Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
frásagnarlist
VEGURINN UPPÁ FJALLIÐ eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
Kjarngott mál, Ijóslifandi persónur, verðug viðfangsefni og hlý kímni eru sem fyrr
aðalsmerki höfundar.
Þessar nýju smásögur Jakobínu sæta tíðindum.
SVEFNHJÓLIÐ eftir Gyrði Elíasson.
Þetta er önnur skáldsaga Gyrðis en hann hlaut Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar
1989. Þessi saga er í senn kátleg, ævintýraleg og ógnvekjandi, skrifuð af þeirri
málsnilld sem höfundur hefur þegar getið sér orð fyrir.
HELLA eftir Hallgrím Helgason.
Óvenjuleg saga um unglingsstúlku í litlu þorpi úti á landi. Lýsingar höfundar á löndum
sínum eru bæði fyndnar og glöggar og auga hans fyrir náttúrunni einstakt.
Með Hellu er sleginn nýr tónn í íslenskum bókmenntum.
MÝRARENGLARNIR FALLA eftirSigfús Bjarlmarsson.
Þetta eru fyrstu sögur Sigfúsar Bjartmarssonar sem áður hefur vakið mikla athygli fyrir
Ijóðabækur sínar. Fimm samtengdar sögur úr íslenskri sveit sem snúast um hringrás
mannlífs og náttúru. Orðfærið er auðugt og sérkennilegt, sprottið úr þeim heimi sem
sögumar lýsa svo eftirminnilega.
Bœkur eru ódýrari
Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577.
fyrirheit
sumars sungu“
___________Bækur_________________
KjartanÁrnason
Elías Mar: Hinumegin við sól-
skinið. Ljóð, 47 bls. Iðunn 1990.
Þessi bók er ekki ýkjamikil að
vöxtum, ein fimmtán frumsamin
ljóð og tíu þýðingar. Frumsömdu
ljóðin eru ort á árunum 1983-89
en þýðingarnar spanna þijátíu ára
tímabil, 1957-87. Þessar upplýsing-
ar fást í allsérstæðu efnisyfirliti þar
sem hvorki eru tilgreind blaðsíðutöl
né rétt röð ljóðanna en þau þess í
stað flokkuð í aldursröð; þetta fyrir-
komulag hefur sína kosti en er
nokkuð ruglandi hafi maður hug á
að glöggva sig á röð efnisins í bók-
inni.
Ljóðin í Hinumegin við sólskinið
eru flest hver frásagnarljóð. Skáld-
ið segir sögu og dregur upp my.nd
af atviki eða atburðum sem stund-
um eru sveipaðir blæju dæmisög-
unnar — án þess þó að vera beinlín-
is dæmisögur. Hér má nefna Organ-
istann sem ekki kunni að leika staka
nótu en svaraði bón skáldsins um
sýnishorn af list hans með langri
þögn og síðan: „Heyrirðu ekki ...?/
Heyrirðu ekki/ hvað ég spila vel?“
Fleiri ljóð má nefna til þessarar
sögu, s.s. Hagspeki, Enn eina
heimsmynd, Vatnið eða Skáldið
mikla.
Fyrsta og síðasta ljóðið í frum-
samda hluta bókarinnar skera sig
nokkuð úr hvað varðar efni og
framsetningu. / minningu Þuríðar
Kvaran er fyrsta ljóðið og hið eina
sem bæði er stuðlað og rímað.
Forðum vöktu söngvar úr suðri hlýju
sælu trega blandna á vori nýju,
æskuvori; fyrirheit sumars sungu
sálinni ungu.
Svo segir í fyrsta erindi með vísun
í Jónas. í lokalínunum segir frá
stefjabrotum sem gegnum aldir:
„hvísla til vor undursamlegum orð-
um/ enn líkt og forðum.“ Seinasta
frumsamda ljóðið er Bæn:
Ég bið þess ég megi lifa til vors
svo ég geti risið af beði og
og leitt barnungann þangað sem
blómin eru og fuglamir
og sagt: líttu á
svona erum við mörg.
En Elías á fleiri strengi í hörpu
sinni en þennan sem tjáir auðmýkt
og gleði frammi fyrir sköpunarverk-
inu. Á tveggja alda afmæli Rasmus-
ar Chr. Rask 1987 orti hann sam-
nefnt ljóð sem e.t.v. mætti kalla
hugleiðingu prófarkalesarans um
tungu sína og stöðu hennar:
ráðunaut stofninnar rásar
rekur meinhorn í vörðurnar
hæ
menningarvitanum stendur
í mannvitsbrekkunni
Elías Mar
myrkur fellur á
bæ
Það er reyndar ekki aðeins próf-
arkalesarinn Elías sem hér er á
ferð heldur líka samfélagsrýnirinn
og húmoristinn; við sjáum ýmis
kennileiti um hnignun útvarpsís-
lenskunnar og ráðaleysi menning-
arvitans sem — í tvennum skilningi
— stendur á mykjuhaug mannvits-
ins.
Það svífur kyrrlátur andi yfir
ljóðunum í þessari bók. Á fáeinum
stöðum örlar þó á nokkuð skarpri
kaldhæðni, jafnvel sjálfshæðni.
Þýðingar Elíasar eru mjög í sama
anda og ljóð hans sjálfs, eins og
reyndar títt er um þýðingar. Hér
eru ljóð fimm skálda: Johans L.
Runebergs, eins af þjóðskáldum
Finna, en hann lést 1877 og er
þýðingin mjög í 19. aldar stíl; sá
franski Jean Genet á hér ljóðið Hinn
dauðadæmdi úr samnefndri ljóða-
bók sinni. Einsog víðar í verkum
sínum fjallar hann í kvæðinu um
sakamann og lýsir honum sem
engli: „Óskiljanlegt að dæmdur sé
til dauða/ drápsmaður sá er bjartar
skín en sólin." Ann-Marie Scholand-
er er Svíi sem ég veit ekki deili á
en yrkir fallega líkingu um skýin
sem nýtur sín vel í þýðingu Elías-
ar. Loks þýðir Elías sjö ljóð eftir
víetnamska skáldið Thanh Hai. Það
er nokkur viðburður að víetnamskur
skáldskapur sjáist í íslenskri þýð-
ingu og er hann kærkomin viðbót
við okkar oft og tíðum takmörkuðu
heimssýn. Ekki eru þó sjáanleg
bein víetnömsk einkenni á þýðing-
um Elíasar;rijóðin fjalla flest um
fátæklinga í hörmung stríðs, hetju-
dáðir, móðurást og gætu að mínum
dómi allt eins verið ort í einhverju
landi S-Ameríku eða annars staðar
þar sem saklausir líða í stríðum,
enda bera þýðingarnar engin sér-
stök þjóðleg einkenni.
Skáldsaga eftir
Leó E. Löve
ÍSAFOLD hefur gefið út bókina
Fórnarpeð eftir Leó E. Löve.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Bókin ijallar um ungan blaðamann
sem kemst að því sér til skelfingar
að þjóðkjörinn trúnaðarmaður mis-
notar aðstöðu sína gróflega í eigin-
hagsmunaskyni.
Blaðamaðurinn leggur allt í söl-
urnar til að fletta ofan af svikunum
og inn í atburðarásina fléttast
óvæntir atburðir.
Ótrúlegt er hvaða aðgerðum
valdamiklir peningamenn beita til
að verja hagsmuni sína. Þeir svífast
einskis. Jafnvel mannslíf eru þeim
einskis virði.“
Fórnarpeð er 214 bls. og að öllu
leyti unnin í ísafoldarprentsmiðju hf.
Leó E. Löve