Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 FRÁSAGNIR ÞEKKIRA MANNA ÆVIBROT eftir Dr. Gunnlaug Þórðarson Gunnlaugur hefur ávallt verið hress f fasl og talað tæpitungulaust (þessari bók kemur hann svo sannarlega til dyranna eins og hann er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Rltari forséta (slands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum. - Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. A LANDAKOTI eftir Dr. Bjarna Jónsson yfirlækni Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur (slendinga í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri stofnun og Ifknarstarfi í nærri heila öld þar sem margir af fremstu læknum landsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir. SETBERG Milli fjalls o g fjöru Bókmenntir ErlendurJónsson Oskar Aðalsteinn: MJOLL. Skáldsaga. 185 bls. Reykjavík, 1990. Að sumu leyti minnir Mjöll á eldri skáldsögur Óskars Aðalsteins, að öðru leyti ekki. Sögusviðið er kunn- uglegt, þorp og smákaupstaðir þar sem stórbrotin náttúra setur mark sitt á lífsbaráttuna, og reyndar á svipmót einstaklinganna. Karlai stunda sjóinn sem fyrr. Konur ráðsk- ast á heimilum. En þjóðfélagið er að breytast. Og sögum/d Óskars Aðal- steins er líka breytt. Sá iokaði heim- ur, sem við blasti í eldri sögum hans, er ekki lengur. Maður getur lagt upp í heimsreisu frá þorpinu sínu eins og frá hveijum öðrum stað á jarðríki. Enginn gerir veður út af slíku. Það hreyfir ekki við almenningsálitinu líkt og forðum að trúlofun sé slitið. Og ekki eru allir jafnáijáðir sem forð- um að draga gull úr greipum Ægis. Sumir kjósa að stytta sér leið með því að spila upp á peningana. En spilaheppnin, sem eitt sinn var tengd heppni í ástum með gagnstæðu for- merki, reynist fallvöld jafnan. Eitt er þó öldungis óbreytt: Ofurvald höf- uðskepnanna ríkir enn yfir mannin- um og minnir á sig þegar síst vonum varði. Oskar Aðalsteinn Varla tjóir að leggja einfaldan skilning í þessa sögu. Spilamennsk- una má skoða sem tákn fyrir þjóðfé- lagið eins og það er orðið; eða er nokkuð íjarri lagi að líta svo á? Fyrir- myndanna er ekki heldur langt að leita. í kvikmyndahúsinu kemst mað- ur að raun um að »það sem gerst hafði á hvíta tjaldinu var honum sem mynd, í öðru veldi, af honum sjálfum við spilaborðið ...« Allt er orðið flóknara. Einfaldleik- inn, harður en saklaus, telst til liðna tímans. Mjöll (sem ber undirtitilinn Bíður hún mín í fjörunni), ber merki þess. Skáldsaga þessi er mikið byggð upp af samtölum. Persónur eru margar og koma mismikið við sögu eins og gengur. Rúnir þær, sem lífsbaráttan risti forðum í ásjónu ein- staklinganna og greindi þá svo skil- merkilega hvern frá öðrum, setja ekki í viðlíka mæli mark sitt á svip þess sem eyðir tímanum við spila- borð. Því refjar í fjárhættuspili skerpa vart tilfínningamar líkt og glíman við náttúruöflin fyrrum. Und- ir niðri býr þó sama eðlið. Sem fyrr þráir maðurinn eitthvað hreint og ósnortið, eitthvað — ósvikið! Enn leit- ar hann að hinu sama: gæfunni, ást- inni, hamingjunni. Eða einhveiju slíku sem ekki verður með orðum tjáð. Framlag Óskars Aðalsteins til íslenskra bókmennta er nú orðið bæði mikið og markvert. Með Mjöll hefur hann tekist á við nýstárlegt verkefni og leggur þá um leið meira á lesandann. Þetta er að ýmsu leyti flókið verk og ekki allt þar sem það er séð. Að þetta sé »besta skáldsaga Óskars Aðalsteins« eins og segir í kápuauglýsingu kann hins vegar að orka tvímælis. Það er þó ekki enda- laust hægt að slá eigið met.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.