Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 15

Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 15
MORGU'NBIAÐIÐ IFIMMTUDAGUR 13. DESBMBER 1990 i5r Þú ræktar ekki garðinn þinn, ef... Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Undan illgrcsinu Höfundur: Guðrún Helgadóttir Myndir: Gunnar Karlsson Útgefandi: Iðunn Sagan segir frá Mörtu Maríu og hefst á því að Marta er að flytja í nýtt hús, ásamt móður sinni og tveimur bræðrum. Nýtt hús fyrir hana — en í rauninni mjög gamalt hús sem á sér sögu ... Marta María er að flytja úr einbýl- ishúsi í nýju hverfí, en því húsi var móður hennar um megn að halda, eftir að faðir Mörtu lést. Faðirinn hafði verið í innflutningi — og strax í upphafí er ljóst að ekki er allt með felldu í sögunni um dauða hans — eða, lesandinn fær álíka mikla vitn- eskju og Marta María, sem er ellefu ára. Henni finnst bróðir sinn, sem er fjórtán ára, og móðir hafa breyst í viðmóti við hana eftir fráfall föður- ins en hún á fremur'erfitt með að skýra á hvern hátt. Það er meira til- finning. Tilfinning fyrir að hafa að- eins fengið að heyra hálfan sannleik- ann. Marta María hefur líka „tilfmn- ingu“ gagnvart húsinu sem hún er að flytja inn í og hún er varla búin að komá sér fyrir í herbergi sínu, þegar hlutir fara að koma í ljós. Á efri hæðinni býr skrítin fjöl- skylda, eldri kona og dóttursonur hennar, tvær háaldraðar konur; önn- ur húsmóðir, hin vinnukona. Dóttur- sonurinn er á sama aldri og Marta María. Hann er sérkennilegur og samlagast ekki umhverfínu og það er ljóst að aldraða húsmóðirin drottn- ar yfir heimilinu og stjórnar þögn- inni um húsið og fjölskylduna. Marta María er mikið ein heima á daginn. Það er sumar, móðirin og eldri bróðir- inn, Daníel, éru í vinnu og litli bróðir- inn, Tómas, er á dagheimili. Það sem Marta María undrast mest í sambandi við húsið, er garð- urinn sem umlykur það. Hann er geysistór og fjölskrúðugur, en á kafi í arfa og illgresi. Til að dunda sér við eitthvað, fer hún að reyta upp illgresið — til að sólin nái að skína á blómin og hún uppgötvar marga dýrgripi í garðinum; marmarastyttur og ker — og garðhúsið sem geymir mikla leyndardóma. Þegar hún fer að vinna í garðinum, kynnist hún smátt og smátt Matthíasi, drengnum á efri hæðinni, og í sameiningu reyta þau illgresi úr garðinum og úr lífi fjölskyldunnar á efri hæðinni — og í lokin afhjúpar Marta María leyndar- mál sinnar eigin fjölskyldu. Guðrún Helgadóttir erí þessari bók Tónleikar í Óperunni HLJÓMSVEITIRNAR Ný dönsk og Todmobile sendu nýverið frá sér breiðskífur .og í tilefni af því halda hljómsveitinar tónleika í íslensku óperunni. Tónleikarnir verða í kvöld og hefjast kl. 21.00. Þessar hljómsveitir héldu einnig sameiginlega tónleika á svipuðuni- tíma fyrir ári og urðu þá margir frá að hverfa. . Ný dörtsk, sem séndi frá sér breiðskífuna Regnboguiand, er skipuð þeim Birni Jr. Frjðbjörns-' syni, Daníel Ágúst Haraldssyni og Olafi Hólm, en sér til aðstoðar hafa þeir Jón Ólafsson og Stefán Hilm- arsson. Todmobile, sem sendi frá sér samnefnda hljómplötu, skipa Artdrea Gylfadóttir, Þorvaldur B. Þorvaldsson og Eyþór Arnalds? en sér til aðstoðar hafa þau Atla Örv- arsson, Gunnlaug Briem, Eið Arn- arson, Einar B. Bragason, Jóhann Hjörleifsson, Össur Geirsson og Helenu Jónsdóttur dansara. Forsala aðgöngumiða er í hljóm- plötuverslunum Steina hf. Guðrún Helgadóttir að fást við mörg þemu sem plaga samfélag okkar í dag, engu síður en liðin samfélög; þögnina — sem er manneskjunni svo hættuleg að hún leggur heilu fjölskyldumar í rúst; þögnina sem bindur fólk á klafa, festir það í hlutverkumm sem það þorir ekki út úr af ótta við að allt komist upp. Fjölskyldan á efri hæð- inni á sér hræðilegt leyndarmál. Matthías hefur ekki hugmynd um hvað það er og það er ekki á dag- skrá að segja honum frá því. Samt er leyndarmálið á góðri leið með að eyðileggja líf hans. Langamma hans rígheldur sínu fólki saman — þetta er vellauðug fjölskylda sem þarf ekki að fara út fyrir hússins dýr, og ger- ir það ekki: Leyndarmálið hefur múrað hana inni í húsinu og hún á enga möguleika á að lifa eðlilegu lífi. Strax í fyrsta kafla nær Guðrún að hlaða upp spennu og „Undan ill- gresinu" er spennusaga. í henni eru leyndardómar og týndir fjársjóðir, sem ekki kæmu í ljós, nema vegna þess að Marta María er haldin óseðj- andi forvitni og hún er sannleiksleit- andi. En hér er ekki á ferðinni nein afþreyingarsaga, vegna þess að í henni eru mjög skýr skilaboð: Þú getur ekki ræktað garðinn þinn, nema horfast í augu við sannleikann. Persónusköpunin í þessari bók er frábær; persónurnar era ekki fulltrú- ar fyrir nein gildi, heldur breyskar manneskjur, sem reyna að komast af í tilverunni: Móðir Mörtu, sem ein reynir áð berjast áfram með börn sín og hefur ekki leyfi til að sligast. Amman, sem talar í umvöndunartón, en er skilningsrík og sátt við tilver- una, afínn, skemmtilegur og elsku- legur karl, unglingurinn Daníel, sem er stoð og stytta móður sinnar, Tóm- as litli, bráðskemmtilegur krakki undir skólaaldri, sem skynjár alltaf „réttu“ augnablikin til að segja óþægilega hluti. Svo er það „prins- essan“ á efri hæðinni, amma Matt- híasar, sem er að kafna undan því oki sem foreldrar hennar hafa lagt á hana og leikur bara ólíkindaleiki, en eftir að sannleikurinn kemur í ljós — hin Ijóta saga fjölskyldunnar — getur hún loksins fellt grímuna. Líf hennar er að mestu leyti glatað en léttirinn er kannski mestur fyrir hana. Vinnukonan Þrúða, sem hefur þjónað fjölskyldunni frá því hún var 17 ára, varfengin til að grafa leynd- ardóm fjölskyldunnar og þarmeð sjálfa sig innan veggja hennar. Allt trúvérðúgar og skemmtilegar pei'- sónur'. . - Mér fínnst þetta ótrúlega góð bók; vel skrifuð, spennandi, fyndin og skemmtileg, felur í sér ótvíræð skila- boð, án þess að prédika, eða jafnvel nefna. þau. Guðrún fæst við mjög viðkvæm mál í þessari unglingabók, eins og sjálfsvíg og lífslygar, sneiðir hjá allri væmni en fer þó ekki með efnið eins og það sé léttvægt. Henni einfaldlega tekst að hitta á rétta tóninn. Bókin er um 140 síður og strax á síðu 50 var ég farin að kvíða því að ljúka henni. Myndirnar í bók- inni eru mjög skemmtilegar og vel gerðar og undirstrika þann leyndar- dómsfulla blæ sem yfír henni er. AUSTURSTRÆTI22, REYKJAVÍK, SÍMl 22925 Fóðraður frakki kominn aftur Verð kr. 8.980,- Herrabuxur úr riffluðu flaueli Verð kr. 2.390,- Herraskyrlur 100% bómull Verð kr. 990r Kuldajakki m/hettu kominn aftur Verð kr. 5.400,- Herrapeysa Verð kr. 1.980r Vaxbornir regnheldir kuldajakkar m/hettu komnir aftur Verð kr. 5.900,- Vatnsheldir, fóðraðir kuldajakkar m/hettu Vérð hr. 4.900r Kuldahúfa Verö kr. 390,- Leðurstígvél Verd kr. 3.900r Kuldajakki Verð kr. 5.900/- Einnig: Gallabuxur, m.a. yfirstærðir, frákr. 2.690,- Fínni herrabuxur, teryline & ull, kr. 3.900,- Mikið úrval af kuldaúlpum frá kr. 3.900,- . VTTV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.