Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 18
18
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
FRÁSAGNIR
ÞEKKIRA MANNA
ÆVIBROT eftir Dr. Gunnlaug Þórðarson
Gunnlaugur hefur ávallt verið hress f fasl og talað tæpitungulaust
(þessari bók kemur hann svo sannarlega til dyranna eins og hann
er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Rltari forséta
(slands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum.
- Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð
um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina.
A LANDAKOTI
eftir Dr. Bjarna Jónsson yfirlækni
Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur (slendinga
í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri
stofnun og Ifknarstarfi í nærri heila öld þar sem margir af fremstu
læknum landsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir.
SETBERG
Milli fjalls o g fjöru
Bókmenntir
ErlendurJónsson
Oskar Aðalsteinn: MJOLL.
Skáldsaga. 185 bls. Reykjavík,
1990.
Að sumu leyti minnir Mjöll á eldri
skáldsögur Óskars Aðalsteins, að
öðru leyti ekki. Sögusviðið er kunn-
uglegt, þorp og smákaupstaðir þar
sem stórbrotin náttúra setur mark
sitt á lífsbaráttuna, og reyndar á
svipmót einstaklinganna. Karlai
stunda sjóinn sem fyrr. Konur ráðsk-
ast á heimilum. En þjóðfélagið er að
breytast. Og sögum/d Óskars Aðal-
steins er líka breytt. Sá iokaði heim-
ur, sem við blasti í eldri sögum hans,
er ekki lengur. Maður getur lagt upp
í heimsreisu frá þorpinu sínu eins
og frá hveijum öðrum stað á jarðríki.
Enginn gerir veður út af slíku. Það
hreyfir ekki við almenningsálitinu
líkt og forðum að trúlofun sé slitið.
Og ekki eru allir jafnáijáðir sem forð-
um að draga gull úr greipum Ægis.
Sumir kjósa að stytta sér leið með
því að spila upp á peningana. En
spilaheppnin, sem eitt sinn var tengd
heppni í ástum með gagnstæðu for-
merki, reynist fallvöld jafnan. Eitt
er þó öldungis óbreytt: Ofurvald höf-
uðskepnanna ríkir enn yfir mannin-
um og minnir á sig þegar síst vonum
varði.
Oskar Aðalsteinn
Varla tjóir að leggja einfaldan
skilning í þessa sögu. Spilamennsk-
una má skoða sem tákn fyrir þjóðfé-
lagið eins og það er orðið; eða er
nokkuð íjarri lagi að líta svo á? Fyrir-
myndanna er ekki heldur langt að
leita. í kvikmyndahúsinu kemst mað-
ur að raun um að »það sem gerst
hafði á hvíta tjaldinu var honum sem
mynd, í öðru veldi, af honum sjálfum
við spilaborðið ...«
Allt er orðið flóknara. Einfaldleik-
inn, harður en saklaus, telst til liðna
tímans. Mjöll (sem ber undirtitilinn
Bíður hún mín í fjörunni), ber merki
þess.
Skáldsaga þessi er mikið byggð
upp af samtölum. Persónur eru
margar og koma mismikið við sögu
eins og gengur. Rúnir þær, sem
lífsbaráttan risti forðum í ásjónu ein-
staklinganna og greindi þá svo skil-
merkilega hvern frá öðrum, setja
ekki í viðlíka mæli mark sitt á svip
þess sem eyðir tímanum við spila-
borð. Því refjar í fjárhættuspili
skerpa vart tilfínningamar líkt og
glíman við náttúruöflin fyrrum. Und-
ir niðri býr þó sama eðlið. Sem fyrr
þráir maðurinn eitthvað hreint og
ósnortið, eitthvað — ósvikið! Enn leit-
ar hann að hinu sama: gæfunni, ást-
inni, hamingjunni. Eða einhveiju
slíku sem ekki verður með orðum
tjáð.
Framlag Óskars Aðalsteins til
íslenskra bókmennta er nú orðið
bæði mikið og markvert. Með Mjöll
hefur hann tekist á við nýstárlegt
verkefni og leggur þá um leið meira
á lesandann. Þetta er að ýmsu leyti
flókið verk og ekki allt þar sem það
er séð. Að þetta sé »besta skáldsaga
Óskars Aðalsteins« eins og segir í
kápuauglýsingu kann hins vegar að
orka tvímælis. Það er þó ekki enda-
laust hægt að slá eigið met.