Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 100 kr. eintakið.
Gerræði og geðþótti
Stjórnmálakreppunni, sem
virtist í uppsiglingu vegna
bráðabirgðalaganna um BHMR,
virðist hafa verið afstýrt með
þeirri yfir lýs ingu Hjörleifs
Guttormssonar í gær, að hann
mundi greiða fyrir framgangi
málsins í Neðri deild Alþingis.
Allt þetta mál sýnir þó, að ríkis-
stjómin stendur höllum fæti á
Alþingi. Hún getur, að því er
virðist, ekki treyst á stuðning
þingmanna stjórnarflokkanna í
veigámestu málum og fyrir helg-
ina var frá því skýrt, að formað-
ur þingflokks Borgaraflokksins
liti ekki lengur á sig sem stuðn-
ingsmann ríkisstjórnarinnar.
Þetta er raunar ekki í fyrsta
sinn, sem vinstri stjórn er á fall-
anda fæti síðari hluta kjörtfma-
bils. Ríkisstjórnin, sem hér sat
1980-1983, var komin í áþekka
stöðu og hið sama má segja um
vinstri stjórn Ólafs Jóhannesson-
ar veturinn 1974. Svo miklar
andstæður eru komnar upp í
þingliði núverandi stjórnar-
flokka, að það verður miklum
erfíðleikum bundið fyrir þá að
taka nauðsynlegar ákvarðanir
þá mánuði, sem eftir eru fram
að kosningum.
í þeim sviptingum, sem orðið
hafa síðustu daga á vettvangi
stjómmálanna hefur það berlega
komið í ljós, að forystumenn
stjórnarflokkanna stefndu að
þingrofí og kosningum. Samtal,
sem birtist hér í Morgunblaðinu
sl. laugardag við Jón Baldvin
Hannibalsson, formann Alþýðu-
flokksins, sýndi jafnframt hvaða
hugleiðingar um framhaldið vora
uppi í herbúðum ríkisstjómar-
innar þá. í samtali þessu sagði
Jón Baldvin Hannibalsson, að
yrði þing rofið og efnt til kosn-
inga, mundi núverandi ríkis-
stjórn sitja áfram sem starfs-
stjóm og gæti hún þá sett ný
bráðabirgðalög á kjarasamninga
ríkisstjórnarinnar og BHMR.
Nauðsynlegt er að stöðva við
þessi ummæli eins helzta for-
ystumanns ríkisstjórnarinnar og
átta sig á hvað í þeim felst.
Ríkisstjórnin gerði kjara-
samninga við BHMR vorið 1989.
í febrúar 1990 tók hún á sig
ákveðnar skuldbindingar vegna
kjarasamninga vinnuveitenda og
verkalýðsfélaga, sem gengu
þvert á kjarasamningana, sem
stjómin _ hafði sjálf gert við
BHMR. I júní ákvað ríkisstjórnin
einhliða að fresta sumum
ákvæðum kjarasamninga
BHMR. Félagsdómur dæmdi þá
aðgerð stjórnarinnar ógilda. Þá
setti ríkisstjómin bráðabirgðalög
til þess að afnema kauphækkun
BHMR, sem Félagsdómur hafði
dæmt ríkisstjórnina til að greiða.
Morgunblaðið hvatti ríkis-
stjómina á þeim tíma til þess
að kalla Alþingi saman til að
setja slíka löggjöf, þar sem hæp-
ið væri í meira lagi að setja
bráðabirgðalög til að nema úr
gildi ákvæði kjarasamninga, sem
dómstóll hefði dæmt gild. Raun-
ar era sumir lögfræðingar þeirr-
ar skoðunar, að Alþingi sjálft
geti heldur ekki sett slíka lög-
gjöf-
Eftir að þing kom saman kom
í ljós, að ríkisstjórnin hafði ekki
meirihluta fyrir þessum bráða-
birgðalögum. Vegna atvika und-
anfarinna daga íhugaði hún
þingrof og Jón Baldvin Hannib-
alsson upplýsti, að ráðherrarnir
hefðu hugleitt að setja ný bráða-
birgðalög á BHMR eftir þingrof-
ið. Fyrst eru sett bráðabirgðalög.
Síðan virtist sem ekki væri þing-
meirihluti fyrir bráðabirgðalög-
um og þá ætlaði stjórnin að
senda þingið heim og setja ný
bráðabirgðalög!
Hvað heitir þetta? Þetta heitir
að stjórna landi með gerræði og
geðþótta. Stjórnmálamenn, sem
láta sér til hugar koma að stjórna
landinu með þessum hætti era á
hættulegri braut. Þeir hafa uppi
tilburði til þess að hafa að engu
rótgrónar leikreglur þingræðis
og lýðræðis.
Það eitt, að slíkar hugleiðing-
ar hafa verið uppi og bersýnilega
ræddar í ríkisstjórn íslands er
nægilegt tilefni til þess, að þing
það, sem nú situr, taki þegar í
stað í taumana og fjarlægi þær
freistingar, sem valda því, að
stjómmálamenn láta sér yfírleitt
til hugar koma að ástunda vinnu-
brögð af þessu tagi. Þetta á Al-
þingi að gera með því að sam-
þykkja á þessu þingi að afnema
rétt ríkisstjórna til þess að setja
bráðabirgðalög. Eins og Morg-
unblaðið hefur margsinnis bent
á, era þau rök, sem fyrir mörgum
áratugum vora til staðar fyrir
setningu bráðabirgðalaga ekki
lengur fyrir hendi. Nú er hægt
að kalla Alþingi saman með 1-2
sólarhringa fyrirvara. Sá kostn-
aður, sem því fylgir skiptir engu
máli í þessu sambandi enda
bæði alþingismenn og starfslið
þingsins á fullum laununj allt
árið um kring.
Hugrenningar ráðherranna
um að ijúfa þing og setja ný
bráðabirgðalög í kjölfar þing-
rofsins era nægilegt tilefni til
þess að tillaga um afnám
ákvæða um bráðabirgðalög verði
lögð fram á Alþingi þegar í stað.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Þingrof átti stuðning allra
stj ómarformanna nema Júlíusar
Harðar deilur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkveldi
HJÖRLEIFUR Guttormsson greindi forsvarsmönnum stj órnarflokkanna
frá þeirri ákvörðun sinni að setja ekki fótinn fyrir staðfestingarlög
bráðabirgðalaganna á kjarasamning ríkisins og BHMR á elleftu stundu.
Á hádegi í gær lá fyrir ákvörðun Steingríms Hermannssonar forsætis-
ráðherra um að íjúfa þing og boða til kosninga 19. janúar nk. Þing
skyldi rofið eftir hádegi í gær og í síðasta lagi í dag. Forsætisráðherra
hafði þegar ritað þingrofsbréf til forseta Islands og var tilbúinn með
texta að nýjum bráðabirgðalögum um samninga ríkisins og BHMR sem
áttu að gilda fram yfir kosningar og myndun næstu ríkisstjórnar, eða
fram í mars á næsta ári.
Það var síðastliðinn föstudag á
hádegi sem forsætisráðherra reifaði
möguleikann á þingrofi og kosning-
um, án þess að bráðabirgðalögin
kæmu til atkvæða í neðri deild Al-
þingis, við þá Jón Baldvin Hannibals-
son og Olaf Ragnar Grímsson. Var
þá rætt um að þingrof ætti sér stað
í gær, mánudag. Olafur Ragnar var
þessa ekki fýsandi til að byija með,
en honum snérist hugur síðdegis á
föstudag. Ekki var haft samráð við
Júlíus Sólnes. Raunar vissi hann
ekki hvað til stóð fyrr en á sunnudag.
Af yfirlýsingum þingflokksfor-
manna stjómarflokkanna um að
greiða bæri atkvæði um bráðabirgða-
lögin á Alþingi er augljóst að ekkert
samráð var haft við þá, því formenn
stjómarflokkanna höfðu aldrei hugs-
að sér að láta koma til atkvæða-
greiðslu um málið, nema fyrir lægi
yfirlýsing einhvers yfirlýsts andstæð-
ings frumvarpsins um að honum
hefði snúist hugur og hann hygðist
ekki leggjast gegn samþykki fnim-
varpsins.
Á sunnudagskvöld lá fyrir ákvörð-
un þeirra Steingríms og Jóns Bald-
vins þess efnis að þing yrði rofið
éftir hádegi í gær, en Olafur Ragnar
var þá erlendis. Einungis einn fyrir-
vari var á þessari ákvörðun ráðher-
ranna. Þeir vom sammála um að
ganga yrði úr skugga um, með form-
legum hætti, að engum yfirlýstum
andstæðingi bráðabirgðalaganna
hefði snúist hugur. Því varð úr að
Alþýðubandalagið ákvað að hafa
þingflokksfund í gærmorgun, þar
sem reynt yrði til þrautar að hafa
áhrif á þá Hjörleif Guttormsson og
Geir Gunnarsson.
Þeir Jón Baldvin og Steingrímur
töldu sig jafnframt hafa vitneskju
um að miklir brestir væru komnir í
þá samstöðu sem greint hafði verið
frá að ríkti í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins um samþykkt þá sem öllu
fjaðrafokinu olli. Töldu þeir að Matt-
hías Bjarnason myndi ekki greiða
atkvæði gegn bráðabirgðalögunum,
jafnframt því sem heyrst hafði að
Ingi Björn Albertsson væri staðráð-
inn í að sitja hjá við atkvæðagreiðsl-
una og efasemdir voru úppi um hvað
Kristinn Pétursson myndi gera. Þess-
ir þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins
sitja allir í neðri deild.
Það er deginum ljósara að
óánægja er megn meðal ákveðinna
þingmanna Sjálfstæðisflokksins með
það hvemig staðið hefur verið að
þessu máli. Samkvæmt upplýsingum
mínum er mikil þykkja í Matthíasi
Bjarnasyni, og beinist hún ekki síst
að Davíð Oddssyni varaformanni
flokksins, sem Matthías er sagður
Morgunblaðið/RAX
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tók á móti þeim Þor-
steini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni vara-
formanni og Ólafi G. Einarssyni þingflokksformanni kl. 8.30 í gær-
morgun. Forsætisráðherra skenkti sjálfstæðismönnunum kaffi, sem
breytti þó engu um afstöðu þeirra til bráðabirgðalaganna.
telja að hafi beitt sér af allt of mik-
illi hörku í málinu.
Það varð því úr hjá ríkisstjóminni
að boðaður skyldi fundur í fjárhags-
og viðskiptanefnd á hádegi í gær,
en þar eiga sæti Friðrik Sophusson
og Matthías Bjarnason fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Stjómarliðar vildu
láta á það reyna á þessum fundi,
hver afstaða Matthíasar væri.
Þessi áætlun stjórnarliða breyttist
ekki fyrr en Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, hafði samband við Steingrím
Hermannsson, á milli kl. 12 og 13 í
gær og greindi honum frá því hver
afstaða Hjörleifs væri. Þar með var
málið úr sögunni, og ekki lengur til-
efni til þingrofs og kosninga.
Til tíðinda dró svo á þingflokks-
fundi Sjálfstæðisflokksins síðdegis í
gær og var þar deilt hart. Voru
ákveðnir þingmenn afar óánægðir
með framvindu mála og vildu ganga
:
Morgunblaðið/RAX
Forystumenn vinnuveitenda og forysta Sjálfstæðisflokksins ræddu í gærmorgun viðhorfin til bráðabirgða-
laga ríkisstjórnarinnar í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, án þess að viðhorf aðiia breyttust
í neinu. Frá vinstri: Ólafur G. Einarsson, Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson, Árni
Benediktsson og Hjörtur Eiríksson frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna, Einar Oddur Kristjáns-
son, formaður VSÍ og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI.
svo langt að breyta niðurstöðu þing-
flokksins frá því síðastliðinn miðviku-
dag. Hörð gagnrýni á flokksforyst-
una kom frá þingmönnunum Salome
Þorkelsdóttur, Eggert Haukdal, Ey-
jólfi Konráð Jónssyni, Matthíasi
Bjarnasyni, Pálma Jónssyni, Inga
Bimi Albertssyni og Kristni Péturs-
syni. Þingflokksfundi var frestað
áður en umræðu um málið var lokið
til kl. 22 í gærkveldi. En laust fyrir
kl. 22 var honum síðan aflýst.
Andstaða ríkisstjómarinnar við
það að láta bráðabirgðalögin koma
til atkvæðagreiðslu á Alþingi, án
þess að meirihlutafylgi í neðri deild
væri tryggt, byggðist fyrst og fremst
á þeirri staðreynd að ef lögin hefðu
verið felld, hefði það jafngilt van-
trausti á ríkisstjómina og hún hefði
orðið að fara frá. Ef þing var á hinn
bóginn rofið, og boðað til kosninga
án þess að atkvæðagreiðsla færi
fram, gat ríkisstjórnin setið áfram
fram yfir kosningar.
Þessi möguleiki var stjórnarliðum
misjafnlega þóknanlegur. Kratar og
alþýðubandalagsmenn töldu að þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins hefði
með samþykkt sinni í síðustu viku
tekið ákvörðun um að gera Steingrím
Hermannsson að hetju þjóðarsáttar-
innar. Segja þeir að Steingrímur og
Framsóknarflokkurinn hefðu ekki átt
í nokkrum vandræðum með að
rökstyðja það að hann með þingrofi
og nýrri setningu bráðabirgðalaga
væri forsætisráðherrann sem bjargað
hefði þjóðarsáttinni.
Því sé það mjög skiljanlegt að for-
sætisráðherrann sé ekkert alsæll með
hugarfarsbreytingu Hjörleifs Gutt-
ormssonar. Ljóst er af máli þessara
manna, að þeim var það minna
kappsmál en framsóknafmönnum að
ijúfa þing og boða til kosninga. Telja
þeir að þannig hefði orðið um mjög
heiftúðuga kosningabaráttu að ræða,
þar sem aðaláherslan yrði lögð á að
kosið yrði um þjóðarsátt eða þjóðar-
sundrung. Lykilmál eins og álmál og
EFTA-EB-mál hefðu horfið í skugg-
ann, jafnframt því sem yfirlýst mark-
mið Sjálfstæðisflokksins um að koma
Framsóknarflokknum í pólitískt frí
hefði fjarlægst.
Segja þeir að stjórnarflokkamir,
þ.e. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur
og Framsóknarflokkur, hefðu líklega
þjappast svo saman í slíkri kosninga-
baráttu að möguleikar á annars kon-
ar stjórnarmynstri í kjölfar kosninga
hefðu stórum minnkað.
A
Atök um þjóðarsátt óskynsam
leg út frá heildarhagsmunum
- segir Hjörleifur Guttormsson sem ætlar að sitja hjá við
afgreiðslu bráðabirgðalaganna
EFTIR tvo þingflokksfundi Alþýðubandalagsins í gærmorgun lýsti
Hjörleifur Guttormsson því yfir á Alþingi við upphaf þingfundar í
gær, að hann myndi sitja hjá við afgreiðslu staðfestingarfrumvarspns
um bráðabirgðalögin, sem sett voru á samninga BHRM í sumar. Þar
með liggur fyrir, að frumvarpið hefur meirihluta í neðri deild. Hjör-
leifur segist hafa verið farinn að óttast, að umræðan um bráðabirgða-
lögin snérust upp í pólitískt hanaat, þar sem ákvarðanir yrðu teknar
út frá skammtímasjónarmiðum, og farið yrði í kosningar með stuttum
fyrirvara um eitt einagrað mál en mikilvæg þjóðhagsleg mál, svo sem
stóriðjumál og tengslin við Evrópubandalagið, fengju ekki þá um-
ræðu og athygli sem þörf væri á.
Hjörleifur hefur til þessa lýst
andstöðu við og gagnrýnt bráða-
birgðalögin og sagði við Morgun-
blaðið, að ef þau hefðu komið fram
á þinginu sem afmarkað mál, hefði
hann ætlað að fylgja því eftir eins
og samviska hans bauð.
„En nú hafa komið fram nýir
þættir, sem ég kýs að taka tillit til
og eitt að því er sú afstaða sem
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
tók. Ég hafði alltaf gert ráð fyrir
því að Sjálfstæðisflokkurinn yrði
skiptur í sinni afstöðu. En það er
nýtt að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins taki efnislega afstöðu, án
þess að horfa til hægri eða vinstri,
í rauninni um leið og þeir undir-
strika stuðning sinn við svokallaða
þjóðarsátt. Þarna er slík mótsögn,
að hún gengur ekki upp, og verður
ekki skilin öðruvísi en svo að menn
séu í rauninni að tefla út frá
skammtímasjónarmiðum," sagði
Hjörleifur.
Hjörleifur sagði einnig að komið
hefði til greina af hálfu ráðamanna,
að efna til þingkosninga með skjót-
um hætti og einangrað við þetta
mál. „Ég óttast ekki kosningar, en
ég tel ekki skynsamlegt út frá heild-
arhagsmunum að takast á um þessa
svokölluðu þjóðarsátt einangrað í
núverandi stöðu,“ sagði Hjörleifur.
Hann sagði að þessi afstaða síri
væri vitaskuld umdeildanleg, en
hann vonaðist til þess að hann hefði
með þessu stuðlað að því að svigrúm
skapaðist til að bæta fyrir það. sem
gerst hefði með setningu bráð-
birgðalaganna, með því að leita eft-
ir samningum við BHMR svo þau
Veiðiréttareigendur við Norð-
urá í Borgarfirði hafa ákveðið
að ganga til samninga við
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
um vejðiréttinn í ánni næstu 3-5
árin. Áin var boðin út og bárust
tvö tilboð í hana, annað frá
SVFR, en hitt frá hópi manna
undir forystu Sigurðar Helga-
sonar, fyrrum forstjóra Flug-
leiða, en hann á fyrir hlutdeild
í leigu á Þverá og Kjarrá í Borg-
samtök gætu einnig orðið þátttak-
I endur í lausn mála til lengri tíma.
Hjörleifur sagðist, á þingflokks-
fundunum í gærmorgun, hafa heitið
á ráðherra Alþýðubandlagsins, að
beita sér sérstaklega fyrir því að
tekið yrði á málum BHMR á næst-
unni með það í huga að leita sátta.
Hann sagðist aðspurður telja að á
því væru möguleikar en viðræðurn-
ar hefðu leitt í strand vegna umræð-
unnar um bráðabirgðalögin. Þegar
hann var spurður hvort hann teldi
að nýir menn þyrftu að koma að
þeim samningum, svaraði hann að
þar þyrfti nýtt hugarfar.
Hjörleifur sagðist aðspurður
aldrei hafa hafa orðið fyrir þrýst-
ingi frá þingflokki Alþýðubanda-
lagsins eða flokksmönnum á Aust-
urlandi, en þar var forval fyrir fram-
arfirði. SVFR reyndist vera með
30 milljóna króna tilboð fyrir
veiðiréttinn næsta sumar, en Sig-
urður og félagar með um 26
miHjóna krónur og ákveðnar
skuldbindingar um seiðaslepp-
ingar og samgöngubætur með
ánni. SVFR hefur haft Norðurá
á leigu í 43 ár og að sögn stjórn-
armanna í félaginu hefði það
verið reiðarslag að tapa ánni.
Leigan á Norðurá var 22 milljón-
Hjörleifur Guttormsson skýrir
fréttamönnum frá ákvörðun
sinni í gær.
boðslista flokksins um helgina. Nið-
urstaða foi-valsins hefði engin áhrif
haft á þessa ákvörðun.
Sjá á bls. 35 ummæli manna eft-
ir ákvörðun Hjörleifs Guttorms-
sonar.
ir króna. Tap varð á rekstri SVFR
á árinu og munaði ekki minnstu
um það að illa gekk að selja veiði-
leyfi einmitt í Norðurá og var hún
þó á óbreyttu verði frá, 1989. Jón
G. Baldvinsson formaður SVFR
segir að hækkun leigunnar verði
að mæta með aukinni sókn á erlend-
an markað með besta veiðitímann,
en félagið muni reyna að hafa
hækkanir veiðileyfa á „íslendin-
gatímum“ í algjöru lágmarki.
Yerð veiðileyfa hækkar:
Leiga fyrir Norðurá hækkaði
um 8 milljónir króna milli ára
Setning’ bráðabirgðalagaiina
er andstæð stjórnarskránni
eftirÁrna Grétar
Finnsson
Umræður um staðfestingu
bráðabirgðalaganna, sem ríkis-
stjórnin setti í sumar til ógildingar
á samningum sínum við BHMR, eru
nú í brennidepli. í þeim umræðum
virðast margir horfa fram hjá þeim
meginkjarna málsins, að setning
bráðbirgðalaga eftir á til að ógilda
efnislega niðurstöðu félagsdóms er
andstæð stjórnarskránni.
Stjómarskráin er sá grunnur,
sem stjórnskipun íslenska lýðveldis-
ins byggist á. Til að ti’yggja festu
stjórnarskrárinnar, gilda aðrar og
umfangsmeiri reglur um breytingar
á henni, heldur en um venjulegar
lagasetningar. Alþingismenn vinna
sérstakt heit að því að virða stjórn-
arskrána.
Almenn lög mega ekki bijóta í
bága við ákvæði stjórnarskrárinnar.
I 28. grein hennar sem fjallar um
útgáfu bráðabirgðalaga, er sérstak-
lega tekið fram: „Ekki mega þau
þó ríða í bága við stjórnarskrána.“
Urskurðarvald um, hvort lög sam-
rýmist stjórnarskránni, er í höndum
dómstólanna. Eru dæmi þess, að
Hæstiréttur hafi vikið lögum á þeim
forsendum, að þau væru andstæð
ákvæðum hennar.
Samkvæmt 2. grein stjórnar-
skrárinnar er ríkisvaldinu skipt í
löggjafarvald, framkvæmdavald og
dómsvald. Þar er sérstaklega tekið
fram, að dómendur fari með dóms-
valdið. Hliðstæð skipting ríkisvalds-
ins er í stjórnarskrám annarra ríkja
með svipað stjórnarfar og íslend-
ingar búa við. Hugmyndin að
þrískiptingu ríkisvaldsins er nær
fjögurra alda gömul. Henni er ætlað
að dreifa hinu mikla valdi ríkisins
og stuðla að því, að hver einstakur
þáttur þess veiti hinum aðhald. Þar
er hlutverk óháðra dómstóla mikil-
vægt, þar sem þeirra nýtur ekki
lengur tekur alræði framkvæmda-
valdsins við.
Samkvæmt 60. grein stjórnar-
skrárinnarskera dómstólar úr öllum
ágreiningi um embættistakmörk
yfirvalda. Þar er dómstólum fengið
vald til að úrskurða um, hvort hand-
hafar framkvæmdavaldsins, þar
með taldir ráðherrar, hafá farið að
lögum í stjórnarathöfnum sínum.
Dómum verður ekki breytt
með lögum
Af því, sem nú hefur verið rakið,.
er ljóst, að dómstólum er ætlað að
veita handhöfum löggjafar- og
framkvæmdavaldsins víðtækt að-
hald. Þeir eru oft eina vörn þegn-
■ anna gegn öðrum þáttum ríkis-
valdsins, sérstaklega framkvæmda-
valdinu. Hlutverk dómstólanna er
að sjálfsögðu mun víðtækara en
þetta, þótt ekki verði um það fjallað
hér. Með störfum þeirra er ætlunin
að tryggja, að endi skuli bundinn á
alla þrætu. Ákvæði stjórnarskrár-
innar um að dómendur fari með
dómsvald þýðir að niðurstaða þeirra
er endanleg í hveiju einstöku máli,
sem þeir úrskurða. Henni er ekki
hægt að breyta, hvorki af löggjaf-
ar- né framkvæmdavaldi. Undan-
tekningar um náðun og uppreisn
æru f sakamálum eiga ekki við í
því tilfelli, sem hér er til umfjöllun-
ar. Endurupptaka máls, til dæmis
sökum nýrra sönnunargagna, er
háð ákvörðun dómstóla.
Félagsdómur fékk til úrskurðar
mál BHMR og ríkisins, vegna
ágreinings um framkvæmd kjara-
samninga, sem þeir gerðu sín á
milli 1. maí 1989. BHMR krafðist
þess, að umdeild ákvæði samnings-
ins um kauphækkanir tækju gildi,
en ríkisstjórnin taldi forsendur
ákvæðanna brostnar. Niðurstaða
Árni Grétar Finnsson.
„Ákvæði stjórnarskrár-
innar um að dómendur
fari með dómsvald þýð-
ir að niðurstaða þeirra
er endanleg í hverju
einstöku máli, sem þeir
úrskurða. Henni er ekki
hægt að breyta, hvorki
af löggjafar- né fram-
kvæmdavaldi.“
félagsdóms gekk sem kunnugt er
BHMR í vil og úrskurðaði dómur-
inn, að hin umdeildu ákvæði kjara-
samningsins væru í fullu gildi. Þar
með var málinu lokið á lögformleg-
an hátt. Hér skiptir ekki máli, hvaða
afstöðu menn hafa til efnis um-
rædds kjarasamnings BHMR eða
hvort hann kunni að hafa einhver
áhrif á aðra samninga, sem kennd-
ir hafa verið við „þjóðarsátt". Dóm-
urinn er endanlegur fyrir báða að-
ila. Samkvæmt áðurnefndum*
ákvæðum stjórnarskrárinnar og
viðurkenndum réttarreglum, sem
af ákvæðunum leiða, er óheimilt
að breyta efnislegri niðurstöðu
dómsins með lögum. Setning bráða-
birgðalaganna 3. ágúst sl. er því
andstæð stjórnarskránni.
Alvarlegt fordæmi
Slík lagasetning eftir á, til að
breyta efnislega dómsniðurstöðu, á
sér ekkert fordæmi hér á landi, að
því er ég best veit. Ef ríkisstjómin
vildi með lögum fella niður hin
umdeildu ákvæði í kjarasamningi
sínum við BHMR, þá bar henni að
gera það áður en málið fór fyri-
félagsdóm, þá hafði hún heimild til
lagasetningar, en eftir að dómur
var genginn, var ekki heimilt að
breyta niðurstöðu hans efnislega
með lögum.
Setning bráðabirgðalaganna
undir þessum kringumstæðum hef-
ur í för með sér mjög alvarlegt for-
dæmi, ef samþykkt yrði. Þar með
gætu ríkisstjórnir í framtíðinni með
bráðabirgðalögum eða Alþingi með
venjulegum lögum breytt efnislega
eftir á dómum, sem féllu ríkinu í
óhag. Menn, sem ættu kröfur á ríkið
og fengju þær staðfestar með dómi,
yrðu þá að sæta því, að þær yrðu
efnislega ógiltar með lögum eftir
að dómur væri genginn. Allir sjá
til hvílíks ófarnaðar slíkt myndi
leiða, en hvar eru mörkin eftir að
fordæmið hefur verið gefíð.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.