Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
Skýr afstaða til
grundvallaratriða
eftirJón Kristinsson
Það er fróðlegt að skoða við-
brögð við ályktun flokksþings
framsóknarmanna um Evrópumál-
in. Helst ber á upphrópunum eins
og vanþekking, einangruna-
rstefna, hræðsla við útlendinga
o.s.frv.
Það er fullkomlega rétt, að þær
viðræður sem nú fara fram um
evrópskt efnahagssvæði eru ekki
einfaldar í sniðum. Þær snúast um
flókna aðlögun sem hefur áhrif
víða. Hitt er ljóst, að í þessum við-
ræðum verður að gæta þes að
hvika ekki frá grundvallaratriðum
sem eru einföld. Stefna Framsókn-
arflokksins er ljós í þessum atrið-
um, en því miður hefur stefna
annarra flokka verið óljós, og sleg-
ið úr og í ef undanskilinn er
Kvennalistinn sem fylgir einang-
runarstefnu í öllum þessum mál-
um.
Stefna framsóknarmanna
Stefna Framsóknarflokksins er
sú að nauðsynlegt sé að tryggja
nána samvinnu og sem greiðust
viðskipti á sem flestum sviðum við
ríki Evrópu. Þess vegna styður
flokkurinn þátttöku i viðræðum um
evrópska efnahagssvæðið. Þau at-
riði sem skiptir mestu máli að ná
fram eru þessi:
1. Gagnkvæmt frelsi í vöruvið-
skiptum með iðnaðar og sjávar-
afurðir.
2. Gagnkvæmur réttur til að sækja
menntun og til þátttöku í rann-
' sóknar og vísindastörfum.
3. Gagnkvæmt frelsi í þjónustuvið-
skiptum eftir ákveðinn aðlögun-
artíma.
Á þessar viðræður verður að
reyna til þrautar. Þar með fæst úr
því skorið hvort samningar nást
þar sem tekið er tillit til veiga-
mestu fyrirvara sem Islendingar
hafa. Þeir fyrirvarar sem eru lang-
þýðingarmestir eru þessir.
1. Íslendingar vilja ekki setja auð-
lindir sínar undir sameiginlega
stjórn á evrópsku efnahags-
svæði. Hér er átt við fiskimiðin,
landið og orkuna.
2. Við getum ekki gengið undir
yfirþjóðlegt vald. Þetta atriði er
auðvitað nátengt hinu fyrsta.
3. Um atvinnu og búsetufrelsi
verður smáþjóð eins og ísland
að fá inn öryggisákvæði svipað
og er í samningum um norræn-
an vinnumarkað. Þar er kveðið
á um heimild til takmörkunar á
aðstreymi fólks ef röskun verður
í einstökum atvinnugreinum, í
einstökum byggðarlögum eða á
landinu öllu^
r
Þetta eru langveigamestu fyrir-
varamir, og enn er ekki séð hvort
samningar nást á þessum nótum.
Ef svo fer að þeir náist ekki verður
á það að reyna hvort íslendingar
nái viðunandi samningum með
tvíhliða viðræðum.
Hvað þýðir aðild að EB
Aðild að Evrópubandalaginu
þýðir að við verðum að samþykkja
Rómarsáttmálann sem samstarf
Evrópuþjóða byggist á. Það þýðir
að tómt mál er að tala um áður-
nefnda fyrirvara. Afstaða Fram-
sóknarflokksins er að þetta komi
ekki til greina fyrir íslendinga og‘
aðild að Evrópubandalaginu sé því
útilokuð sem valkostur ef slitnar
upp úr núverandi samningaviðræð-
um.
Þetta er langt í frá að vera ein-
angrunarstefna, og það er langt í
frá að framsóknarmenn séu því
andvígir að hafa sem nánast sam-
starf við aðrar þjóðir. Það viljum
við hafa og verðum að hafa, ekki
síst vegna þess að við erum háðari
utanríkisviðskiptum en allar þær
þjóðir sem við berum okkur saman
við. Sérstaða okkar meðal Evrópu-
þjóða í atvinnulegu tilliti er mikil,
því okkar atvinnulíf hvílir í svo
ríkum mæli á einni stoð, sjávarút-
veginum. Lönd Evrópubandalags-
ins eru iðnaðarþjóðfélög. Afkoma
sjávarútvegsins er háð náttúrufari
og árferði i mjög ríkum mæli, sem
þýðir að sveiflur í afkomu eru
meiri en annars staðar gerist. Þess-
ari sérstöðu getum við ekki litið
fram hjá.
Hver er stefna
Sjálfstæðisflokksins?
Þessi stefna er skýr, en það sama
er ekki að segja um stefnu annarra
flokka. Síðastliðinn vetur héldu
Ný verkalýðs-
hreyfing
eftirÞóri Karl
Jónasson
Hugsið ykkur ef aðeins fyndust
63 einstaklingar sem vildu sitja á
Alþingi íslendinga. Þá slyppum við
við alþingiskosningar. Það væri
auðvitað miklu ódýrara fyrir þjóð-
ina. En slíkt myndi fljótlega leiða
til stöðnunar fyrir okkur. Alveg eins
og núverandi stjóm Dagsbrúnar
hefur staðnað, því miður. Það hefur
verið ánægjulegt fyrir okkur sem
stöndum að mótframboðinu að
fylgjast með fjölmiðlum að undan-
fömu, þar sem stjóm Dagsbrúnar
hefur verið með skrautsýningu útaf
vaxtahækkun íslandsbanka. Stjóm
Dagsbrúnar hefur vaknað af ára-
tuga svefni. Það er mat okkar að
stjórn félagsins hefði ekki tekið
fjármagn félagsins nema vegna
þess að þeir standa frammi fyrir
því að kannski sitji þeir ekki nema
út þetta kjörtímabil. Við erum sem
sé að segja að það sé kominn kosn-
ingaskjálfti í þá. Þetta er ópólitískt
framboð verkamanna enda eiga
verkamenn ekki sterk ítök í neinum
flokki eins og allir vita.
Snemma á 9 áratugnum byijaði
mikil ólga í Póllandi þegar Sam-
staða (Solidarnosc) fór að láta á sér
bera og fór fram á umbætur og
aukið lýðræði, enda var það fótum
troðið. Það er aðdáunarvert hyernig
verkalýðshreyfingin í Póllandi um-
breytti heilu landi, eða eins og sum-
ir segja, þar hófust lýðræðisbreyt-
ingar í Austur-Evrópu.
Það er samt ekki ætlun okkar
að gera byltingu á íslandi, en hér
mætti ýmislegt betur fara og skal
ég nefna nokkur atriði, t.d. hið fé-
lagslega húsnæðiskerfi. Stór hluti
þeirra sem fær þar úthlutað er fólk
sem getur skammtað sér laun sjálft,
sem sagt sjálfstæðir atvinnurekend-
ur. Tekjumörk í félagslega hús-
næðiskerfínu eru svolítið einkenni-
leg. Tekjumörk eru svo lág að mik-
ið af verkafólki sem vinnur myrkr-
ana á milli til að eiga fyrir útborg-
un fær ekki úthlutað vegna þess
að það hefur of háar tekjur, en það
er ekki hugsað hvað þar liggja
margar vinnustundir að Saki. Þetta
kerfi þarf að taka til gagngerar
endurskoðunar til þess að þeir sem
á því þurfa að halda fái það en
ekki atvinnurekendur. Við lítum á
það sem sjálfsögð mannréttindi að
hver fjölskylda eigi eigið húsnæði.
Okkur finnst það hljóti að fylgja
því ábyrgð að ráða fólk í vinnu.
Þegar atvinnurekandi ræður fólk í
vinnu á hann ekki að geta sagt því
upp með jafn litlum fyrirvara og
nú er. Fólk sem vinnur lengi hjá
sama atvinnurekanda, jafnvel ára-
tugi, á að hafa mun lengri uppsagn-
arfrest en nú er.
Við viljum skattleggja fjár-
magnstekjur og afnema launataxta
undir velsæmismörkum. Hærri
skattleysismörk og að laun verði
vísitölutryggð svo framarlega sem
lán okkar eru það. Helst viljum við
afnema verðtryggingu, einnig vilj-
um við annað skattþrep. Við styðj-
um framkomnar tillögur um húsa-
leigustyrki.
Eg hef komið hér inn á ýmsar
hugmyndir sem við höfum. Kom-
umst við til valda í félaginu getum
við komið þessum hugmyndum í
framkvæmd. Mjög sennilega koma
ýmis öfl til með að vinna á móti
okkur, því það eru margir í þessu
þjóðfélagi sem ekki vilja að hróflað
sé við neinu frá því sem nú er. Við
hvetjum alla Dagsbrúnarmenn til
að styðja okkur heilshugar og gefa
okkur tækifæri. Ef við stöndum
okkur ekki er alltaf hægt að skipta
Þórir Karl Jónasson
Við hvetjum alla Dags-
brúnarmenn til að
styðja okkur heilshugar
og gefa okkur tæki-
færi“.
okkur út, því við munum breyta
lögum félagsins til að auðvelda
framboð í Dagsbrún.
Ég kom hér áðan inn á breyting-
amar í Austur-Evrópu. Hér á Is-
landi þarf líka að gera ýmsar breyt-
ingar, okkur vantar t.d. trúverðugri
verkalýðsforustu. Við höldum fund
sunnudaginn 9. desember kl. 20 á
efstu hæð í Sportklúbbnum (áður
Klúbburinn) Borgartúni 32. Við
skorum á félagsmenn að fjölmenna
og hlýða á hvað við höfum að
segja, einnig viljum við minna fé-
lagsmenn á að við höfum opnað
reikning í Landsbankanum, Austur-
stræti 11. Það og er almenn bók
og höfum við kosið að kalla hana
Nýtt framboð og hún er nr. 175577.
Höfundur er í trúnaðarráði
Dagsbrúnar og framkvœmdastjóri
mótframboðsins.
Jón Kristinsson
„Sérstaða okkar meðal
Evrópuþjóða í atvinnu-
legu tilliti er mikil.“
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
uppi málþófi á Alþingi um tvíhliða
viðræður við Evrópubandalagið. Á
sama tíma tala áhrifamenn í þeirra
röðum um aðild að því. Það hefur
ekki verið sótt um slíka aðild, og
enginn flokkur hefur tekið slíka
aðild á sína stefnuskrá. Hins vegar
bíður þjóðin eftir því að sjá skýra
stefnu flokkanna um þetta mál.
Framsoknarmenn hafa lagt spilin
á borðið, en áhrifamenn í öðrum
flokkum, einkum Sjálfstæðis-
flokknum, tala út og suður um
málið. Allt þetta verður til þess að
rugla fólk í ríminu. í þessu vanda-
sama máli er nauðsynlegt að skil-
greina gnmdvallaratriði og fá fram
skýra afstöðu til þeirra. Flokksþing
Framsóknarflokksins hefur mótað
sína afstöðu, sem er Ijós og skýr.
Það má furðu sæta ef Sjálfstæðis-
flokkurinn fær traust með loðna
og óljósa afstöðu um svo mikið
grundvallarmál sem hér er um að
ræða.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins í
Austurlandskjördæmi.
Sjúkraliðar annast
sjúklinginn líka 24
tíma sólarhringsins
arnir útskrifaðir frá Landspítalan-
um og allar götur síðan hafa sjúkra-
liðar starfað þar við hjúkrun 24
tíma sólahringsins. I dag eru 358
starfandi sjúkraliðar á Landspítal-
anum og hlýtur það að gefa auga-
leið að fleiri en ein starfsstétt ann-
ast sjúklinginn allan sólarhringinn.
Það má því teljast óeðlilegt að taka
eina stétt út úr og staðhæfa að hún
ein standi fyrir allri þeirri umönnun
sem sjúklingurinn þarfnast.
Við höfum það á tilfinningunni
að störf sjúkraliða, ljósmæðra og
stafsstúlkna í aðhlynningu og fleiri
stétta séu ekki metin sem skyldi í
ummælum hjúkrunarforstjórans.
Höfundar eru allar í stjórn
Sjúkraliðafélags íslands.
eftir Pálu Jakobs-
dóttur, Sigríði
Þórarinsdóttur og
Sólveigu Halblaub
„Miklar kröfur hafa ávallt verið
gerðar til hjúkrunarfræðinga og
þeir hafa í raun verið eina stéttin
í gegnum árin sem annast hefur
sjúklinginn 24 tíma sólarhringsins.
Aðrar stéttir koma og fara,“ segir
Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri Landspítalans.
Vegna þessara ummæla Vigdísar
í Morgunblaðinu sunnud,aginn 25.
nóvember sl. sjáum við okkur til-
neyddar að gera athugasemd við
þessi ummæli hennar.
Árið 1966 voru fyrstu sjúkralið-
Samkeppni arkitekta
um kirkju í Grafarvogi
Nýlega var greint frá niðurstöð-
um úr lokaðri samkeppni arkitekta
■ Komin er út hjá Máli og
menningu stór bendibók fyrir
yngstu börnin. Bókin er með þykk-
um blaðsíðum sem þola harkalega
meðferð, enda ætluð fyrir minnstu
börnin til að skoða sjálf eða með
fullorðnum sem geta þá um leið
kennt þeim að þekkja hluti og hug-
tök úr heimi litla bamsins, myndir
af dóti, fatnaði, matvælum, hreyf-
ingum og umfjöllun um liti og töl-
umar upp í tíu svo eitthvað sé nefnt.
■ PRÓFESSOR Everett Fol-
lette heldur opinberan fyrirlestur á
vegum Félagsvísindadeildar Há-
skóla íslands þriðjudaginn 4. des-
ember kl. 17.15 í Odda, stofu 101.
Prófessor Follette fjallar um
kennslu náttúrufræðigreina. Próf-
essor Follette er frá Suður-Dakota
í Bandaríkjunum og dvelur hér á
vegum Fulbright-stofnunarinnar og
Félagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands.
vegna væntanlegrar kirkju í Grafar-
vogi. Greint var frá því að tillaga
þeirra Finnns Björgvinssonar og
Hilmars Þórs Bjömssonar hefði
hlotið fyrstu verðlaun af hálfu sókn-
arnefndar, en ekki var getið um það
að í öðm sæti hefði verið tillaga,
Vatnars Viðarssonar arkitekts.
Áður hafði dómnefnd, skipuð
arkitektum og fulltrúum úr sókn-
inni, raðað tillögum arkitektanna
Finns Björgvinssonar og Hilmars
Þórs Björnssonar, Dagnýjar Helga-
dóttur og Guðna Pálssonar,
Tryggva Tryggvasonar og Guðjóns
Bjarnasonar í 1.-3. sæti.
Um leið og eftirfarandi er komið
á framfæri er keppendum, arkitekt-
unum sem tóku þátt í samkeppn-
inni, þökkuð sérstaklega góð og
vönduð vinna, en allar tillögurnar
sem bárust þóttu um margt nýstár-
legar og mjög svo hentugar fyrir
nútímalegt safnaðarstarf. _
Vigfús Þór Árnason,
sóknarprestur í
Grafarvogssókn.