Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
43
ölvunarakstur og hann gerður að
syndasel með allt öðrum og alvar-
legri hætti en aðrir orsakaþættir
slysa.
Ég tel að neðri mörk áfengis-
magns í blóði eigi að miðast við það
hvenær áfengið fer almennt að hafa
þau áhrif á aksturshæfni meðal
ökumanns að það ógni umferðarör-
yggi. Miðað við það sem ég hef
kynnt mér þessi mál tel ég að þau
mörk séu allavega ekki lægri en
0,5 prómill. Tel ég að þessar for-
sendur séu nauðsynlegar til að
raunhæft og líklegt sé að reglurnar
njóti almennrar virðingar og hiýðni.
Auk þess hefur það sýnt sig, að
minnsta kosti miðað við erlendar
rannsóknir, að það er ekki við þessi
lægri mörk, sem reynslan hefur
sýnt að áhættan er mest út frá
umferðaröryggissjónarmiðum. Þeir
sem valda tjóni eða alvarlegum slys-
um vegna ölvunar eru oftast með
miklu hærra áfengismagn í blóðinu
og eiga mjög oft við áfengisvanda-
mál að stríða. í mörgum tilfellum
hafa þeir áður verið dæmdir
fyrir ölvunarakstur.
Ég tel ólíklegt að lækkun neðri
marka hafi nokkur raunhæf uppeld-
isleg áhrif á þá sem hættulegastir
eru í umferðinni vegna ölvunar.
Slysatölur eins og þær liggja fyrir
hér á landi og erlendis réttlæta
ekki að einn orsakaþáttur, sem ekki
hefur verið sýnt fram á að sé afger-
andi, er tekinn útúr og fyrir hann
refsað með allt öðrum og grimmari
hætti en aðra orsakaþætti.
7. Skaðar breytingartillagan?
í þessu sambandi er nauðsynlegt
að velta því fýrir sér hvort lækkun
áfengismarka í umferðarlögum
valdi nokkrum skaða. Um það er
erfitt _að fullyrða með nokkurri
vissu. Ég ætla þó að benda á nokk-
ur atriði, sem ég tel benda til þess
að athyglinni sé beint að röngu
vandamáli.
Fyrir það fyrsta er hætta á að
raunverulegt eftirlit minnki. Þegar
meiri áhersla er lögð á að ná öllum
sem hafa neytt áfengis, þ.m.t. þeim
sem eru með lágt áfengismagn í
blóði, er hætta á að fleiri með hærra
áfengismagn sleppi við eftirlit og
haldi áfram að keyra. Ég geri ekki
ráð fyrir því að umferðareftirlit
verði aukið þótt frumvarp þetta
verði samþykkt. Þegar lögreglan
tekur einn ökumann grunaðan um
ölvun við akstur sinna því tveir lög-
regluþjónar í eina til tvær klst.
Þeir gera ekki annað á meðan.
í öðru lagi getur þetta þýtt auk-
in óæskileg félagsleg vandamál.
Aðgerðir gegn þeim sem aka hratt,
jafnvel með minniháttar áfengis-
magn í blóði, eru ströng. Ég hef
þar sérstaklega í huga að svipting
ökuréttinda getur haft veruleg fjár-
hagsleg og félagsleg vandamál í för
með sér. Þeir einstaklingar sem er
refsað eiga á hættu að lenda í
slæmri hringiðu. Það er hætta á
að félagsleg vandamál viðkomandi
aukist.
Fyrir það þriðja má gera ráð fyr-
ir að álag á réttarkerfið aukist.
Fleiri einstaklingar eru dregnir fyr-
ir dóm fyrir verknaði sem erú minna
refsiverðir. Það er hugsanlegt að
heildarmálafjöldi aukist ekki en
breytingin verði sú að samsetning
mála breytist. Á tímum þegar álag
á réttarkerfinu þ.m.t. lögreglu er
mikið er mikilvægt að það fjalli um
„rétt mál“.
í fjórða lagi er hætta á að traust
almennings á réttarkerfinu dvíni og
má það síst við því. Grundvöllur
refsikerfisins er ekki síst sá að mik-
ill meirihluti almennings telji rétt
að tilgreindir verknaðir eigi að hafa
refsingu í för með sér. Að einstakl-
ingurinn fái það á tilfínninguna að
það sem hann telur minniháttar
afbrot leiði til harðra refsinga og
annara viðurlaga getur e.t.v. leitt
til þess að virðing fyrir refsihótun-
um vegna annarra verknaða
minnki.
8. Lokaorð
Almennt tel ég að halda verði
því innan skynsamlegra marka að
auka refsingar og hafa verður það
í huga að afleiðingarnar verði ekki
til þess að lama refsivörslukerfið
með þeim hætti að grundvallarverð-
mætamat í baráttu gegn afbrotum
sé stefnt í voða.
Fyrr í þessari grein hef ég sagt
að forsendur tillögunnar um að
lækka áfengismörk séu að auka
umferðaröryggi og að lækkuð
áfengimörk hafi jákvætt uppeldis-
legt gildi. Engin rök hafa verið
færð fyrir því að lægri áfengismörk
auki umferðaröryggi. Um þá síðari
má deila, en ég tel rangt að beita
refsingum eða hótunum um þær
eingöngu í uppeldislegum tilgangi.
Til að halda aftur af ölvunar-
akstri þarf m.a. að auka áróður og
aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Of-
notkun refsinga eða hótanir um þær
er ekki í þágu aukins
umferðaröryggis.
Höfundur er deildarsijóri í
dómsmálaráðuneytinu.
FYRIR NÚTÍMA KARLMENN
H6RRARÍKI
SNORRABRAUT 56
Símar: 13505 14303
Nýjung!
DALAKOLLUR
kex, ávaxtabiti-og áfram koll af kolli
MUNDU EFTIR OSTINUM
V|S/Sfi9öV 9frS-L2P6>( >mV