Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 42

Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Refsigleði eftir Þorstein A. Jónsson 1.Inngangur Á Alþingi hefur nú verið lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á umferðarlögum í þá veru að lækka leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns úr 0,5 prómill í 0,25 prómill. Að keyra undir áhrifum áfengis er ein af „þjóðaríþróttum" íslend- inga. Til eru þeir sem státa sig af þátttökunni a.m.k. svo lengi sem þeir eru ekki kærðir fyrir ölvun við akstur. Stolt þessara manna minnkar ef og þegar þeir eru kærðir fyrir verknaðinn. Reiði brýst út þegar að viðurlögum kemur og menn sjá m.a. á eftir ökuskírteinunum. í kjöl- far reiðinnar kemur sjálfsafsökun og ásköpuð undrun vegna þeirrar mannvonsku „kerfisins“ að refsa og svipta ökuleyfi fyrir verknaðinn því „ég olli engu tjóni". Fram að þessu hefur það verið nokkuð óumdeild forsenda fyrir refsiákvæðum vegna ölvunarakst- urs að þau séu í þágu umferðarör- yggis. Eðli máls samkvæmt er mik- ilvægt að gera .ákveðnar hæfnis- kröfur til ökumanns og kröfu um að hann sé í slíku ástandi að það sé forsvaranlegt að hann aki bifreið. 2. ölvunarakstur á íslandi Miðað við kærð brot er hvergi meira um ölvunarakstur á Norður- löndunum en einmitt á íslandi. Undanfarin ár hafa að meðaltali um 2.500 menn verið kærðir af lög- reglu fyrir ölvunarakstur og þar af eru um 2.200 með áfengismagn í blóði sem er yfir 0,5%. Þetta þýðir að um 1% þjóðarinnar er á ári hveiju kært fyrir ölvun við akstur og ef miðað er við íslendinga eldri en 15 ára er hlutfallið 1,3%. Þá má það vera óumdeilt að auk þeirra sem eru teknir er talsvert um dulda brotastarfsemi. Þótt mikið sé um ölvunarakstur hér á landi hafa litlar sem engar rannsóknir farið hér fram á eðli og orsökum þessara afbrota — frekar en öðrum afbrotum — og lítið hefur verið unnið úr þeim upplýsingum sem þó eru til. I þessu sambandi ætla ég þó að nefna nokkrar tölulegar upplýsing- ar. Af öllum útköllum lögreglunnar í Reykjavík undanfarin ár vegna umferðaróhappa voru einungis 3% þeirra ökumanna sem aðild áttu að umferðarslysum ölvaðir. Sam- kvæmt upplýsingum frá öllu landinu um fjölda slasaðra og Ját- inna í umferðinni voru um og innan við 10% ökumanna sem aðild áttu að umferðarslysum ölvaðir. í þess- um tilvikum liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um hvort hinn ölvaði hafi átt „meiri sök“ en hinn öku- maðurinn á umferðaróhappinu. Og því síður liggur nokkuð fyrir um þátt þeirra, sem eru með lágt áfeng- ismagn, í framangreindum slysum eða óhöppum. Þegar ölvaður ökumaður á aðild að umferðaróhappi eða slysi virðast menn ávallt gefa sér þá forsendu að ölvun ökumanns sé þar aðalor- sakaþáttur. Hér á landi eru ekki til neinar ranpsóknir um þetta atriði. Erlend athugun sem ég hef lesið um sýndi að yfir 20% Ölvaðra öku- manna sem aðild áttu að umferð- aróhappi töldust ekki vera orsaka- valdar þess. í þessari athugun kom einnig frám að þessir ölvuðu öku- menn, sem ekki voru orsakavaldar óhappanna, voru langflestir með minna en 1 prómill áfengismagns í blóði. 3. Innihald breytingartillögu í því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi er lagt til að 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga verði breytt á þann veg að í stað þess sem nú er, þ.e. að ekki er refsi- vert að keyra þótt áfengismagn í blóði sé allt að 0,5 prómill, í reynd 0,6 prómill vegna mælingaskekkju, verði þessi mörk lækkuð í 0,25 pró- mill, auk þess sem flutningsmenn telja eðlilegt að skekkjumörk verði 0,05 prómill. Það er að vísu atriði sem mætti ræða sérstaklega. en ég sleppi því hér. Samkvæmt 100. gr. umferðar- laganna skal refsa þeim sem brjóta ákvæði laganna með sektum, varð- haldi eða fangelsi allt að 2 árum og samkvæmt 102. gr. er almennt skylt að svipta þann ökuréttindum sem ekur ölvaður. Rökstuðningur flutningsmanna breytingartillögunnar er að „eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur um áfengisneyslu og akstur bifreiða. Verði þessi breyting að lögum þarf enginn að velkjast í vafa um að ekki má aka bifreið eftir að hafa drukkið áfengi, hversu lítil sem neyslan hefur verið.“ Þeir segja einnig: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þessarar breytingar. Umferðarslys- um af völdum ölvunaraksturs hefur farið fjölgandi. Núgildandi umferð- arlög valda því að ökumaður verður hverju sinni að meta sjálfur, eftir að hafa neytt áfengis, hvort hann er hæfur til að aka bifreið eða ekki. Þetta mat varð mun erfiðara eftir að bruggun áfengs öls var leyfð hér á landi. Með þessari breytingu verð- ur eftirlit með framkvæmd laganna mun auðveldara en áður.“ Af þessu sést að forsendur breyt- ingartillagnanna eru tvennskonar, þ.e. í fyrsta lagi er fullyrt að um aukningu umferðarslysa af völdum áfengis sé að ræða og það þýðir væntanlega að þessi tillaga sé gerð í þeim tilgangi að auka umferðarör- yggi og hin forsendan er sú að séu áfengismörk lækkuð hafi reglan jákvætt uppeldislegt gildi. 4. Viðbrögð stjórnmálamanna Svo sem þegar hefur komið fram að hluta og nánar verður vikið að síðar eru framangreindar forsendur flutningsmanna breytingartillög- unnar ekki jafn sjálfgefnar í mínum huga og þeirra. Það eru ekki óþekkt viðbrögð stjórnvalda og stjórnmálamanna við umræðum um þjóðfélagsvandamál að grípa til lagabreytinga. Algengustu fyrstu viðbrögð við umræðum og gagnrýni eru þó að bíða og sjá til hvort þetta gangi ekki yfir. Má líkja því saman við viðbrögð mannsins sem sagði: „Ef mér finnst að ég þurfi að gera eitt- hvað, legg ég mig þar til sú hugsun líður hjá.“ Þessar aðgerðir, þ.e. að bíða, duga í um og yfir 90% tilvika. Þeg- ar biðin leysir ekki málið er oft gripið til lagabreytinga. En hvers vegna? Fyrir því eru fleiri en ein ástæða. í fyrsta lagi er lagabreyting ódýr lausn. Lagabreyting er ódýr vegna þess að hún friðþægir fjöl- miðlum og almenningi, þar sem við- komandi telja að með lagabreyting- unni sé í raun verið að leysa vand- ann og að tekist hafi verið á við hann að kröfu almennings og að KAUPMENN, KAUPFÉLÖG. VÖNDUÐ LEIKFÖNG Á ÆVINTÝRALEGU _ VERÐI. I.GUÐMUNDSSON 6.CO hf. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN 0)91 - 24020 ÞVERHOLTI 18 4 Þorsteinn A. Jónsson „Það er því miður of algengt hér á landi að lagafrumvörp þ.m.t. stjórnarfrumvörp séu illa undirbúin eða þörf fyrir lagasetningu rök- studd. Því til viðbótar fá þau oft litla sem enga faglega umfjöllun á Al- þingi.“ fjölmiðlar hafi fylgt málinu eftir. Eftir lagasetníngu líður oft langur tími þar til menn átta sig á því að staðan er óbreytt. Ákvæði í gildandi lögum eru ekki alltaf orsök þess að ekki sé tekist á við að leysa tilgreind vandamál. Orsökin er oftar sú að viðkomandi verkefni hefur ekki verið látið njóta forgangs eða að yfirvöld hafa ekki viljað stofna til aukinna útgjalda til að bæta nýju verkefni við það sem þegar er gert. Lagabreyting ein sér breytir sjaldnast þessu ástandi. I öðru lagi er það mjög mikil- vægt fyrir alþingismenn að flytja þingsályktunartillögur eða frum- vörp eða taka þátt í umræðum á Alþingi. Ástæðan er sú að fjölmiðl- ar skýra ítarlega frá því sem gerist á Alþingi og umræðum þar er t.d. oft útvarpað eða sjónvarpað óháð því hvort þær eru á vitrænum grundvelli eður ei. Það virðist auka- atriði, þátttakan er það sem virðist skipta kjósendur máli. Fyrsta um- ræða í neðri deild Alþingis um frum- varp það sem hér ér til umfjöllunar fékk t.d. mikla fjölmiðlun án þess að þar væri um rismikla málafylgju eða röksemdafærslu að ræða. En tilganginum var náð. Það er því miður of algengt hér á landi að lagafrumvörp þ.m.t. stjórnarfrumvörp séu illa undirbúin eða þörf fyrir lagasetningu rök- studd. Því til viðbótar fá þau oft litla sem enga faglega umfjöllun á Alþingi. Þess í stað eru notaðar innihaldslausar setningar eins og t.d. í greinargerð með þessu frum- varpi, þar sem segir: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þessarar breytingar." á þetta sérstaklega við þegar áfeng- ismagnið er lítið. Það er talið vísindalega sannað að þegar við 0,3—0,4 prómill áfeng- is í blóði geti aksturshæfni skerst umtalsvert, sérstaklega hjá þeim sem óvanir eru neyslu áfengis. Margar rannsóknir og tilraunir hafa verið gerðar um áhrif áfengis á ökuhæfni, en niðurstöðurnar eru túlkaðar á mismunandi vegu. Einn- ig greinir menn nokkuð á um þær forsendur, sem miða á við þegar ákveða á neðfi mörk áfengis í blóði, t.d. hvort miða beri við minnstu skerðingu á aksturshæfni eða slysa- áhættu út frá almennum slysatölum. Virðing fyrir reglum byggist ekki einungis á refsihótunum ef út af er brugðið. Það er mjög mikilvægt að í þjóðfélginu sé haldið uppi öflug- um fyrirbyggjandi aðgerðum og fræðslustarfsemi til að koma í veg fyrir ölvun við akstur. Skiptir hér ekki minnstu máli að þeir, sem eru að koma út í umferðina sem öku- menn, séu vel upplýstir um þær hættur sem áfengisneysla í tengsl- um við akstur hefur í för með sér. Spurningin er hvort það þýði það sama og að réttlætanlegt sé að beita refsingum óháð magni áfeng- is í blóði viðkomandi. Refsingar eru í eðli sínu einhver alvarlegustu við- brögð þjóðfélagsins við háttsemi manna og valda oft mikilli röskun á lífi þeirra sem er refsað. Ég tel að refsiheimildir eigi aðeins rétt á sér þegar þær eru nauðsynlegar vegna þess að önnur úrræði dugaekki. Hugmyndafræði refsiréttarins gengur m.a. út á það að með hótun um refsingu sé hægt að takmarka það, að menn framkvæmi ákveðna verknaði. í þeim tilfellum þegar það markmið mistekst og refsiverður verknaður er framinn — nokkuð sem því miður er ekki óþekkt — verða menn að vera í stakk búnir til að framkvæma hótunina með því að refsa þeim sem fremur verknað- inn. Eðli sínu samkvæmt er refsing, almennt séð, ekki til hagsbóta fyrir þann sem er refsað. Refsikerfið er ekki tæki til að útdeila velferð. Væri það tilgangurinn væri fyrir löngu búið að leggja kerfið niður. Til refsikerfísins er stofnað með þá vitneskju — og sennilega að vel ígrunduðu máli — að refsingin skað- ar oft þann dæmda eða hefur að minnst kosti í för með sér meiri eða minna óhagræði fyrir hann. í mínum huga þýðir þetta m.a. að almennt verður sá verknaður sem gerður er refsiverður í eðli sínu að vera skaðlegur eða hættulegur. Tilgangurinn með því að refsa fyrir ölvunarakstur er að reyna með þeim hætti að fækka þeim öku- mönnum sem eru hættulegir í um- ferðinni vegna ölvunar. Að nota refsingar eða hótun um þær í upp- eldislegum tilgangi er ekki í sam- ræmi við hugmyndafræði refsifræð- innar auk þess sem ég tel það rangt út frá siðferðilegum sjónarmiðum. 6. Æskileg prómillmörk? En hvar eiga neðri mörk áfengis- magns í blóði að vera svo réttlætan- legt sé að grípa til refsinga ef útaf ér brugðið? Eins og áður er fram komið er talið sannað að í sumum tilfellum geti 0,3—0,4 promill áfengis í blóði skapað hættu í um- 5. Prómillmörk og refsingar Hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum er refsivert að að keyra undir áhrifum áfengis, ef mælt áfengismagn í prómillum fer yfir ákveðin mörk. Helsti kostur prómillreglnanna er að þær eru einfaldar og skýrar og skapa festu og öryggi í réttar- framkvæmd. Áhrif áfengis á einstaklinga er mjög mismunandi. Þyngd og kyn hafa þar mikla þýðingu, sem og hversu vanir menn eru að drekka. Þá hefur það áhrif á áfengismagn hveru langt er um liðið síðan byrjað var að drekka, hvað menn borða, hvernig menn eru fyrirkallaðir o.fl. Þetta þýðir m.a. að áhrif sama magns af áfengi hefur mismunandi áhrif jafnvel á sama einstakling og ferðinni. En það er fleira sem getur skapað hættu í umferðinni að því marki að jafna megi við þann sem er með 0,3—0,4 prómill í blóðinu. Má þar til nefna þreyttan ökumann, þann sem er æstur t.d. eftir rifr- ildi, þann sem notar bílsíma meðan ekið er, þann sem reykir í akstri, þann sem er einn með barn eða hund í bíl o.fl. mætti tína til. í þessu sambandi vil ég leyfa mér að benda á einn stóran galla á mörgum ef ekki flestum þeim rannsóknum sem til eru vegna ölv- unaraksturs. Hann er sá að gera má ráð fyrir að athygli þátttakenda á því sem þeir voru að gera, þ.e. að aka, hafi verið í hámarki og hæfni þar með. Það eru ekki raun- verulegar aðstæður í umferðinni. Einungis einn orsakaþáttur umferð- arslysa hefur verið tekinn útúr, þ.e. I i í í Í i í i i í i í i i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.