Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 Hita- og rafmagns- laustí Breiðholti RAFMAGN fór af stórum hiuta Breiðholtshverfis í gærkvöldi vegna bilunar í háspennustreng. Rafmagni sló út af dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur á Stekkja- bakka með þeim afleiðingum að hiti fór af húsum i Breiðholti í rúma eina klukkstund. Bilun varð í háspennustreng milli aðveitustöðvar 5 sem er í Elliðaár- dal og dreifistöðvar í Blesugróf. Rafmagn fór kl. 20.08 af fjórðungi byggðar í Breiðholti, þ.e. Stekkja- og Bakkahverfi auk hluta af Selja- hverfi, af þessum völdum og komst aftur á allt Breiðholt kl. 20.30. Rafmagnsveitan hefur þurft að sinna nokkuð mörgum bilunum undanfarna mánuði í háspennu- strengjum, einkum í tengihólkum. Ekki er vitað um orsakir þessara- bilana. Dælustöð Hitaveitunnar í Stekkjabakka sló út við rafmagns- leysið og fór hiti af húsum víða í Breiðholti. Ok á og var sleginn MAÐUR sem varð fyrir því að ekið var á bíl hans í Bankastræti í fyrrakvöld sló þann sem ákeyrslunni olli í andlitið, svo að á honum sá, og ók svo á brott. Hann hef- ur verið kærður fyrir líkams- árás. Kærandinn ók niður Banka- stræti þegar næsti bíll á undan í röðinni nam skyndilega stað- ar. Hann reyndi að hemla en lenti á klakabunka þannig að bíllinn rann á stuðara fremri bílsins, án þess þó að á sæi. Að sögn kærandans rauk öku- maður þess bíls við þetta upp og eftir stuttar ýfingar og rysk- ingar sló hann tjónvaldinn mik- ið högg í andlitið og ók á brott við svo búið. Karlmaður kærði nauðgun UNGUR karlmaður kærði þrjá menn fyrir nauðgun snemma í gærmorgun. Maðurinn kom á lögreglustöð og kærði atburðinn sem hann sagði að hefði átt sér stað í samkvæmi í húsi í Vesturbænum. Rannsóknarlögregla ríkisins fékk málið til meðferðar. Sverrir Einarsson, sakadómari og dómsformaður í Hafskips- og Útvegsbankamálum, umkringdur dómskjölum og dómsgerðum í málinu. Umkringdur dómskjölum og dómsgerðum DÓMSGERÐIR í Hafskips- og Útvegsbankamálum eru nú frá- gengnar og munu að öllum líkindum berast Páli Arnóri Páls- syni, sérstökum saksóknara, í dag. Dómurinn var sem kunnugt er lanum lengst til hægri á myndinni kveðinn upp 5. júlí síðastliðinn en vinna við frágang dómsgerðanna hófst um miðjan september, að loknum sumarleyfum dómend- anna þriggja og ritara. Það starf hefur síðan verið unnið með öðr- um störfum dómendanna, sem allir hafa fengið fjölmörg önnur mál til meðferðar. Dómsgerðimar, sem eru í staf- hér að ofan , munu vera þær lengstu í sögu opinberra mála á íslandi og telja um 4.100 blað- síður, þar af er dómurinn sjálfur 1.250 síður. Algengast er að dómsgerðir í opinberum málum rúmist á 15-60 blaðsíðum. í staf- lanum til vinstrí eru þau skjöl sem ákæruvaldið lagði fram við þing- festingu málsins og í miðjunni eru þau skjöl sem verjendur og ákæruvald lögðu fram til viðbótar undir rekstri málsins. Alls eru þetta á ellefta þúsund blaðsíðna. Frá því að sérstökum saksókn- ara berast dómsgerðir í hendur skal hann innan þriggja mánaða ákveða hvort dómi sakadóms verði áfrýjað til Hæstaréttar en Páll Arnór Pálsson hefur látið í veðri vaka í samtali við Morgun- blaðið að ákvörðunar hans sé ekki langt að bíða. Bílaborgar- húsið slegið Landsbanka HÚS Bílaborgar við Fossháls í Reykjavík var í gær slegið Landsbanka íslands á þriðja og síðasta nauðungaruppboði fyrir 264,5 milljónir króna. Bruna- bótamat hússins, sem er eign þrotabús Bílaborgar, er 788 milljónir króna. Itrekaðar til- raunir til að selja það á frjálsum markaði hafa ekki borið árangur til þessa. Verslunarlánasjóður bauð í húsið á móti Landsbankanum upp að fyrr- greindri upphæð en lét þá staðar numið enda hafði veð sjóðsins þá verið tryggt og Landsbankinn átti veð allt upp að 400 milljónum króna. Alls hvíldu á sjötta hundrað milljóna króna á húsinu. Ráðiuieytið þarf ekki að endurgreiða Hagvirki BORGARDÓMUR hefur sýknað fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs af kröfum Hagvirkis hf. um að fyrirtækinu verði endurgreiddar rúm- lega 108 milljónir króna auk dráttarvaxta, en þá upphæð hafði fyrir- tækinu verið gert að greiða í áætlað viðbótarsölugjald, álag og dráttar- vexti fyrir árin 1983 og 1984, með úrskurði ríkisskattanefndar í júlí 1989. Fyrirtækið undi ekki úrskurðinum en greiddi hin álögðu gjöld í ágúst 1989 til að forða því að rekstur þess yrði stöðvaður vegna skuldarinnar öðru sinni. Fyrirsvarsmenn Hagvirkis töldu að í greiðslunni fælist ekki viður- kenning á réttmæti álagningarinnar, heldur væri greitt til að forðast óþægindi vegna rekstrarstöðvunar, en til þess úrræðis hafði áður verið gripið gagnvart fyrirtækinu þann 23. júní 1989 vegna sömu skuldar í framhaldi af lögtaki sem inn- heimtumaður ríkissjóðs hafði látið gera til tryggingar henni. Fyrirtækið byggði mál sitt meðal annars á því að starfsemi Hagvirkis við húsbyggingar og mannvirkja- gerð væri undanþegin skatti sam- kvæmt lögum um söluskatt. Fjár- málaráðuneytið taldi svo ekki vera og Borgardómur féllst á skilning ráðuneytisins. Meðal annars vísaði borgardómur til dóms Hæstaréttar frá 1987 um það að ekki sé átt við notkun svo stórvirkra véla sem Hag- virki noti við starfsemi sína þegar talað sé um í undanþáguákvæði laga um söluskatt að „vinna við húsbygg- ingar og aðra mannvirkjagerð", sé undanþegin söluskatti. Fjölmörgum öðrum málsástæðum fyrirtækisins hafnaði borgardómur einnig. Fyrirtækið taldi að fjármála- ráðuneytið hefði knúið sig til að greiða hina áætluðu fjárhæð með ólögmætri valdbeitingu og þving- unaraðgerðum. Því hafnaði dómur- inn og sagði að skattálagning, sem sé lögleg og sem lögskylt sé að greiða, geti ekki orðið endurgreiðslu- skyld vegna sjónarmiða um ólög- mæta innheimtuaðferð, enda sé greiðsla á skatti ekki bótaskylt tjón. Borgardómaramir Garðar Gísla- son, Allan V. Magnússon og Eggert Óskarsson kváðu upp dóminn. Að sögn Jóhanns G. Bergþórsson- ar, forstjóra Hagvirkis, verður ákvörðun tekin í næstu viku um hvort dómi borgardóms verði áfrýjað til Hæstaréttar. Sljórnarfrumvarp; Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun sameinist ráðuneyti STJÓRNARFRUMVARP um breytingar á lögum um Stjórnar- ráð Islands hefur verið lagt fram á Alþingi. I frumvarpinu er lagt til að fjármálaráðuneytið og Fjárlaga- og hagsýslustofnun verði sameinuð. Samkvæmt núgildandi lögum er Fjárlaga- og hagsýslustofnun sjálf- stæð stjórnardeild innan fjármála- ráðuneytisins og lýtur stjóm hag- sýslustjóra. Forsætisráðherra heim- ilaði í byrjun þessa árs að hagsýslu- stjóra yrði jafnframt embætti sínu falið að gegna starfi ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu og vinna að sameiningu ljármálaráðu- neytisins og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar. I greinargerð með fmm- varpinu segir að ástæða sameining- arinnar sé breyttar aðstæður og sú 'skoðun að með henni náist fram hagræðing í rekstri ráðuneytisins. Jafnréttisráð; Afgreiðslu kæru um fæðingarorlof frestað Kvótaúthlutun til smábáta: Forseti efri deildar kallar eftír listanum JÓN Helgason, fyrseti efri deildar, hefur skrifað sjávarútvegs- ráðherra bréf þar sem hann óskar eftir að ráðherra sjái (til þess, að nefndarmenn fái í hendur, sem trúnaðarmál, Iista ýfir þá eigendur og útgerðarmenn smábáta sem fengið hafa bréf frá sjávarútvegsráðuneyti um áætlaðan fiskveiðikvóta. Alþingismennimir eru Halldór Blöndal og Guðmuridur H. Garð- arsson Sjálfstæðisflokki, Danfríður Skarphéðinsdóttir Kvennalista, Karvel Pálmason Alþýðuflokki og Skúli Alexar.d- ersson Alþýðubandalagi. Sjávarútvegsnefndin fór fram á það við sjávarútvegsráðherra að fá þennan lista í hendur, en fékk synjun. Halldór Blöndal óskaði þá eftir því við Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs Alþingis að hún beitti sér fyrir því að sjávarútvegsráðherra léti nefndinni þessar upplýsingar í té. Guðrún vildi ekki aðhafast í málinu þar sem forseti hefði ekki vald til að skipa ráðherra fyrir um meðferð þessara gagna. KÆRA Rögnvaldar Sæmundsson- ar, iðjuþjálfa, fyrir Jafnréttisráði um sömu laun opinberra starfs- manna og annarra launþega í fæðingarorlofi, var ekki afgreidd í Jafnréttisráði í gær vegna óska fulltrúa ASÍ og VSÍ um frestun á málinu. Þetta er í annað sinn sem af- greiðslu þessarar kæru er frestað og verður málið tekið fyrir að nýju 9. janúar næstkomandi. Rögnvaldur, sem er opinber starfsmaður, fær samkvæmt reglum um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna ekki greidd full laun frá ríki í fæðingaror- lofi, heldur getur hann sótt um dag- peninga frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Þórunn Sveinbjömsdóttir, fulltrúi ASÍ í Jafnréttisráði, sagði ástæðu þess að afgreiðslu k’ærunnar hefði verið frestað að hér væri um flókin lögfræðileg atriði að ræða sem þyrftu nánari skoðunar við. Hrafnhildur Stefánsdóttir, fulltrúi VSÍ, tók í sama streng og sagði jafn- framt að nefnd á vegum heilbrigðis- ráðuneytis sem fulltrúar ASÍ og VSÍ áttu sæti í hefði þegar samið frum- varp að nýjum fæðjngarorlofslögum sem gerir ráð fyrir að þessi mismun- un opinberra starfsmanna og ann- arra launþega verði afnuminn. Neskaupstaður: Sjómenn og Síldarvinnsl- an semja S AMNINGAR náðust í gær í deilu togarasjómanna og Síldarvinnsl- unnar hf. á Neskaupstað en tog- arasjómenn á Neskaupstað hafa verið í verkfalli I tæpan hálfan mánuð. ínn Tveir togarar, Bjartur og Barð- -...i, halda til veiða í dag, en þriðji togarinn Birtingur hefur lokið veið- um á árinu. Samið var um verulega hækkun á heimalöndunarálagi og var tillagan samþykkt með 35 at- kvæðum gegn 6 í hópi togarasjó- manna.___________________
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.