Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 40

Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Bömin baka Þegar ég var barn á Seyðis- fírði var rafmagn oft lé- legt að deginum til, þeg- ar allar húsmæður bæj arins stóðu í jólabakstri. Og það var mikið bakað á Seyðisfirði í þá daga og svo er kannski enn. Við systumar fimm skiptumst á að fara á fætur með mömmu kl. 5 til að baka, meðan lítið álag var á rafmagninu, en bræðurnir tveir tóku ekki þátt í þessu, það var ekki til siðs í þá daga að strákar hjálpuðu til við heimilisstörfin. Þessar bökunarnætur eru ljúfar minningar æskuáranna. Kveikt var á kertum og ilmur þeirra blandað- ist krydd- og hunangsilm kakanna. Enn ilma heimilin af kertum og kryddi á jólaföstunni. Við skulum leyfa bömunum að taka þátt í bakstrinum með okkur. Það veitir birtu og yl inn í hjörtu þeirra og vekur upp tilhlökkun og eftirvænt- ingu til hinnar miklu hátíðar gleði og ljóss. Hunangskökur 500 g hunang 3 dl sykur 125 g smjör eða smjörlíki rifinn börkur af 1 sítrónu rifinn börkur af 1 appelsínu 1 kg hveiti 3 tsk. kanili 1 tsk. negull 2 tsk. engifer 1 msk. lyftiduft 1. Setjið hunang, sykur og smjör í pott og hitið. Gætið þess að þetta rétt nái að sjóða. Hrærið vel í og takið af hitanum um leið og suðan kemur upp. 2. Þvoið appelsínuna og sítrónuna vel, rífíð síðan börkinn af þeim og setjið út í og hrærið vel saman. 3. Kælið að mestu, þó ekki alveg. 4. Setjið eitt egg í senn út í og hrærið saman. 5. Blandið saman hveiti, kanil, negul, engifer og lyftidufti. Hrærið út í. 6. Setjið á hveitistráða borðplötu og hnoðið örlítið. 7. Mótið síðan „fígúrur" úr deig- inu, eins og ykkur sýnist, skerið þetta ekki út með móti. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON höfð neðst. Á stjörnue'ndana er svo hægt að festa lítil afmæliskerti. Nota má glassúr hrærðan út með eggjahvítu til að festa þau með. Þessi tré geta orðið nokkuð stór. Við ráðum raunar stærðinni. Klipp- um fyrst út stærstu stjörnuna, fletj- um deigið út og skerum eftir henni. Þá klippum við örlitla ræmu utan af stjörnunni og mótum eftir henni. Síðan klippum við alltaf meira og meira af, þannig að stjörnumar minnki alitaf. Svo röððum við XXK ?? XKV** 70 vxv XVXKV VKXXXX VVVXKX o*/ -XXWKXX <=rfin xxxx* oO rá*. plíí, xx yvvV x. 8. Setjið á bökunarpappír á bök- unarplötu og bakið í um 15 mínút- ur. Bökunartími fer eftir þykkt deigins. Fylgist vel með. 9.Skreytið „fígúrurnar“ með smartís, lakkrís, súkkulaði eða því, sem ykkur dettur í hug. Hægt er að líma það á með glassúr, sjá hér á eftir. Athugið: Gaman er að búa til smáhjörtu úr þessu deigi og húða með súkkulaði, þegar þau eru orðin köld. Ýmislegt er hægt að búa til úr piparkökudeigi. Sumir búa til hús og aðrir hjörtu til að hengja í eld- húsgluggann. Víða í Mið-Evrópu eru skreyttar piparköku-„fígúrur“ hengdar á jólatréð. Börn búa ekki til piparkökuhús á eigin spýtur, en þau geta búið til misstórar stjömur og raðað þannig upp að þær mynda jólatré og er þá stærsta stjaman stjömunum saman og höfum þá stærstu neðst. „Jó!atréð“ getum við síðan skreytt með hvítum glass- úr og stráð grænum skrautsykri yfir og loks festum við smákerti á stjörnuendana. Sírópskökudeig í „fígúrur" og ,jólatré“ 180 g lint smjörlíki 4 dl sykur 1 dl síróp 1 dl vatn (eða kaffi) 9 dl hveiti 1 tskt. natron (sódaduft) 1 tsk. hjartarsalt 1 tsk. hjartasalt 1 tsk. negull 1 tsk. engifer 2 tsk. kanill Vi tsk pipar 1. Hrærið saman smjörlíki, sykur og síróp. 2. Setjið hveiti, natron, hjartar- salt, negul, engifer, kanil og pipar út í ásamt vatni og hrærið saman. 3. Látið skálina með deiginu standa í kæliskáp í 2-3 klst. 4. Takið deigið úr skálinni, setjið á hveitistráða borðplötu, fletjið síðan út með kökukefli. 5. Skerið út stjömur eða „fígúr- ur“. Setjið á bökunarpappír á bök- unarplötu. 6. Hitið bakaraofn í 190° C, blástursofn í 170° C, setjið í miðjan ofninn og bakið í um 10 mínútur. Fylgist vel með. Þetta er mislengi að bakast enda oftast misþykkt á plötunni. Glassúr á kökurnar 2'A til 3 dl flórsykur 1 eggjahvíta Hrærið saman, setjið ekki allan flórsykurinn út í í einu. „'i<. 'T' * -'i'- 'l' * * * ÍN- ÍTC- % HOFUM OPNAÐ JOLAMARKAB MIDBIJARDS Austurstræti 1OA (úður Penninn) Opnunortími: Mánudaga -föstudaga 12-18 Laugard. 8. desember. 10-18 Laugard. 15. desember. 10-22 Fimmíud. 20. desember. 9-22 Föstud. 21. desember. 9-22 Laugard. 22. desember. 10-23 Mánud. 24. desember. 9-12 UPPLÝSINGAR m SÖLUBÁSA ÍSÍMA 25200 Hér fæst aiít ntiili kimins og |arðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.