Morgunblaðið - 04.12.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
29
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
ANDSPYRNUSVEIT, P-26, hef-
ur starfað leynilega innan svissn-
eska varnarkerfisins í tæp þrjátíu
ár án þess að nokkur hafi veitt
henni athygli. Hún fékk fjárveit-
ingar frá varnarmálaráðuneytinu
en ráðherrum voru veittar sára-
litlar sem engar upplýsingar um
hana og þingmenn vissu ekki af
henni. Hún hafði vopnabúr á
vísum stöðum ef að því kæmi að
Sovétmenn réðust inn í landið og
hún þyrfti að takast á við stjórn
á vegum þeirra. Sveitin var þjálf-
uð í einu ríkja Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) en fullyrt er að
hún hafi hvorki átt beint sam-
starf við varnarbandalagið, leyni-
þjónustu Bandaríkjanna (CIA),
né svokallaðar Gladio-sveiti.r
þeirra.
Sérstök þingnefnd sem hefur
rannsakað starfsemi leyniþjónustu
varnarmálaráðuneytisins að und-
anförnu fletti ofan af P-26 í lok
síðustu viku. Ríkisstjórnin hefur
ákveðið að leggja sveitina niður en
nokkrir þingmenn krefjast ítarlegr-
ar könnunar á ólöglegri starfsemi
hennar.
Rannsóknin á leyniþjónustunni
leiddi í ljós að hún hefur farið langt
út fyrir sitt verksvið og njósnað um
svissneska einstaklinga og hreyfing-
ar sem talið var að lýðræði landsins
og her gæti staðið hætta af. Rann-
sóknarnefndin komst að þeirri nið-
urstöðu að eftirlit með starfsemi
hennar hafi verið ófullnægjandi og
hún hafi ekki ætið gefið rétta mynd
af starfí sínu. Þar á meðal var skrá-
setning þúsunda einstaklinga sem á
einhvern hátt þóttu tortryggilegir.
Þessj skrá fór út í öfgar og nú þyk-
ir enginn maður með mönnum á
vinstri væng stjórnmálanna án þess
að hafa komist á spjald hjá leyni-
þjónustunni.
Uppljóstrunin um P-26 og al-
mennt kæruleysi stjórnmálamanna
um starf hins opinbera eykur á óör-
yggi svissnesku þjóðarinnar sem nú
stendur á tímamótum.
Flavio Cotti, innanríkisráðherra
landsins, sagði um heilsu þjóðarinn-
ar að hún væri með sótthita. Hún
hefur hingað til haft þá sérstöðu í
Evrópu að vera hlutlaus þjóð er gat
þjónað sem milligöngumaður milli
austurs og vesturs. Þessi tíð er liðin
og sameinuð Evrópa blasir við.
Svisslendingar vita ekki hvaða hlut-
verki þeir geta gegnt í framtíðinni
og óánægja með innanríkismál
dregur úr sjálfsöryggi þeirra.
JAPISS
BRAUTARHOLTI2 ■ SÍMI 625200
* Verð miftast við staðgrciðslu.
Magnarinn er 100 wött og með fimm
banda tónjafnara
Útvarpið er með 24 stöðva
minni (FM/LB/MB)
Tvöfalda segulbandið er bæði með hraðyfirfærslu
og raðspilun
Plötuspilarinn er hálfsjálfvirkur
Hátalarnir, sem eru sérlega vandaðir,
eru í viðarkassa.
Ekki má gleyma fullkomnum 18 bita geislaspilara.
Jólatilboðsverð á samstæðunni er aðeins 59.400 kr.*
Technics X-10CD er fullkomnasta hljómtækja-
samstæðan á jólatilboði Japis. Öll tækin eru sjálfstæðar
einingar og fullkomin fjarstýring stjórnar öllum
aðgerðum stæðunnar.
• Magnarinn er 160 wött með tengingu fyrir
,jurround“ hátalara.
• Útvarpið er með 28 stöðva minni (FM/LB/MB)
og innbyggðri klukku („titner").
• Tvöfalda segulbandið er bæði með hraðyfirfærslu
og raðspilun, auk þess sem annað tækið spilar
í báðar áttir.
• Plötuspilarinn er alsjálfvirkur með T4P tónhöfði.
Hátalararnir eru bæði fallegir og sérlega hljómgóðir.
Geislaspilarinn er 18 bita og með 20 laga minni.
Með þessari samstæðu er einnig hægt að fá
fjöldiska geislaspilara.
Jólatilboðsverð á samstæðunni
er aðeins 85.400 kr.*
Panasonic SG-HM35CD er fjarstýrð samstæða
sem sómir sér vel í hvaða stofu sem er.
Hermönnum fjölgað á N-írlandi
St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
BRESKUM hermönnum hefur
verið fjölgað á Norður-írlandi
um 600 til að koma í veg fyrir
hryðjuverkaöldu á aðventunni.
Fyrir síðustu helgi voru 600 bre-
skir hermenn sendir til Norður-ír-
lands til viðbótar þeim, sem fyrir
voru. Yfirmaður lögreglunnar á
Norður-írlandi, Hugh Annesley,
hafði varað við hryðjuverkaöldu nú
á aðventunni. Talið er, að viðvönin-
in byggist á upplýsingum frá njósn-
urum lögreglunnar í röðum hryðju-
verkamanna.
írski lýðveldisherinn (IRA) myrti
fyrrum lögreglumann um helgina
og særði eiginkonu hans mjög al-
varlega. Á sunnudagskvöld sprakk
sprengja í Norður-Belfast og tveir
lögreglumenn slösuðust.
Á þessu ári hafa 73 látist á Norð-
ur-írlandi í átökum stríðandi fylk-
inga. 46 hafa verið óbreyttir borg-
arar og 27 annaðhvort hermenn eða
lögreglumenn. Á síðasta ári létust
60 í þessum átökum. Á síðasta ára-
tug hafa fjórum sinnum látist fleiri
en 90 á ári.
Það hefur orðið æ erfiðara fyrir
norður-írska hryðjuverkamenn að
vinna verk sín á heimaslóðum. IRA
hefur því unnið æ fleiri hryðjuverk
í Englandi og á meginlandi Evrópu.
Búist hefur verið við sprengjuher-
ferð IRA í Belfast nú í haust. Vel-
megun hefur smám saman verið
að aukast í borginni, en IRA reynir
að grafa undan þessari velmegun.
Talsmenn mótmælenda hafa
fagnað fjölgun hermannanna og
vonast til að hún komi í veg fyrir
fleiri morð IRA.
Breskir hermenn á Norður-ír-
landi hafa ekki verið fleiri þar í
tæplega 10 ár. Þeir eru nú um 11
þúsund.
Kœru vinir!
Þakka innilega þann heiður og hlýhug, sem
þið sýnduð mér á 85 ára afmœlinu 29. nóv.
Sérstakar þakkir til Inner Wheel kvenna.
Inga Karlsdóttir.
Hljómtæki á jólatilboði!
Matti vdtallt um málib...
Sviss:
Leynisveit og
njósnastarf
án vitundar
ráðamanna
Panasonic SG-HM10CD er nútímaleg og glæsileg
hljómtækjasamstæða á góðu verði.
• Magnarinn er 40 wött og með þriggja banda tónjafnara
• Útvarpið er með 16 stöðva minni (FM/LB/MB)
• Tvöfalda seglulbandið er bæði með hraðyfirfærslu
og raðspilun
• Plötuspilarinn er hálfsjálfvirkur
• Hátalararnir eru í viðarkassa.
• í jólatilboðinu fylgir fullkominn 18 bita geislaspilari
með samstæðunni og verðið er aðeins 49.800 kr.*