tekur við liðinu sem nú er í neðsta sæti deildarinnar. ■ PETER Neururer þjálfara Schalke 04, var sagt að taka pokann hjá félaginu á sunnudaginn. Schalke 04 er eitt frægasta félag Þýskalands og er í efsta sæti 2. deildar. Það kom því mjög á óvart að Neururer, sem hefur verið hjá félaginu í tvö ár, var látinn hætta. Við störfum hans tekur Aleksand- ar Ristic, sem nú þjálfari Diissel- dorf. Schalke var áður búið að semja við Ristic um að hann tæki að sér þjálfun liðsins eftir þetta tímabil. Ekki er Ijóst hvort hann fái sig lausan frá Dusseldorf fýrr en samningur hans rennur út 1. júlí á næsta ári. ■ KARLHEINZ Feldkamp, þjáifari Kaiserslautern, hefur sýnt áhuga á að kaupa Marcel Witeczek frá Bayer Uerdingen. Feldkamp var áður þjáflari hjá Uerdingen og þekkir því vel til Witeczeks. ■ WIELAND Schmidt, austur- þýski landsliðsmarkvörðinn í hand- knattleiks sem leikur nú með Ha- meln í vestur-þýsku 2. deildinni, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil. FELAGSLIF Víkingar með afmælishóf Handknattleiksdeild Víkings heldur upp á 50 ára afmæli deildarinnar á föstudaginn. Afmæl- ishóf Víkinga verður í Fóstbræðra- heimilinu og hefst það kl. 20. í til- efni dagsins verða margir Víkingar, sem hafa komið við sögu sl. fimmtíu ár, heiðraðir. Foráðamenn deildar- innar vonast að sem flestir Víking- ar mæti. Verð aðgöngumiða er kr. 1.500. AðalfundurGolf- klúbbs Kópavogs Aðalfundur Golfklúbbs Kópavogs verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs , 2. hæð, sunnudaginn 25. nóvember og hefst kl. 16. Kos- ið verður í stjórn, auk venjulegra aðalfundarstarfa. Hannes Valdi- mareson, varaforseti GSÍ, flytur ávarp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.