Morgunblaðið - 13.12.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.12.1990, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 13. DÉSEMBER 1990 Gefandi og krefjandi starf að vera hljómsveitarsljóri - segir Guðmimdur ÓU Gunnarsson, sem stjórn- ar Sinfóníuhljómsveit íslands í fyrsta sinni Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands á æfingu í Langiioltskirkju. íslendingar sem hafa farið til náms erlendis í þeim tilgangi ein- um að nema hljómsveitarstjórn, eru sennilega teljandi á fingrum annarrar handar. Það er þess vegna ekki á hverjum degi, að nýr íslenskur hljómsveitarstjóri stígur á pall og stjórnar Sinfóníu- hljómsveit íslands. En í þessari viku mun það þó gerast, þegar Guðmundur Oli Gunnarsson stjórnar henni í fyrsta sinn. Hann er þó ekki alveg ókunnugur þessu hlutverki hér heima, hefur áður stjórnað íslensku hljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur og hljómsveitinni Caput. Einnig hef- ur hann stjómað Háskólakórnum um nokkurt skeið, en það var ein- mitt kórstjórn, sem leiddi hann út í nám í hljómsveitarstjórn. Hljómsveitarstjórn í kjölfar kórsljórnar — Eg ákvað að Iæra hljóm- sveitarstjórn eftir stúdentspróf, sagði Guðmundur OIi í stuttu við- tali við Morgunblaðið. Ég var búinn að stjóma kórnum um nokkurt skeið og mér finnst það starf mjög gefandi en um leið kreijandi og ákvað því að leggja hljómsveitarstjórn fyrir mig. Eg lærði lítillega á nokkur hljóðfæri þegar ég var yngri og tónlistin hefur verið ríkjandi í lífi mínu upp frá því, sagði hann. Leiðin lá til Utrecht í Hollandi, þaðan sém Guðmundur Óli lauk lokaprófí í hljómsveitarstjórn í Svíþjóð, en í vetur er hann í einkatímum hjá Jorma Panula í Síbeliusarakadem- íunni í Helsinki. Jorma Panula var á sínum tíma aðalkennari Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands, og -sagt hefur verið um hann, að hann skapi hvern snillinginn á fætur öðmm í hljómsveitarstjórn. En hvernig sker hann sig úr hópi annarra kennara í hljóm- sveitarstjóm? — Jorma Panula er fyrst og fremst afbragðskennari en um leið mjög sérstakur, sagði Guð- mundur Óli. Aðferðir hans við kennslu eru allt aðrar, en ég átti að venjast í Hollandi. Þar voru kenndar á akademískan hátt ákveðnar aðferðir við að stjórna hljómsveitum. Panula virðist hins vegar finnast að það, sem nem- andinn geri, sé jafn merkilegt og það sem hann gerir sjálfur. Með þetta að leiðarljósi hjálpar hann nemendunum að þroskast og efl- ast á þeirra eigin forsendum. Ég verð a.m.k. í vetur hjá Panula, en annars er óráðið um framt- íðina, sagði Guðmundur Óli. Góðar viðtökur hjá Sinfóníuhljómsveitinni — Þessir tónleikar eru afskap- lega mikilvægir fyrir mig, sagði Guðmundur Öli um tónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Lang- holtskirkju í kvöld, fimmtudag. Þetta er stærsta verk mitt í vetur og mikilvægt að þeir gangi vel. Það má segja að æfingar hafi gengið nokkuð í samræmi við áætlanir. Hljómsveitarfólkið hefur tekið mér mjög vel. Það er vita- skuld gagnrýnið á það sem ég er að gera, en um leið leggja allir sig_ fram. I janúar stjórna ég svo tónleik- um íslensku hljómsveitarinnar. Annars fæ ég tækifæri til að æfa mig með hljómsveit í skólanum í Helsinki. En hvernig eru atvinnuhorfur? — Ég vissi, er ég fór út í þetta nám, að atvinnuhorfur fyrir mig sem hljómsveitarstjóra eingöngu hér heima eru afskaplega litlar. Ef ég hins vegar tek að mér kór- stjórn áfram og stjórn minni hljómsveita, eru þær allgóðar. En tíminn mun leiða þessa hluti í ljós, sagði Guðmundur Óli' Gunnars- son, hljómsveitarstjóri að lokum. Þess má geta að þessir tónleik- ar Sinfóníuhljómsveitarinnar í grænni tónleikaröð verða endur- teknir í Langholtskirkju á laugar- dag kl. 15.00, en löngu er orðið uppselt á tóleikana í kvöld. Mynd og texti: Rafn Jónsson Kvöldlokkur Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Kvöldlokkur Blásarakvintetts Reykjavíkur voru að þessu sinni haldnar í Seltjarnarneskirkju sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart, Triebensee, Castil- Blaze og Beethoven. Tónleikarnir hófust á Divertimento K.166 eftir Mozart, sem er ritað fyrir 2 óbó, 2 ensk hom, 2 klarinett og 2 fagott. Verkið samdi Mozart 1773, þá 17 ára en í sama mánuði (mars) samdi hann annað Divertimento (K.186) fyrir sömu hljóðfæraskipan og er talið líklegt að verkin séu ætluð til flutnings „erlendis", nefnilega í Sambandið: Félagið Goði hf. var stofnað síðastliðinn þriðjudag, en tekur til starfa 1. janúar á næsta ári. í frétt frá Sambandinu segir, að Goði hf. taki í öllum aðalatriðum við þeim verkefnum, sem búvörudeild Sam- bandsins hefur sinnt. Hlutafé fé- lagsins skiptist að jöfnu milli Sam- bandsins og sláturléyfíshafa. í fyrstu stjóm félagsins vom kosin: Guðjón B. Ólafsson forstjóri Mílanó og því hafi hann notað klarinett, en slík Jiljóðfæri voru ekki til staðar á þeim tíma í Salz- burg. Divertimento voru oft leikin af áhugatónlistarmönnum og jafnvel þjónustufólki og var gerð slíkrar utandyratónlistar oft ekki til að auka hróður höfundanna, þó Moz- art tækist að semja nokkur frábær verk af þeirri gerðinni. K.166 er fallegt og einfalt í gerð og var mjög vel leikið en með Blásarakvintettin- um léku Kristján Þ. Stephensen á óbó, Peter Tompkins á enskt hom, Guðrún Másdóttir einnig á enskt hom, Sigurður I. Snorrason á klarinett, Þorkell Jóelsson á horn og Björn Th. Árnason á fagott. SÍS, Guðsteinn Einarsson kaupfé- lagsstjóri, Blönduósi, Jörundur Ragnarsson kaupfélagsstjóri, Egils- stöðum, sem er stjómarformaður, Sigrún Magnúsdóttir kaupfélags- stjóri, Óspakseyri og Þorsteinn Sveinsson, Egilsstöðum. Fram- kvæmdastjóri Goða hf. verður Árni S. Jóhannsson en hann hefur verið framkvæmdastjóri búvörudeildar Sambandsins. Samspil Guðrúnar og Peters á enska homið var einstaklega fal- legt, sömuleiðis á óbóin hjá Krist- jáni og Daða Kolbeinssyni og þá ekki síður hornin t.d. í menúettinum hjá Joseph Ognibene og Þorkatli. Samleikurinn í heild var glæsilegur. Menúettinn frægi úr Don Gio- vanni eftir Mozart var fluttur í held- ur svona lítið spennandi tilbrigðum eftir hljóðfæraleikara (samtíma- mann Mozarts) að nafni Trieb- ensee, er mun hafa lagt Mozart í einelti og útsett verk hans heldur gáleysislega fyrir blásara. Þrátt iyrir að ekki væri mikið bragð að þessum tilbrigðum, vom þau vel leikin. Sextett fyrir pör af klarinettum, homum og fagottum eftir franska tónlistarmanninn Castil-Blaze (1784-1857) var skemmtilegur áheyrnar en CastiI-BIaze þessi var helst kunnur fyrir gagnrýni er hann ritaði í Journal des Débats og ritun tveggja binda bókar um frönsk óperuverk (útg. 1820). Hann vann nokkuð við þýðingar en þótti þar fara nokkuð fijálslega með frum- textann og jafnvel bæta óþarflega miklu við hann frá eigin brjósti. Meðal verka sem hann fékk skömm í hattinn fyrir að færa úr lagi voru óperurnar Freischiitz og Euryanthe eftir Weber. Sextettinn var mjög vel leikinn og til að taka eitthvað fram, var samleikur Einars Jóhann- essonar og Sigurðar á klarinettin og sömuleiðis fagottistanna Haf- steins Guðmundssonar og Björns sérlega vel útfærður. Tónleikunum lauk með Oktett op. 103 eftir Beethoven. Verk þetta mun Beethoven hafa samið 1792, sama árið og hann kom til Vínar, og endursamið síðar en lagt verkið til hliðar. Það var ekki gefið út fyrr en 1830, þremur árum eftir dauða hans og því er það með svona hátt ópusnúmer. Þetta æskuverk Beet- hovens (22 ára), sem er einfalt í gerð, bæði að formi og tematískri úrvinnslu stefhugmynda, var mjög vel leikið. Bók um náttúru MAL og menning hefur gefið út bókina Perlur í náttúru íslands eftir Guðmund P. Ólafsson. í formála bókarinnar er hún sögð vera alþýðlegt heimildarrit um íslenskt landslag og ástarátning til landsins. Bókin Perlur í náttúru íslands er tvískipt. Fyrri hlutinn fjallar um jarðsöguna og stöðu íslands í sögu jarðar, hvernig ísland reis úr sæ, hvernig landslag verður til, mótast og eyðist. Þessi hluti er í sex köfl- um: I upphafi, Jörðin og jarðskorp- an, ísland, Berg og jarðlög og síðasti kaflinn heitir Sambúð við landslag, þar sem skoðað er hvern- ig sambúðin við landið hefur breytt ásýnd þess og hvemig náttúran er samofin menningu þjóðar. Síðari hlutinn heitir Foldin fríða og segir þar frá 70 stöðum á landinu. Kort eru af öllum þessum svæðum, skýringarmyndir og ljós- ■myndir, sumar á hálfum og heilum síðum, aðrar í opnu. Og textinn er ekki aðeins um jarðfræði, heldur einnig sögu, þjóðfræði og bók- menntir. I formála bókarinnar segir m.a.: „ísland er stórbrotið undraland sem Perlur í Islands Guðmundur P Ólafsson. er aldrei eins frá einu augnabliki til annars. Þess vegna er það land töfra og dulúðar. Þess vegna er ekki hægt annað en elska slíkt land hvort sem maður er íslendingur eða ekki. Þess vegna eru Perlur í nátt- úru íslands í raun ástaijátning. Bókin er tjáning um ást og virðingu fyrir lifandi og dauðu, fyrir landi og sögu. Hún er skrifuð til að örva börn Islands til að þekkja landið sitt, og umgangast það af nær- færni.“ Bókin er 420 blaðsíður. Uppselt hjá alþingismanni eftirMagnús Oskarsson „Sagði ég honum að atkvæði mitt væri ekki lengur til sölu ...“ Þannig greinir háttvirtur alþingis- maður Borgaraflokksins fyrrver- andi, Guðmundur Ágústsson, frá nýlegum viðræðum sínum við að- stoðarmann Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra. í grein í Morgunblaðinu 11. þ.m. Ekki lengur, segir blessaður þingmaðurinn, sem unnið hefur eið að stjórnarskránni og er sam- kvæmt henni einungis bundinn við sannfæringu sína. En nú er hann sem sagt hættur að selja atkvæði, að því er virðist vegna þess að allt er uppselt en ekki vegna þess að kaupendur skorti. Allir vita að ömurlegt líf núver- andi ríkisstjórnar hefur frá upp- hafi hangið á bláþræði atkvæða- kaupa á Alþingi, þótt skort hafi formlega vitneskju um þau við- skipti. En nú hefur einn úr hópi þingmanna bætt úr þessu og af fyrra bragði og óbeðinn skýrt frá atkvæðasölu sinni sem hann að vísu kveðst hættur, í bili a.m.k. Þótt ólíklegt sé, má vera að einhveijir vilji líf þessarar ríkis- stjórnar sem lengst og hafi af því ábyggjur að atkvæðasölur á Al- þingi leggist niður. Þeim til hugg- unar skal á það bent að Stefán Valgeirsson hefur engar yfirlýs- ingar gefið í þá átt og að Sólnes og Óli eru á sínum stað. Höfundur er borgarlögmaður. Hlutafélag stofn- að um búvörudeild STOFNAÐ hefur verið nýtt hlutafélag, Goði hf, sem tekur við starf- semi búvörudeildar Sambandsins. Eru stofnendur 20 sláturleyfisha- far um allt land, Samband íslenskra samvinnufélaga og nokkur kaup- félög. Er þetta fyrsta hlutafélagið af fimm, sem stofnuð verða um þann rekstur sem Sambandið hefur haft með höndum. Hlutafé er 300 milljónir króna og er það að fullu innborgað. Himimm s haskBlaIslands Wf mm mm ■VffffiMwf m vænlegast til vinnings KR.75.ÖQÖ 1632 3515 6957 9879 18628 20214 26218 30440 39658 44743 46049 50538 2312 3678 7164 10154 19557 24030 27747 36194 41090 44857 48352 55502 3495 5329 8922 13160 20094 24528 28820 38390 42009 44871 48469 55774 Við vinnslu á tólfta útdrætti Happdrættis Háskóla íslands, sem birtist í blaðinu í gær, féllu niður 75 þúsund kr. vinningarnir. Lesendur og happdrættið eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.