Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
51
Samráðsstefnu bænda-
forystunnar hafnað
eftirBjarna
Harðarson
Var rétt af bændum að ganga
til samráðs um málefni landbúnaðar
við launþegahreyfinguna eins og
gert var við þjóðarsáttarsamning-
ana. Undirritaður hefur opinberlega
haldið fram að með því hafi bændur
leikið af sér og veikt mjög áróðurs-
stöðu sína. Auk þess er hagræðing-
araðferð sú sem hér er falin gagns-
laus með öllu og í besta falli mein-
laus.
Bændur fengu prik
Með þátttöku sinni í þjóðarsátt
má segja að staðfest hafi veirð
veigamikil stefnubreyting hjá for-
ystu bændastéttarinnar sem hefði
vafalítið verið óhugsandi fyrir fáum
árum. Við þjóðarsáttina var bænda-
forystunni í fyrsta sinn gefið lítils-
háttar prik, þjóðin leit svo á að hún
hefði brotið odd af oflæti sínu og
væri sanngjamari en áður.
Á fundi um innflutning landbún-
aðarvara sem Neytendasamtökin á
Suðurlandi og stéttarfélögin héldu
á Selfossi fyrir skemmstu mætti
Guðmundur Gylfi Guðmundsson,
fulltrúi ASÍ í svokallaðri 7 manna
nefnd, en hana skipa fulltrúar aðila
vinnumarkaðarins og bændur og
hún er skipuð í framhaldi af þjóðar-
sáttarþátttöku bænda. Sameigin-
lega skulu þessir aðilar leita leiða
til að lækka verð á innlendri mat-
vöru. í ræðu sinni benti Guðmundur
Gylfi á að verðlækkun á innlendri
matvöru gæti fært þjóðinni betri
lífskjör. Allt lítur þetta vel út og
af máli hagfræðingsins er ekki að
efa að þar fer maður sem vinnur
af heilindum og málflutningur hans
einkenndist af meiri sanngirni og
réttsýni heldur en við sem um land-
búnað fjöllum eigum að venjast frá
fólki með þennan fræðatitil.
Lengi reyndu bændur að
andæfa áróðrinum
Um langt skeið hefur því verið
haldið fram að andstæðingum land-
búnaðar að verð landbúnaðarvara
hér á landi sé óeðlilega hátt, hafi
hækkað meira en almennt verðlag
í landinu og ekkert sé gert af hálfu
bændaforystu til að spoma við of-
framleiðslu, óhagkvæmni og ör-
birgð bændanna sjálfra. Talsmenn
bænda reyndu lengi vel að benda á
það sem rétt er í þessu máli að
verðhækkanir hafa verið mun minni
en á mörgum öðrum innlendum
varningi, hagræðingar hafa verið
gríðarlegar frá setningu búvörulaga
o.s.frv. Abendingar um marga aðra
þætti okkar atvinnulífs sem eru
óhagkvæmir og margfalt óhag-
kvæmari en landbúnaðurinn hafa
verið til lítils.
Lítill skilningur hefur verið á
þeim erfiðleikum sem hljóta að vera
því samfara að snúa atvinnugrein
á skömmum tíma fra'því að vera
útflutningsgrein sem byggir á
magnframleiðslu niður í að þjóna
einasta litlum og hratt minnkandi
innanlandsmarkaði.
Bláeyg bændaforysta
Með samráðsstefnu bænda og
launþega getur almenningur alls
ekki litið öðruvísi á en að andstæð-
ingar bænda hafi haft rétt fyrir sér
og bændaforystan hafi viðurkennt
það í verki. Viðbrögð forystunnar-
vekja að vísu upp lítilsháttar vor-
kunnarviðbrögð og samúð én um
leið er undanhald greinarinnar
skipulagt. Þetta gerist á mjög við-
sjárverðum tíma þegar ráðherrar
standa nærri þeirri freistingu að
fórna landbúnaðinum á altari
(ímyndaðra?) markaðshagsmuna
saltfisks og freðfisks. -
Lærdómsríkt er að á sama tíma
og þjóðarsáttin var gerð var almenn
umræða um það í samfélaginu að
ýmsir þættir íslenskrar þjónustu og
framleiðslu væru of dýrir. Talsvert
var rætt um vaxtamun bankanna,
sem er miklu meiri en í nálægum
löndum. Þegar svo einhveijir ráku
augun í það að Landsbankinn, sem
er stærstur og býr yfir mestri upp-
safnaðri óhagkvæmni og bruðli,
hefði fengið alþjóðlega sérfræðinga
til að leita uppi óhagkvæmnina þá
sagði Sverrir Hermannsson þetta
vera innanhúsmál. Ekki held ég að
hann hafi viljað fá inntil sín sameig-
inlega nefnd ASÍ-manna og banka-
manna sem meta ætti hvernig bæri
að útrýma óhagkvæmninni og koma
skikki á bankann. Samt virðast
hann og aðrir forsvarsmenn bank-
ans meðvitaðir um að bregðast þarf
við óhagkvæmninni og laga banka-
kostnað að því að vera nær því sem
erlendis þekkist. En bankastjórar
hafa vit á að þegja þegar mest er
gelt að þeim.
Hefði landsbankinn farið að bás-
úna óhagkvæmnina og fá ASÍ hag-
fræðinga til samráðs þá hefðu þeir
Bjarni Harðarson
„Með samráðsstefnu
bænda og launþega get-
ur almenningur alls
ekki litið öðruvísi á en
að andstæðingar bænda
hafi haft rétt fyrir sér.“
um leið viðurkennt vanmátt sinn
játað á sig að þeir hafí sjálfir alls
ekki unnið nógu vel að verkinu til
þessa og muni ekki gera nema ein-
hveijir komi þeim til hjálpar og eft-
irlits. Það er einmitt þetta sem
bændur hafa, í bláeygu sakleysi
gert.
Sósíalísk nefndastjórnun
Ekki er ástæða til að efa að vandi
landbúnaðar er mjög mikill og það
er vel hægt að framleiða iandbúnað-
arvörur með minni tilkostnaði en
gert er. Breytingarnar frá tilkomu
búvörulaganna 1985 hafa líka flest-
ar stuðlað að því að svo megi verða,
þó sumt hafi verið öfugsnúið. Mestu
myndi muna í dag ef sláturkostnað-
ur yrði lækkaður verulega með því
að breyta hávaðalaust þeim viðmið-
unum sem sláturhús eru látin starfa
eftir og koma á virkri en vitrænni
samkeppni í bæði mjólkur- og kjöt-
iðnaði. En útilokað er að aukin
hagkvæmni eða lækkað verð skili
sér með tilkomu samráðsnefndar
launþega og bænda. Sósíalískar
nefndarstjórnunaraðferðir af því
tagi hafa hvergi skilað árangri en
sums staðar valdi óbætanlegu tjóni
eins og rústir Sovétríkjanna tala
skýru máli um. í þessu tilviki mun
umrædd sjömanna nefnd stuðlaði
að því að firra rétta aðila í landbún-
aðargeira ábyrgð en líklegast ekki
valda neinu frekara tjóni. Nefndina
skipa enda ágætir menn og vel viti
bornir.
Bændaforystan má auðvitað vel
sýna vilja sinn til að taka þátt í
almennu verðlækkunarátaki eins og
þjóðarsáttin er, en hún á ekki að
láta það upp á sig spyijast að hún
geri það einasta vegna þrýstings
frá launþegum. Enda hafa bændur
reyndar oft áður gefið eftir sinn
hlut án þess að vera gerðir jafn
aumkunarverðir eins og þeir bafa
verið frá tímum undirskriftar þjóð-
arsáttar.
Jónas sigraði bændastéttina
innanfrá
Jónasi Kristjánssyni og hans
mönnum tókst ekki, þrátt fyrir að
vel væri að vondu verki staðið, að
vinna meirihluta þjóðarinnar á þá
skoðun að leggja skuli af íslenskan
landbúnað. En Jónasi tókst, óvænt
reikna ég með, að vinna íslensku
bændastéttina innanfrá, skapa
siíkar efasemdir meðal forystu
hennar að við stöndum nær algeru
tapi í áróðursstríðinu en nokkru
sinni. Nú er ekki annað að gera en
bíða og reyna að taka því sem koma
mun með jafnaðargeði.
Höfundur er ritstjóri
Bændablaðsins
Frábær læki til heimilisins og í jólapakkann •..
• • • á ómótstæðilegu jóla-tilboðs-verÓi
ELTA 3630
Ferðaútvarp.
Verð kr. 2.390,-
ELTA 6080
Einfalt mónó ferðatæki.
Verð kr. 4.990,-
ELTA 3850
Vasaútvarp m/heyrnartækjum.
Verð kr. 1.390,-
ELTA 4220
Útvarpsklukka m/vekjara.
Verð kr. 2.390,-
DM-200 HLJÓMBORÐ
Bamahljómborð, 4 litir.
Verð kr. 6.990,-
ELTA 5751 ELTA 6248
CD-ferðadiskspilari m/tösku og fl. Einfalt stereó ferðatæki.
Verð kr. 15.990,- Verð kr. 5.990,-
ELTA 5865
Vasadiskó m/útvarpi FM og MW.
Verð kr. 2.790,-
ELTA 4530
Útvarpsklukka m/vekjara.
Verð kr. 2.790,-
DM-450 HLJÓMBORÐ
Hljómborð m/skemmtara.
Verð kr. 12.990,-
ELTA 2524
Sambyggt hljómflutningstæki m/
CD, fjarstýringu og hátölurum.
Verð kr! 16.690,-
ELTA 6438
Tvöfalt stereó ferðatæki m/
tónjafnara og lausum hátölurum.
Verð kr. 10.490,-
ELTA 2012
14“ litasjónvarp m/fjarstýringu.
Verð kr. 27.990,-
GreiðsMqör
vié
liUrlf
ix
ELTA-KH-202
Nett heymartæki m/spöng,
vasadiskóstærð.
Verð kr. 490,-
FIDEK CD
3ja geisla diskspilari m/
íjarstýringu.
Verð kr. 19.990,-
fíatfij á aóéu vcrÓi
Allt verð er staðgreiðsluverð.
Faxafeni 12, simi 670420
WS4
>œX£lX&X&M&X&#&H£ÍX£iM£iX£iX£ÍMi#£íH£iM£iX£i?t£iM£iX£ÍX£iH£iM£f#£iX£iM£ÍM£Í/œM